Dagur - 11.02.1986, Page 9
11. febrúar 1986 - DAGUR - 9
JþróttÍL
Krakkamót FRA:
Jöfn og spenn-
andi keppni
Á Krakkamóti Fimleikaráðs
Akureyrar sem haldið var fyrir
helgi voru mættir 56 keppend-
ur til leiks. Keppt var á dýnu
og var keppnin mjög jöfn og
spennandi. Veitt voru 5 verð-
laun í hvorum flokki.
í flokki 12 ára og eldri urðu
þær Bryndís Viðarsdóttir og
María Guðmundsdóttir efstar og
jafnar með 9.20 stig. í öðru sæti
urðu þær Inga Huld Sigurðar-
dóttir og Margrét Viðarsdóttir
jafnar með 9.10 stig. í þriðja sæti
varð Unnur Steinþórsdóttir með
8.65 stig. í fjórða sæti Ingibjörg
Símonardóttir með 8.55 stig og í
fimmta sæti urðu þær Jóna Pét-
ursdóttir og Tinna Guðmunds-
dóttir jafnar með 8.20 stig. Af
þessari upptalningu má sjá
hversu jafnar stúlkurnar eru í
keppni á dýnu í þessum flokki.
f flokki 11 ára og yngri sigraði
Rósa Matthíasdóttir en hún hlaut
9.55 stig. í öðru sæti varð Kol-
brún Sævarsdóttir með 9.35 stig.
í þriðja sæti varð Arnbjörg Vals-
dóttir með 9.30 stig. í fjórða sæti
varð Hrefna Óladóttir með 9.25
stig og í fimmta sæti varð Hildur
Kristinsdóttir með 9.15 stig.
Á móti þessu sem fram fór í
íþróttahúsi Glerárskóla sáust
margar efnilegar fimleikastúlkur
sem áreiðanlega eiga eftir að láta
mikið að sér kveða í framtíðinni í
íþróttinni.
Sundmenn úr Óðni:
Æfa með ungl-
ingalandsliðinu
Tveir ungir sundmenn úr Óðni
þeir Svavar Þór Guðmundsson
og Sveinn Tryggvason hafa
verið valdir til að æfa með ung-
lingalandsliðinu í sundi. Alls
hafa 12 ungir og efnilegir sund-
menn verið valdir til æfinga.
Þessi hópur mun æfa fram yfir
íslandsmótið sem fram fer síðari
hluta marsmánaðar en þá verður
hópurinn endurskoðaður. Fyrsta
æfingahelgi liðsins verður um
næstu helgi og mun liðið taka
þátt í unglingamóti Ármanns á
sunnudaginn í framhaldi af því.
Sveinn Sigtryggsson..
Umsjón: Kristján Kristjánsson
Verðlaunahafar í flokki 12 ára og eldri,
Verðlaunahafar í flokki 11 ára og yngri,
Myndir: KK
Skíðamót í Hlíðarfjalli:
KA-menn og Þórsarar
skiptu verðlaununum jafnt
Það var mikið að gerast í Hlíð-
arfjalli um helgina. Svig-, stór-
svigs- og göngumót fyrir alla
aldursflokka. Þátttaka var góð
og það viðraði vel til keppni.
Fyrsta mótið var svigmót fyrir
krakka 12 ára og yngri og urðu
úrslit þessi:
í flokki 11-12 ára stúlkna sigr-
aði Harpa Hauksdóttir KA á
137.40, önnur Laufey Árnadóttir
Knattspyrna:
Bauta-
mótið
- um helgina
Hið árlega Bautamót í innan-
hússknattspyrnu fer fram um
næstu helgi í íþróttahöllinni á
Akureyri. Reiknað er með að
keppnin hefjist kl. 10 á laugar-
dagsmorguninn og verður
leikið fram eftir degi. Síðan
heldur keppnin áfram á
sunnudaginn og einnig munu
úrslitin þá fara fram.
Þátttökutilkynningar þurfa
að hafa borist fyrir kl. 20 í
kvöld og mega félög senda
fleiri en eitt lið til keppni.
Þór á 142.53 og þriðja Linda
Pálsdóttir KA á 148.94. í flokki
drengja 11-12 ára sigraði Gunn-
laugur Magnússon KA á 131.97,
annar Sigurður Ólason KA á
157.22 og þriðji Arnar Friðriks-
son Þór á 160.87.
