Dagur - 23.09.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. september 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 300 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 35 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E.
JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik), YNGVI
KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ.
ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Rannsókn á
svartri atvinnustarfsemi
Starfsmenn skattaeftirlitsins munu á
næstu tveimur vikum heimsækja rúmlega
400 fyrirtæki úr 27 atvinnugreinum, sem
eiga mikil viðskipti við almenna neytendur
og eru skyldug til að gefa út reikninga í
þeim viðskiptum. Litið verður í bókhald
þessara fyrirtækja en fyrst og fremst er ætl-
unin að kanna hvort fyrirtækin hafa farið
eftir þeim reglum sem gilda um skyldu
þeirra til að skrá viðskiptin á nótur, reikn-
inga og önnur gögn. Þessi könnun er gerð
í framhaldi af þeim mikla áróðri sem fjár-
málaráðuneytið hefur rekið að undanförnu
fyrir því að almenningur biðji um nótur og
reikninga í samskiptum við fyrirtæki sem
inna af hendi margvíslega þjónustu.
Þau 400 fyrirtæki sem skoða á eru valin
úr rúmlega 3.700 sem starfandi eru í þeim
atvinnugreinum er um ræðir. Þau eru í
þremur skattaumdæmum, þ.e. Reykjavík,
Reykjanesi og Norðurlandi eystra. Fyrir-
tækin sem heimsótt verða eru bæði stór og
smá.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að
söluskattssvik hafa viðgengist í stórum stíl
í mörgum greinum. Um er að ræða svokall-
aða svarta atvinnustarfsemi, þar sem við-
skiptavinum er sagt að þeir geti losnað við
að greiða kostnaðinn vegna söluskattsins,
ef ekki þurfi að gefa nótu fyrir viðskiptun-
um. Þannig losnar seljandinn við að gefa
greiðsluna upp og að gera skil á sölu-
skattinum og kaupandinn fær þjónustuna
fyrir eitthvað lægri upphæð. Raunar er það
ekki sjálfgefið að hagnaður kaupandans sé
sá sem af er látið.
Þessi viðskiptamáti, sem því miður hefur
verið mjög algengur, hefur haft afleit áhrif
á allt viðskiptasiðgæði. Með sífelldri hækk-
un söluskattsins hefur þetta færst í vöxt.
Þess hefur ekki verið gætt að halda skatt-
heimtunni innan þeirra marka sem borgar-
anum þykir réttlátt að greiða. Þegar yfir
þessi mörk er farið, sem reyndar eru óljós
og breytileg eftir afkomu fólks, aukast lík-
urnar á því að fólk réttlæti misferlið fyrir
sjálfu sér.
Þessi könnun er af hinu góða og vænleg
til að skapa aðhald í þessum efnum. Menn
munu hins vegar halda áfram að reyna að
komast hjá skattgreiðslum, meðan þeim
finnst þær ósanngjarnar og allt of háar.
Ríkisvaldið þarf að finna þann gullna með-
alveg sem gefur hámarkstekjur án þess að
gjaldþoli neytenda og fyrirtækja sé ofboð-
ið.
Karlar hafa að jafnaði
49% hærri laun en konur
- Ræða Úlfhildar Rögnvaldsdóttur á Landsþingi
framsóknarkvenna sem haldið var á Laugarvatni
Fundarstjóri, góðir áheyrendur.
„Vér óskum fulls jafnréttis fyr-
ir konur og karla að lögum og í
framkvæmd laganna, og vér vilj-
um gera alla þjóðina færa um að
nota sér slík réttindi. Vér óskum
að tryggja konum jafngóð lífs-
skilyrði og körlum við alla þá at-
vinnu sem þær komast að.“
Þessar óskir bar Bríet Bjarn-
héðinsdóttir fram í ræðu sem hún
flutti á hátíðisdegi kvenna 19.
júní 1918. Mikið vatn hefur runn-
ið til sjávar síðan þá og lög um
launajöfnuð karla og kvenna tók
gildi í áföngum á árunum 1961-
67 og lög um jafnrétti kvenna og
karla árið 1976.
En hún Bríet hefur séð það
þarna um árið að ekki er nóg að
hafa lögin fullgild, ef menn láta
sér framkvæmd þeirra í léttu
rúmi liggja.
