Dagur - 17.01.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 17.01.1986, Blaðsíða 11
17. janúar 1986 - DAGUR - 11 - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Já, það er hann. - Til hamingju með þáttinn ykkar í gær; hvernig líður þér í dag? - Mér líður bærilega, ég er svona rétt að komast niður á jörðina. - Hvernig kom það til, að þú tókst þetta að þér. Nú hafði maður ekki heyrt á þig minnst í þessu sambandi, það sást ekki einu sinni í slúðurdálkum Helg- arpóstsins? - Nei, það var ekki nema von, þetta bar svo brátt að. Það var hringt í mig heim, þar sem ég lá í flensu. viku fyrir útsend- ingu. Ástæðan fyrir þessum skamma fyrirvara var sú, að sá sem átti að vera með Ómari og Agnesi forfallaðist á síðustu stundu. Nú, ég sló til. Ég hef skrifað pistla um sjónvarpið í Helgarpóstinn, þar sem ég hef sett út á eitt og annað í þeim fjölmiðli, sérstaklega hvað inn- lenda dagskrárgerð varðar. Þess vegna gat ég ekki neitað þessu boði móralskt séð. Þar að auki hef ég alltaf litið þennan miðil hýru auga sem blaðamað- ur; þetta er eitthvað sem hvern blaðamann dreymir um. En þetta var rosaleg eldskírn, því ég hafði aldrei komið nálægt sjónvarpi áður, hafði ekki einu sinni komið inn fyrir veggi sjón- varpshússins." - Hvernig var svo líðanin fyrir útsendingu? - Ég var nú svolítið óttasleg- inn framan af miðvikudeginum, af því að mér fannst ég ekki nægilega stressaður. En þegar áhorfendur voru komnir í sal- inn fann ég að það voru óþarfa áhyggjur. Þá fann ég að alvaran var að nálgast, munnurinn gat þornað upp á augabragði og maginn var sérstaklega slæmur. Svo þegar þátturinn byrjaði, þá vorum við send allt of snemma inn, á meðan upphafs- stefið var í gangi. Ómar var byrjaður að kynna, en þá vor- um við send til baka og látin byrja upp á nýtt. Ég signdi mig bara og hugsaði; nú þetta byrj- ar þá svona, því mér datt ekki annað í hug en klúðrið hefði allt farið í loftið. En fall er far- arheill, því þátturinn gekk áfallalítið í útsendingu eftir þetta. Þetta atvik varð til þess að maður var sveittari í upphaf- inu en annars hefði orðið, en það lagaðist. - En hvernig var sálar- ástandið þegar allt var búið? - Pá fann ég fyrst hvað ég var orðinn þreyttur, því í svona vinnu gleymir maður þreytunni fyrir stressi. En þegar þátturinn var búinn þá helltist þreytan yfir mig, þreyta sem hafði safn- ast fyrir í marga daga. - Hvernig vinnið þið svona ,petta var eldskím u - Sigmundur Emir Rúnarsson, nýslegin sj ónvarpsstj ama, er á línunni þátt, tekur undirbúningurhvers þáttar alla vikuna? - Já, þetta er vikuprógram. Þetta er allt önnur vinna heldur en á blaði, því við þáttagerð fyrir sjónvarp þarf að leysa ótal smáatriði. Svo þarf að panta tæki, því tækjakostur sjón- varpsins er í rýrasta lagi og margir um að nota hann. Það þarf því að samræma vinnudag- inn, þannig að tækjakosturinn nýtist sem best. Skipulag er því mikið atriði. - Er ef til vill stefnt aðþvíað þátturinn komi á skjáinn oftar en einu sinni í viku? - Já, sú hugmynd hefur komið upp, að hafa þáttinn einnig á dagskrá á sunnudags- kvöldum. Persónulega finnst mér það of mikið. Ég held að dagskrá íslenska sjónvarpsins sé það stutt, að svona þáttur tvisvar í viku yrði allt of áber- andi. Þar að auki yrði hann helmingi fljótari að tæma sig hvað efni varðar. En það ræðst í febrúar, hvort úr þessu verður. - Nú stefnið þið mikið á beinar útsendingar frá „líðandi stundu“. Kemur það ekki niður á efni frá landsbyggðinni? - Jú, það má vera, en ég ætla að reyna að gæta hagsmuna landsbyggðarmanna, sem sann- ur Akureyringur. ( næsta þætti verðum við t.d. með 