Dagur - 11.02.1986, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 11. febrúar 1986
Blaöamaður Dags kynnir sér starf
mjólkurbílstjóra í einn dag:
Mjólkurbfllinn, hann kemst allt, virðast sumir bændur
hugsa,“ segir Ari.
Þá er það bókhaldið. Það þarf að skilja eftir „nótu“ við hvern tank þar sem
Ari kvittar fyrír þá mjólk sem hann hefur tekið.
Fyrr á árum voru mjólkurbílar
helstu flutninga- og samgöngu-
tæki íslcnskra sveita. Mjólkur-
bílstjórar voru sérlegir fulltrú-
ar sveitafólks í kaupstað og
voru gjarna með stóra bók þar
sem þeir skráðu niður þau við-
vik sem þeir höfðu verið beðn-
ir fyrir. Einnig voru á bflunum
hús með sæti fyrir 10 til 12
manns, fyrir framan pallinn
með brúsunum. Ef menn áttu
erindi í kaupstað tóku þeir sér
far með mjólkurbflnum. Nú er
öldin önnur og engum dettur í
hug að fara með mjólkurbíl í
kaupstað og mjólkurbflstjórar
eru hættir að útrétta fyrir
sveitamenn. Undirritaður
ákvað nýlega að kynna sér
vinnudag bílstjóra á nýmóðins
mjólkurbfl og spurði Ara
Árnason, bflstjóra hjá Mjólk-
ursamlagi KEA, hvort hann
mætti ekki fljóta með einn
morguninn. Ari brást vel við,
kvað það sjálfsagt og að ráði
varð að hann myndi koma við
hjá mér klukkan sjö morgun-
inn eftir.
Það orð fer af Ara að hann sé
drífandi við vinnu, enda var hann
kominn klukkan tíu mínútur fyrir
sjö. Ég var samt kominn á fætur
og tilbúinn, þó undarlegt megi
virðast, og við renndum af stað
inn Fjörð. Ari er nýlega byrjaður
að keyra í innsveitir Eyjafjarðar.
Áður sótti hann mjólk í hluta
Öngulsstaðahrepps, út í Höfða-
hverfi og í Fnjóskadalinn. Bíl-
stjórinn sem var á því svæði sem
Ari hefur núna hætti um síðast-
liðin áramót fyrir aldurs sakir og
það varð að ráði að Ari tæki við.
Hinum bílstjórunum þótti þetta
svæði ekki gefa nógu mikla
vinnu, þar sem stóran hluta árs-
ins er hægt að tæma það í einni
ferð og sögðu að þetta væri
„öldungasvæði".
Ari sagði að sér væri alveg
sama, hann væri búinn að járna
hestana og gæti vel hugsað sér að
ríða út seinni part dagsins.
Ari er búinn að keyra mjólk-
urbíl frá því að tankvæðing
komst á, á samlagssvæði KEA en
áður hafði hann verið í suður-
keyrslu. í allt hefur Ari unnið
hjá Bifröst við akstur í 39 ár og er
Jón Jónsson, bóndi á Stekkjarflötum. Sá stutti taldi öruggara aö vera hálfur
á bak við dyrastafinn.
hinn brattasti þó hann segist hafa
sagt við Halldór Karlsson á Bif-
röst að hann væri að verða of
gamall til að stunda akstur milli
Akureyrar og Reykjavíkur
skömmu áður en hann hætti því.
Halldór var fljótur að svara því
að hann skyldi þá bara fara á
mjólkurbíl sem varð svo úr.
Þennan daginn átti Ari að
byrja á að fara inn í Sölvadal en í
leiðinni þangað komum við við í
Gnúpufelli þar sem hann tók
fyrsta mjólkurskammt dagsins.
Næst lá leiðin inn í Sölvadal að
Þormóðsstöðum, innsta bæ í
Sölvadal. Reyndar segja sumir að
Þormóðsstaðir teljist frekar vera í
Þormóðsstaðadal en við látum
það liggja á milli hluta.
