Dagur - 11.03.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 11. mars 1986 48. tölublað
Filman þín
á skilið þaö
besta!
r
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106 Sími 22771 • Pósthólf 198
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opiö á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Rafveita Akureyrar:
Risabjalla í kókflösku
„Þetta var ákaflega óskemmti-
leg lífsreynsla,“ sagði Þórarinn
Thorlacius málarameistari á
Brúnalaug í Öngulsstaða-
hreppi í samtali við Dag en
fjölskylda hans fékk heldur
ógeðfelldan fylgihlut í kók-
flösku sem keypt var á laugar-
daginn.
„Ég keypti kók í eins og hálfs
lítra plastflösku og fjölskyldan
ætlaði að gæða sér á þessum
ágæta drykk yfir sjónvarpinu.
Sonur minn hafði strax orð á því
að það væri eitthvert óbragð af
gosinu. En þar sem það var ekk-
ert sem orð er á gerandi, af-
greiddum við málið þannig að
kókið í plastflöskunum væri
öðruvísi á bragðið en þetta
venjulega. Þegar Theodóra dóttir
mín, sem er 6 ára gömul, hafði
fengið sér nokkra sopa úr glasinu
sínu, sá hún að það var einhver
svört þúst í glasinu. Og þegar að
var gáð var það þetta kvikindi."
sagði Þórarinn.
Honum datt fyrst í hug að
þetta væri einhver hrekkur og að
þarna væri um gúmmídýr að
ræða.
„Ég studdi fast á kvikindið og
þá datt af því hausinn og ég sá
strax að þetta gat ekki veriö
gervipadda."
Svo sem sjá má á myndinni hér
að neðan er þetta engin smáræðis
bjalla. Hún er rúmlega 2 senti-
metrar að lengd, 12 millimetrar á
breidd og þykktin þannig að
bjallan rúmast naumlega í venju-
legum eldspýtnastokki.
Að sögn Helga Hallgrímssonar
safnvarðar á Náttúrugripasafninu
nefnist bjöllutegund þessi „Geo-
trupes stercorarius" en er oftast
nefnd „skítabjalla" á íslensku.
vegna þess að hún lifir í taði og
vinnur næringu úr því. Hún er al-
geng í nágrannalöndunum og al-
gerlega meinlaus. Ein slík er til á
Náttúrugripasafninu á Akureyri
og barst hún hingað til lands frá
Danmörku.
Ekki er gott að segja með
hvaða hætti bjallan hefur komið
hingað til lands en þó er líklegt
að'húri hafi borist með umbúðun-
um frá útlöndum. Þessar stóru
kókflöskur eru úr plasti og ein-
nota og koma tómar að utan og
síðan er tappað á þær hér. Botn-
inn er svartur og því erfitt að sjá
ef einhver óhreinindi leynast þar.
Mjög sjaldgæft er að aðskota-
hlutir finnist í kókflöskum hér á
landi enda er fyllsta hreinlætis
gætt í verksmiðjunni. BB.
Risabjallan „Geotrupes stercorarius'
er mikift flykki cins og sjá niá.
Mynd: KGA.
Ýtan sf. á Akureyri og Suður-
verk hf. Hvolsvelli voru með
lægstu tilboðin í tvö verk fyrir
Vegagerð ríkisins sem opnuð
voru á Akureyri í gær.
Ýtan sf. bauð lægst í Grenivík-
urveg frá Víkurskarði út fyrir
Víkurhóla en um er að ræða alla
vinnu við veginn nerna efsta lag
og slitlag. Tilboð Ýtunnar var
11.575.900 kr. eða 67.92% af
kostnaðaráætlun.
Suðurverk bauð lægst í sams
konar vinnu við Norðurlandsveg
frá Svalbarðseyri að Víkurskarði
og var tilboðið 13.399.550 kr. eða
78,89% af kostnaðaráætlun. gk-.
Suðutverk og
Ýtan lægst
Vatnsbyssur geta verið öflug vopn þegar svo ber undir. Þessir strákar voru
að hlaða „vopn“ sín í göngugötunni í gær. Bctra að vera viðbúinn.
Mynd: KGA.
Eyjafjörður:
Ný kartöflu-
verksmiöja?
