Dagur - 23.09.1985, Page 7
6 - DAGUR - 23. september 1985
23. september 1985 - DAGUR - 7
Gunnar
og
Stefán
- þjálfa Þór
Þórsarar hafa ráðið þjálfara fyrir ineist-
araflokk í handbolta, sem leikur í þriðju
deild. Það eru þeir Stefán Arnaldsson og
Gunnar Gunnarsson, og mun Gunnar
jafnframt leika með liðinu.
Þór hefur misst mikið af leikmönnum frá í
fyrra, eins og t.d. Guðjón Magnússon sem
þjálfað hefur liðið undanfarin ár ásamt því að
hafa leikið með, markvörðinn Nóa
Björnsson, Árna Stefánsson og Kristján
Kristjánsson sem eru hættir iðkun handbolta
og þá Sigurð Pálsson og Rúnar Steingríms-
son sem hafa gengið í raðir KA-manna.
Verður liðið í vetur svo til eingöngu byggt
upp af ungum leikmönnum og verður fróðlegt
að fylgjast með þeim í þriðju deildinni í
vetur.
♦ ♦
Handboltinn
af stað
- stórleikur í
Höllinni á miðvikudag
Þá fer handboltavertíðin af stað fyrir alvöru,
og hefst strax á stórleik í Höllinni á miðviku-
dagskvöld. Þar mætast 1. deildar lið KA og
Víkings í karlaflokki.
Tvö önnur lið að norðan verða einnig í
baráttunni en það eru lið Þórs og Völsungs
sem leika bæði í 3. deild og eiga þau innbyrð-
is leik í fyrstu umferð á föstudagskvöld, leik-
ið verður á Laugum í Reykjadal sem verður
heimavöllur Völsunga í vetur. Er fólk hvatt
til að mæta á leiki hjá sínum mönnum og
styðja við bakið á þeim í hinni erfiðu keppni
sem nú fer í hönd, er þar átt við alla, KA-
menn, Þórsara og Völsunga.
„Stefnum
á toppinn“
- segir Ljubo Lazic, hinn
júgóslavneski þjálfari KA
„Þjálfari sem ekki stefnir á
toppinn hefur ekki trú á sínu
liði,“ sagði Ljubo Lazic þjálf-
ari KA í handbolta m.a. í við-
tali við Dag.
Hann var fyrst spurður um
sín fyrstu kynni af íslenskum
handknattleik.
„Árið 1983 sá ég landsleik á
milli íslands og Júgóslavíu, 1984
sá ég tvo af fjórum leikjum Is-
lands og Sviss í Sviss. Þá fylgdist
ég einnig með leik FH og júgó-
slavnesku meistaranna í Evrópu-
keppninni."
- Hver er staða íslensks hand-
knattleiks-á alþjóðavettvangi að
þínu mati?
„íslenska landsliðið er eitt af
þeim bestu í heimi sem kom best
í ljós á Olympíuleikunum í Los
Angeles. Þá voru tvö íslensk lið í
4 liða úrslitum í Evrópukeppn-
inn sl. keppnistímabil. Þó finnst
mér það engin spurning áð júgó-
slavneska landsliðið er það besta
í heimi, það sýnir árangur liðsins
á undanförnum árum.“
- Hvernig finnst þér svo að
starfa fyrir KA?
„Mér finnst vel að málum stað-
ið hjá KA á allan hátt. En það
versta við þetta hér norðanlands
er það hvað erfitt er fyrir okkur
að fá æfingaleiki vegna fjarlægð-
ar frá Reykjavík. Eg gerði plan
um að leika 18 æfingaleiki fyrir ís-
landsmótið, en við höfum aðeins
getað leikið 5, ég tel það há
okkur í dag. Eiðið er ungt og
hefði þurft að leika alla þessa
leiki sem ég ætlaði þeim.“
- Hvað um knattspyrnumenn í
handbolta?
„Það fer ekki saman að æfa
bæði fótbolta og handbolta.
Æfingar fyrir handbolta eru allt
öðruvísi en fótbolta. Strákarnir
úr fótboltanum eru ekki búnir að
ná réttum takti í handboltanum
ennþá. Ef t.d. þeir Erlingur og
Sigurður myndu snúa sér bara að
annarri íþróttinni þá eru þeir
meiri handboltamenn heldur en
fótboltamenn."
- Stefnir þú að því að halda
KA í deildinni eða eitthvað
hærra?
„Þjálfari sem ekki stefnir á
toppinn hefur ekki trú á sínu liði,
ég stefni á toppinn með mitt lið.
En raunhæft sæti er 5. sætið, allt
þar fyrir ofan er plús. Mér finnst
þrjú lið áberandi best, það eru
Valur, Víkingur og FH. Ég
reikna með að slagurinn komi til
með að standa á milli þessara liða
á toppnum.“
- Eitthvað að lokum?
„Markmið mitt með að koma
til Akureyrar er númer eitt að ná
góðum árangri með KA. Það er
þó ljóst að ég geri ekkert einn, ég
þarf leikmenn sem eru tilbúnir að
leggja mikið á sig, góða stjórn
sem ég hef, og síðast en ekki síst
þurfum við á góðum stuðningi
áhorfenda að halda.
