Dagur - 30.01.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 30.01.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 30. janúar 1986 ALLT SPYR? í fyrravor komu bæklingar í grunn- og framhalds- skóla landsins, þar sem kynnt var ritgerðasam- keppni á vegum Norðurlandaráðs. Bæklingar þessir fengu misjafnar undirtektir eins og oft verður nú með þannig pappírssnepladreifingu og þátttaka nemenda varð heldur dræm. Ritgerðarefnið var: „Hvernig mér finnst að samstarfið á milli Norðurlandanna eigi að vera nú og í framtíðinni af því að...“ Allir unglingar (á aldrinum 14-20 ára) frá Norðurlandaþjóðunum áttu kost á að taka þátt í þessari ritgerðasamkeppni sem haldin var í til- efni af ári æskunnar. Norðurlandaráð valdi tvær verðlaunaritgerðir frá hverju landi og veitti höfundum þeirra verð- laun, - þriggja daga ferð til Lundar í Sviþjóð. Tilgangurinn með þessari ritgerðasamkeppni var að fá mynd af skoðunum og hugmyndum ungs fólks á Norðurlöndunum. Athygli vakti að ritgerðir þeirra sem hlutu verðlaun (alls fimmtán að tölu) áttu flestar það sameiginlegt að fjalla um: Frið í heiminum, kjarnorkulaus Norðurlönd, aukin samskipti milli ungs fólks á Norður- löndunum og að halda Norðurlöndunum áfram hreinum, án mengunar. Valgerður María Gunnarsdóttir var annar ís- lensku verðlaunahafanna í þessari ferð. Hún kom því til Lundar 8. des. þar sem verðlauna- hafarnir komu saman ásamt Norðurlandaráði. ALLT spyr Valgerði nánar út í þessa ferð. - Hvernig leið þér þegar þú fékkst tilkynningu um að þú hefðir hlotið þessi verðlaun? „Ég varð náttúrlega mjög ánægð, gat varla tal- að nógu hratt til þess að segja öllum sem ég þurfti frá þessu." - Hvað var gert á meðan á dvölinni stóð? „Þetta var eiginlega bæði skemmti- og kynn- ingarferð. Þegar við komum var okkur fyrst boðið á mjög fínt hótel. Á því voru 317 herbergi, - og ég lenti náttúrlega á herbergi nr. 317. Fyrsta kvöldið hittust allir þátttakendurnir og fóru á Grand Hotel, þar sem bæjarstjóri Lundar og helstu forsvarsmenn Norðurlandaráðs tóku á móti okkur krökkunum. Á þessu „topp“ hóteli fengum við kvöldmat, en sfðan voru ræðuhöld, - þar sem við áttum m.a. að kynna okkur sjálf. Að lokum fluttu ungl- ingar frá Lundi skemmtiatriði. Næsti dagur hófst með opnun unglingaráð- stefnu f Ráðhúsinu. Svo var Dómkirkjan f Lundi skoðuð. Sfðan um kvöldið var okkur boðið í skóla, á diskótek hjá verslunarnemum. Lokadaginn fórum við svo aftur í sama skól- ann og fylgdumst með kennslustund hjá versl- unarnemunum. Það kvöld buðu þeir okkur á mjög eftirminnilega Lúsfuhátfð hjá sér. Einnig lá leið okkar í sænska sjónvarpið, þar fengum við ofurlitla nasasjón af kvikmyndagerð. Og auðvitað skeði margt fleira skemmtilegt á þessum þremur dögurn." - Skiptu fjölmiðlar sér eitthvað af þessum viðburði? „Já, til dæmis kom þetta í útvarpsfréttum hér og ritgerðin mfn var birt f Degi ásamt smá umfjöllun." Nokkrir krakkar úr hópnum fóru f unglingaþátt í danska útvarpinu og svo voru Ifka einhver skrif um okkur f sænsku blöðunum. Loks má nefna að allan tfmann fylgdu okkur videóupptökumenn. Það verður gerð kennslu- mynd um þetta sem nota á í grunnskólum lands- ins til kennslu og kynningar um norræna sam- vinnu.“ - Hvað fannst þér athyglisverðast f ferðinni? „Það var eiginlega athyglisverðast hvað annar grænlenski þátttakandinn þurfti að leggja mikið á sig til þess að komast til Lundar. Þetta er tvftug stelpa sem býr mjög afskekkt, hún hafði aldrei komist út fyrir heimabyggðina og talar bara grænlensku. Hún þurfti að leggja af stað 20. nóvember og ferðast með mörgum og misjöfnum farartækj- um; hundasleða, skfðum, ferju, þyrlu, smábát, flugvél, lest, rútu og leigubfl (fótgangandi) - áður en hún komst á leiðarenda. Svo fór hún beint heim eftir þessa þrjá daga en bjóst ekki við að ná þangað fyrr en 23. des.