Það er í sjálfu sér ekki einfalt
mál að framfylgja lögum sem
kveða á um að greiða skuli kon-
um og körlum jöfn laun fyrir
jafnverðmæt og sambærileg störf,
því alltaf er erfitt að vega og
meta þegar verið er að bera slíkt
saman. En staðreyndin er nú
samt sú að hefðbundnu kvenna-
störfin virðast alltaf lenda neðar
í starfsmati, miðað við önnur
hliðstæð störf.
Við höfum í höndunum niður-
stöður úr ótal könnunum sem
gerðar hafa verið á undanförnum
árum sem segja m.a.: Skipting í
karla- og kvennastörf er augljós,
meiri hluti kvenna vinnur við
þjónustu- verslunar- og iðnaðar-
störf, þær eru í meirihluta í störf-
um ófaglærðs verkafólks, þær eru
mun færri í stéttum eigenda, sér-
fræðinga, stjórnenda og fag-
lærðra, mjög margar konur vinna
hlutastörf.
Þegar laun hafa verið urnreikn-
uð og miðuð við fullt starf allt
árið kemur í ljós að karlar hafa
að jafnaði 49% hærri laun en
konur. Auk þessa er mikill mun-
ur á launum kvenna innbyrðis
eftir búsetu, en vegna mikillar
þenslu í atvinnulífi í Reykjavík
undanfarið hafa laun þar hækkað
langt umfram laun annars staðar
á landinu.
Ég held að niðurstöður þessara
kannana hafi ekki komið konum
svo mjög á óvart hvað launamis-
mun kynja varðar, því vafalaust
þekkja flestar útivinnandi konur
dæmi um slíkt frá eigin vinnu-
stað. Ástæðurnar eru ótalmarg-
ar. Hin aldagamla verkaskipting
kynjanna á sér djúpar rætur. Lit-
ið er á karlinn sem fyrirvinnu
heimilisins. Konur fara síður í
langskólanám. Virðingarleysi og
vanmat er á þeim störfum sem
unnin eru inni á heimilunum.
Þetta vanmat er því miður allt of
algengt meðal okkar kvenna og
við erum gjarnar á að sætta okk-
ur við lítið. Bónusvinna sem við-
gengst í mörgum kvennastarfs-
greinum er kafli út af fyrir sig
sem ég hætti mér ekki inn á að
þessu sinni. Algengt er að giftar
konur líti á laun sín sem viðbót
við tekjur húsbóndans og því
skipti ekki öllu máli hvort jiau
séu aðeins hærri eða lægri, þar
sem aðeins sé um hlutastarf að
ræða.
Þetta bitnar svo á konum sem
þurfa að sjá fyrir öðrum á ein-
földum launum og staðreynd er
það, að þeim fer fjölgandi kon-
unum sem eru fyrirvinnur heim-
ila.
Oft hefur heyrst að ekki sé að
búast við breytingum á kjörum
kvenna innan blandaðra stéttar-
félaga, þar sem karlar ráða
lögum og lofum og viðsemjendur
undantekningarlítið karlar. En
það hefur sýnt sig að málin ganga
ekkert skár hjaf élögum sem eru
kynskipt.
Það er nefnilega ekki aðal-
atriðið hvort formaður stéttarfé-
lagsins er karl eða kona, það sem
skiptir máli er áhugi og samstaða
félaganna sjálfra um málefni
heildarinnar.
Ég veit að konur sem vinna
langan vinnudag utan heimilis og
innan finnst það lítið spennandi
að sækja fundi í stéttarfélaginu,
þegar úr mörgu er að velja til að
verja frítímanum.
Én er ekki von að hægt gangi í
launamálapólitíkinni, þegar sam-
an fer vanmat á eigin vinnufram-
lagi og áhugaleysi á þeim leiðum
sem þó eru tiltækar til að breyta
hlutunum.
Ég vinn hjá verkalýðsfélagi og
það er sama sagan þar og í flest-
um öðrum slíkum félögum , ákaf-
lega mikil félagsdeyfð, þó innan
um séu einstaklingar sem hafa
virkilegan áhuga á að breyta
kjörum sínum til batnaðar með
því að leggja eitthvað á sig sjálfir.
Það er með kjaramálin eins og
svo mörg önnur mál sem snerta
heildina, við ræðum vandann
fram og aftur, við sjáum ótal
lausnir meðan við tölum saman
yfir kaffibolla í eldhúsinu, síðan
ekki söguna meir. Þetta dugir
ekki, konur verða að ræða málin
og berjast fyrir úrbótum á réttum
vígstöðvum. Það er á vinnustaðn-
um sjálfum og með því að standa
við bakið á trúnaðarmanni vinnu-
staðarins og síðast en ekki síst að
vera virkar í starfi stéttarfélags-
ins.
