Dagur - 16.12.1985, Blaðsíða 12
Gjaldþrot Hafskips:
Gæti leitt til hækkunar á
farmgjöldum innanlands
Um fátt hefur ineira verið rætt
að undanförnu en málefni
Hafskips. Þeirri spurningu hef-
ur verið varpað fram hvort
gjaldþrot Hafskips muni hafa
einhver áhrif á Norðurlandi.
KEA var umboðsaðili Haf-
skips á Akureyri og að sögn Vals
Arnþórssonar kaupfélagsstjóra,
gæti gjaldþrot Hafskips leitt til
hækkunar farmgjalda innanlands
og þannig leitt til hærra vöru-
verðs úti á landsbyggðinni.
„Hafskip setti innfluttar vörur
í framhaldsflutninga innanlands
með skipum frá Skipaútgerð
ríkisins. Ég hygg að Ríkisskip
hafi flutt um 34 þúsund tonn fyrir
Hafskip árlega. Með í þeirri tölu
eru vörur sem Ríkisskip sá um að
flytja utan af landi til Reykjavík-
ur og Hafskip flutti síðan út. Þar
má sérstaklega nefna kísilgúrinn
úr Mývatnssveit," sagði Valur.
Allt virðist því benda til þess
að Ríkisskip verði fyrir verulegu
tekjutapi vegna þessa gjaldþrota-
máls og verði að mæta því með
hærri farmgjöldum ellegar aukn-
um ríkisstyrk. Einnig gæti farið
svo að Ríkisskip verði ósam-
keppnisfært gagnvart Eimskip,
sem hugsar sér örugglega til
hreyfings í innanlandsflutning-
um.
„Ríkisskip hefur gegnt mjög
þýðingarmiklu þjónustuhlutverki
fyrir landsbyggðina, varðandi
flutninga á milli landshluta. Það
hlýtur því að valda landsbyggð-
arfólki verulegum áhyggjum ef
rekstursgrundvöllur Ríkisskips
veikist. Afgreiðslustarfsemi fyrir
Hafskip eða Ríkisskip, sem verið
hefur víðs vegar um landsbyggð-
ina, dregst að sjálfsögðu saman
að talsverðu leyti,“ sagði Valur
Arnþórsson að lokum. BB.
Kópasker:
Nýtt
útgerðar-
fálag
Utgerðarfélag Kópaskers hf.
hefur verið stofnað, og eru
hluthafar Presthólahreppur,
Kaupfélag N.-Þingeyinga, Sæ-
blik hf, Verkalýðsfélag Prest-
hólahrepps og 20 einstakling-
ar.
Stefnt er að því að safna hluta-
fé að upphæð 10 milljónir króna
og hafa þegar verið gefin loforð
fyrir rúmlega 6 milljónum.
Markmið félagsins er að komast
yfir skip til rækjuveiða. Tilboð
verður gert í Helga S. KE-7, 236
tonna bát sem er til sölu hjá Fisk-
veiðasjóði. Tilboðum í bátinn
þarf að skila fyrir mánudag. IM.
Sauðárkrókur:
Helgi-
spjöll
—Þrjú ungmenni skemmdu
Ijósakross við kirkjugarðinn
Á Sauðárkróki er siður að
reisa háan Ijósakross fyrir jól
uppi á Nöfum, sem kaílað er,
fyrir framan kirkjugarðinn og
er látið loga á honum þar fram
yfir hátíðir til minningar hinum
látnu. Aðfaranótt sunnudags
gerðu þrjú ungmenni sér það
að leik að brjóta perur í kross-
inum og slíta upp rafleiðslur.
Lögreglan gat rakið slóð
skemmdarvarganna og hafði upp
á tveimur þeirra síðar um nóttina
en sá þriðji var tekinn í gærdag.
Að sögn Björns Mikaelssonar,
yfirlögregluþjóns, fór allur dag-
urinn í gær í að yfirheyra ung-
mennin og var þeim ekki sleppt
fyrr en langt var liðið fram á
kvöld.
Sauðárkróksbúar líta margir
svo á að þarna hafi verið framin
helgispjöll og erfitt er að ímynda
sér hvað rekur fólk til slíkra
verka. -yk.
Þrátt fyrir nepju undanfarinna daga hafa útimarkaðir blómstrað í göngugötunni - jólaverslunin í algleymingi.
Mynd: KGA
Ráðstefna Norrænna skólamanna:
Hótel Húsavík með
lægsta Ulboðið
„Eg held að það liggi Ijóst fyrir
að við töpum ekki á þessu, en
ég viðurkenni að hér er ekki
um neitt gróðafyrirtæki að
ræða,“ sagði Sólborg Stein-
þórsdóttir hótelstjóri á Hótel
Húsavík er Dagur ræddi við
hana fyrir hclgina.
