Dagur - 17.01.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 17. janúar 1986
mannlít
Skátastarf á Akureyri er orðið býsna gamalt, verður 70 ára
á nœsta ári. Þeir eru orðnir margir sem einhvern tíma hafa
starfað með öðru hvoru skátafélaganna á Akureyri um lengri
eða skemmri tíma. Það má segja að skátahreyfingin hafi á
síðustu árum horfið að nokkru leyti í skuggann frá öðrum
fyrirferðarmeiri ceskulýðssamtökum. Það þýðir þó ekki að
skáta-
starfsé að leggjast niður vegna þess að það sé að verða úrelt,
heldur hafa skátar yfirleitt ekki hrópað á torgum til að láta
fólk vita af nærveru sinni.
Um þessar mundir eru ýmsar merkilegar breytingar í gangi
hjá akureyrskum skátum. Alltskipulag og starfshœttir skáta-
félaganna hafa gengið í gegn um gagngera endurskoðun og
er nú verið að prófa nýtt kerfi hjá báðumfélögum. Samhliða
því var stigið skrefí átttil aukinnar samvinnu félaganna með
því að kjósa Skátafélagi Akureyrar og Kvenskátafélaginu
Valkyrjunni eina stjórn. Bœðifélögin halda áfram að vera til
undir sínum nöfnum en mynda saman Skátabandalag Akur-
eyrar.
í fjögurra manna stjórn Skátabandalags Akureyrar eiga
sæti: Tryggvi Marinósson félagsforingi, Þorbjörg Ingvadóttir
félagsforingi, Hörður Karlsson gjaldkeri og Aðalheiður
Steingrímsdóttir ritari.
Dagur hitti þrjá stjórnarmeðlimi að máli, þau Tryggva,
Þorbjörgu og Hörð, og bað þau að útskýra nánar hvaða
breytingar væri verið að gera á skátastarfinu og hvert
markmið þeirra vœri.
Nýtt skátastarf
„Við höfum kosið að kalla þetta
„nýtt skátastarf,“ sagði Tryggvi. „í
fyrsta lagi er þá átt við þær breyting-
ar sem gerðar hafa verið á yfirstjórn
félaganna og í öðru lagi er það ný
dagskrá og breyttir starfshættir.
Bænum er skipt í hverfi og í hverju
erfi starfar ein deild sem saman-
stendur af skátum á öllum aldri úr
báðum félögum. Aukin áhersla hefur
verið lögð á sjálfstætt val krakkanna
en samhliða því eru gerðar meiri
kröfur til þeirra um grunnkunnáttu."
Til að koma þessu nýja kerfi til
krakkanna hafa verið gefnar út
nokkrar bækur með verkefnum sem
þeim er ætlað að leysa. Verkefnun-
um er skipt í ákveðna yfirflokka sem
nefnast „Lífið“, „Menning" og „Um-
hverfið", svo dæmi séu nefnd. Úr
þessum flokkum eiga krakkarnir að
velja sér verkefni sem þau þurfa svo
að leysa. Undir þessa flokka fellur
nánast allt milli himins og jarðar og
má sem dæmi nefna að í flokknum
„Umhverfi" má finna verkefni um
útilíf, skipulagsmál og náttúrufræði í
víðum skilningi þess orðs.
Einstaklingurinn
og flokkurinn
„Aðaláherslan er lögð á einstakling-
inn og flokkinn,“ sagði Þorbjörg.
„Flokkurinn samanstendur af 6 til 8
einstaklingum. Einstaklingurinn er
gerður ábyrgur fyrir gerðum sínum
Hörður Karlsson, Tryggvi Marinósson og Þorbjörg Ingvadóttir. Mynd: KGA.