Á leið inn dalinn töluðum við
aðallega um veginn sem er væg-
ast sagt vondur. Hann er
þröngur, hlykkjóttur og grófur
og víða lágu á honum svellbunk-
ar þar sem vatn hafði runnið und-
an hlíðinni og upp á yfirborðið
rétt ofan vegar. Þaðan virðist
vatnið eiga greiðasta leið upp á
veginn þar sem það frýs í háa
svellbunka sem halla í átt að
11. febrúar 1986 - DAGllR - 7
Sölvadalsárgljúfrinu. Ari segir
mér frá því að í stórhríðinni sem
kom um daginn hefði hann lent
aðeins út af veginum, sem betur
fer fjallsmegin. Ef hann hefði far-
ið ármegin út af hefði það getað
orðið hans síðasta ferð. Þegar
bændur í dalnum höfðu orð á því
við Ara að hann hefði verið
heppinn að fara upp fyrir veginn
sagði Ari að það hefði verið
heppni að það var svo mikil
blinda að hann sá ekki hvað hætt-
an var mikil.
Um þessar mundir er fátt ofar í
hugum bænda en sá niðurskurður
á mjólkurframleiðslu sem þeim
er gert að hlíta, en því er þá verið
að búa með kýr inni í afdölum
þar sem erfitt er að sækja mjólk-
ina og tiltölulega fáar kýr á hverj-
um bæ. En það eru fleiri hliðar á
þessu máli. Fyrir nokkrum árum
kom upp riða í sauðfé í Sölvadal
sem varð til þess að bændur þar
skiptu yfir í kúabúskap. Um
þetta spjölluðum við Ari á með-
an við keyrðum á milli bændanna
þriggja í Sölvadal og tæmdum
mjólkurtankana hjá þeim.
Færðin var mjög góð þennan
dag en stundum hefur Ari lent í
erfiðleikum með að komast heim
að bæjunum og aftur frá þeim í
vetur og hefur hann þá iðulega
þurft að setja keðjur undir bílinn
til að komast leiðar sinnar. Þó er
bíllinn á góðum dekkjum og með
drif á öllum hjólum.
„Það er mjög misjafnt hvað
bændur hirða um að halda heim-
keyrslum færum,“ segir Ari.
„Sumir eru alltaf að huga að því
að greiða fyrir manni á meðan
aðrir gera ekkert. Mjólkurbíll-
inn, hann kemst allt, virðast þeir
hugsa.“
Barkinn undinn upp.
hittum við engan. Ari fer bara
inn í mjólkurhúsið og dælir
mjólkinni í bílinn. Oft liggja á
mjólkurtönkunum miðar þar sem
beðið er um mjólk, skyr, jógúrt
eða eitthvað annað af helstu
framleiðsluvörum Mjólkursam-
lagsins sem eru geymdar í sér-
stökum hólfum á bílnum. Sums
staðar hittum við þó einhverja
sem eru að ljúka við fjósverk eða
þá að húsfreyjurnar koma til Ara
í eigin persónu til að versla.
Á Stekkjarflötum hittum við
Jón Jónsson bónda. Ég spurði
hann hvernig niðurskurður
mjólkurframleiðslu kæmi við
hann.
„Hann kemur illa við mig eins
og aðra bændur. Ætli ég þurfi
ekki að draga framleiðsluna sam-
an sem nemur tveggja mánaða
brúttóframleiðslu og þó að út-
gjöld lækki líka eitthvað á móti
dragast nettótekjurnar líka þó
nokkuð saman.
Það er alveg ljóst að bændur
verða að slá fjárfestingum eitt-
hvað á frest til að mæta þessum
niðurskurði og því kemur hann
víðar niður en þara á bændum.
Það eru bara mjólkurbílstjórarn-
ir sem lifa eftir. Við þurfum að
halda áfram að borga þeim jafn
hátt kaup,“ sagði Jón og leit
glottandi á Ara sem virtist ekki
taka þessa síðustu athugasemd
sérlega alvarlega, hann hló bara.
Næsti bær var Hríshóll þar sem
búið er stóru og myndarlegu búi.
Það mátti líka sjá á mjólkurhús-
inu sem var, að öðrum mjólkur-
húsum ólöstuðum, hið glæsileg-
asta sem ég sá í ferðinni. Flísar á
gólfum og upp á miðja veggi og
greinilegt að þarna er gengið
snyrtilega um.
Myndir: -yk.
