Dagur - 11.10.1985, Blaðsíða 16
Villibráðarhelgi í Simðjunni
11.-13. okt.
Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd foreldra.
Annað hvort réttur dagsins, hamborgari eða samloka.
Akureyri, föstudagur 11. október 1985
Ólafsfjörður:
Skarðsvík
kom með
fyrstu
loðnuna
Fyrsta loðnan sem landað er í
Olafsfirði barst þangað í gær,
en þá kom Skarðsvík þangað
með um 650 tonn.
Skarðsvíkin kom síðdegis, en í
gær var ekki hægt að fá um það
upplýsingar í Ólafsfirði hvort
sýnataka úr farminum færi fram í
lest skipsins eða við vigtun.
Hin nýja loðnubræðsla í Ólafs-
firði afkastar 130-140 tonnum á
sólarhring, og samkvæmt því
verður lokið við að vinna afla
Skarðsvíkur á þriðjudag. gk-.
BfÍS
.Okkur kalt? - Nei aldeilis ekki!
Mynd: KGA,
Loðnusjómenn eru harðir á sínu:
„Löndum frekar erlendis
en að gefa eftir með þetta“
- segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA-300
Alþingi sett í gær:
„Gæti orðið
átakaþing“
- segir Stefán Valgeirsson
Alþingi íslendinga var sett í
gær við hátíðlega athöfn. Að
venju gegndi aldursforseti
þingsins störfum forseta sam-
einaðs þings við þingsetning-
una. Aldursforseti þessa þings
er Stefán Valgeirsson, þriðji
þingmaður Norðurlandskjör-
dæmis eystra.
Eftir að þing hafði verið sett og
þingheimur minnst Axel Jóns-
sonar, fyrrum alþingismanns,
sem nú er látinn, var þingfundi
frestað til nk. þriðjudags. Þá fer
fram kosning í nefndir og em-
bætti þingsins.
Á miðvikudag verður haldinn
ríkisráðsfundur og að honum
ioknum hefst svo hið eiginlega
þinghald, klukkan 14 á miðviku-
dag.
„Fjárlagafrumvarpið verður
fyrsta mál þessa þings eins og
venjulega,“ sagði Stefán Val-
geirsson.
Aðspurður um hvort hann
byggist við fjörugu þingi svaraði
hann: „Ef frjálshyggjuöflin í
sjálfstæðisflokknum ætla að
knýja fram miklar breytingar á
fjárlagafrumvarpinu, eins og ætla
má af yfirlýsingum og íþyngja þar
með landsbyggðinni meira en
orðið er, þá er hætt við því að
þetta verði átakaþing og mikil
spurning til hvers það muni þá
leiða.“
Við bíðum og sjáum hvað
setur. . . BB.
Enn er allt við það sama í deilu
loðnusjómanna og loðnu-
bræðslnanna og löndunar-
bannið á Siglufirði og í Krossa-
nesi stendur enn. Pétur Ant-
onsson framkvæmdastjóri í
Krossanesi sagði í gær að unn-
ið væri að lausn málsins en
annað væri ekki hægt að segja
um það á þessu stigi.
„Það hefði heyrst eitthvað frá
sumum ef laun þeirra hefðu verið
skert um 10-20% með einhliða
ákvörðun eins og við teljum að
hafi verið gert við okkur með því
að hætta að taka sýni úr loðnunni
um borð,“ sagði Bjarni Bjarna-
son skipstjóri á Súlunni EA er
við ræddum við hann í gær. Súlan
var þá á landleið með fullfermi
og sagði Bjarni að ætlunin væri
að landa einhvers staðar á Aust-
fjörðum.
„Það var mál manna að það
Landað
á Sigló!
Þrátt fyrir yfirlýsingar um að
engri loðnu yrði landað á
Siglufirði í bráð, kom Gullberg
VE-292 inn til löndunar þar
um miðjan dag í gær.
Þeir voru með slasaðan mann
um borð. Hann hafði orðið fyrir
meiðslum á andliti og auga og var
hann fluttur á sjúkrahúsið á
Siglufirði. Meiðsli hans eru ekki
talin alvarleg.
Gullbergið landaði svo til full-
fermi af loðnu. BB.
væri áhrifaríkast að setja löndun-
arbann á Sigló og Krossanes,“
sagði Bjarni þegar við spurðum
hann hvers vegna þessir tveir
staðir hefðu orðið fyrir valinu.
„Það er styst að fara í Krossanes
af veiðisvæðinu, verksmiðjan á
Sigló er sú stærsta og við teljum
að þetta skapi mesta þrýsting-
inn.“
Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni: „Hefð getur brotið lög.
- Eruð þið harðir á að halda
þessu til streitu?
„Mér heyrist það, að það sé
mjög mikil samstaða um það.
Menn eru frekar á því að sigla
með loðnuna til útlanda en að
gefa eftir með þetta.“
- En nú segja forráðamenn
stöðvanna í landi að þeir séu ein-
ungis að fara að samkvæmt verð-
lagsákvæðum.
„Já, þeir eru að fara eftir reglu-
gerð, það er rétt hjá þeim. Það er
hins vegar stundum talað um að
hefð geti brotið lög. Undanfarin
tvö ár hafa sýnin verið tekin um
borð og ekkert þótt athugavert
við það. Ég held að verðlags-
grundvöllurinn hafi verið ákveð-
inn út frá þeim aðferðum sem
viðhafðar hafa verið sl. tvö ár,
það er málið.“
- Bjarni sagði að mikil loðna
hefði verið á miðunum norðan
við Kolbeinsey í fyrrinótt. „Við
fundum þar fullt af loðnu og það
er loðna um allan sjó,“ sagði
Bjarni Bjarnason. - gk.
Sofnaði
undir
slýri
Vöruflutningabifreið valt út af
þjóðveginum við Hof í Arnar-
neshreppi í gærmorgun. Var
bifreiðin að koma frá Reykja-
vík og er talið að ökumaðurinn
hafí sofnað undir stýri.
Hann slapp ómeiddur, en far-
þegi í bifreiðinni slapp ekki jafn
vel þótt hann slyppi síðar með
skrekkinn. Hönd hans klemmdist
undir bifreiðinni og tók nokkurn
tíma að losa hana. En hendin
slapp að lokum, svo þar fór betur
en á horfðist. _ gk.
Metsala Sólbergsins:
Hásetahluturinn
um 90 þúsund
- eftir 15 daga veiði- og söluferð
Togarinn Sólberg frá Ólafsfírði
fékk hæsta meðalverð sem
fengist hefur í Englandi er
skipið seldi þar um 130 lestir í
gærmorgun.
Tæplega helmingur aflans var
þorskur en hitt blandað. Meðal-
verð var 59,34 krónur á kg og
heildarverð fyrir aflann var um
7,8 milljónir króna.
Frá því togarinn fór á veiðar og
þar til landað hafði verið í Eng-
landi liðu 15 dagar og er talið að
hásetahlutur úr þessum túr sé um
90 þúsund krónur. ck-.