Dagur - 16.12.1985, Blaðsíða 3
16. desember 1985 - DAGUR - 3
í skólum landsins eru 6-12 ára
börn þessa dagana að spreyta
sig á getraun um umferðarmál
sem kallast „í jólaumferð-
inni“.
Tilgangur þessa fræðslustarfs
er að vekja athygli barna og fjöl-
skyldna þeirra á umferðarreglum
og mikilvægi þess að hafa þær í
heiðri í hvívetna. Ætlast er til að
börnin glími sem mest sjálf við
spurningarnar, en foreldrar að-
stoði eftir þörfum. Með því móti
má ætla að málin verði rædd á
heimilunum og allir verði hæfari
þátttakendur í umferðinni á eftir.
Félög, stofnanir og fyrirtæki
gefa yfirleitt þau verðlaun sem íi
boði eru, en venjan er að draga
úr réttum lausnum. Þeir heppnu
mega svo eiga von á að ein-
kennisklæddur lögreglumaður
heimsæki þá rétt fyrir jólin. I
Reykjavík fá 175 börn bókaverð-
laun, og mun lögreglan heim-
sækja þau á aðfangadag.
Kennarar og foreldrar eru
vinsamlegast beðnir um að sjá af
nokkrum mínútum í þessu skyni,
þrátt fyrir margháttaðar annir
jólamánaðarins.
Minnumst þess að stutt samtal
við börn, um hættur umferðar-
innar, getur komið í veg fyrir að
það slasist í umferðinni.
Þessir krakkar sem eiga heima á Akureyri héldu nýlega hlutaveltu og gáfu ágóða hennar 1655 krónur til Félags
sykursjúkra á Akureyri. Krakkarnir heita f.v.: Ómár Friðriksson, Kristín Pálsdóttir og Páll Brynjar Pálsson.
Mynd KGA
Kópasker:
Dagvistun bama
hófst í haust
Dagvistun barna á Kópaskeri
hófst í haust. Foreldrar á
Kópaskeri tóku sig saman og
komu á fót dagheimili og
greiðir hreppsfélagið 40%
kostnaðar við vistun barnanna.
Húsnæði til starfseminnar
fékkst hjá Kaupfélagi N.-Þingey-
inga. A dagheimilinu vinna tvær
stúlkur, önnur í fullu starfi en hin
í hálfu, og gæta um 10 barna sem
ýmist eru þar hálfan eða allan
daginn. Vegna atvinnuástands á
Kópaskeri eru minni not fyrir
þessa þjónustu en reiknað hafði
verið með í upphafi.
Siglufjörður:
Sveit SR
sigraði
Lokið er árlegri fyrirtækja-
keppni félagsins. Efst varð
sveit opinberra starfsmanna
með 1192 stig. Spilarar voru
Rögnvaldur Þórðarson og
Baldvin Valtýsson. Stig
2. Síldarverksmiðjur Ríkisins. 1187
Spilarar: Jóhann Möller,
Björn Þóröar. Sigfús Steingr.
og Steingr. Sigfússon.
3. Verslunarmenn. 1155
Spilarar: Ásgr. Sigurbjs.,
Anton Sigurbj.s Guðbr. Sigur-
björns og Stefanía Sigurbj.s.
Nú stendur yfir 4ra kvölda tví-
menningur, með þátttöku 24ra para,
að loknum 2 umferðum er staðan
þannig: Stig.
1. Anton Sigurb.s.-Bogi Sigurb.s. 271
2. Stefán Benediktss.-Reynir Pálss. 260
3. Sigfús Steingr.ss.-Sigurður Hafliðas. 256
4. Ari Már Þorkelss.-Sigurjón Guðm.s. 253
5. Ásgrímur Sigurb.s-Jón Sigurb.s. 242
<25lebilrg jól
f.uSiVlt komanbi ar
Jólakort
Zontaklúbburinn Þórunn
hyrna gengst fyrir sölu á jólak-
orti um þessar mundir. Kortið
er teiknað af Ragnari Lár og á
því er mynd af Saurbæjarkir-
kju í Eyjafirði. Jólakort Zont-
aklúbbsins er til sölu í A.B.
búðinni og Bókaversluninni
Eddu og kostar 15 krónur.
Afmæliskringla.
Uppskriftin erá
Gluten Blue Star
umbúöunum.
Gluten Blue Star er náttúrulegt,
óbleikjað hveiti. Heimabaksturinn fær
þess vegna fallegan, gullinn blæ.
sterkju (gluten) tryggir frábæra
bökunareiginleika og fallegan bakstur.
Prófaðu uppskriftirnar á umbúðunum.
í versluninni þar sem þú kaupir Gluten
Blue Star færðu einnig bækling með
uppskriftum að girnilegum kökum
r. Danskt hveiti
blandað £
Biðjið um hveitið með bláu stjörnunni.
W w 'laMlri____________________________________ __________________________________S£~J