Þegar við komum niður úr
Sölvadalnum höldum við í suður
dálitla stund, eða suður að Arn-
arstöðum. Það er syðsti bærinn
sem Ari fer á að taka mjólk, það
sem fyrir sunnan er tekur annar.
Við förum svo á þá bæi sem eru
norðan Arnarstaða þar til að við
komum þangað sem vegurinn
liggur vestur yfir Eyjafjarðará.
Þá krækjum við inn að Krónu-
stöðum og að því loknu keyrum
við í norður og tökum næst mjólk
í Möðruvallatorfunni.
Víðast þar sem við komum
Eftir að mjólkin er tæmd á
Möðruvöllum og næstu bæjum
ökum við út eftir og í raun er Ari
búinn að tæma sitt svæði en ætlar
að taka mjólk á nokkrum bæjum
í Öngulsstaðahreppi til að létta
undir með bílstjóranum sem
safnar mjólkinni þar.
Að því búnu ökum við sem
leið liggur til Akureyrar og ég
kveð Ara við gatnamót Kaup-
angsstrætis og Glerárgötu,
nokkru fróðari um það hvernig
mjólkurbílstjórar vinna nú til
dags. -yk.
Minning:
T Sigurbjörg Jónsdóttir
Fædd 12. mars 1898 - Dáin 28. ágúst 1985
Sigurbjörg Jónsdóttir fyrrum
húsfreyja á Ófeigsstöðum. Fædd
12. mars 1898, dáin 28. ágúst
1985.
Foreldrar hennar voru Jón
Kristjánsson bóndi á Geirastöð-
um í Mývatnssveit og kona hans
Guðrún Stefánsdóttir. í „sveit-
inni“ átti hún heimili öll sín
bernsku- og æskuár. Þaðan flutti
hún ekki búferlum fyrr en árið
1934, er hún giftist Baldri Bald-
vinssyni bónda á Ófeigsstöðum
og síðar oddvita Ljósavatns-
hrepps um áratugi. Fleiri trúnað-
arstörfum gegndi hann fyrir sveit
sína og hérað, en hér verða þau
ekki talin.
Baldur var áður kvæntur Hildi
Friðgeirsdóttur frá Þóroddsstað.
Hildur lést eftir rúmlega árs-
sambúð þeirra árið 1923. Sonur
Baldurs og Hildar er Baldvin, nú
bóndi og oddviti í sömu sveit.
Engin kynni höfðum við Sigur-
björg hvort af öðru fyrr en bæði
voru komin á efri ár.
Átthagarnir í Mývatnssveit
voru Sigurbjörgu einkar kæyir
alla ævi og það fólk sem hún
kynntist á árum bernsku og æsku.
Þau tryggðabönd rofnuðu aldrei,
þótt tengslin væru ekki eins sterk
er tímar liðu af skiljanlegum
ástæðum, í nýjum heimkynnum og
í öðrum verkahring. Heimili
sínu, fjölskyldu og sveit helgaði
hún starfskrafta sína um áratugi.
Ófeigsstaðir eru í þjóðbraut og
hafa verið síðan brú var byggð
yfir Skjálfandafljót gegnt bænum
árið 1935. Hún tengir fyrst og
fremst nágrannasveitirnar,
Aðaldal og Kinn, en er til hags-
bóta fyrir fjölda fólks úr heilum
landsfjórðungi og meira þó. Brú-
argerð þessi var nokkuð umdeild
á sínum tíma en nú er öllum ljóst
að bygging hennar er mikil sam-
göngubót.
Árið 1972 urðu tímamót í skóla-
sögu Aðaldals, og náði sú breyt-
ing langt út fyrir sveitarmörk.
Nýr skylduskóli ungmenna var
tekinn í notkun að Hafralæk.
Auk nemenda heimasveitar sóttu
þangað börn úr Reykjahreppi,
Tjörnesi og nyrðri hluta Ljósa-
vatnshrepps. Mér var boðið að
taka þátt í kennslu við nýja stofn-
un og tók boðinu. Ég var fyrst á
báðum áttum, en tók þó áhætt-
una, óttaðist samt að nemendun-
um myndi ekki finnast ég vera í
takt við tímann. Það var öðru
nær (Árbók Þingeyinga 1980, bls.
