Dagur - 11.10.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 11.10.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -11. október 1985 - Fyrsta minningin? „Fyrsta minningin, já,“ og klórar sér í kollinum. „Það tel ég vera mína fyrstu minningu, að við vorum að fara til kirkju að Völlum í Svarfaðardal. Það var um jólaleytið árið 1948 og ég hef þá verið tveggja ára. En hvort þetta er raunveruleg minning eða ímyndun, draumur, það veit ég ekki. Það er svo erfitt að gera sér grein fyrir því.“ Sigfríður Þorsteinsdóttir er fædd í Strandgötu 51, flutti tveggja ára gömul í Norðurgötuna, hús númer 60. Þar hitt- umst við núna seinnipart vikunnar, það var farið að snjóa, veturinn á leiðinni. En húsið í Norðurgötunni hefur staðið af sér marga vetur og lét sér fátt um finnast. Það var hlýtt inni og Rúfus, músin hennar Sunnu vinaleg í kassanum sínum á móts við okkur. Sigfríður er fædd og uppalin á Akureyri. Móðir: Þóra Steindórsdóttir Jóhannessonar járnsmiðs og Sigurbjargar Sigurbjörnsdóttur. Faðir: Þorsteinn Þorsteinsson skipasmið- ur frá Hálsi. Eyrarpúkinn „Úff, það er orðið svo langt síðan, ég er búin að gleyma þessu öllu,“ segir Sigfríður þegar hún er beðin að rifja upp skemmtilega daga æskuáranna, segist muna þetta betur sjötug. Svo man hún eftir kartöflugörðunum. „Það voru kartöflugarðar hér út um allt, alveg upp undir húsvegg hjá okkur. Þetta var stór breiða, náði alveg út að götu sunnan Bótarinnar og upp að gamla Þórsvellinum sem var þar sem Linda er núna. Við áttum kartöflugarð héma rétt fyrir utan og mamma sá um hann. Eitt haustið þegar hún var búin að taka upp og komin ánægð heim með uppskeruna kom í ljós að hún hafði tekið upp úr vitlausum garði! Það kom hingað maður sem átti garðinn og hún lét hann hafa allar kartöflumar, fór svo og tók upp úr rétta garðinum. Honum datt það ekki í hug, blessuðum.“ - Það em kartöflur, en það em líka öskudagar í lífi allra Akureyringa. „Jú, mikil ósköp. Og það em þeir dagar sem einna hæst bera í minningunni. Auðvitað var ég í öskudagsliði og þau voru stór í þá daga, 14-16 manns. Þó við væmm svona mörg höfum við áreiðanlega borið jafn mikið úr býtum og fá- mennu lið dagsins í dag. Það var mikið lagt upp úr búningun- um og gengið fylktu liði um bæinn og öllum raðað eftir þjóð- félagsstigi. Kóngurinn og drottningin fremst og púkarnir aftast. Ha, nei, ég náði aldrei svo langt að verða drottning.“ - Við skulum fara yfir í skólann. „Við Eyrarpúkarnir máttum þola ýmislegt í okkar skóla- göngu. Ég var 5 ára þegar ég fór til Kristbjargar í smábarna- skóla, en 7 ára gömul byrjaði ég og hinir Eyrarpúkamir í Barnaskólanum. Það var enginn kennslustofa laus fyrir okkur, þannig að við lærðum að lesa í eldhúsinu. Það þótti okkur slæmt og það sem ég man einna helst eftir frá þessum fyrstu árum mínum í skóla er smákökulykt. Það vora nefni- lega stundum til smákökur í eldhúsinu og kennarinn okkar, Ingibjörg Eiríksdóttir, gaukaði þeim stundum að okkur. Þegar við vorum í öðrum og þriðja bekk fengum við venju- lega kennslustofu, en í fjórða bekk vorum við send upp í Húsmæðraskóla. Skólinn byrjaði klukkan 9 á morgnana, en strætó gekk ekki fyrr en klukkan 10. Ég var mikið veik þenn- an vetur og fékk því að nota strætisvagninn. Komin í fimmta bekk var ekkert pláss fyrir okkur. Þá vor- um við send í Hreiðarsskóla, en hann var á horni Gránufé- lagsgötu og Geislagötu. Við þurftum ekki að mæta nema annan hvorn dag og þá á milli klukkan 9 og 11. Þetta var langbesti veturinn minn í skóla!