Dagur - 18.11.1985, Side 3

Dagur - 18.11.1985, Side 3
18. nóvember 1985 - DAGUR - 3 Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar ályktar: Háskólakennsla verði miðuð við atvinnuvegina Á fundi stjórnar Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar hf. 11. októ- ber sl. var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Stjórn Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. fagnar þeirri yfir- lýsingu menntamálaráðherra að þegar verði hafist handa við undirbúning háskólakennslu á Akureyri, þannig að slík kennsla geti hafist haustið 1986. Ein meginforsenda aukinnar verðmætasköpunar í landinu er nægt framboð fjölþættrar menntunar á ýmsum sviðum sem tengist atvinnulífinu beint og óbeint. Háskóli íslands stendur frammi fyrir því að þurfa að bæta við nýjum kennslugreinum jafn- framt því sem aukinn nemenda- fjöldi í þeim greinum sem þegar eru fyrir hendi kallar á enn aukin umsvif Háskólans. Það er eðlileg og sanngjörn krafa að fyrirsjáan- leg aukin umsvif Háskóla íslands eigi sér að einhverju leyti stað úti á landi. Slíkt fellur einnig vel að þeirri yfirlýstu stefnu stjórnvalda að stuðla beri að sem jafnastri þróun byggðar í Iandinu. Á Ak- ureyri er byggðakjarni sem í fé- lagslegu tilliti er vel í stakk búinn til að taka við háskólakennslu auk þess sem þar er rík menntun- arhefð. Með hliðsjón af því að Akur- eyri er eitt helsta iðnaðarsvæði landsins færi vel á því að sú há- skólakennsla sem þar yrði komið á fót yrði sérstaklega sniðin að þörfum atvinnulífsins. í því samband: er rétt að minna á niðurstöður í nýlegri . könnun Félags íslenskra iðnrek- enda þar sem fram kom að um- fangsmikilla aðgerða væri þörf bæði hvað varðar áherslusvið nú- verandi námsbrauta og ekki síður við mótun nýrra námsbrauta. Hvað varðar einstakar náms- brautir kom fram að mikill skort- ur væri á starfsmönnum með fag- lega þekkingu á markaðs- og sölumálum ásamt tungumála- kunnáttu. Sér í lagi væri þörf fyr- ir starfsmenn, sem auk þessarar kunnáttu búa yfir ákveðinni tækniþekkingu. I niðurstöðum könnunarinnar var bent á að nú- verandi menntakerfi væri ekki miðað við eftirspurn fyrirtækj- anna eftir þessari menntun. Stjórn Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar telur mjög brýnt að hug- myndum um háskólakennslu á Akureyri verði hrint í fram- kvæmd strax á næsta ári og verði þar sérstaklega tekið tillit til framangreindra þarfa atvinnu- veganna. Stjórnin lýsir Iðnþróun- arfélagið reiðubúið til að aðstoða við mótun námsbrauta á Akur- eyri í þessu sambandi." Synishorn framleiðslunnar hjá „Kvarts“. „Kvarts“ í Hamragerði Sauöárkrókur: Öldu- mælingar íhöfn- inni Hafnar eru öldumælingar í höfninni á Sauöárkróki á veg- um Hafnamálastofnunar en oft á tíðum er mikil kvika í höfn- inni og hafa skip orðið fyrir skemmdum af þeim völdum þar sem þau liggja við bryggju. Að sögn Þórðar Þórðarsonar bæjarstjóra á Sauðárkróki sem jafnframt á sæti í hafnarnefnd hafa bæjaryfirvöld og hagsmuna- aðilar á staðnum lengi barist fyrir úrbótum á höfninni en án sýni- legs árangurs til þessa. Nú væri hins vegar von til þess að eitthvað færi að gerast þegar niðurstöður úr öldumælingunum líta dagsins ljós. Það verður reyndar ekki fyrr en eftir marga mánuði þar sem mælingarnar taka langan tíma. -yk. Leirkerasmiðirnir Margrét Jóns- dóttir og Henrik Pedersen sem bæði hafa lokið námi frá „Kunst- hándværkerskolen“ í Kolding hafa opnað keramikverkstæði Kvarts að Hamragerði 23 á Ak- ureyn. Þar eru til sölu handgerðir list- munir og nytjalist og er fólki gef- inn kostur á að koma á verkstæð- ið þriðjudaga-laugardaga kl. 13- 18. Ráðstefna um jafnrétti kynja og skólastarf Ráðstefna um jafnrétti kynja og skólastarf verður haldið í húsakynnum Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra 22. og 23. nóvember nk. Athugasemd í frétt í Degi þann 13. nóv. sl. kemur fram í viðtali við Jónas Þór Ragnarsson matreiðslu- mann að Húsvíkingar sæki úr bænum til að njóta góðs matar og vínveitinga. Til að forðast allan misskilning óskar Elmar Ólafsson veitinga- stjóri Hótels Húsavíkur að það komi fram að þessi þjónusta sé þegar til staðar í bænum. Hótelið hefur leyfi til vínveitinga í Hlíðskjálf, 60 manna sal á 4. hæð, og einni í aðalsal