“ - Eitthvað að lokum? „Það sem er það besta við svona ferðir er hvað maður kynnist mörgum og vináttan sem skapast. Ég skrifast t.d. á við marga af krökkunum sem tóku þátt í þessu." Arnar Stefánsson. Skíðaíþróttin á sér langa sögu, að minnsta kosti hér á íslandi. Þó að það hafi líklega ekki verið flokkað undir íþrótt þegar fræknir forfeður okkar urðu að ferðast yfir holt og hæðir á tunnustöfum - oft með ísbirni á hælunum. Skíðaíþróttin, eins og hún er í dag, er mjög holl íþrótt sem gam- an er að stunda, sé góðum tök- um náð á henni. Það er þó sorg- legt til þess að hugsa hve pen- ingar hafa mikið að segja í þeim efnum sem annars staðar. Við íslendingar viljum ekki vera eftirbátar nágrannaþjóð- anna á þessu sviði frekar en öðrum, - við höfum komið okkur upp ágætum aðbúnaði og sí- batnandi aðstöðu. Þó erum við ekki komin svo langt í þróuninni að það sé jafn dýrt að fara á skíði hér sem er- lendis. Skíðaævintýri almennings í velferðarþjóðfélaginu, hefst oft á skíðanámskeiði um fimm ára aldur. Þá er farið í togbrautina og sagðar sögur þegar heim kemur. Um 7-9 ára aldurinn (ef ekki fyrr) þarf svo að endurnýja skíða- útbúnaðinn, og helst kaupa árs- kort eins og Siggi bróðir á, því þá er farið í stólalyftuna. Síðan þegar „erfiði" aldurinn tekur við dugir ekkert drasl lengur. Þá verður allt að vera í tipp topp standi; erfiðustu skíða- brautirnar á svæðinu eru vinsæl- ar og farið er að stunda skíði á kvöldin (sé þess kostur). Ekki má gleyma keppnisandanum sem grípur oft um sig. Á miðjum aldri hefur margt breyst, og margir jafnaldrar misst skíðaáhugann. - Þá þarf að hjálpa afkomendunum út í skíða- ævintýrið. Þegar efri árin nálgast, fer skíðaferðunum nú heldur að fækka, en mesta áherslan lögð á gönguskíðin. Minningarnar spila þá oft stóran þátt í skíða- mennskunni. Auðvitað eru einhverjir sem ekkert kannast við þetta skíða- ævintýri - áhugamál þeirra hafa verið önnur. Dag einn „þegar sólin skein í heiði, en kalt reyndist þegar út kom“ lá leið blaðamanna Dags upp í Hlíðarfjall. Ætlunin var Unnur Guðmundsdóttir og Linda Gunnarsdóttir. Kristján Þorvaldsson var á fullu með skíðanámskeið í námunda við togbrautina. Nemendur hans virtust mér flestir vera á bilinu 5- 10 ára, - en þó aldurinn væri ekki hár létu þeir kuldann ekki á sig fá. Við röbbuðum við Kristján um skíðanámskeiðin o.fl. - Hvenær byrjaðir þú skfða- feril þinn? „Ja, ætli það hafi ekki verið þegar ég var svona 4-5 ára.“ - Þarf að hafa einhver sérstök réttindi til þess að mega stunda skfðakennslu? „Ja, við þurfum að hafa sótt námskeið hjá öðrum sem hafa lært erlendis." - Hvað kostar að fara á skíða- námskeið í dag? „Það kostar 870 kr. á þau námskeið sem eru milli kl. 2-4 á daginn. En 1.250 á þau sem eru frá 5-7 og 7-9 síðdegis. Seinni námskeiðin eru höfð dýrari til þess að aðsóknin sé jafnari." - Hvernig hefur aösóknin á þessi námskeið verið? „Hún hefur verið ágæt, þó ekki eins mikil og áður, - mætti vera meiri." - Hvaða aldurshópar sækja þessi námskeið helst? „Fólk á öllum aldri, allt frá fimm ára til sextugs." - Að lokum, ertu ánægður með þau námskeið sem haldin hafa verið í vetur? „Þau eru nú fyrst að fara í gang núna, þetta er annar dagur- inn sem haldið er námskeið. Við höfum ekki byrjað fyrr vegna veðurs." Að lokum tókum við viðtal við Ivar Sigmundsson, - á milli þess sem spurt var eftir