Konur eru alltof tregar til að
taka við hvers kyns trúnaðar-
störfum fyrir hönd stéttarfélaga,
oft vegna þess að þær vantreysta
sér sökum reynsluleysis, einnig
vegna hræðslu við óvinsældir
trúnaðarstarfsins og þegar á reyni
standi vinnufélagarnir ekki nógu
þétt saman. Því miður eru dæmi
um slíkt alltaf að gerast vegna
þess að fólki finnst það ekki í
þess verkahring að vinna að eigin
kjarabótum, heldur sé það for-
ystumannanna í verkalýðshreyf-
ingunni.
En forustan nær aldrei lengra
en hinn almenni félagsmaður hef-
ur áhuga á sjálfur, ef hann er
óvirkur, er forystan lömuð.
Þá finnst mér það dragbítur
innan kjarabaráttunnar, hvað við
vitum lítið og erum áhugalitlar
um störf og kjör hverrar annarr-
ar. Það næst aldrei nein samstaða
eða áhugi til breytinga, nema
vandamálin sem fjallað er um
hverju sinni, séu öllum kunn.
’85 nefndin á Akureyri hefur
haft forgöngu um vikulegan þátt
í blaðinu Degi undanfarna mán-
uði, sem nefnist Kvennakjör. Þar
hafa konur frá ólíkum vinnu-
stöðum lýst störfum sínum, að-
búnaði og kjörum. Það gekk illa
að hleypa þessum þætti af stokk-
unum, því konur voru hræddar
við að segja frá einhverju sem
neikvætt var við vinnustaðinn,
vegna ótta við atvinnurekand-
ann. En eftir að fyrsta viðtalið
birtist, komu fleiri í kjölfarið og
eitt er víst að margt athyglisvert
hefur komið fram í þessum þátt-
um sem líta má á sem jákvæða
tilraun til fræðslu og upplýsinga
um hin ólíku störf og kjör
kvenna.
Á þessu síðasta ári kvennaára-
tugarins líta konur til baka og
sjá, að vissulega hefur margt
áunnist í jafnréttismálum síðustu
tíu árin.
Hvað varðar launamál kvenna,
þá er ljóst að lítið hefur miðað á
tímabilinu og á sumum sviðum er
um afturför að ræða.
Á fundi í miðstjórn ASÍ í
janúar síðastliðnum, var sam-
þykkt tillaga þess efnis að hvetja
þær nefndir sem annast undir-
búning vegna loka kvennaára-
tugarins, til að taka launamál
kvenna til umfjöllunar og gera
þau að aðalmáli í þeim aðgerðum
sem framundan eru vegna loka
kvennaáratugar Sameinuðu
þjóðanna.
Á Akureyri er starfandi ’85
nefnd, á svipaðan hátt og í
Reykjavík, og undirbýr hún ýms-
ar sýningar og uppákomur vegna
ársins. Ákveðið hefur verið að
nvetja konur til að endurtaka
kvennafrídaginn og leggja niður
vinnu, utan heimilis sem innan,
24. október nk. og halda fundi
um launamálin.
Þær raddir hafa heyrst að ekki
sé hægt að endurtaka þá miklu
þátttöku og stemninguna sem
ríkti 24. október ’75. Annað kom
þó í ljós á fjölmennum fundi á
Akureyri í vetur.
Bæði kom fram hjá eldri kon-
um eftirsjá vegna þess að þær
tóku ekki þátt ’75, en sögðust
hiklaust verða með nú. Einnig
kom fram sú ábending frá ungum
konum að 10 árgangar kvenna
hefðu bæst við hópinn frá ’75 og
þær konur hefðu ekki hvað síst
ástæðu til að ræða þessi mál.
Ég vil að lokum nota þetta
tækifæri hér til að hvetja ykkur
allar, hvar og hvernig sem störf-
um ykkar kann að vera háttað,
að hugleiða hvort ekki sé ærin
ástæða fyrir konur að taka sér frí
einn dag og nota hann til að
kryfja til mergjar stöðuna í
launamálum kvenna og jafnfrant
leita raunhæfra leiða til úrbóta.
Staðreyndin er nefnilega sú, að
við verðum að gera það sjálfar,
því það gerir það einginn annar
fyrir okkur.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.