Dagur - 23.09.1985, Síða 2

Dagur - 23.09.1985, Síða 2
2 - DAGUR - 23. september 1985 Er Akureyri snyrtilegur bær? Sigrún Þórisdóttir: Já, mér finnst það, hann er til dæmis snyrtilegri en Reykjavík. Nína Mikaelsdóttir: Hann er ágætur. Þó er ekki hugsað nægilega vel um hús- in hérna. Framhliðar húsa er t.d. oft málaðar og bakhliðar látnar eiga sig. Sigurlaug Gunnarsdóttir: Hann mætti vera snyrtilegri. Hann er oft æði ljótur snemma á morgnana um helgar. Fjóla Stefánsdóttir: Mér finnst hann snyrtilegur á sumrin, en á veturna er hann ósköp kuldalegur og ekki nógu vel hugsað um hann. „Tilgangur félagsins að uppræta fordóma“ segir Hlíf Einarsdóttir, formaður Geðverndarfélags Akureyrar Geðverndarfélag Akureyrar var stofnað fyrir 11 árum. Aðalhvatamaður þess var Brynjólfur Ingvarsson þá kom- inn til starfa við nýstofnaða geðdeild við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Auk Brynj- ólfs var það hópur áhugafólks sem að stofnun félagsins stóð. Hlíf Einarsdóttir er formað- ur Geðverndarfélags Akureyr- ar. Hún segir ckkur af félaginu í Viðtali Dags-ins í dag. „A meðan Taugadeildin við Skólastíg var starfandi fólst starf- semi félagsins einkum í stuðningi við þá sem þar voru sem og stuðningi við þá sem útskrifuðust þaðan. Að vísu höfðum við ekki kost á að veita nema félagslegan stuðning, félagið átti hvorki hús- næði né gat veitt viðkomandi ein- staklingum vinnu. Þó slíkt kunni að hafa átt sér stað í einhverjum tilfellum. Stefnumarkmið félags- ins er félagslegur stuðningur við fólk sem á við geðræn vandamál að stríða. Við reynum að uppfræða al- menning um eðli geðsjúkdóma og að uppræta fordóma. Það höf- um við gert með því að gefa út rit sem nefnist Geðfræðsla og hefur komið út einu sinni til þrisvar á ári. Félagið vill vekja almenning og stjórnvöld til aukins skilnings á mikilvægi geðheilbrigði fyrir alla menn. Og einnig er tilgangur fé- lagsins að stuðla að auknum rannsóknum, sem geta orðið til aukinnar geðheilbrigði. Þá má nefna að Geðverndarfélag Akur- eyrar lætur sig varða þau vanda- mál sem skapast vegna ofneyslu lyfja og áfengis. Og einnig hefur félagið á stefnuskrá sinni að stuðla að geðvernd barna og læt- ur sig varða þau vandamál er áhrif geta haft á geðheilbrigði þeirra. Þetta er óþrotlegt starf og á köflum óyfirstíganlegt, en það er ekki þar með sagt að við ætlum að gefast upp.“ - Hversu margir félagar eru í Geðverndarfélaginu? „Það eru um 140 manns í félag- inu, en því miður eru sárafáir virkir. Það sem okkur vantar mest er fleira fólk, ungt fólk og fólk sem er tilbúið að starfa með okkur af alhug.“ - Hvað hefur helst verið á döf- inni hjá félaginu að undanförnu? „Á síðastliðnu ári keyptum við hæð í húsi, um 100 fermetra og við ætlum að nota húsnæðið und- ir starfsemi félagsins. það hefur staðið félaginu fyrir þrifum að við höfum ekki átt í hús að venda. Vorum í leigu- eða lánshúsnæði áður.“ - Hvernig hafið þið fjármagn- að húsnæðiskaupin? „Við vorum með merkjasölu í fyrra og hún gekk mjög vel, við fengum ákaflega góðar móttök- ur. Einnig höfum við staðið fyrir basar og öðru ámóta, en slíkt gef- ur ekki mikið af sér. Styrk feng- um við frá Akureyrarbæ og einn- ig dálítinn frá KEA. En nú eru all- ir peningar búnir og við erum að fara af stað aftur með merkjasölu til styrktar starfseminni.“ - Þú talaðir áðan um að til- gangur félagsins væri að uppræta fordóma, hafið þið orðið vör við mikla fordóma í garð fólks sem á við geðræn vandamál að stríða? „Maður rekur sig alls staðar á. Það eru töluverðir fordómar ríkj- andi í garð þessa fólks, maður verður var við þá þegar farið er að hjálpa því á einhvern hátt. Þeir sem þyrftu á aðstoð að halda í þessum efnum þora oft ekki að leita hennar vegna fordómanna sem ríkja. Þarna er við ramman reip að draga og mikið verk óunnið." - Er aðgengilegt fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda að leita eftir henni? „Það er allt í áttina og mun meiri og betri aðstoð veitt nú en áður var. Eins og ég sagði áðan var starfandi svokölluð Tauga- deild við Skólastíg, en síðan hún var lögð niður fyrir um tveimur árum hefur fólk þurft að leita suður til Reykjavíkur, á geð- deildir spítalanna þar. En nú eru tveir geðlæknar teknir til starfa hjá FSA og þar verður opnuð ný geðdeild fljótlega.“ - Að lokum, sjáið þið árangur í ykkar starfi? „Stundum er árangur sorglega lítill, stundum enginn. En stund- um sjáum við árangur og það er auðvitað ánægjulegt." - mþþ Hlíf Einarsdóttir. „Bílbeltin eiga örugg- lega rétt a sér“ Svar til Kristjáns Sigurðssonar á Sauðárkróki: í lesendahorninu þann 16. þ.m. eru höfð eftir þér orð um of einhliða áróður fyrir beltum. Vitnar þú meðal annars í frásögn blaðsins um umferðarslys er varð á einni af brúm yfir Eyjafjarðará framan Akureyrar. Það vill svo til að undirritaður kom að þessu slysi, en ég var á vakt umræddan dag. Slys eru allt- af hörmuleg og á átján ára starfs- ferli mínum hefi ég komið að mörgum. Ég hafði ekki starfað lengi sem lögreglumaður þegar ég tók þá ákvörðun, með hlið- sjón af reynslu minni að ég og fjölskylda mín mundum nota bíl- belti. Bílbeltin eiga svo örugg- lega rétt á sér og í ótal mörgum tilfellum hefðu beltin bjargað, ef þau hefðu verið notuð. Fyrir mér er grein þín sorgleg vanþekking, og á engan rétt á sér. Það að öku- maður í þessu umrædda slysi hefði meiðst meira ef hann hefði verið í belti, er ekki haft eftir okkur lögreglumönnum er kom- um á slysstað. Þau átján ár sem ég hefi starfað hefi ég ekki séð þá undantekningu að betur hefði verið að beltunum hefði verið sleppt. Ég hafna því ekki að undantekningar séu til, en þær sanna regluna. Að lokum tek ég það fram að mér finnst það sorg- legt að okkar ágæta Alþingi skuli ekki enn hafa sett það sem lög að bílbelti skuli notuð, og þeir sekt- aðir sem ekki hlýði því. Þorstcinn Pétursson, aðstoðarvarðstjóri Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.