Menntamálaráðuneytið lét fara
fram útboð varðandi 40 manna
ráðstefnu norrænna skólamanna
sem fram á að fara hér á landi í
júní. Hótel Húsavík var með
lægsta tilboðið og samkvæmt
upplýsingum Dags nam það 242
dollurum pr. mann en í því er
innifalin gisting og fæði í 4 daga.
Samkvæmt sömu upplýsingum
bauð Hótel Edda Hrafnagili 340
dollara eða um 40% hærra en
Hótel Húsavík. Þá hefur Dagur
upplýsingar um að hótel á Akur-
eyri var með mun hærra tilboð en
Edduhótelið og öðru hóteli á
Akureyri sem var gefinn kostur á
að bjóða í ráðstefnuna gerði ekki
tilboð. Bendir þetta til þess að
hótelmenn á Akureyri telji sig
hafa nóg að gera á þessum árs-
tíma.
Sólborg Steinþórsdóttir á Hótel
Húsavík sagði að í þessu tilfelli
hefði verið reynt að fara með
verð fyrir gistingu eins neðarlega
og hægt hefði verið. Það væri afar
mikilvægt að fá ráðstefnuna
þangað, en vissulega hefðu önnur
viðhorf verið uppi ef ráðstefnan
hefði t.d. verið haldin þegar
komið væri fram á háannatímann
næsta sumar. gk-.
Lág-
heiði
rudd
- en lokaðist aftur
Vegurinn yfir Lágheiði var
ruddur á fímmtudaginn. Mjög
fátítt er að Lágheiði sé rudd á
vetrum og að sögn fróðra
manna mun þetta vera í fyrsta
skipti frá upphafí sem hún er
opnuð í desember.
Moksturinn gekk fljótt og vel
fyrir sig, enda var lítill snjór á
veginum.
Dýrðin entist hinsvegar ekki
lengi þar sem vegurinn lokaðist
aftur á laugardaginn. Þá var
skafrenningur og lokaðist vegur-
inn við Stíflu í Fljótum. Einnig
skóf yfir veginn vestan megin á
heiðinni en uppi á Lágheiði er
sáralítill snjór á veginum þannig
að það ætti ekki að verða mjög
erfitt að opna veginn aftur.
Valdimar Steingrímsson, verk-
stjóri hjá Vegagerð ríkisins í
Ólafsfirði, sagði að það kæmi fyr-
ir endrum og e:ns að Lágheiðin
væri opnuð að vetri til, ef vel
viðraði.
„Við opnuðum hana þrisvar í
fyrra, þar af einu sinni fyrir ára-
mót og ég man að veturinn
’63-’64 kom aldrei snjór á lág-
lendi hér í Ólafsfirði eftir ára-
mót.“
Kostnaðurinn við moksturinn
skiptist þannig að Vegagerðin
greiðir helminginn en Ólafsfjörð-
ur og Siglufjörður skipta hinum
helmingnum á milli sín. Aðalum-
ferðarþunginn um Lágheiði mun
vera frá Siglufirði til Akureyrar
og þess má geta að opnun Lág-
heiðar styttir leiðina frá Siglufirði
til Akureyrar um 71 kílómetra,
aðra leiðina. Fyrir Ólafsfirðinga
á leið til Siglufjarðar er munurinn
enn meiri. BB./-yk.
Spennufall
í framsveitum Eyjafjarðar
Aðfaranótt föstudags varð
spennufall í framsveitum Eyja-
fjarðar, framan við Rifkels-
staði í Öngulsstaðahreppi.
Að sögn Ólafs Thorlacíusar,
bónda í Öxnafelli, féll spennan
alveg niður fyrir 150 volt, en á að
vera 220 volt. Spennan var þetta
lág í u.þ.b. hálftíma áður en
starfsmenn Rafmagnsveitna
ríkisins rufu strauminn og gerðu
við bilunina. Arnar Sigtýsson
hjá Rafmagnsveitum ríkisins
sagði í samtali við Dag að svona
spennufall gæti verið mjög skað-
legt tækjum sem eru í gangi þeg-
ar spennan fellur. í sveitum er
mikið af mikilvægum tækjum
sem ganga fyrir rafmagni og má
þar nefna mjólkurkæla. Að sögn
Arnars er þó hægt að tryggja sig
fyrir svona miklum spennubreyt-
ingum með sérstökum varnar-
búnaði sem settur er við tækin og
slær þeim út ef spennan breytist
of mikið. Sagðist hann mæla með
því að menn sem ekki hafa slíkan
búnað nú þegar, fengju sér hann.
-yk.