Dagur - 18.11.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 18. nóvember 1985
Kennarar - Kennarar!
Ráðstefna - Sýning •
Kennslugagnasmiðj a
UM JAFNRÉTTI KYNJA
í SKÓLASTARíl
Yerður haldin í húsakynnum Fræðsluskrifstofu
Norðurlands eystra, dagana 22. og 23. nóv. nk.
Föstudagur 22. nóvember:
Kl. 14.00-14.30 Dagskráin opnuð:
Sturla Kristjánsson fræðslustjóri.
Jafnréttislög og jafnréttisfræðsla,
Karolína Stefánsdóttir formaður jafnréttis-
nefndar
K1. 14.30 Strákarnir og stelpurnar í skóla-
bókunum,
Kristín Jónsdóttir kennari.
Kl. 15.00-16.00 Kaffi
Jafnréttisspilið Framabrautin,
Tryggvi Gíslason, skólameistari og
Kristín Aðalsteinsdóttir, yfirkennari, spila.
Kl. 16.00-17.00 Konur og starfsval,
Gerður Óskarsdóttir, æfingastjóri.
Kl. 17.00-18.00 Konur og tölvumál,
Anna Kristjánsdóttir, lektor.
Laugardagur 23. nóvember:
Kl. 10.00-10.30 Starfsfræðsla í skólunum
(Dalvíkurskóli),
Trausti Þorsteinsson, skólastjóri.
Kl. 10.30-10.40 Kaffi.
Kl. 10.40-12.00 „Stelpurnar og strákamir í
skóIastofunni“,
um samband kennara og nemenda
m.t.t. kynbundinna viðhorfa
Kristjana Bergsdóttir.
Kl. 12.00-13.00 Matur
Kl. 13.00-16.00 Smiðja, námsefnisgerð og kennsla
í jafnréttisfræðslu.
Ráðstefnan er einkum ætluð
kennurum
Þátttöku þarf að tilkynna til Fræðsluskrifstofu, sími
24655, í síðasta lagi þriðjudag 19. nóvember.
F.h. samstarfsaðila
Jafnréttisnefnd Akureyrar
Uesendahorniá
Burt með gaddavírinn!
Stefán Pétursson lét í sér heyra
og vildi Iýsa óánægju sinni með
hólf sem búið væri að girða norð-
an Sjónarhóls í Glerárhverfi. Þar
hefði verið girt fyrir hesta. Taldi
hann lóðina vera eign Skeljungs
og ætti að byggja þarna bensín-
stöð. „Það sem mér þykir verst er
að þarna hafa menn notað gadda-
vír sem er hættulegur bæði
mönnum og skepnum,“ sagði
Stefán. Við girðinguna væri leik-
svæði barna og sæi hver maður að
slíkt ætti ekki saman, gaddavír
og barnaleiksvæði. Óskaði Stefán
eftir því að bæjarverkstjóri kann-
aði málið með það í huga að fjar-
lægja gaddavírinn af leiksvæði
barnanna.
Hjá Akureyrarbæ fengust þær
upplýsingar að í eldri lögreglu-
samþykktum væru ákvæði um að
gaddavír væri ekki leyfður í
bæjarlandinu. Ekki var vitað
hvort slíkt ákvæði væri í væntan-
legri samþykkt. Eitt er víst að
ekki þarf að fara langt til að sjá
gaddavír innan marka bæjarins.
Á erfðafestulöndum í bæjarland-
inu eru víða gaddavírsgirðingar,
svo og hjá Skógrækt ríkisins.
Þegar haft var samband við for-
svarsmenn hjá Skeljungi kom í
ljós að ekki var beðið um leyfi
fyrir hinni umræddu girðingu.
Hins vegar væru fyrirhugaðar
framkvæmdir á svæðinu þannig
að búast má við að girðingin
verði tekin niður seinni hluta
nóvember.
Fleira en kattamál
rætt í bæjarstjóm
Sigurður Jóhannesson gerir athugasemd
Sigurður Jóhannesson bæjar-
fulltrúi vill í fullri vinsemd
koma á framfæri athugasemd-
um vegna skrifa í blaðinu þar
sem sagt er að síðasti fundur
bæjarstjórnar hafi snúist um
ketti í bænum. Þrátt fyrir gam-
ansemi í greininni sagði Sig-
urður að umsagnir um störf
bæjarstjórnar væru verulega
háðar fréttamati starfsmanna
þeirra fjölmiðla sem fjalla um
fundina. „Það ber að þakka
umfjöllun fjölmiðla um störf
bæjarstjórnar. Akureyrar.
Hinsvegar eru fundir ekki allt-
af skemmtilegir og er þá eðli-
legt að duglegir fréttamenn
leiti að því í fundargerðum
bæjarstjórnar sem getur vakið
athygli og skapað umræður. í
umræddri grein segir,„að allur
fundur bæjarstjórnarinnar hafi
farið í umræður um ketti.“
Kattavinur skrifar.