170-176). Þegar þetta gerðist
voru ábúendur á Ófeigsstöðum
Baldur Baldvinsson og Sigur-
björg Jónsdóttir önnur fjölskyld-
an, en hin Svanhildur dóttir
þeirra og maður hennar Einar
Kristjánsson frá Finnsstöðum í
sömu sveit.
Rangá er nýbýli úr Ófeigs-
staðalandi árið 1946 af núverandi
ábúendum Baldvini Baldurssyni
og konu hans Sigrúnu Jónsdóttur
frá Hömrum í Reykjadal.
Börn Sigurbjargar og Baldurs
voru Svanhildur og Ófeigur lög-
regluvarðstjóri á Akureyri,
kvæntur Þorbjörgu Snorradóttur,
læknis Ólafssonar. Ófeigi kynnt-
ist ég ekki. Hann var farinn að
heiman er hér var komið sögu.
Baldvin Baldursson var stjúpson-
ur Sigurbjargar og leit hún hann
ætíð sem sinn eigin son.
Karl Kristjánsson alþingismað-
ur, minnist Baldurs Baldvinsson-
ar með ágætum í tímaritinu
„Heima er best“, þriðja hefti
1971. Á einum stað í þessum
þætti gefur hann fjölskyldunum
svofellda einkunn: „Mikill félags-
andi ríkir milli allra heimilanna
þriggja á Ófeigsstöðum, svo til
fyrirmyndar er.“
Karl var gjörkunnugur á þess-
um bæjum og sagði þetta ekki út
í bláinn. Ég er sannfærður um að
þetta er hárrétt.
Baldur andaðist á Sjúkrahúsi
Húsavíkur í júlí 1978, rúmlega
áttræður að aldri.
Ég hafði á löngum kennara-
ferli, frá fyrsta vetri til hins síð-
asta, haft þann hátt á að heim-
sækja árlega öll þau heimili þar
sem börn voru og nutu kennslu
hjá mér. Þegar á hólminn kom í
upphafi varð mér ljóst að ég
kunni nánast ekkert til verksins.
Ég tók það ráð að kynna mig og
leita samstarfs við foreldra og
forráðamenn barnanna. Þessu
var svo vel tekið, að mér hug-
kvæmdist aldrei að hverfa frá því
ráði. Ég tel að ég hafi ekki rennt
alveg blint í sjóinn. Þetta var mér
hollur skóli.
Með skipulagsbreytingunni
1972 opnuðust nýjar leiðir. Einn
góðan veðurdag stóð ég á tröpp-
unum á Ófeigsstöðum og kvaddi
þar dyra. í næsta hús var aðeins
steinsnar sem fyrr greinir. Þá
hófst kynning okkar Sigurbjargar
og annarra heimamanna og bar
ekki skugga á, meðan bæði lifðu.
Gestastraumurinn að Ófeigs-
stöðum um þessar mundir var
með ólíkindum. Karl Kristjáns-
son vekur athygli á því í þættin-
um sem áður var nefndur, að
þarna hafi ekki verið um greiða-
sölu að ræða, en „heimilið alltaf
verið mikill risnustaður, stundum
líkast veitingahúsi, að öðru leyti
en því, að veitt var ókeypis."
Fast að orði kveðið, en satt. Ekki
var furða þótt þetta laðaði gesti.
Að vísu höfðu margir brýnt er-
indi. Ekki er auðvelt að gera sér í
hugarlund hve mjög húsfreyjan á
Ófeigsstöðum var önnum kafin
við heimilisstörf meðan gesta-
nauðin var mest.
Langur var vinnudagurinn og
„eftirvinna“ mikil. Einn kom
þegar annar fór, og alltaf var
„heitt á könnunni“ eins og nú er
að orði komist. Þannig gekk það
vetur, sumar, vor og haust. Sum-
ir aðkomumenn sátu nokkuð
lengi, því Sigurbjörg var ræðin
við gesti og skemmtileg. Hús-
bóndinn hafði líka stundum
glettnis- og gamanyrði á vörum,
svo sem mörgum er kunnugt.
Snemma byrjuðu börnin að
létta undir við heimilisverkin,
Svanhildur innan húss en dreng-
irnir við útivinnuna.