honum í símann. Á meðan við biðum eftir ívari bauð hann okkur upp á ágætis kaffi ásamt „Hófíbökum" (bakað- ar á staðnum og skírðar í höfuðið á bakara). Þarna var Stefán Ásgrímsson einnig staddur, - en hann er bú- settur í Þýskalandi og vel kunn- ugur skíðamáium þar um slóðir. - Hvaða starfi gegnir þú hér á staðnum, Ivar? „Ég er „skálavörður", veiti staðnum forstöðu og sé um rekstur á öllu sem viðkemur svæðinu." - Hvernig hefur reksturinn gengið í vetur? „Vel, þó er hápunkturinn ekki fyrr en um páska. Við byrjum venjulega fyrir áramót, en í vetur var það ekki hægt vegna snjó- leysis." - Hvernig er aðstaða hér til skíðaiðkana? „Þetta er langbesta skíða- svæði á landinu frá náttúrunnar hendi, og einnig gott miðað við það sem gerist erlendis." - Borgar þessi rekstur sig? „Nei, bærinn á og rekur allt saman. Þetta er eitt af því sem nauðsyn er að hafa." - Hvað kostar að fara á skíði í dag? „Þetta er tiltölulega dýrt sþort, en þó ekki eins dýrt og erlendis, við erum á eftir tímanum. Til dæmis kostar einn dagur í lyft- urnar fyrir fullorðinn hér 260 kr., í Kristján Þorvaldsson, þjálfari. Reykjavík 300 kr. en erlendis á bilinu 500-700 kr.“ - Stundar þú skiðin eitthvað sjálfur? „Já, ég hef stundað skíði frá því ég var fimm ára.“ - Verða einhverjar breytingar á skíðalyftunum á næstunni? „Það á að byggja nýja lyftu sem verður tilbúin næsta haust. Þá munu afköstin aukast um helming. Nýja lyftan kemur í stað Stromplyftunnar sem verður færð og höfð samsíða stólalyft- unni.“ - Hvenær hófst starfsemin hér? „Árið 1962 var þetta hús opnað, en ’57 var fyrsta lands- mótið haldið. Framan af var aðeins farið hingað upp eftir um helgar, og þá var það einungis keppnisfólk sem fór á skíði. Það var ekki fyrr en mikið seinna sem allur almenningur fór að fara hér á skiði. Einnig má bæta því við að fyrsta skíðakennaranámskeiðið sem haldið var á íslandi var hald- ið hér.“ - Er mikið um að hingað komi skíðahópar? „Já, það er mjög mikið um það. Það hefur ekki verið jafn mikill snjór og nú í um þrjú ár, - Þetta hefur hreinlega frést því eftirspurnin ér mjög mikil.“ - Hvernig fólk er það helst sem kemur í þessum hópum? „Þetta er mest skólafólk, yfir- leitt á aldrinum 14-15 ára. Það dvelur venjulega hér í þrjá daga.“ - Hvað geta margir hótelgest- ir dvalið hér í einu? „Það er svefnpokapláss hér fyrir um 60-70 manns (bara spurningin um hvað fólk vill liggja þétt). Einu sinni kom hingað hópur frá starfsstúlknafélaginu Sókn, i honum voru 90 kerlingar, það er mesti fjöldi sem gist hefur í einu.“ Bergur Bragason. EKKI að fara á skiði, heldur að ná tali af nokkrum ungmennum, ásamt því að spjalla við for- stöðumann og þjálfara. Viðtölin fara hér á eftir. Skemmtilegast að fara á skíði á kvöldin Arnar Stefánsson var rétt kominn á skíðin og ætlaði að fara að skella sér í lyftuna, þegar við náðum tali af honum. - Er þetta fyrsti dagurinn þinn hér í vetur? „Já, ég var að kaupa mér nýja skó og svona.“ - Hefurðu stundað skíðin lengi? „Ég hef farið svona nokkrum sinnum á hverjum vetri." - Er ekki dýrt að fara á skíði í dag? „Jú, mér finnst það dýrt.“ - Hvernig er skíðafærið núna? „Það er fínt veður, en vont færi því það er svo mikið harðfenni." - í hvaða lyftu ferðu mest? „Strýtuna." - Ertu góður á skíöum? „Ég er ekkert spes, - ágætur." - Hefurðu einhvern tíma farið á skíði á kvöldin? „Ég hef ekki farið í vetur, en ég fór í fyrravetur. Það er skemmti- legast að fara á skíði á kvöldin.” - Að lokum, hvers vegna vel- ur þú skíðaíþróttina? „Vegna þess að það er skemmtilegast að fara á skíði, - vera úti og svona.