“ Nælonsokkar Erum við þá komin upp í Gagga? var alveg ægilega spennandi að fara í Gagg- ann. En að fara þangað upp eftir var eins og að stökkva yfir línu. Allt í einu máttum við gera allt. Við stelpurnar byrjuðum að mála okkur, setja rúllur í hárið og héldum okkur voða mikið til. varð leyfilegt og okkur þótti tilstandið óskap- lega gaman. Þarna tipluðum við um á hælaháu skónum okkar í nælonsokkunum með túberað hárið og þær sem þóttust mestu pæjurnar greiddu í pylsu og notuðu spennur með semelíusteinum. Strákarnir með stífa brilljantíngreiðslu, í svörtum jakkafötum, lakkrísbindi og glansskóm. Og þeir sem voru mestu töffararnir renndu sér fót- skriðu niður allt Gilið á támjóu glansskónum sínum, þegar fór að snjóa. Þú getur ímyndað þér hvað þetta var æðislegt! Það var alveg sama hvernig veðrið var, aldrei settum við upp húfur eða klæddum okkur í lopapeysur og annað álíka hallærislegt. Nei, það þótti sko nóg skjólið í næl- onskyrtunni!" - Éitthvert brennivín á þessum tíma? „Ja, hjálpi þér! Nei, það var ekki komið í tísku að ungling- ar smökkuðu brennivín. Það byrjaði svo að segja enginn að drekka brennivín fyrr en komið var upp í menntaskóla. Það þótti heldur ekkert sniðugt að reykja.“ - Þú fórst í landspróf? „Ég var í landsprófi II, við vorum 19 í bekknum, draumur hvers kennara. Það náðu 3!“ - Þú? „Já, ég og tveir strákar.“ - Gáfnaljós? „Viltu kaffi?" - Ókey, leiðin lá í Menntaskólann. „Já, ég fór í 3. bekk, féll í stærðfræði, hefur aldrei verið mitt fag. Nennti ekki að taka hana upp og hætti." - Hvað þá? „Ég fór til Reykjavíkur um haustið. Vann á Borgarspítal- anum fram að jólum. Kom hingað heim yfir hátíðina og not- aði gamlársdag til að fótbrjóta mig. Þannig að ég fór ekki suður aftur. Byrjaði að vinna á skrifstofunni í Slippnum og var fyrsti kvenmaðurinn sem kom þar inn fyrir dyr fyrir utan hreingerningakonur. Þetta var algjört karlaveldi. Þarna var ég fram í ágúst og árið er 1965. Þá lagði ég land undir fót og sigldi til Danmerkur með Heklunni gömlu.“ Siglingin - Segðu okkur af Danmörku. „Ég fór að vinna á St. Jósepsspítala í Kaupmannahöfn, fyrst í stað við hreingerningar. Mér þótti gaman þó vinnan væri erfið. Á þessum árum þurftu stúlkur sem hugðust læra hjúkrun eða fara í fóstrunám að vinna í eitt ár sem „ungpige i huset“ það eru einhvers konar vinnukonur. Þarna fékkst starfs- reynsla sem metin varþegar hjúkrunar- eða fóstrunám var hafið.“ Sigfríður fór að læra til sjúkraliða á elliheimili í Kaup- mannahöfn sem hét De gamles by. Þetta var 8 mánaða nám og námsefnið ágætt og kennararnir góðir. Sigfríður vann ein- hverja mánuði á elliheimilinu en flutti sig yfir á St. Jóseps- spítala aftur og vann þar sem sjúkraliði. „Ég valdi að fara í þetta nám, af því námstíminn var stutt- ur og launin ágæt. Mánaðarlaunin voru 2.200 krónur, en það voru 24.000 krónur íslenskar. Á sama tíma fengu bókhaldar- ar á skrifstofum á íslandi 11.000 krónur í mánaðarlaun.“ - Var í tísku hjá ungum stúlkum þessara tíma að sigla? „Það var mjög algengt, að ungar stúlkur færu til útlanda í eitt ár. Þær sem hugsuðu sér að fara í eitthvert nám, þurftu yfirleitt að vera orðnar 18 ára gamlar. En gagnfræðingar út- skrifuðust 17 ára, þannig að það þótti upplagt að vera einn vetur í útlöndum á meðan beðið var eftir að ná lágmarks- aldri.“ Sigfríður dvaldi í Danmörku á árunum 1965-7. Kom heim í september '61 ófrísk. Hún á nú tvær dætur, Örnu Ýrr sem fæddist 15. desember 1967 og Sunnu Björgu sem fæddist 15. febrúar 1975. Sigfríður segist hafa farið til Danmerkur í heimsókn árið 1971 og aftur 1981. „Það er sýstem í þessu öllu saman hjá mér,“ segir hún. Henni leist ekki á sig í Danmörku. Viðhald á húsum lélegt, allir hlutir höfðu látið á sjá. Háhýsin út um allt, ómanneskjuleg. Allt eitthvað svo fráhrindandi. Öðruvísi andrúmsloft. „Mér fannst Danir hreinlega orðnir súrir.“ Afslappað Hvað um það, Sigfríður kom heim haustið 1967 og fór að vinna á teiknistofunni í Slippnum. Þar vann hún í 5 ár og tók m.a. þátt í að teikna Hekluna og Esjuna. „Það er saga að segja frá því, hvernig ég lenti í þessu. Pabbi kenndi skipateikningu í Iðnskólanum í mörg ár. Hann

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.