Dagur - 11.02.1986, Síða 1

Dagur - 11.02.1986, Síða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 11. febrúar 1986 28. tölublað k Filman þín áskiliöþaö besta! r FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 ■ Pósthólf 198 f/Y/A Iffl/. f/>///7/ ////rfw/Æw// gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tiibúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Kennarar: Einhu um harðari aðgerðir - ef þessar duga ekki Engin kennsla var í grunnskól- um á Norðurlandi eystra í gær. Kennarar notuðu daginn til að funda um kjaramál sín. Til þessara aðgerða var gripið til að þrýsta á að stjórnvöld leið- rétti þann 5% mun sem er á laun- um kennara innan HÍK annars vegar og KÍ hins vegar. Ekkert var heldur kennt í grunnskólum á Vesturlandi í gær. í dag verður engin kennsla í Reykjavík og á Vestfjörðum og á morgun og hinn grípa kennarar annars stað- ar á landinu til hliðstæðra að- gerða ef „stjórnvöld sjá ekki að sér“, eins og einn kennarinn orð- aði það. Fundir voru haldnir í flestum skólum á Norðurlandi eystra og Vesturlandi í gær og ríkti mikill einhugur meðal kennara. Harð- orðar ályktanir voru samdar þar sem fram kom að kennarar lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisvald- inu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í launamálum kennara og þeirrar röskunar sem verður á skólahaldi af þeim sökum. Kenn- fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji ekki semja við kennara nema sem eina heild. Kennarafélögin eru hins vegar tvö, HÍK og KÍ og er sameining þeirra ekki á dagskrá fyrr en á miðju næsta ári. Kennarar vilja ekki leggja út í kjarasamninga fyrr en allir sitja við sama borð og telja þessar aðgerðir nú ekki snú- ast um launahækkun heldur sjálf- sagða leiðréttingu. BB. í Gagnfræðaskólanum funduðu kennarar eins og í öðrum skólum. Mynd: KGA Vandræðaástand í Síðuskóla: Ríkissjóður skuldar Bæjar- sjóði 30 milljónir! -vegna bygginga grunnskóla á Akureyri sl. 15 ár arar telja að ítrekuð svik á lof- orðum um jöfnun þessa launa- mismunar hafi neytt þá til að grípa til harðra aðgerða. Rætt var um hvað gera ætti ef þessar aðgerðir dygðu ekki til. Ýmsar tillögur voru ræddar svo sem frekari niðurfelling kennslu á næstu vikum, fjöldauppsagnir og „veikindaforföll“ í anda flugum- ferðarstjóra. Engin ákvörðun var tekin og ætla kennarar að sjá til hvað gerist í þessari viku. Fjármálaráðuneytið hefur ekki sýnt nein viðbrögð við þessum aðgerðum. Þorsteinn Pálsson „Miðað við óbreytt húsnæði hér í Síðuskóla frá því sem nú er, þá verður það mjög hæpið að við getum haft hér kennslu í 0.-6. bekk næsta vetur, m.a. vegna þess að sá hópur sem nú er í forskóladeild er mun stærri en aðrir árgangar og mun stærri en sá hópur sem er í 6. bekk og gengur út,“ sagði Ingólfur Armannsson skólastjóri í Síðuskóla í samtali við Dag í gær. Á fundi Skólanefndar Akur- eyrar fyrir skömmu var kynnt bréf sem sent var fjárveitinga- nefnd Alþingis vegna fjárveitinga til nýframkvæmda, en þar sagði: „Samkvæmt áætlun um upp- gjör milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytis virðist Rfkissjóður skulda Bæjarsjóðl um 30 milljónir króna vegna bygginga grunnskóla undanfarin 15 ár. í fjárlögum ársins 1986, sem nú eru til meðferðar á Al- þingi, er gert ráð fyrir að veita fjórar milljónir króna til smíði grunnskóla á Akureyri. Verði öðrum áfanga hins nýja Síðuskóla ekki lokið að fullu fyrir 1. september 1986 er ekki unnt að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 7-16 ára á Akureyri næsta skólaár, sbr. 1. grein laga um grunnskóla. . .