í flokki 10 ára stúlkna sigraði
Þórey Árnadóttir Þór á 95.79,
önnur Helga Ólafsdóttir Pór á
96.42 og þriðja Erla H. Sigurðar-
dóttir Þór á 100.11. í flokki 10
ára drengja sigraði Sverrir Rún-
arsson Þór á 84.65, annar Þórleif-
ur Karlsson KA á 84.91 og þriðji
Magnús Lárusson Þór á 99.42.
í flokki 9 ára stúlkna sigraði
Helga Jónsdóttir á 94.58. í flokki
9 ára drengja sigraði Magnús Sig-
urðsson KA á 90.83, annar Elvar
Óskarsson KA á 91.67 og þriðji
Ingvar Gíslason KA á 92.94.
1 flokki 8 ára stúlkna sigraði
Hrefna Óladóttir KA á 78.82,
önnur Brynja Þorsteinsdóttir KA
á 79.31 og þriðja Andrea Bald-
ursdóttir KA á 80.98. í flokki 8
ára drengja sigraði Jóhann G.
Árnason Þór á 86.43, annar
Magnús V. Árnason KA á 87.72
og þriðji Fjalar Úlvarsson Þór á
90.32.
í flokki 7 ára drengja sigraði
Óðinn Árnason Þór á 87.48 og
annar Leifur Sigurðsson KA á
100.68.
Akureyrarmót
í fl. 15-16 ára
Það var keppt í svigi á laugardag
í flokki 15-16 ára unglinga. í
stúlknaflokki sigraði Kristín Jó-
hannsdóttir Þór á 96.08 og í öðru
sæti varð Sólveig Gísladóttir Þór
á 104.55. í drengjaflokki sigraði
Jón I. Árnason Þór á 84.34, ann-
ar Jón Harðarson KA á 84.37 og
þriðji Kristinn Svanbergsson KA
á 86.53.
Einnig var keppt í stórsvigi í
þessum 15-16 ára flokkum. Var
það KA-mót sem fram fór á
sunnudag og þar urðu þau Krist-
ín Jóhannsdóttir og Jón I. Árna-
son einnig sigurvegarar.
Þórsmót í fl. 13-14 ára
I flokki 13-14 ára var keppt í svigi
á sunnudaginn. í stúlknaflokki
sigraði Ása Þrastardóttir Þór á
95.61, önnur, María Magnús-
dóttir KA á 97.87 og þriðja,
Kristrún Birgisdóttir KA á 98.12.
í drengjaflokki sigraði Vilhelm
M. Þorsteinsson KA á 85.77,
annar, Erlingur Guðmundsson
KA á 95.07 og þriðji, Magnús
Karlsson KA á 96.60.
Nánar verður sagt frá úrslitum
í mótunum í blaðinu á morgun.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2
Benedikt skorar
á Önnu Grétu
Benedikt lagði konuna sína. Hann hafði 5 leiki rétta en Svanhildur
aðeins 2. Baddi ætlar að skora á aðra konu og í þetta skiptið er það
Anna Gréta Halldórsdóttir. Hún er Liverpool aðdáandi eins og
Svanhildur og gæti það reynst henni dýrkeypt í kcppninni því lið
Liverpool á erfíðan leik fyrir höndum í bikarkeppninni.
Baddi sagðist halda áfram að skora á konur því það væri svo
auðvelt að sigra þær í svona keppni. Ekki er ég viss um að honum
gangi allt of vel um þessa helgi þar sem leikirnir eru í bikarkeppninni
og úr 2. deild. En við skulum sjá til hvort honum tekst að leggja
aðra konu.
Derby-Sheff.Wed x
Luton-Arsenal 1
Peterboro-Brighton x
Southampt.-Milhvall 1
Tottenham-Everton 2
York-Liverpool 2
Blackburn-C.Palace 1
Fulham-Charlton 1
Hull-Shrewsbury x
Leeds-Barnsley 1
Middlcsbro-Grinisby 1
Wimbledon-Stoke x
Benedikt
Anna Gréta
Derby-Sheff.Wed. 2
Luton-Arsenal 1
Peterboro-Brighton 2
Southampt.-Millwall 1
Tottenham-Everton 2
York-Liverpool 2
Blackbum-C.Palace 1
Fulham-Charlton 2
Hull-Shrewsbury 1
Leeds-Barnsley 1
Middlesbro-Grimsby x
Wimbledon-Stoke 1
Athugiö!
Fólk sem spilar í getraunum er minnt á að skila seðlunum inn fyrir
hádegi á fímintudögum, svo enginn verði nú af vinningi.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2