“ Fer sjaldan á skíði Bergur Bragason stóð sig með ágætum á námskeiðinu hjá Krist- jáni. Við tókum stutt viðtal við Berg, þótt kuldinn væri agalegur. - Ferðu oft á skíði? „Nei, sjaldan." - Er gaman á skíðum? „Já.“ - Finnst þér þú hafa lært mik- ið á þessu námskeiði? „Nei, ekki ennþá, ég er bara búinn að fara eina ferð.“ Förum eins oft á skíði og við getum Linda Gunnarsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir voru á leið inn í skíðaskálann að fá sér hress- ingu. Við spurðum þær út í skíðamennskuna. - Hvers vegna verður skfða- íþróttin fyrir valinu? „Það er gaman að fara á skíði.“ - Farið þið oft á skíði? „Maður fer eins oft og maður getur.“ - Finnst ykkur þetta dýrt sport? „Já, frekar." - Eruð þið orðnar góðar á skíðum? „Ja, við erum svona eins og flestir aðrir.” - Hafið þið eitthvað æft á skíðum undanfarið? „Nei.“ - Þið hafið þá ekki kepþt? „Nei, við ætlum ekki að keppa." - Eruð þið búnar að koma ykkur uþp góðum útbúnaði? „Sæmilegum, - hann mætti vera betri." - Hvenær farið þið helst á skíði? „Um helgar, eða þegar skólinn er búinn.“ - Að lokum, stundið þið ein- hverjar aðrar íþróttir? „Nei." var Sigmundsson, skálavörður. - Hvernig er það á sumrin, fellur starfsemin hér ekki alveg niður? „Á sumrin vinnum við að endurbótum og við nýbyggingar fyrir næsta vetur.“ - Eitthvað að lokum? „Ég vil bæta því hér við að það eru allir velkomnir á skíðanám- skeiðin hjá okkur, enginn er of gamall. - Skíðakennararnir eru alveg rosalega sætir!“ 30. janúar 1986 - DAGUR - 7 purning vikunnac_______________ Hvernig líkar þér svæðisútvarpið á Akureyri? Björn Kristjánsson: „Mér líkar svæðisútvarpið vel, það verð ég að segja. Frétta- pistillinn er góður. Það mætti spyrja menn meira sem eru í at- vinnulífinu. Að öðru leyti er ég ánægður. Ég vil ekki gera stór- vægilegar breytingar á því. Best er að leyfa því að slíta barnsskónum áður en farið er í miklar breytingar.” ð « Haukur Tryggvason: „Mér finnst það þokkalegt, en full langdregið. Það mætti vera styttra og minna gert af því að teygja þættina eins og gert er. Ég hlusta ekki mikið á það því mér þykir það ekki spennandi. Útsendingartími fyrir breytingu þótti mér betri. Auk þess þótti mér þátturinn þá betri í heild. Mér þykir slæmt að missa Rás 2 klukkan 5. Það eru oft góðir þættir þar sem ég hefði heldur viljað hiusta á. Ef mér líkar ekki útvarpið, þá slekk ég á því.“ Hallgrímur Indriðason: „Ég hlusta lítið á það. Það er yfirleitt á þeim tíma sem ég er upptekinn. Það sem ég hef heyrt er fróðlegt og áheyrilegt. Sama má segja um þá þætti RÚVAK sem sendir eru um Rás 1. Þeir eru bæði fróðlegir og skemmtilegir. Það hlýtur að vera erfitt að reka fréttaútvarp sem í senn á að vera bráðfynd- ið og menningarlegt. Ég gæti hugsað mér útsendingar um helgar með léttu skemmtiefni. Það gæti orðið vinsælt." Marína Sigurgeirsdóttir: „Ég er varla dómbær, því ég hlusta það lítið á það. En það sem ég hef heyrt líkar mér vel. Mér þykir gott að fá fréttir úr héraði og af Akureyri. Einnig þykir mér gaman að heyra í krökkunum úr Menntaskólan- um, því ég var í þeim skóla sjálf. Það verður að segjast eins og er að ég hlusta ekki mikið á það.“ Jóhann Ólafsson: „Það sem ég hef heyrt líkar mér vel. Mér finnst það tengja hér- aðið betur saman en áður með þeim fréttum sem berast frá hinum ýmsu stöðum. Það er gott að fá fréttir úr nálægum byggðarlögum, fréttir af færð og fleira. Efnið er fjölbreytt og vandað að mínu viti. Þó mætti vera fjölbreyttari tónlist en nú er. Það skal tekið fram að ég heyri útvarpið ekki alltaf.”

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.