- Heldur hitt að þeir sem eru skátar fái eitthvað út úr því
- Stjómarmenn í skátabandalagi Akureyrar segja frá breyt-
ingum á starfsháttum og skipulagi skátafélaganna á Akureyri
og það er ætlast til að frumkvæðið
komi frá krökkunum í ríkari mæli en
áður var. Þá gekk það gjarnan þann-
ig að flokksforinginn skammtaði
flokknum verkefni til að vinna úr en
núna hafa þau bækur sem þau geta
notað til leiðbeiningar við val á verk-
efnum. Krakkarnir velja foringja
sjálf og bera ábyrgð á því vali þannig
að þeim er í sjálfsvald sett að skipta
um foringja ef þau vilja.“
Vinnan við hvert verkefni sem þau
velja sér skiptist í þrennt: Undirbún-
ing, framkvæmd og endurskoðun.
Undirbúningur felst í því að velja sér
verkefni og skipta því á milli
flokksmanna. í framkvæmd eiga allir
að taka þátt og endurskoðun er e.t.v.
merkilegasti hlutinn. Þá er farið yfir
það með þeim hvernig til hefur
tekist, rætt um kosti og galla á fram-
kvæmdinni. Með því að vinna öll
verkefni með þessum hætti eiga
krakkarnir að verða ábyrgari þar sem
þau þurfa að standa við það sem þau
hafa gert. Þau sjá þá líka tilgang með
því sem þau hafa verið að fást við.
__blanda.
Gísli Sigurgeirsson blandaði
Vegna fjölda áskorana
hef ég ákveðið, eftir vand-
lega umhugsun undir feldi,
að taka upp á þeim fjára
að skrifa „Blöndu" á ný.
Fór þá fyrir mér eins og
frambjóðandanum, sem
aldrei ætlaði í framboð, en
lét sig undan þrýstingi
kjósenda. Ég skrifaði
þessa pistla hér í Helgar-
Dag endur fyrir löngu. Svo
hætti óg þvf, enda þótti
flestum tími til kominn. En
það eru alltaf einhverjir að
biðja mig um að blanda
meira og blanda nú sterkt.
En það var ekki fyrr en ég
fékk bænaskrá frá tæp-
lega 10 þúsund áskrifend-
um, af tæplega 7 þúsund
mögulegum, að ég lét mig.
En óg treysti því að les-
endur leggi mér til efni í
blönduna.
• Betrunarhús
Ég fæ alltaf sting í hjartað,
þegar talað er um að
stinga mönnum i steininn.
Ég hef aldrei áttað mig
fyllilega á tilganginum með
þeim verknaði; ég skil ekki
hvernig slík vist bætir
manninn. í það minnsta
þegar miðað er við vitnis-
burð þann, sem mörg
fangelsi fá. Þess vegna lít
ég á orðið „betrunarhús'1
sem eitthvert fornaldar-
mál, sem orðið hefur til
löngu fyrir daga Borgund-
arhólms.
Mér til mikillar gleði hef-
ur tugthúsið á Akureyri
fengið á sig gott orð. Þar á
ég þó ekki við næturhótel-
ið, heldur „svítuna", sem
hýsir þá sem dæmdir hafa
verið til langrar „hótelvist-
ar“. Sögusagnir segja sem
sé, að það sé gott að vera
i „svítunni" á Akureyri.
Þess vegna voru þar fyrr-
um „hvítflibbakrimmar".
Þetta voru svona smá-
svindlarar, rétt eins og ég
og þúl En munurinn á
þeim og okkur var bara
sá, að það komst upp um
þál! Síðan spurðist það út
hvað „svítan" væri góð og
þá var hún eðlilega tekin
undir konur. En konur
brjóta svo sjaldan af sér,
þannig að upp um þær
komist, að „svítan" varaft-
ur tekin undir karlafang-
elsi.
• Til að bæta
menn
Og þeir sem stjórna fang-
elsinu á Akureyri hafa haft
vit á því að fara vel með
fangana, enda vita þeir
sem er, að ætlast er tif að
fangelsin skili þjóðfélaginu
betri og nýtari mönnum.
Þess vegna hafa þeir
gjarnan verið notaðir til
viðvika innanhúss sem
utan. Sem dæmi um það
er símtal sem tekið var
upp á segulbandsspólu,
en fyrir misgáning komst
spólan í minar hendur.
