Dagur - 11.02.1986, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 11. febrúar 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR, 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
-viðtal dagsins______________________
Langaði mest að
skrifa þegar ég
hafði ekki tök á því
- segir Magnea Magnúsdóttir frá Kieifum,
en bækur hennar um strákinn Tobías hafa verið tilnefndar
til barnabókaverðlauna Félags norrænna skólasafnvarða
leiðari.__________________________
Vei þessum
hugmyndum
„Vei þeim sem verða á móti þessu,“ sagði
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður
verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar, í sjónvarps-
viðtali um helgina. Hann hafði þá kynnt hug-
myndir húsnæðisnefndar aðila vinnumarkað-
arins um að lífeyrissjóðirnir hættu að lána fé
til félaga sinna, en legðu þess í stað alla sína
sjóði í byggingasjóð ríkisins. Húsnæðisstofn-
un er svo ætlað að lána þetta fé aftur eftir
kúnstarinnar reglum.
Þrátt fyrir áhrínsorð Guðmundar Jaka mun
Dagur verða á móti þessum hugmyndum og
svo mun vafalaust verða um landsbyggðarfólk
almennt - einnig verkalýðsforystuna á lands-
byggðinni, því ella svíkur hún sitt fólk. Ýmsar
ástæður eru til þess að vera á móti þessum
gerræðishugmyndum en sú helst, að með
þessu er endanlega verið að koma miðstýr-
ingu yfir allt fjármagn í landinu. Fyrst skal
fjármagnið dregið til Reykjavíkur og síðan út-
hlutað eftir einhverjum ölmusureglum.
Talað er um að með þessu geti Húsnæðis-
stofnun lánað allt að 70% af byggingarverði
íbúða. Það er út af fyrir sig gott, en menn
skyldu muna það, að peningar lífeyrissjóð-
anna vaxa ekkert hraðar í Reykjavík. Nær allir
einstaklingar sem taka lífeyrissjóðslán nota
þau til fjármögnunar á húsnæði. Þau lán
ásamt húsnæðislánum verða ekkert hærri við
það eitt að fara í gegnum úthlutunarkerfi
miðstýringarinnar í Reykjavík. Hins vegar er
veruleg hætta samfara þessum hugmyndum.
Það er staðfest að kreppa í byggingariðn-
aði kemur fyrst niður á landsbyggðinni en
batinn kemur á hinn bóginn fyrst fram á
höfuðborgarsvæðinu. Með því að senda allt
fjármagn lífeyrissjóðanna til Reykjavíkur er
nánast verið að tryggja það að nýbyggingar
á landsbyggðinni verði engar. Ef þenslu-
markaðurinn í Reykjavík kemur höndum yfir
það fé sem fólkið úti á landi hefur lagt í líf-
eyrissjóði sína er næsta víst að það sér þá
aldrei aftur. Auk þess verða lánastofnanir á
landsbyggðinni af töluverðum fjárhæðum
sem verkalýðsfélögin hafa haft þar inni, fyrir-
tækjum og íbúum staðanna til ráðstöfunar.
Ef hugmyndir Guðmundar J. Guðmunds-
sonar og hans nóta verða að veruleika hefst
svo stórkostlegur fjármagnsflutningur frá
landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins að
ekki verður til jafnað og er þó af nógu að taka.
Vei þessum hugmyndum.
„Það er ekki svo auðvelt að
tímasetja það hvenær maður
byrjar að skrifa. Það er annað
hvenær maður sýnir það sem
skrifað hefur verið. En ég hef
alltaf haft gaman af því að
skrifa og gerði mikið af því að
skrifa sendibréf og stíla.“
Þetta sagði Magnea Magnús-
dóttir, betur þekkt sem
Magnea frá Kleifum.
Félag skólasafnvarða hefur til-
nefnt Tobíasar-bækur Magneu
frá Kleifum til barnabókaverð-
launa Félags norrænna skólasafn-
varða. Þetta eru einu norrænu
barnabókaverðlaunin sem veitt
eru. Þetta eru heiðurslaun og til
þess ætluð að örva og stuðla að
aukinni útgáfu og umræðu um
barnabókina.
Magnea er fædd á Kleifum í
Kaldbaksvík í Strandasýslu árið
1930. Að Drangsnesi flutti hún
árið 1945 og bjó þar í fjögur ár.
Var í kaupavinnu og skóla, en
flutti árið 1950 hingað í Eyja-
fjörðinn. Að Rauðhúsum í Eyja-
firði bjó Magnea í átta ár, en hef-
ur átt heima á Akureyri frá því
hún flutti þaðan.