Ég lofa því að áhorfendur
munu fá mikið fyrir peningana ef
þeir koma til að hvetja okkur í
baráttunni í vetur í Höllinni."
Þjálfari sem ekki hefur trú á sínu liði nær ekki árangri.
- ■
Lokahóf
- Knattspyrnudeildar Þórs
Þorsteinn Halldórsson og fulltrúi Útgerðarfélags Akureyringa.
Mynd: gk-.
Þorsteinn vann Sig-
urbjöm í bráðabana
Það fer ekki saman að vera bæði í
handbolta og fótbolta.
Mynd: KGA.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
varð sigurvegari í Firmakeppni
Golfklúbbs Akureyrar sem
lauk um helgina. Alls tóku 130
fyrirtæki þátt í keppninni sem
er með umfangsmestu mótum
klúbbsins, en til úrslita Iéku
um 70 fyrirtæki.
Leiknar voru 9 holur, árangur
hvers keppanda tvöfaldaður og
full forgjöf hans síðan dregin frá.
Þegar upp var staðið voru þeir
jafnir Þorsteinn Halldórsson sem
keppti fyrir Útgerðarfélagið og
Sigurbjörn Þorgeirsson sem
keppti fyrir Iðnaðardeild Sam-
bandsins (ullariðnað), en þeir
léku báðir á 68 höggum nettó.
Þeir háðu því „báðabana“ um
sigurinn og hafði Þorsteinn
betur.
Nú fer að fækka mótum hjá
Golfklúbbi Akureyrar. Nk.
fimmtudag verður vélamót, á
laugardag verður Stableford, á
sunnudag öldungamót og
drengjamót og þá er aðeins eftir
„bændaglíman" sem er jafnan
síðasta mót sumarsins, og verður
hún að þessu sinni 5. október.
gk--
Hið árlega lokahóf knatt-
spyrnudeildar Þórs var haldið á
laugardaginn var og fór fram í
Félagsborg. Þar voru veittar
viðurkenningar fyrir bestan ár-
angur einstaklinga í hverjum
flokki.
Þjálfarar yngri flokka félagsins
völdu besta leikmanninn hver í
sínum flokkí, en í eldri flokkum
félagsins fór fram leynileg kosn-
ing sem leikmenn stóðu sjálfir
að.
Leikmenn ársins 1985 urðu
þessir: í 6. flokki: Elmar Eiríks-
son og var hann jafnframt marka-
hæstur. Leikmaður 5. flokks var
valinn Steinþór Gíslason og í 4.
flokki var valinn Þórir Áskels-
son og var hann einnig marka-
hæstur í sínum flokki. Leikmað-
ur 3. flokks var valinn Páll V.
Gíslason en Páll lék mjög vel í
sumar og var ásamt félaga sínum
Árna Árnasyni valinn í drengja-
landslið íslands er lék á Norður-
landamótinu í sumar og stóðu sig
þar með miklum sóma.
Leikmaður 2. flokks var kos-
inn Hlynur Birgisson en Hlynur
lék einnig með meistaraflokki í
suinar, hann tók stöðu Bjarna
Sveinbjörnssonar á miðju sumri
og skilaði henni stórvel, vissulega
maður framtíðarinnar.
Þá er komið að meistaraflokki
en þar var Halldór Áskelsson
kosinn með glæsibrag, Halldór
lék mjög vel í sumar eins og
margoft hefur komið fram áður.
Halldór spilaði bæði með ungl-
ingalandsliðinu og A-landsliðinu
og stóð sig mjög vel með þeim.
Kvenfólkið skipaði stærri sess
hjá félaginu í sumar en nokkru
sinni áður en í sumar var starf-
ræktur 2. flokkur innan félagsins
sem Sigurbjörn Viðarsson stjórn-
aði af röggsemi. Leikmaður 2.
flokks kvenna var kosinn Lára
Eymundsdóttir og var hún jafn-
framt markahæst í sínum flokki. í
meistaraflokki kvenna voru
stúlkurnar ekki í vandræðum
með að velja besta leikmanninn,
þar var Valgerður Jóhannsdótt-
ir kosin með öllum greiddum at-
kvæðum.
Þá voru þeim Nóa Björnssyni
og Óskari Gunnarssyni veittar
viðurkenningar fyrir 200 leiki
með meistaraflokki sem þeir
náðu á tímabilinu og einnig þeim
Þórarni Jóhannessyni, Sigurbirni
Viðarssyni, Jónasi Róbertssyni
og Bjarna Sveinbjörnssyni fyrir
100 leiki með meistaraflokki.
Að lokinni verðlaunaafhend-
ingu bauð stjórn knattspyrnu-
deildarinnar gestum upp á pylsur
og gos.
Þrír á
Spáni
Þeir félagar Halldór Áskelsson
og Siguróli Kristjánsson úr Þór
og Mark Duffield frá KS verða
allir í baráttunni á Spáni annað
kvöld. En þá leika landslið ís-
lands og Spánar skiþuð leik-
mönnum 21 árs og yngri síðasta
leik sinn í undankeppni heims-
meistarakeppninnar. Daginn eft-
ir leika svo A-landslið þjóðanna
landsleik í sömu keppni og er það
jafnframt úrslitaleikur riðilsins.