“ Ingólfur Ármannsson sagði að ekki væri vitað með vissu hvað forskólahópurinn næsta vetur verður stór en miðað við þær töl- ur sem nú eru fyrir hendi þá má búast við að um stóran árgang verði að ræða. „Hér eru nýttar allar kompur og vel það og við þurfum a.m.k. eina skólastofu í Aukin miðstýring fjármagns - segja menn um aukna bindiskyldu hjá lífeyrissjóðunum Hugmyndir þær sem Guö- mundur J. Guðmundsson nánast hótaði landsmönnum með í sjónvarpsfréttum á sunnudagskvöld, um að stór- auka bindiskyldu lífeyrissjóð- anna þannig að þeir hætti að lána einstökum félagsmönn- um en leggi þess í stað stærst- an hluta ráðstöfunarfjár í byggingalánasjóðina í Reykja- vík, hafa farið mjög fyrir brjóstið á mönnum. Við- kvæðið er gjarnan það, að þetta sé aðeins ein leiðin enn til að soga fjármagn til höfuð- borgarsvæðisins og miðstýr- ingarinnar þar. „Vei sé þeim sem eru á mót: þessu,“ sagði Guðmundur áðumefndu sjónvarpsviðtali. Þessar hugmyndir eru á um- ræðustigi í nefnd aðila vinnu- markaðarins um húsnæðismál. Þær snúast um það að lífeyris- sjóðirnir verði skyldaðir til að leggja 70% ráðstöfunarfjár síns í byggingalánasjóðina í stað 40% sem nú er farið fram á. Þetta þýðir að t.d. lífeyrissjóðir í Eyjafirði hafa ekki lengur ráð- stöfunarrétt yfir því fé sem fé- lagar í þeim hafa lagt í þá. Margir telja að með þessum fjármagnsflutningi sé verið að bjarga byggingariðnaðinum í Reykjavík. Pað muni skapa þenslu þar með ófyrirsjáanlcg- í um afleiðingum m.a. þeim að nýbyggingar verði nær eingöngu á höfuðborgarsvæðinu en legg- ist nær af á landsbyggðinni. Auk þess muni viðskiptavinir. lánastofnana út um land, fyrir- tæki og einstaklingar, ekki njóta góðs af geymslufé þvf sem lífeyrissjóðirnir hafa gjarnan ávaxtað heim á stöðunum. Sem dæmi um það hversu mikla fjármuni um er að ræða má geta þess að ráðstöfunarfé Sameiningar var um 52 millj. kr. á síðasta ári, lífeyrissjóðs KEA um 50 millj., lífeyrissjóðs verksmiðja SÍS um 25 millj. og lífeyrissjóðs starfsmanna Akur- eyrarbæjar 13-14 milljónir króna. Með ráðstöfunarfé er átt við iðgjöld og endurgreiðslur af lánum að frádregnum lífeyris- greiðslum. Samtais er hér um að ræða 140 milljónir króna. Hingað til hefur 40% bindi- skyldan þýtt 56 milljónir króna, en ef þessar hugmyndir verða að veruleika fara 98 milljónir króna frá launþegum í þessum fjórum lífeyrissjóðum við Eyjafjörð beint til Húsnæðis- stofnunar í Reykjavík. Pening- arnir hverfa af svæðinu og verða að líkindum notaðir til að fjár- magna húsbyggingar í Reykja- vík og nágrannabyggðum að stærstum hluta. Sjá nánar bls. 3 og leiðara bls. 2. viðbót næsta vetur miðað við óbreytt ástand." sagði Ingólfur. ______________________gk^_ Sviptingar í bæjarstjórn? Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1986 verð- ur tekin til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag. Fjárhagsáætlunin hefur tekið nokkrum breytingum í meðför- um bæjarráðs og náðist góð samstaða þar um breytingarnar. Dagur hefur þó fregnað að lík- legt sé að upp komi ágreiningur á bæjarstjórnarfundinum í dag vegna hugmynda sjálfstæðis- manna um niðurskurð á fram- kvæmdaáætlun Vatnsveitu Akur- eyrar. Á fjárhagsáætluninni eins og hún er nú er gert ráð fyrir að hafnar verði framkvæmdir við byggingu geymslutanks fyrir vatnsveituna, sem alls á að kosta um 25 milljónir króna. Við fyrri umræðu var áætlað að veita 15 milljónum króna til þessara fram- kvæmda í ár, en sjálfstæðisménn vilja nota fjármagnið til annarra hluta, m.a. til framkvæmda í Dvalarheimilinu Hlíð. Fulltrúar Kvennaframboðsins munu vera hlynntir þessum hugmyndum sjálfstæðismanna. Pví er allt eins líklegt að sviptingasamt verði á bæjarstjórnarfundi í dag þegar fjárhagsáætlunin verður tekin til afgreiðslu. BB.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.