Dagur - 23.09.1985, Síða 9

Dagur - 23.09.1985, Síða 9
23. september 1985 - DAGUR - 9 Snorri Björn Sigurösson, svcitarstjóri. „Ég held það megi segja að það hafi allir nóga vinnu eins og er, en menn eru hræddir við veturinn,“ sagði Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjórinn á Blönduósi, er hann var spurður um stöðu atvinnumála í bænum. Hann var spurður hvers vegna menn óttuðust atvinnu- leysi í vetur. „Það er einfaldlega vegna þess að hér eru engar byggingarfram- kvæmdir í gangi. Heilsugæslu- stöðin var gerð fokheld síðastlið- inn vetur, þetta er viðbygging við sjúkrahúsið og þar hafa engar framkvæmdir verið í sumar. Við erum reyndar að byggja íþrótta- hús með sáralítilli þátttöku ríkis- ins, líklega 25-30% þátttöku. Við munum trúlega bjóða út upp- steypu á því í haust. En þó við bjóðum það út í haust verður sá áfangi aldrei byggður fyrr en á næsta ári. Ríkið er í rauninni ekki með neinar byggingarfram- kvæmdir hér núna. Við erum mjög óánægð hérna með hvað við fáum litlar fjárveitingar frá ríkinu. Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn illa búið að Pósti og sfma og hér. Hitt er svo annað mál að við byggjum atvinnulífið hér ekki upp á byggingum frá ríkinu. Það sem maður er kannski hræddast- ur við er að Blönduós byggir sína afkomu svo til eingöngu á úr- vinnslu landbúnaðarafurða. Að vísu er hér rækjuvinnsla og smá útgerð, sem er kannski meiri en hægt er að búast við miðað við hafnarframkvæmdir. Rækju- vinnslan hefur gengið mjög vel og það er óhætt að segja að það sé fyrirtæki sem hefur verið vel rekið. En við vitum það að stefn- an er sú að draga markvisst úr framleiðslu landbúnaðarvara og það er alveg augljóst mál, hvort sem okkur líkar betur eða ver, að úrvinnslan minnkar við það og þjónustan hlýtur líka að minnka. Þetta leiðir af sér að atvinnuhorf- ur geta ekki verið annað en dökkar fyrir stað sem byggir eins mikið á úrvinnslu landbúnaðar- afurða og þjónustu.“ - Verður reynt að fara út í ein- hverja framleiðslu? „Við teljum það ekki beint okkar hlutverk að fara út í at- vinnurekstur. Við höfum þó reynt að hjálpa aðilum sem hafa viljað fara af stað með rekstur. Það er ekki um mörg tækifæri að ræða í nýiðnaði og það er barist um að fá þau, því nienn gera sér grein fyrir að það þarf að auka at- vinnutækifærin hérna. Eins og ég sagði áðan þá höfum við reynt að gera eitthvað. Við erum þátttak- endur í Pólarprjón, hreppurinn hefur lagt hlutafé í það. En það gengur ekki nógu vel. Álafoss er kominn í meirihluta eignaraðila og ég held að það hafi ekki tekist að rétta reksturinn við. Það er að koma hálfsárs uppgjör núna og ég hef grun um að útkoman úr því sé ekki góð. Við erum einnig hluthafar í Hótel Blönduós, að vísu aðeins með eignarhald á byggingum en tökum ekki þátt í rekstrinum. Hér er til Iðnþróun- arfélag Austur-Húnvetninga og það er að láta vinna að verkefn- um í sambandi við iðnað og það kemur vonandi eitthvað út úr því. Við gerðum nokkuð fræga ályktun um stóriðjumál, sem ég geri mér vonir um að njóti nokk- urs velvilja í Iðnaðarráðuneyt- inu. Hér er allt annað veðurfar en á Eyjafjarðarsvæðinu, við þurfum ekki að óttast þetta stað- viðri sem oft ríkir þar. Hitt er annað mál að við erum ekki með neina sérstaka kosti fyrir stóriðju á takteinum, en við erum bara að koma okkur á framfæri ef fram kæmu einhverjir kostir sem ættu við hér. Við viljum vera til á kortinu. Það er nokkuð klárt að vinna við Blönduvirkjun verður fram yfir 1990 og þá þarf eitthvað annað að koma til.