Dagur - 18.11.1985, Blaðsíða 7
Umsjón: Kristján Kristjánsson
18. nóvember 1985 - DAGUR - 7
imassa“ boltann í gólfið hjá Frömurum,
Mynd: KGA
r fyrri hálf-
iröi útslagið
8 í handbolta 1. deild
var bestur í sókninni. Þá var
Guðmundur Guðmundsson
nokkuð góður, en alveg er skelfi-
legt hvað hann vælir mikið og er
leiðinlegur á leikvelli.
Langbestir í KA-liðinu voru
Erlingur sem skoraði mörg glæsi-
mörk og þar á meðal 1 sirkus-
mark með aðstoð Loga og Er-
lendur, en Logi átti góðan dag í
vörninni. Þá var Þorleifur Anan-
íasson góður.
Mörk Víkings: Páll Björgvins-
son 9 (6), Steinar Birgisson 7,
Guðmundur Albertsson 2 og
Guðmundur Guðmundsson 2.
Mörk KA: Erlingur Kristjáns-
son 8 (3), Erlendur Hermanns-
son 4 og aðrir minna.
AE/Reykjavík
um helgina. Mynd: KK
Islandsmótið 1. deild:
Grófir Valsmenn
r
unnu öruggan
sigur á KA
Á laugardag unnu Valsmenn
öruggan sigur á slöku KA-Iiði
með 20 mörkum gegn 16 í
LaugardalshöII. Staðan í hálf-
leik var 14:8 Val í vil og má
segja að eftir það hafi KA ekki
átt sér viðreisnar von.
KA-menn byrjuðu leikinn á
því að skora fyrsta markið og var
það eina skiptið sem þeir höfðu
yfir í leiknum. Valsmenn svör-
uðu með 3 mörkum í röð og juku
muninn svo jafnt og þétt þar til
þeir voru komnir 6 mörkum yfir í
hálfleik.
í seinni hálfleik hélst munurinn
svo til óbreyttur þar til á síðustu
mínútunum að Erlendur Her-
mannsson skoraði 2 síðustu
mörkin og minnkaði muninn í 4
mörk.
Leikurinn á laugardag var ekk-
ert augnayndi og einkenndist
mest af barningi og grófum leik
Valsmanna. Ótrúlegt reyndar
hvað Þorbjörn Jensson og fleiri
Valsmenn komust upp með. í
Valsliðinu var einn maður sem
stóð upp úr, en það var Jakob
Sigurðsson. Þá var Júlfus Jónsson
nokkuð góður.
KA-liðið átti mjög dapran leik
fyrir utan Sigmar markvörð sem
varði 16 skot. Einna helst að þeir
Erlingur Kristjánsson og Erlend-
ur Hermannsson reyndu að
krafla í bakkann.
Mörk KA: Erlendur Her-
mannsson 6, Erlingur Kristjáns-
son 4, Guðmundur Guðmunds-
son 2, Anton Pétursson 1, Logi
Einarsson 1, Pétur Bjarnason 1
og Þorleifur Ananíasson 1.
Mörk Vals: Valdimar Gríms-
son 6, Jakob Sigurðsson 4, Theó-
dór Guðfinnsson 2, Geir Sveins-
son 2, Júlíus Jónsson 4, (2), Jón
Pétur Jónsson 1 og Þorbjörn
Jensson 1. AE/Reykjavík
Erlingur Kristjánsson var langbestur KA-manna í Reykjavík um helgina.
Mynd: KGA
fslandsmótið 3. deild
Vamir beggja
liða í molum
„Varnarleikur okkar var mjög
íélegur og þar af leiðandi náðu
markmenn okkar sér ekki á
strik eins og tölurnar bera með
sér. Sóknarleikurinn var ágæt-
ur og með smá heppni hefðum
við unnið þennan leik,“ sagði
Helgi Helgason fyrirliði Völs-
ungs í handbolta eftir jafntefli
við Reyni Sandgerði í 3. deild-
inni.
