Dagur - 11.10.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 11.10.1985, Blaðsíða 3
11. október 1985 - DAGUR - 3 Vaxtarræktin: „Pað er ddrei of seint að byrja“ Hvað haldið þið að þessi spengilegi kappi sé gamall? Nei, hann er ekki þrí- tugur, hann er fimmtíu og fjögurra ára. Hann heitir Albert Beckles og hefur verið í stöðugri framför allt til þessa dags. kynin. Það er aldrei of seint að byrja að rækta líkama sinn; þörfin er einmitt enn meiri þegar menn taka að eldast. Ég vil benda fólki á bókina „Fjör og frískir vöðvar“, eftir Andreas Cahling, heimsmeistara í vaxtar- rækt. Þar eru allar þær upplýsing- ar sem menn þurfa á að halda, hvort heldur sem þeir ætla að stunda vaxtarrækt í heimahúsum eða vaxtarræktarstöð," sagði Sig- urður í lokin. Áhugi almennings fyrir eigin lík-' ama, ástandi hans og útliti, hefur vaxið dag frá degi. Sigurður Gestsson er kunnur vaxtarrækt- armaður á Akureyri. Dagur ræddi þessi mál við hann í stuttu spjalli. „Já, það er rétt, áhuginn fyrir vaxtarrækt er að aukast, en enn eru þó til fordómar gagnvart þessari íþrótt, sem eru sprottnir af vanþekkingu á líkamanum,“ sagði Sigurður og við gefum hon- um orðið áfram. „Fólk spyr oft eftir því, hvað verði nú um alla þessa vöðva þeg- ar menn hætta að æfa, hvort þeir verði ekki bara að fitu? Svarið við því er ósköp einfalt. Vöðvar geta ekki breyst í fitu. Það er mataræðið sem ræður holdafar- inu. Því er líka haldið fram, að - En er þetta ekki eingöngu fyrir unga menn? „Nei, menn geta æft vaxtar- rækt fram eftir öllum aldri, því mjög auðvelt er að sníða æfingar eftir þörfum hvers og eins, allt eftir því hvaða takmörk menn setja sér. Konur og karlar geta líka auðveldlega æft saman, því sömu æfingarnar gilda fyrir bæði Hver segir að þessi kona sé ekki kvenleg? Gladys Portugues, margfaldur meistari í vaxtarrækt. vaxtarræktarmenn verði stífir og stirðir með alla þessa vöðva, en það er misskilningur. Rannsóknir hafa sannað það gagnstæða, hreyfigeta líkamans eykst með aukinni vöðvamyndun." — En hvað með kvenfólkið, tapar það ekki kvenlegri fegurð þegar út í vaxtarrækt er komið? „Nei, það gera þær ekki. Þær koma til með að auka vöðva- byggingu eitthvað, en mikil vöðvabygging getur ekki átt sér stað, til þess þyrftu þær að hafa mjög mikið magn af karlhormon í líkamanum. Það hafa þær ekki. Konur þurfa því ekki að óttast það, að þær verði eins og karl- menn í vextinum ef þær fara út í vaxtarrækt. Vaxtarræktin gerir ekki annað en að laga vöxtinn og undirstrikar enn frekar kvenlegar línur líkamans. Kostirnir við vaxtarrækt eru mjög margir, hún bætir heilsu, styrk og útlit á mjög stuttum tíma.“ LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. LYFTARASALAN HF. Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. Eyðijörð Eyðijörðin Miðgerði í Grýtubakkahreppi er til sölu. Á land að Fnjóská. Þeir sem kynnu að hafa áhuga fyrir kaupum leggi fram föst verðtilboð í jörðina fyrir 15. nóvember nk., til Stefáns Þórðarsonar, Túngötu 15, Grenivík, sem veitir nánari upplýsingar í síma 96-33232 á kvöldin. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. HraðlestrarnámsKeið á Akureyri Viltu auðvelda þér námið og vinnuna? Viltu margfalda lestrarhraða þinn? Viltu bæta náms- og vinnutækniþína? Viltu margfalda lestur þinn á fagurbókmenntum? Viltu auka frítíma þinn? Ef svörin eru játandi, þá skaltu drífa þig á næsta hraðlestrarnámskeið sem hefst á morgun (laugardag). Skráning í kvöld kl. 20-22 í síma 91-16258. HRAÐLESTRARSKÓLINN -14 sekúndur. Félagar, athugið. Myndakvöld nk. mánudag 14. október kl. 20. Mætum öll. Nefndin. AKUREYRARBÆR Fóstrur - Fóstrur Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir for- stöðumanni, fóstru til starfa á nýja dagvist á Akur- eyri. Skriflegum umsóknum sé skilað til Félagsmála- stofnunar Akureyrar fyrir 25. október nk. Allar nánari upplýsingar veittar á Félagsmála- stofnun Akureyrar alla virka daga frá 10-12 í síma 96-25880. Dagvistarfulltrúi. LAUT RESTAURANT í kvöld og næstu kvöld skemmtir hin frábæra söngkona .;<* Gaile Peters ásamt tríói Guðmundar Ingólfssonar. ★ m ItBf tiuiíe Jazzáhugamenn og aðrir tónlistarunnendur. Komið og hlustið á frábæra söngkonu. Fjölbreyttur nýr matseðill ásamt skyndiréttum. Enginn aðgangseyrir. Borðapantanir í símum 22525 og 22527 RESTAURANT LAUT HÓTELAKUREYRL HAFNARSTRÆTI 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.