„Þaö kom fram sú hugmynd,
aö ef þessi mál færu ekki að
skýrast í alvöru, þá tækju
bændur sig saman hér í sveit-
inni og gerðu þetta sjálfir,“
sagði Stefán Kristjánsson
bóndi á Grýtubakka í Höfða-
hverfí um stofnun nýrrar kart-
öfluverksmiðju í Eyjafíröi.
Vegna þeirrar óvissu sem er í
málutn kartöfluverksmiðjunnar á
Svalbarðseyri og verðlagsmálum
á kartöflum til bænda hefur sú
hugmynd skotið upp kollinum að
bændur stofnsettu verksmiðju
sjálfir.
Kemur þessi hugmynd um
kartöfluverksmiðju líka í kjölfar-
ið á nýrri reglugerð sem kynnt
var bændum á Eyjafjarðarsvæð-
inu fyrir skömmu. Þar segir að
bændum sé algerlega óheimilt að
selja útsæði til dreifingarstöðva í
landinu. Kemur reglugerðin sér
mjög illa fyrir marga bændur,
sem hafa ræktað útsæði til sölu og
dreifingar.
Ekki er búið að taka neina
ákvörðun í sambandi við kaup á
vélum til verksmiðjunnar. „Þetta
er enn á umræðustigi og við bíð-
um og sjáum hvort línurnar skýr-
ist ekki betur," sagði Stefán
Kristjánsson. gej-
KEA framleigir
Fosshól til KÞ
Að sögn Sigurðar Jóhannes-
sonar formanns rafveitustjórn-
ar er þarna verið að lækka
verðskrána í heild um 10%,
umfram þá 10 prósenta lækkun
sem þegar var fyrirsjáanleg
vegna niðurfellingar verð-
jöfnunargjalds á raforku.
Rafveitustjórn lagði þetta til
á fundi sínum þann 7. mars s.l.
og mun bæjarstjórn Akureyrar
taka tillöguna til afgreiðslu á
fundi sínum í dag. Talið er
næsta víst að hún verður
samþykkt. Á þeim fundi verð-
ur einnig tekin ákvörðun um
lækkun útsvarsálagningar en
bæjarráð hefur lagt til að út-
svarsprósentan verði lækkuð
úr 10,8% í 10,2%. Þessi lækk-
un mun þýða um 15 milljón
króna tekjuskerðingu fyrir
bæjarsjóð. Á móti kemur að
verðlagsforsendur fjárhags-
áætlunar hafa lækkað nokkuð í
framhaldi af nýgerðum kjara-
Þegar KEA og KSÞ gerðu
leigusamning uni reksturinn á
Svalbarðseyri voru sett í samn-
inginn ákvæði um framleigu
einstakra rekstrareininga. Nú
hefur slík framleiga átt sér stað
þótt ekki sé búið að ganga
formlega frá samningum. Fyrir
liggja drög að leigusamningi
milli Kaupfélags Þingeyinga og
KEA um að KÞ taki útibúið að
Fosshóli á leigu.
Á laugardaginn fór fram vöru-
talning í útibúinu og Kaupfélag
Þingeyinga tók við rekstrinum
þar í morgun.
Að sögn Bjarna Hafþórs
Helgasonar. sem hefur umsjón
með rekstrinum á Svalbarðseyri
fyrir hönd KEA. þýðir þetta að
viðskipti við útibúið á Fosshóli
geta nú aukist verulega.
„Margir bændur á þessu svæði
hafa verið í viðskiptareikningi
hjá KÞ frekar en hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga og þetta opnar leið
fyrir ntun meiri viðskipti en áður
í þessari verslun. KEA hefur
enda ekki haft nein áform uppi
um landvinninga austur í Þing-
eyjarsýslu og þetta er því mjög
eðlileg þróun að mínum dómi."
sagði hann. BB.
Heimilistaxtamir
lækka um 22,6%
- útsvarsprósenta lækkar úr 10,8% í 10,2%
Allir liðir í gjaldskrá Raf-
veitu Akureyrar lækka frá
og með síðustu mánaðamót-
um um 10%. Lækkunin
verður mismikil eftir
töxtum. Þannig lækkar raf-
magn til venjulegra heimilis-
nota mest, eða um 22,6%,
en raforka til húshitunar
lækkar minnst eða um 3%.
samningum og nú er unnið að
endurskoðun fjárhagsáætlun-
arinnar í heild. í þeirri endur-
skoðun er gert ráð fyrir að
flestir gjaldaliðir lækki um 5%.
BB.