Sigurbjörg var barngóð. Um
langt skeið hefur það verið svo,
að fast hefur verið knúið á frá
foreldrum í þéttbýlinu að koma
börnum sínum til sumardvalar í
sveitum. Á Ófeigsstöðum og
Rangá voru fleiri eða færri ung-
menni, aðkomin, sumarmánuð-
ina. Þetta kunnu þau að meta og
vildu sitja sem fastast fram að
haustdögum. Áður en þau hurfu
brott gerðu þau gjarnan pöntun í
framhaldsvist næsta sumar. Þetta
sýnir áþreifanlega að þarna áttu
þau góða daga.
Það var ánægjulegt að líta inn
setustofu Sigurbjargar og Bald-
urs og blanda við þau geði.
Stundum var haft á orði af
sumum, að umræðuefni hús-
freyju væri tíðast æskusveit henn-
ar og fólkið þar. Ekki tek ég und-
.r það, en engin undur voru, þótt
þetta væri henni kært umræðu-
efni því þar átti hún sterk ítök
alla ævi. En það var héraðið allt,
sem við henni blasti, ef svo mætti
að orði komast.
Mikið mannval var í Þingeyjar-
sýslum fyrir og eftir síðustu alda-
mót; skáld, rithöfundar, forystu-
menn samvinnuhreyfingarinnar,
klerkar, þingmenn, ráðherrar.
Marga þeirra dáði Sigurbjörg,
lífs og liðna. Það fór ekki eftir
búsestu þeirra í héraðinu.
Ég sannfærðist um það, því
betur sem lengra leið, að Sigur-
björg var góðum gáfum gædd,
víðlesin og minnug. Hún kunni
að velja og hafna. Maður hennar
komst svo að orði við visst tæki-
færi, að hann væri vel kvæntur.
Það var af heilum hug mælt, þótt
gamansamur væri stundum og
glettinn. Ég stend í þakkarskuld
við þessi hjón og mun svo vera
um fleiri.
Eitt sinn varð ég þess var, að
Sigurbjörg skipti skapi. Þá sagði
hún umbúðalaust það sem henni
bjó í brjósti og dró ekki af. Ekki
var orðum hennar beint til mín.
Síðustu æviárin dvaldi Sigur-
björg á Sjúkrahúsi Húsavíkur.
Ég dvaldi þar henni samtímis á
sömu deild í nokkrar vikur. Þá
voru kraftar hennar mjög á
þrotum. Þó hafði hún fótaferð,
þannig að hún var leidd af starfs-
stúlkum eina eða fleiri ferðir eftir
ganginum flesta daga og í mat-
stofu oftast nær. Stundum spurði
hún mig hvort hún gæti eitthvað
fyrir mig gert. Því tók ég með
þökkum og reyndi eftir föngum
að j>jalda í sömu mynt.
Á langri ævi hafði Sigurbjörg
löngum unnið hörðum höndum
og tíðum reiðubúin að rétta
hjálparhendur, þar sem þess
þurfti með. Enn var hugarfarið
hið sama; að liðsinna eftir
föngum, þótt kraftarnir væru nær
þrotnir og aðeins önnur höndin
heil.
Undir ævilokin varð Sigur-
björg Jónsdóttir að tæma beiskan
bikar. Ófeigur Baldursson, dáða-
drengurinn. lét lífið í hræðilegu
umferðarslysi 15. maí síðast
liðinn. Fleiri úr fjölskyldunni
voru í sama bíl, héldu þó lífi, en
voru hart leiknir sumir hverjir.
Þá döpru daga, sem á eftir komu.
litu margir inn á sjúkrastofu
hennar og auðsýndu henni
samúð. Vinkona hennar úr næstu
sveit hafði meðal annars eftir
henni, efnisrétt: Þetta skiptir
minnstu máli með mig, því ég er
hvort sem er á förum. En elsku
stúlkan mín, hún Valgerður
Guðlaug (dóttir Ófeigs og Þor-
bjargar), hún á bágt. Það er sárt
að geta ekkert fyrir hana gert.
Sigurbjörg lést á Sjúkrahúsi
Húsavíkur 28. ágúst 1985, áttatíu
og sjö ára að aldri. Hún var borin
til moldar að Þóroddsstað 7.
september að viðstöddu miklu
fjölmenni. Áður um daginn var
minningarathöfn í Húsavíkur-
kirkju.
Janúar 1986.
Þórgnýr Guðinundsson.