Spánverjum dugir ekkert annað
en sigur í þeim leik ef þeir ætla að
komast til Mexico en við íslend-
ingar erum úr leik.
íí
Mynd: KGA
„Ætlum upp
segir Eiríkur Sigurðsson
þjátfari Þórs
„Fyrstu leikirnir verða 18. og
19. október gegn Breiðabliki
og verður leikið á Akureyri,“
sagði nýendurráðinn þjálfari
Þórs, Éiríkur Sigurðsson í
spjalli við Dag. „Við byrjuð-
um að æfa um síðustu mánaða-
mót, þetta fer þó ekki á fulla
ferð fyrr en um næstu mánaða-
mót þar sem allt liðið kemur
ekki saman fyrr en þá eða um
leið og skólar hefjast af al-
vöru.“
Liðið verður að mestu óbreytt
en við missum Guðmund Björns-
son sem fer suður og fáum í stað-
inn Karl Ólafsson frá Sauðár-
króki er lék með Þór í úrvals-
deildinni fyrir nokkrum árum.
Helstu keppinautar okkar í vetur
verða Fram, Breiðablik og Reyn-
ir Sandgerði en um ÍS liðið veit
ég ekki,“ sagði Eiríkur ennfrem-
ur.
Eiríkur reiknaði með að deild-
in yrði jafnari en áður, en þeir
ætluðu sér samt að verða efstir i
mótslok. Þá má einnig geta þess
að hann hefur ákveðið að leika
með liðinu samfara þjálfuninni
og mun það styrkja liðið mikið.
Þá er rétt að láta það koma
fram að sömu helgi og Þór og
Breiðablik leika fer fram heil
„turnering" hjá 3. flokki og leika
þar þrjú lið auk Þórs.
Eiríkur Sigurðsson.
Þá hefst að nýju, lesendur góðir, getraunaleikur
Dags. Fyrirkomulag leiksins verður með öðru sniði
en áður og verður þannig, að sigurvegarinn frá í
fyrra Hjalti Gunnþórsson frá Grenivík hefur leik-
inn á því að skora á einhvern annan og „tippa“ þeir
á sitt hvora röðina. Sá sem hefur fleiri leiki rétta
heldur áfram og skorar á einhvern annan, þannig
höldum við svo áfram í vetur og fram á vor þangað
til keppnistímabilinu er lokið. Þá verður sá sem
oftast hefur sigrað, krýndur getraunakóngur Dags.
' Það skal tekið fram að aðeins má skora einu
sinni á sama manninn.
Mark verður í eidlínunni á Spáni annað kvöld.
Mynd: KGA.
Siglfirðingar í
þjálfaraleit
Siglfirðingar eru nú að leita log-
andi ljósi að nýjum þjálfara fyrir
knattspyrnulið sitt næsta keppn-
istímabil. Hafa þeir m.a. annars
haft samband við Gústaf Bald-
vinsson er þjálfað hefur KA síð-
astliðin tvö ár og er mikill áhugi
meðal leikmanna Siglufjarðar-
liðsins að fá hann til starfa á
Siglufirði. Það gæti þó reynst erf-
ítt þar sem leikmenn KA hafa
rnikinn áhuga á því að Gústaf
þjálfi áfram þeirra lið næsta
keppnistímabil og eru töluverðar
líkur á að svo verði. Siglfirðingar
þurfa þó ekki að örvænta því
nokkrir kunnir þjálfarar hafa haft
samband við þá og lýst yfir áhuga
á að koma og starfa á Siglufirði.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2
Hjalti skorar
a Jon
Hjalti Gunnþórsson hefur skorað á félaga sinn úr Magna, Jón Ingólfsson.
Jón er forfallinn Leeds aðdáandi en þeir leika í annarri deild eins og flest-
uin er kunnugt uin og komast þess vegna ekki á seðilinn nema endrum og
eins. Hjalta menn, Everton að talið er, eru í 1. deild og eru þar af leið-
andi oftast á seðlinum. Hvað um það, hér kemur spá þeirra félaga Hjalta
og Jóns.
Arsenal-Newcastle 1
Aston Villa-Everton 2
Coventry-WBA 1
Leicester-Ipswich 2
Liverpool-Tottenham 1
Man. United-Southampton 1
Oxford-Man. City x
QPR-Birmingham I
Sheffield Wed.-Luton 1
West Hain-Nott. Forest x
Portsmouth-Blackburn 1
Stoke-Crystal Palace x
Arsenal-Newcastle 1
Aston Villa-Everton 2
Coventry-W'BA 2
Leicester-Ipswich 1
Liverpool-Tottenhani 1
Man. Unitcd-Southampton 1
Oxford-Man. City 1
QPR-Birmingham 1
Sheffleld Wed.-Luton 1
West Ham-Nott. Forest 2
Portsmouth-Blackburn 1
Stoke-Crystal Palace x
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2