Magnea hefur skrifað þrettán
bækur og kom sú fyrsta, Karlsen
stýrimaður út árið 1962. Hin síð-
ari ár hefur Magnea einkum
skrifað barnabækur. Stefnubreyt-
ing?
„Það var bara þannig áður að
það var auðveldara að fá útgefn-
ar bækur skrifaðar fyrir full-
orðna. Reyndar er það ennþá
ekki of auðvelt að fá útgefnar
barnabækur. En ég hef aldrei
baslað mikið í því að fá mínar
bækur útgefnar. Lagði inn hand-
rit og beið svo bara, stundum
komu bækurnar út sama árið,
stundum ekki. Ég hef aldrei verið
dugleg við að koma mér á fram-
færi. Jú, ég býst við ég hefði
hugsað öðruvísi hefði ég verið
karlmaður. Ég hefði að minnsta
kosti viljað fá það á hreint hvort
bækurnar yrðu yfirleitt gefnar út.
Það þarf dálítið sjálfsálit,
menn verða að vita eða halda að
það sem þeir eru að skrifa sé eitt-
hvað merkilegt. En það hefur
mér aldrei dottið í hug með mín-
ar bækur. Jú, jú, þær hafa verið
töluvert vinsælar og fyrsta bókin
mín sem gefin var út hjá Iðunni
seldist upp, en það var Krakkarn-
ir í Krummavík.“
- Eru bækur þínar sannsögu-
legar, byggðar á minningum?
„Minningarnar hljóta alltaf að
koma við sögu. Menn skrifa ekki
um hluti sem þeir ekki þekkja.
En bækur mínar eru ekki sann-
sögulegar. Hins vegar sé ég oft
eftir á að umhverfi bókanna er
keimlíkt því á Ströndunum. Ég
lendi oft í Strandasýslunni.“
- Hvernig tilfinning var það að
vera tilnefnd til þessara verð-
launa?
„Ég er ekki búin að átta mig á
Magnea frá Kleifum: „Hef aldrei verið dugleg við að koma mér á framfæri.“
Mynd: KGA.
þessu ennþá. Þetta kom svo
óvænt. En óneitanlega er þetta
gaman, mikil hvatning og viður-
kenning fyrir mig. Að einhver
skuli skilja hvað ég er að reyna
að segja.“
- Segðu okkur aðeins af Tobí-
asi?
„Tobías er fatlaður, annar fót-
ur hans er styttri en hinn og það
veldur honum margs konar hug-
arangri. Hann er dálítið huglaus
og verður undir. Hann er ein-
birni, foreldrar hans eru ágætir,
en samt sem áður fer Tobías dá-
lítið í taugarnar á þeim. Þau gefa
sér ekki nógan tíma fyrir hann og
hann lifir í sínum eigin heimi.
Pabbi hans sem er kennari er í
rauninni hundleiður á hávaðan-
um í krökkunum sem hann
kennir. Samt vildi hann að Tobí-
as væri öðruvísi, stór og sterkur,
eins og honum finnst að hann
sjálfur hafi verið sem strákur.
Tobías heyrir einhvern tíma á
tal foreldra sinna þar sem
mamma hans er að segja að
henni hafi gefist kostur á að fara
til útlanda að læra meira. En þá
kemur upp sú spurning, hvað eigi
að gera við Tobías. Tobíasi finnst
því sem hann eigi sök á því að
hún komist ekki út og hann upp-
lifir sjálfan sig sem sökudólg. Ég
læt hann hafa svipaða tilfinningu
og ég held að skilnaðarbörn hafi
oft. Þau halda að allt sé þeim að
kenna.“
- Að lokum, Magnea. Hefur
þú alltaf nógan tíma til að skrifa?
„Ég hef alltaf unnið úti og oft
allan daginn. Ég á fimm börn,
þau eru uppkomin núna, en á
meðan þau voru minni skrifaði ég
helst á kvöldin og næturnar. Mig
langaði mest til að skrifa þegar ég
hafði ekki tök á því vegna anna
á heimilinu. Stundum gat ég
skrifað nótt eftir nótt. Mér fannst
alltaf og finnst raunar enn að ég
sé að stela tíma þegar ég sit við
skriftir. Ég veit að málin hefðu
horft öðruvísi við ef ég hefði ver-
ið karlmaður. Karlar taka sér
tíma fyrir sín áhugamál þeir
heimta - eða biðja um frið og fá
hann. Málið horfir öðruvísi við
húsmóður með fimm börn. Þá er
ekki svo auðvelt að fá næði til að
setjast við skriftir - nema þá á
nóttinni, það er oft eini tíminn
sem þeim finnst þær eigi sjálfar."
-mþþ