Dagur - 11.03.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 11. mars 1986
Til sölu notuð Husquarna upp-
þvottavél og Grundig litsjón-
varp með fjarstýringu. Uppl. í
síma 24602.
Hestaeigendur.
Hefi verið beðinn að útvega um 20
hesta, þæga, töltgenga heimilis-
hesta.
Hólmgeir Vaidemarsson,
símar 21344 og 24988.
Til sölu Blazer dísel árg. 70.
Með 6 cyl. Tradervél og fjögragíra
kassa, upphækkaður, stór dekk.
Skipti möguleg. Á sama stað Lada
Sport árg. 79. Uppl. gefur Bjarni í
sfma 96-41957.
Tjaldvagn óskast.
Óska eftir að kaupa góðan Combi
Camp tjaldvagn. Uppl. í síma
23912 á daginn og 21630 á
kvöldin.
Höfum kaupenda að vinnuskúr
eða litlu húsi, sem hentað gæti
sem sumarbústaður. Uppl. gefur
Benedikt Ólafsson hdl. sími 25566
og Gunnar Sólnes hrl. sími 21820.
Nýtt - Nýtt.
Er að fá alls konar sængurgjafir
svo sem frottegalla og velourgalla.
Húfur, hosur, vettlingar og legg-
hlífar í stfl. Lambhúshettur, náttföt
st. 70-120, náttkjólar frá 90-130.
Munið góðu sokkabuxurnar og
nærfötin úr soðinni ull. Annie garn-
ið er að koma. Nýir litir. Bingo allir
litir. Alltaf eitthvað nýtt að koma.
Póstsendum.
Verslun Kristbjargar,
Norðurbyggð 18, sími 23799.
Opið 13-18 og 10-12 á laugardög-
um.
Bátar
Til sölu 3,4 tonna trilia, vélar-
laus. Uppl. gefur Benedikt Ólafs-
son hdl. sími 25566 og 24602
heima.
Herbergi.
Herbergi í námunda við M.A. ósk-
ast til leigu sem fyrst. Upplýsingar
gefur Haukur Logason í síma
96-41444 eða 96-41331 ákvöldin.
íbúð óskast.
Ung hjón úr Reykjavík ætla að
flytja til Akureyrar og vantar ein-
býlishús eða gott raðhús til leigu
frá 1. júní eða svo. Upplýsingar
gefur Gestur E. Jónasson í síma
24222 á daginn eða 22324 á
kvöldin.
Blómabúðin {
Laufás
auglýsir. Æ
Fyrir ^
ferminguna.
Úrval af kertum, ^
servíettum, dúkum, '
styttum, blómum íhár
og mörgu fleiru.
Blómabúðin Laufás
Hafhantneti 96, sími 24250
og Sonuohlíd, sími 26250.
Heilsuvörur!
Sojakjöt, hreint eplaedik, hunang
margar tegundir, ávaxtadrykkir,
mísó, söl, fjallagrös, gular heil-
baunir, bankabygg, hirsi, hnetur,
möndlur, hrísgrjón með hýði,
krúska. Þurrkaðir ávextir í pokum
og lausri vigt. Hrásykur, krydd í úr-
vali, te yfir 40 tegundir, úrval fráTe
og kaffi í Reykjavfk. Vftamín og
steinefni f miklu úrvali m.a.
Melbrosía og Longovital.
Sendum í póstkröfu.
Heilsuhornið,
Skipagötu 4, Akureyri.
Sími25566
Opið alla virka daga
kl. 14.00-19.00.
Furulundur:
3ja-4ra herbergja raðhús, 87
fm. Bilskúr. Ástand gott.
Áshlíð:
Rúmgóð mjög falleg neðri
hæð í tvíbýlishúsi. Allt sér.
Rúmgóður bílskúr. Lítil 3ja
herb. íbúð f kjallara fylgir.
it
STEINDÓR GUÐMUNDUR PÁLMASON,
frá Garðshorni,
Hvannavöllum 4, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12.
mars kl. 13.30.
Jóhanna Pálmadóttir,
Kristbjörg Sigurðardóttir.
Systkinabörn hins látna og aðrir vandamenn.
GUÐJON SIGURBJÖRNSSON,
frá Grímsey,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. mars sl.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. mars
kl. 13.
Aðstandendur.
Bróðir okkar,
ÞÓRÐUR ÞÓRHALLSSON,
frá Brettlngsstöðum,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. mars sl.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. mars
II. 13,30.
Ásgeir Þórhallsson,
Svava Þórhallsdóttir,
Páll Þórhallsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
BJÖRNS E. EINARSSONAR,
Byggðavegi 149, Akureyri.
Einar Björnsson, Bergþóra Bergsdóttir,
Steinunn Björnsdóttir, Kristján Benediktsson,
Erla Björnsdóttir,
Rut Björnsdóttir,
Jóhannes Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þingvallastræti:
Stór 5-6 herb. efri hæð ásamt
miklu plássi i kjallara. Hag-
stætt verð ef samið er strax.
Smárahlíð:
2ja herb. íbúð f fjölbýlishúsi
ca. 56 fm. Ástand ágætt.
Laus fljótlega.
Vantar:
Raðhús á tveimur hæðum
ásamt bílskúr við Heiðarlund.
Þarf að vera f góðu standi.
Skipti á mjög fallegu raðhúsi
við Furulund koma tll greina.