“ - Nú hefur virkjunin ekki ver- ið Blönduósi sú lyftistöng sem búist var við? „Nei, ég held að menn hafi gert sér allt of háar hugmyndir. Það var búist við miklu peninga- flæði og það er ekki nema von að menn hafi gert sér þessar hug- myndir því það var alið á þeim. Það er eitt atriði sem við höfum verið að berjast við og ekki haft erindi sem erfiði og það er að fá höfn. Það hefur vægast sagt átt undir högg að sækja. Við viljum fá kantinn lengdan all verulega. í áætlun sem gerð var um áramótin 1983-’84 var gert ráð fyrir að höfn hérna myndi kosta um 100 milljónir. Það er ljóst að Blönduós er svo til eini staðurinn á landinu af þessari stærðargráðu sem hefur nánast enga útgerð. Það hafa ýmsir aðil- ar í þjóðfélaginu ákveðið það að hér eigi engin útgerð að vera. Nú sé komið að því að leggja arð- semismat á opinberar byggingar og þá segja menn að það sé ekk- ert vit í því að byggja höfn á Blönduósi. Það er dálítið skrítið að heyra menn, sem staðið hafa að uppbyggingu hafna á Greni- vík, Svalbarðseyri, Akureyri, Árskógströnd og Ólafsfirði, segja að það sé að bera í bakkafullan lækinn að setja upp höfn hér. Þetta eru kannski þingmenn sem hafa staðið fyrir því að setja tugi milljóna í höfn annars vegar á Bakkafirði og hins vegar norður á Ströndum. Við missum mikið við að hafa ekki höfn, t.d. getur ekki þróast útgerð hér nema að mjög takmörkuðu leyti. Einn af Blönduósbátunum leggur alltaf upp á Hvammstanga. Við erum líka mjög óhressir með rækju- kvótann í Húnaflóanum, okkur finnst við fá lítinn hluta af honum. Það er ýmislegt sem gerir Blönduós vel í sveit settan . Hér eru góðar samgöngur á landi og einnig í lofti. Flugvöllurinn er að vísu slæmur eins og er, en við höfum góðar vonir um að hann verði lengdur. Það fékkst fjár- veiting í hann upp á 2 milljónir í ár og það er gert ráð fyrir að vinna fyrir þann pening í haust. Það á að lengja völlinn í 1400 metra, þannig að hann dugi fyrir Fokker næsta ár.“ - Hvað heldur þú um framtíð staðarins? „Hún er björt. Ef það er yfir höfuð einhvers staðar á landinu vit í að byggja þá er það á stöðum eins og Blönduósi, sem liggja nokkuð miðsvæðis. Meðan sveit- irnar eru í byggð þá þarf þjón- ustumiðstöðvar. Þetta er bara spurning hvað menn endast til að beina öllu á Stór-Reykjavíkur- svæðið, það hlýtur að koma að því að menn telja komið nóg af svo góðu. Það sem mér finnst gremjulegt er að landsbyggða- mennirnir gera þetta kannski ekki síst sjálfir. Það er nóg að líta á uppbyggingu Samvinnuhreyf- ingarinnar. Þeir byggja allt fyrir sunnan. Þarna eru dreifbýlis- menn í meirihlutastjórn, en samt er allt byggt fyrir sunnan. Mér sýnist ýmislegt benda til þess að kaupfélögin á Norðurlandi myndi einhvers konar varnarbandalag gegn þessu. Hér í Húnavatnssýslu eru margir ónýttir möguleikar. Hérna eru t.d. einhverjar mestu laxveiðiár á landinu. Hingað koma heimsfrægir og ríkir menn. Við vitum ekkert af þessum mönnum. Þeir koma jafnvel með allar sínar vistir að sunnan eða utan, kotna hingað að veiða og það er ekkert gert til að ná pen- ingum af þessum mönnum. Það er ekki einu sinni veiðihús við Biöndu, við Laxá í Ásum er ómerkilegur kofi. En það er því miður töluverður rígur á milli sveita og þéttbýlis og margir sem telja að aukin uppbygging hérna þýði minni uppbyggingu í sveit- unum. Það hafa líka ýmsir aðilar í þjóðfélaginu verið að koma því inn hjá fólkinu í sveitunum að lausn á þeirra vanda sé einhvers konar heimilisiðnaður. Vera t.d. með eina prjónavél, leirkeragerð eða eitthvað álíka sem manni finnst vera alveg út í hött. En Blönduós er orðinn það stór að við stöndum alveg þolanlega, t.d. hvað varðar gatnagerð og hita- veitu," sagði Snorri Björn að lokum. - HJS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.