Dagur - 16.12.1985, Blaðsíða 9
16. desember 1985 - DAGUR - 9
,Við málum skrímsli í öllum litum.“
Árangur og ánægja saman í hópi
Myndir: gej
Síðuskóla
Listavika haldin
Það tók ekki langan tíma að
skapa myndlistarverkin hjá nem-
endum í 3. bekk 1. í Síðuskóla í
síðustu viku. Bryddað hafði verið
upp á nýbreytni sem fólst í því að
formfast skólastarf var aflagt og
nemendum gefinn kostur á að
spreyta sig í myndlist undir hand-
leiðslu lærðra myndlistarmanna.
Það voru þeir Guðmundur Ar-
mann og Daníel Guðjónsson sem
sáu um að leiðbeina liðinu.
Þegar okkur bar að garði var
kennari 3.1. Jónína Sveinbjörns-
dóttir einnig á kafi í myndlistinni
með nemendunum. Jónína sagði
að þetta væri geysilega skemmti-
legt og góð tilbreyting frá vana-
bundnu skólahaldi. Það bar ekki
á öðru en krakkarnir hefðu gam-
an af. Þau flengdust um með
blaðamann í eftirdragi til að sýna
málverkin. Ekki er fráleitt að í
hópnum leynist nokkrir verðandi
Kjarvalar.
Börnin fengu visst „tema“ til
að vinna út frá. Síðan átti ímynd-
unaraflið að ráða ferðinni. Ekki
þarf að væna krakkana í 3. bekk
1. um skort á ímyndunarafli, svo
líflegar og hugvitsamlegar voru
margar myndirnar. Þeir félagar
Guðmundur Ármann og Daníel
voru í sæluvímu með árangurinn
og sögðu að einlægnin í myndum
barnanna væri sérstök.
Aðstaðan fyrir listsköpunina
var skemmtileg. Allir rnáluðu á
trönum eins og alvöru málarar,
sem skapaði sérstaka stemmn-
ingu. Allir fengu þá liti sem þeir
vildu og báru myndirnar þess
merki. Á þessari listaviku í Síðu-
skóla voru málaðar yfir 600
myndir. Auk þess voru gerðar
nokkrar stórar veggmyndir sem
málaðar voru sameiginlega af
hópunum. Tugir pensla voru í
notkun hverju sinni. Ekki má
gleyma málningunni, en af henni
voru notaðir um 50 lítrar.
Listavikan er tengd Menning-
arsamtökum Norðlendinga sem
hafa unnið að því að slíkar vikur
séu haldnar. Einnig tengjast slík-
ar vikur öðrum listgreinum og
eru þá fengnir kunnáttumenn í
hverri grein til að leiðbeina. Hug-
myndin er að halda listahátíð í
Síðuskóla í mars n.k. þar sem
fleiri greinar sameinast. Mun há-
tíðin verða flutt út í íbúðahverf-
ið. Þá verður gaman í Síðuhverfi.
gej-
■
rSPtír*'* S»T o
J yci ni9Q l
Eins og alvöru listamenn
Ekki trufl’ann
,Ég notaði penslana líka,