Bæjariulltruar,
látið smámálin
bíða síns tíma
- en tryggið vellfðan kattanna
ur hringdi:
nnst mér dásumlcgi að
:yra þær frcttir í siöustu
i allur síðasti fundur
rnar Akureyrar fór und-
»ur um kctti í hænum.
Jn'i ckki vanþörf á. aö
crnig vcllíðan þcssara
;u dýra verður scm bcst
>css vcgna var það hár-
irðun. hjá hajarfulltni-
um mcð hjartað á rcttum stað. að
láta smámál. cins og atvinnumál,
fjármál bæjarins. gatnagcrð. dag-
vistarbyggingar. sundlaugargert
og annað í þcim dúr. biða sín:
tíma.
Katlamálið vcrður að hafa al-
gcran forgang. Og cg vil ckk
trúa því. að bæjarfullirúar taki til
við önnur mál. Og glcymið þv
ckki. aö það cru kosningar
Vegna þessara ummæla vildi
Sigurður vekja athygli á þeim
málum sem afgreidd voru á um-
ræddum fundi bæjarstjórnar.
Þar var samþykkt að ganga til
samninga við Skautafélag Akur-
eyrar um úthlutun á lóð handa fé-
laginu og flutninga á skautasvæð-
inu og þátttöku bæjarsjóðs í þeim
kostnaði.
Samþykkt var að hækka laun
starfsmanna bæjarins sem vinna
undir samningum STAK, Eining-
ar og Hjúkrunarfélags íslands um
3% frá 1. október.
Samþykkt var forhönnun sund-
laugar í Glerárhverfi.
Samþykkt var tilboð í
múrverk, raflögn og pípulögn í
nýbyggingu Dvalarheimilis
Hlíðar. Þó með vissum fyrirvara,
Rætt um og gerð samþykkt um
heimsendingu matar til aldraðra
í bænum.
Miklar umræður urðu um
flutning Eyrarlandsstofu og sam-
þykkt aukafjárveiting vegna
gerðar á sökklum undir stofuna
og áhaldageymslu í Lystigarðin-
um.
Kosin var fimm manna nefnd
til samstarfs við menntamála-
ráðuneyti, Hálskóla íslands og
aðra sem tengjast væntanlegri há-
skólakennslu á Akureyri.
Samþykkt að ráða forstöðu-
konu að nýrri dagvist að Flúðum.
Afgreidd fundargerð bygginga-
nefndar sem var í 12 liðum, þar
sem veittar voru heimildir til ým-
issa byggingaframkvæmda í
bænum.
Fjallað var um skipulag Inn-
bæjarins, málefni hitaveitunnar,
rafveitunnar og hafnarinnar.
Staðfest heimild til bygginga-
nefndar Verkmenntaskólans, um
að bjóða út 3. áfanga skólans.
Fjallað um að skipa starfshóp
til að endurskoða skipulag og
starfsemi vinnuskólans.
Samþykkt var að bæjarsjóður
greiddi efnisgjöld vegna handa-
vinnukennslu í 9. bekk grunn-
skóla.
Kosinn var þriggja manna
starfshópur til að undirbúa mörk-
un stefnu bæjarstjórnar um mál-
efni fjölmiðla og boðveitna.
„Þetta eru nokkur af þeim
atriðum sem fjallað var um og af-
greidd á þessum fundi og svona
væri hægt að halda áfram. Þetta
er til marks um hvað fólk grípur
þegar skrifað er um þessi mál
sagði Sigurður. Hann nefndi einn-
ig að auðvitað væri búið að fjalla
um mörg þessara mála í fjölmiðl-
um, en sagðist ekki hafa komið
auga á neitt nema „kattamálið" í
Degi.
Þá er betra að þegja bara
- „Heitur“ teiur suma bæjarfulitrúa ekki
þekkja málefni Hitaveitunnar grannt
Einn „heitur“ hringdi og hafði
eftirfarandi tii málanna að leggja:
Margt má um Hitaveitu Akur-
eyrar segja, en oft blöskrar mér
margt af því sem bæjarbúar láta
sér um munn fara varðandi þessa
stofnun. Þeir hafa sér það þó til
afsökunnar, að þeir þekkja lítið
til málefna veitunnar sumir
hverjir. Og menn leggjast lágt í
þessum umræðum, þannig að
stundum fær maður það á tilfinn-
inguna, að það séu tómir glæpa-
menn sem halda um stjórnvölinn
hjá Hitaveitunni. En út yfir allan
þjófabálk tekur þó, þegar bæjar-
fulltrúar leyfa sér að rakka þetta
fyrirtæki niður á opinberum vett-
vangi. Þessir fulltrúar hafa í sum-
um tilvikum opinberað eigin fá-
visku um málefni veitunnar. Um
leið eru þeir að skaða stofnun,
sem þeir eru ábyrgir fyrir. Til
annars er ætlast af bæjarfulltrú-
um. Og það er góð lífsregla, að
þegja frekar, en að taka til máls
um málefni sem maður hefur
ekki hundsvit á.