Völsungar byrjuðu vel og kom-
ust í 8:2, en Reynismenn náðu að
jafna fyrir hlé og var staðan þá
13:13. Reynismenn byrjuðu bet-
ur í seinni hálfleik og voru komn-
ir með 3ja marka forystu snemma
í hálfleiknum. Völsungar náðu
síðan að jafna 22:22 og skiptust
liðin síðan á um að skora til leiks-
loka. Það voru Reynismenn
sem jöfnuðu leikinn 30:30 þegar
um 1 mínúta var eftir. Völsungar
höfðu boltann síðustu mínútu
leiksins en þeim tókst ekki að
skora og úrslitin því jafntefli
30:30 eins og áður sagði.
Það var gamla kempan Arnar
Guðlaugsson sem var bestur
Völsunga í leiknum, en hjá
Reyni bar mest á þeim Heimi
Karlssyni þjálfara og Daníel Ein-
arssyni.
Mörk Völsungs: Arnar Guð-
laugsson 8, Pálmi Pálmason 8
(4), Bjarni Bogason 4, Ómar
Rafnsson 3, Sigurður Illugason 3
og frændurnir Helgi Helgason og
Pétur Pétursson 2 mörk hvor.
Flest mörk Reynis skoruðu
Heimir Karlsson 12 (4) og Daníel
Einarsson 6.
- í handbolta 3. deild
„Þetta var gott, baráttan var góð. Vörnin er
að vísu ekki alveg í nógu góðu lagi þó að það
hafi dugað í dag. Reynismenn voru fyrir
þennan leik aðeins búnir að tapa tveimur
stigum, þannig að það er allt hægt, það sást
í dag,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari og
leikmaður Þórs í handbolta eftir sigur á
Reynismönnum í 3. deildinni.
Leikurinn fór rólega af stað, liðin skoruðu
á víxl, en þess á milli komu algjörlega dauðir
kaflar og ekkert gerðist. Staðan «hálfleik 8:7
Þór í vil.
Þórsarar skoruðu 9. markið strax í upphafl
síðari hálfleiks en síðan hvorki gekk né rak
og Reynismenn komust yfir 11:9. Þórsarar
jafna á 12. mínútu 11:11 og Hörður Harðar-
son kemur Þór aftur yfír með marki úr
hraðaupphlaupi. Þegar um 13 mínútur voru
til leiksloka var staðan 15:12 Þór í vil. Þá var
komið að þætti Gunnars þjálfara Gunnars-
sonar en hann skoraöi næstu 4 mörk Þórs á
móti 3 mörkum Reynismanna. Reynismenn
skora síðan 2 mörk í lokin gegn 1 marki
Þórs og úrslitin eins og fyrr sagði 20:17 Þór í
vil. Reynismenn reyndu á síðustu mínútum
leiksins að taka báðar skyttur Þórs úr
umferð, en það dugði ekki til.
Bestir í liði Þórs voru þeir Gunnar Gunn-
arsson, Kristinn Hreinsson og Hermann
Karlsson markvörður.
í liði Reynis var Heimir Karlsson skástur.
Mörk Þórs: Jóhann Samúclsson 5, Gunn-
ar Gunnarsson 5 (2), Ingólfur Samúelsson 4
(3), Kristinn Hreinsson 3, Hörður Harðar-
son 2 og Sigurpáll Aðalsteinsson 1.
Flcst mörk Reynis skoruðu Heimir Karls-
son og Daníel Einarsson.
Dómarar voru þeir Ólafur Haraldsson og
Stefán Arnaldsson og dæmdu þeir vel.
Aðalfundur
- Knattspyrnudeildar KA
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður
haldin miðvikudaginn 20. nóvember í
KA-miðstöðinni í Lundarskóla.
Venjuleg aðalfundarstörf.