15 mín- útna prógram frá Akureyri, þar sem við gerum úttekt á Silfur- túnglinu, sem Leikfélag Akur- eyrar er að frumsýna. Við ætl- um að leita liðsinnis hjá Bíla- klúbbnum, til að ná fram þeim tíðaranda, sem ríkti árið 1954, en efni leikritsins er sótt til þess tíma. - Ætlið þið að vinna það efni sjálfir, sem tekið verður úti á landsbyggðinni? - Já, ég býst við því að það verði gert hvað dagskrárgerð varðar, því þá verður sent tæknilið og umsjónarmenn héð- an og það er lögð áhersla á að sama fólkið vinni sem mest saman. Það er hins vegar ekki afráðið hvernig fréttatengt efni verður unnið. - Leikfélag Akureyrar verð- ur ínæstaþætti; eitthvað fleira? - Já, já, en við skulum segja að það sé leyndarmál enn. En við reynum að koma á óvart. Meginstefnan er að grípa „augnablikið". Það er málið. - Pú byrjaðir þína blaða- mennsku á gamla góða Vísi, en fórst með honum inn í DV og undanfarin ár hefur þú verið á Helgarpóstinum. Ertu þá hætt- ur þar? - Ekki alveg, ég ætla að halda tengsluin við blöðin með því að skrifa þar grein og grein. Það er nú einu sinni sinni svo, að þegar maður er búinn að taka þessa bakteríu í sig, þá losnar maður ekki við hana. - Hvað með Akureyringinn í þér, er hann ekkert farinn að biðja um að komast norður? - Jú, mann er farið að langa til að kíkja norður, ekki síst vegna þess að atvinnutækifæri fyrir blaðamenn þar eru orðin mörg og freistandi. Dagur er orðinn til í orðsins fyllstu nierk- ingu og svo eru ljósvakamiðl- arnir allir að færast í aukana. Þar að auki höfðar þessi stærð- argráða af bæjarfélagi til mín. Fjöldinn hér í Reykjavík er ekki það sem hentar mér best; ég vil annað hvort vera í millj- ónaborg eða tiltölulega fá- mennum stöðum. Akureyring- urinn er því við góða heilsu. - Pakka þér fyrir spjallið Sigmundur og gangi ykkur vel með þáttinn. Pú mátt eiga loka- orðin. - Já, þakka þér sömuleiðis. Ég bið kærlega að heilsa í bæinn. -GS . , A>. "iiinTTr Á innin irr rmrmrm [1x1 rm m rm LIIJ rm Frá Menntaskólanum Á Akureyri Innritun í Öldungadeild fyrir vorönn 1986 er á skrif- stofu skólans virka daga frá kl. 8-12 og frá 13-15 fram til 24. janúar. Viö innritun skal greiða innritunar- gjald kr. 3.200. Skólameistari. Auglýsing frá ríkisskattstjóra Vísitala jöfnunarhiutabréfa Samkvæmt ákvæöum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verð- hækkunar í sambandi við úgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1986 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1984 vísitala 953 1. janúar 1985 vísitala 1.109 1. janúar 1986 vísitala 1.527 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavik 2. janúar 1986. Ríkisskattstjóri. Akureyringar - Bæjargestir Komið og njótið góðra veitinga og skemmtunar í nýjum glæsilegum veitingastað. Laugardagskvöldið 18.janúar 1986 bjóðum við upp á: * Forréttir * * Kjötréttir * Graflax meö diilsósu Lambahryggur meö Innbakaöur kræklingur íslenskum fjallajurtum Heilsteiktar naulalundir * Súpur * Bourguingnonnne Lauksúpa meö madeira * Ábætisréttir * og eggjarauöu Fiski- og appelsínusúpa Bláberjafrauöís á rjómaskyri Súkkulaðiterta meö mintuís * Fiskur * Blandaö sjávargratin Lilja Hjaltadóttir og Kristinn Örn Kristinsson leika létt lög fyrir matargesti. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir (aðeins fyrir matargesti) í síma 22200. Stórdansleikur Hinn landskunni Haukur i Morthens og hljómsveit 1 # ásamt hljómsveitinni BöJ!IS leika fyrir dansi til kl. 03.00. Húsið opnað kl. 10.30 fyrir dansgesti. Verið velkomin. HOTEL KEA Borðapantanir teknar í síma 22200. AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.