Dagur - 11.02.1986, Page 5
11. febrúar 1986 - DAGUR - 5
Jú þetta eru þeir sjálfir, hinir einu og sönnu Hljómar.
Björgvin Halldórsson. Haldið þið
það séu tilþrif?!!!
Góðir listamenn eiga það til
að hafa töluverð áhrif á samtíð
sína og seinni tíma. Hafi þeir
engin áhrif, þá eru þeir ein-
faldlega ekki nógu góðir. Og
það er víst engum blöðum um
það að fletta að sá tónlistar-
maður íslenskur sem hefur
haft mest áhrif á músíkmenn-
ingu okkar íslendinga síðustu
tvo áratugina er Gunnar Þórð-
arson.
Eiríkur Hauksson, toppurinn i dag.
Hann heillaði alla upp úr sætunum
með „Gaggó West“ og fleiri góðum
„smellum“.
Helga Möller fer á kostum og slær
ekkert af.
. . . og hver man ekki eftir
„Ðe Lónlí Blú Bojs“
- Er ég kem heim í Búðardal . .
Pálmi Gunnarsson. Maður
kvöldsins, að Gunnari undanskild-
um, að mati undirritaðs og þessi frá-
bæri söngvari fór hreinlega á
kostum.
Gunnar Þórðarson er ekki aðeins fjölhæft tónskáld og mikilhæfur
útsetjari með persónulegan stð, heldur er hann afkastamesta tón-
skáld sem uppi hefur verið á íslandi. Og þótt ísland sé ekki fjöl-
mennt land, hafa hljómplötur með verkum hans selst í heilli milljón
eintaka, eða því sem næst, en það hlýtur að teljast ótrúlegt afrek
hérna norður á hjara veraldar.
Undanfarin misserihefur Gunnar verið stjórnandi og útsctjari stór-
hljómsveitarinnar hér á Broadway. Það er mjög krefjandi starf og
hentar ekki nerna afburðamönnum. En á hinn bóginn má segja að
viðaminna starf hentaði honum ekki.
Gunnar er einfaldlega þannig gerður að hann verður að vinna að
verkefnum sem gera miklar kröfur til hans. Á vegum Broadway
hefur hann meðal annars sett upp Bítlahátíð, Rokkhátíðina 1984,
skemmtidagskrár af ýmsu tagi og ýmislegt annað.
Það er hcldur ekkert smáverkefni sem Gunnari hefur verið falið að
stjórna fyrir Broadway í þetta sinn: Það er hvorki meira né minna
en Söngbók Gunnars Þórðarsonar!
Þeim leiðist greinilega ekki gömlu „Keflavíkurbítlunum“ Gunnari og Rúnari Júlíussyni.
ír
\
Bændur ★ Búalíð ^ Bæjarbúar
Skinnasýning
á vegum Loðdýraræktarfélags Eyjafjarðar verður
haldin að Hótel KEA sunnudaginn 16. febrúar 1986
frá kl. 10.00-15.00.
Happdrætti verður í gangi og úrvals blárefaskinn í
vinning.
Komið og sjáið sýnishorn af framleiðslu eyfiskra loð-
dýrabænda.
Nefndin.
Fyrirtæki! Félög!
Húsnæði til leigu
Til leigu er húsnæði, hentugt fyrir skrifstofur og fé-
lagsstarfsemi að Ráðhústorgi 3, 3. hæð samtals um
95 fm. Húsnæðið skiptist í 4 herbergi, 25,8 fm, 18,2
fm, 14,0 fm og 10,3 fm ásamt göngum, snyrtingu og
geymslu.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Trésmiðafélags
Akureyrar og Lífeyrissjóðs trésmiða Alþýðuhúsinu
Skipagötu 14 sími 22890.
Lausar stöður
Við embætti bæjarfógetans á Akureyri eru eftir-
taldar stöður lausar til umsóknar:
1. Staða fulltrúa (tollafgreiðsla).
2. Staða skrifstofumanns. Um er að ræða
hálfsdags starf.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf óskast sendar undirritaðum fyrir 8.
mars n.k.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
8. febrúar 1986.
Elías I. Elíasson.
EIMSKIP
*
Hf. Eimskipafélag íslands óskar eftir að ráða til
starfa á skrifstofu sína á Akureyri starfsmenn í
eftirfarandi stöður:
Skrifstofustjóra:
Starf skrifstofustjóra felst í aaglegri stjórn á skrifstof-
unni, ásamt almennum skrifstofustörfum er tengjast
afgreiðslu Eimskips á Akureyri og skrifstofunni í
Reykjavík og tengslum við viðskiptavini Eimskips.
Ritara/afgreiðslumanns:
Starf ritara felst í allri almennri skrifstofuvinnu á
vinnustað þar sem þarf að framkvæma hin ólíkleg-
ustu verkefni af samviskusemi og nákvæmni.
Við leitum að starfsmönnum:
- Til framtíðarstarfa
- Með góða menntun og reynslu af sambæri-
leg um störfum
- Með góAa tungumálakunnáttu
- Með frumkvæði og vilja til þess að tileinka sér
ný og sérhæfð vinnubrögð
- Með trausta og góða framkomu og áhuga á
samskiptum við annað fólk.
Við bjóðum góðar vinnuaðstæður hjá traustu fyrir-
tæki. Ofangreindir starfsmenn munu þurfa að sækja
tímabundið starfsnám til Reykjavíkur á aðalskrif-
stofu Eimskips.
Umsóknareyðublöðjiggja frammi á skrifstofu Eim-
skips, Strandgötu, Akureyri, og skal umsóknum skil-
að fyrir 18. febrúar n.k. á sama stað.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Eimskips
í síma 91-27100, ámilli kl. 10.00 og 12.00 daglega.
STARFSMANNAHALD.