Félags- heimilisins. Því þarf enginn að neyðast til að fara úr bænum til að kaupa vínglas með mat sínum. Jafnframt verður sýning á ýmsu éfni til jafnréttisfræðslu og starfrækt kennslugagnasmiðja þar sem kannarar fá leiðsögn við námsefnisgerð. Að ráðstefnunni standa: Jafn- réttisnefnd Akureyrar, Fræðslu- skrifstofa N.e. og Námsgagna- stofnun ríkisins. Ráðstefnan er einkum ætluð kennurum á Norð- urlandi eystra og tilkynna þarf þátttöku til Fræðsluskrifstofunn- ar fyrir 19. nóvember. Lög um jafnrétti kynja hafa nú verið í gildi í 9 ár. Enn sem komið er er lítil fræðsla um þau mál í skólum landsins, þótt sér- staklega sé kveðið á um það í lög- unum. Með tilkomu nýrra laga í sumar, er Menntamálaráðuneyti gert ábyrgt fyrir að þessi fræðsla fari fram í skólum. Námsgagnastofnun ríkisins stóð fyrir viku dagskrá um jafn- réttismál og skólastarf nú á haustdögum í höfuðborginni og er það hluti þeirrar dagskrár sem hér verður flutt. Á þessari ráðstefnu verður m.a. fjallað um hvernig staðan er í þessum málum í skólum lands- ins í dag s.s. hvaða viðhorf birtast í námsleiðum skólabarna og á sjálfri kennslunni sem stuðla að því að viðhalda ríkjandi misrétti. En viðfangsefni ráðstefnunnar beinast þó sérstaklega að því að bæta ríkjandi ástand. í fyrirlestr- unum koma m.a. fram ýmsar skemmtilegar hugmyndir og dæmi upi útfærslu á slíkri fræðslu í skólastarfi og í kennslugagna- smiðjunni gefst kennurum kostur á að vinna nánar úr þeim. Ráðstefna sem þessi er vissu- lega tímabær og hlýtur að teljast merkur áfangi í þróun þessara mála í skólastarfi. Eru kennarar hvattir til að nýta sér þá fjöl- breyttu dagskrá sem boðið verð- ur upp á. Það gerist ekki á hverj- um degi að við fáum „glóðvolgt" efni frá Námsgagnastofnun ríkis- ins út á land. IJndirbúningsnefnd. Foreldra- og kennarafélag Oddeyrarskóla: Byggingamálin verði tekin föstum tökum Foreldra- og kennarafélag Oddeyrarskóla á Akureyri hef- ur sent áskorun til skólanefnd- ar og bæjaryfirvalda um að byggingarmál skólans verði tek- in föstum tökum hið allra fyrsta. Áskorunin fer hér á eftir: „Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Oddeyrarskóla haldinn 10. nóv. 1985 skorar á skólanefnd, bæjarfulltrúa og bæjaryfirvöld að stuðla að því að byggingarmál Oddeyrarskólans verði tekin föstum tökum hið allra fyrsta. Félagið hefur áður bent á langvarandi ófremdar- ástand í húsnæðismálum skólans, en í vetur hefur keyrt um þver- bak í þeim efnum. Krefst fundur- inn þess að skýrt verði mörkuð og kynnt stefna og áætlanir í lausn húsnæðisvandamála skól- ans hið fyrsta. Fundurinn leggur áherslu á að nemendur skóláns ljúki námi samkvæmt grunnskólalögum við Oddeyrarskólann, en kennslu efri bekkja verði ekki flutt í aðra skóla." Áskorun þessi var samþykkt samhljóða á aðalfundinum. Frá stjórn verkamanna- bústaða, Akureyri Stjórn verkamannabústaða auglýsirtil sölu eftir- taldar íbúðir í verkamannabústöðum: A. 5 herbergja 130 m2 íbúð í raðhúsi við Fögrusíðu 11 e, áætlað verð ca. 3.600.000.- B. 4ra herbergja 100,4 m2 íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu 12 h, áætlað verð ca. 1.750.000.- C. 3ja herbergja 82,6 m2 íbúð í fjölbýlishúsi við Sunnuhlíð 23 d, áætlað verð ca. 1.400.000.- D. 2ja herbergja 51,18 m2 íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu 12 f, áætlað verð ca. 1.300.000.- E. 2ja herbergja 50,6 m2 íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu 12 g, áætlað verð ca. 1.300.000.- Réttur til kaupa á íbúð í verkamannabústöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) Eiga lögheimili á Akureyri. b) Eiga ekki íbúð fyrir, eða samsvarandi eiqn í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu ár áður en úthlutun ferfram (1982-1983 og 1984) eigi hærri fjárhæð en sem svarar 307.000 á ári fyrir ein- hleyping eða hjón og kr. 28.000 fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Umsóknarfrestur er til 9. desember nk. Útborgun er 20% af verði íbúðanna og mismunur- inn 80% er fenginn að láni úr Byggingarsjóði verkamanna til 42 ára. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu verkamannabústaða Kaupangi við Mýr- arveg, sími 25392. Akureyri, 18. nóvember 1985, Stjórn verkamannabústaða, Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.