Það eru mörg ár liðin síð-
an þetta var, en símtalið er
á þessa leið:
- Lögreglustöðin góð-
an daginn.
- Góðan daginn, góðan
daginn, þetta er í Sjalian-
um. Við þurfum að fá hjálp
í hvelli, því hérna ruddust
inn óðir menn og staðurinn
logar allur f slagsmálum.
- Það er leitt að heyra
það vinur minn, en '
því miður ekkert
þér.
- En er þetta ekki á lög-
reglustöðinni?
- Jú, jú, það er rétt.
- Og ert þú ekki lög-
regluþjónn, sem átt að
gæta hagsmuna borgar-
anna?
- Nei, það er nú málið,
ég er fangi.
- Fangi, en hvar eru þá
löggurnar? (Angistar
hreimur (röddinni
- Strákamir skruppu f
útkall, en þeir koma
bráðum. Þá skal óg biðja
þá að líta til ykkar.
(Smellur og símtalinu er
lokið.)
Síðan þetta gerðist hef-
ur mikið vatn runnið tll
sjávar, en ég hef trú á þvi
að lögreglan á Akureyri
haldi uppteknum hætti við
að bætafangasína. Þann-
ig fá fangarnirt.d. aðfaraí
Myndlistaskólann til Helga
og aðra menningarlega
iðju fá beir að stunda óá-
reittir. I þeim tilgangi var
einum fanga ekið á Amts-
bókasafnið á dögunum.
Það var svo sem ekki í frá-
sögur færandi og sá sem
ók fanganum þangað
hafði ekki miklar áhyggjur
af fanganum, en lagði
samt þunga áherslu á það
við hann, að vera kominn
heim á „svítu" fyrir
kvöldmat.
• Gleðigjafi
Og auðvitað stóð fanginn
við það; hann skilaði sér
„heim" á tilsettum tíma.
En síðar um kvöldið þótti
fangavörðum vera orðið
nokkuð hávaðasamt á
„svitunni". Við eftir-
grennslan kom í Ijós, að
fangarnir höfðu slegið upp
veislu einni mikilii, með
vínföngum og öllu tilheyr-
andi. Vínið hafði fanginn
keypt, um leið og hann
kom „heim" af safninu.
Þetta var þeirra áramóta-
gleði. Auðvitað verða
fangar að vera í takt við
þjóðlífið. Að sögn fróðra
manna um fangelsismál,
verður þetta „fyllirí" á
„svítunni" væntanlega til
þess, að fangarnir fara
siður á „sjóðandi túr" þeg-
ar þeir fá frjálsræði á ný.
Þessi saga minnir mig á
sendinefndina, sem kom
frá Svíþjóð til að kynna sér
fangelsismál á íslandi.
Þeir komu m.a. að Litla-
Hrauni, Fangelsisstjórinn
þar tók á móti þeim afsak-
andi, þar sem svo fáir
fangar væru heima! þeir
voru ýmist (vinnu á Eyrar-
bakka, hjá tannlækni, í
réttum eða einhvers staðar
að leika sér. Sviarnir
göptu af forundran. Þegar
þeir loks máttu mæla
spurði einn þeirra:
- En hvemig getið þið
verið vissir um að þeir
komi „heim" aftur?
„Það er nú í lagi með
það, sagði íslenski fang-
elsisstjórinn rogginn. - Við
lokum nefnilega hliðinu á
miðnætti og fangarnir vita
sem er, að ef þeir eru ekki
komnir þá, ja, þá verða
þeir bara að liggja úti. Og
það vilja þeir ekki.
P.S. Til öryggis er rétt
að taka það fram, að það
á við um þessa blöndu,
sem aðrar blöndur, að efn-
ið er mismunandi vel
fengið. Sumt er satt og
annað logið; eitt er stælt
og annað stolið, sumt er
sagt í gamni, en annað í
alvöru og enn annað í
ennþá meiri alvöru. Út-
koman er blanda.
Kær kveðja,