Vantar:
Góða 3ja herb. fbúð á 2. eða 3.
hæð í fjölbýlishúsi.
Lerkilundur:
5 herb. einbýlishús á einni
hæð. I góðu standi. 147 fm.
Bílskúr. Skipti á 5 herb. rað-
húsi koma til greina.
Oddagata:
3ja herb. fbúð í risf. Sér inn-
gangur. Ástand gott.
Goðabyggð:
Einbýlishús 5 herb. á einni
hæð, ásamt rúmgóðum bfl-
skúr og plássi (kjallara. Eign f
góðu standi. Skipti á 3ja-4ra
herb. raðhúsi á Brekkunni
koma til greina.
Þriggja herb. íbúðir:
Við Hrfsalund, Tjarnartund og
Skarðshlíð.
mSTBGNA&ll
skipasalaZKZ
NORÐURLANDS fl
Amaro-húsinu 2. hæð.
Sími 25566
Ðenedllct ÓlaUson hdl.
Sölustjórí, Pétur Jósefsson, er á
skrifstofunni virka daga kl. 13.30-19.
Heimasími hans er 24485.
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins:
Markaðsfólki
boðin námsdvöl
erlendis
Framundan er mikið átak í
útflutningsmálum og verður
útflutningur frá íslandi að stór-
aukast á næstu árum. Það sem
stendur þessari útflutningsaukn-
ingu mest fyrir þrifum, er skortur
á hæfu fólki til starfa í útflutn-
ingsverslun. Sérstaklega á þetta
við um fólk til að starfa að mark-
aðs- og sölumálum. Jafnframt
vantar fólk, sem hefur góða inn-
sýn í markaðsmál erlendis, en
þeir sem starfa við markaðssetn-
ingu vara á erlendri grund, verða
að geta aðlagað sig að hugsana-
gangi annarra þjóða.
Um þessar mundir er unnið að
ýmsum nýmælum til þess að bæta
úr þessum skorti. Unnið er að því
að kynna markaðs- og sölumál
fyrir fólki, sem stundar nám á
viðskiptasviði í framhaldsskólum
landsins. Unnið er að því að
koma á eftirmenntun í markaðs-
og sölumálum. í því sambandi
má nefna Útflutnings- og mark-
aðsskóla íslands. Einnig er í
undirbúningi að gefa markaðs-
fólki í ýmsum fyrirtækjum kost á
starfsþjálfun erlendis til skemmri
tíma. Markmiðið er, að fólki sem
starfar að markaðsmálum í
atvinnufyrirtækjum, verði gefinn
kostur á að dvelja í stuttan tíma
við athuganir á erlendum mörk-
uðum. Er þetta einkum ætlað
starfsmönnum fyrirtækja, sem
eru að hefja útflutning frá ís-
landi. Þó er ekki loku fyrir það
skotið, að starfsmenn fyrirtækja,
sem eingöngu framleiða fyrir
heimamarkað, geti fengið svip-
aða þjálfun. Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins og Félag ísl. stór-
kaupmanna hafa ákveðið að taka
upp samstarf um þessa tilraun og
mun utanríkisráðuneytið annast
fyrirgreiðslu í þessu sambandi.
Fyrirkomulag verður eftirfar-
andi:
Fyrirtæki geta óskað eftir því
við Útflutningsmiðstöð iðnaðar-
ins, að hún hlutist til um, að
starfsmenn þeirra fái aðstöðu til
þess að dvelja á ákveðnum
mörkuðum um fjögurra mánaða
skeið.
Starfsmennirnir verða að vinna
að markaðsmálum á vegum fyrir-
tækjanna og hafa ákveðin verk-
efni meðferðis. Þeir munu síðan
fá tækifæri til þess að vinna að til-
teknum verkefnum á þeim stöð-
um sem þeim verður úthlutað. Á
þessu ári, er ætlunin að útvega 5
starfsmönnum þessa aðstöðu.
Utanríkisráðuneytið hefur látið
gera könnun á því hjá ræðis-
mönnum íslands í 6 löndum,
hvort mögulegt væri að þeir
veittu skrifstofuaðstöðu fyrir
íslendinga við starfsþjálfun að
markaðsmálum. Mun ráðuneytið
hafa milligöngu um að útvega
slíka starfsaðstöðu hjá ræðis-
mönnum fyrir þrjá starfsmenn á
þessu ári. Félag ísl. stórkaup-
manna mun hins vegar koma
starfsmönnum fyrir í markaðs-
deildum fyrirtækja erlendis, sem
íslenskir innflytjendur eru
umboðsmenn fyrir. í báðum til-
fellum verða hin íslensku fyrir-
tæki að greiða kostnað við ferða-
lög og uppihald starfsmanna. Þau
skilyrði verða sett, að viðkom-
andi starfsmaður hafi nokkra
reynslu í markaðsmálum og hafi
aflað sér einhverrar menntunar á
því sviði. í því tilliti má nefna, að
próf frá Útflutnings- og markaðs-
skóla íslands verður talið nægileg
menntun til þess að hafa mögu-
leika á að fara til námsdvalar.
Það er von þeirra aðila, sem að
þessu standa, að þessar náms-
ferðir verði fyrsti visir að
umfangsmiklum námsdvölum
íslendinga erlendis á sviði mark-
aðs- og sölumála. Þeir sem til
þessara verkefna verða valdir,
munu fá tækifæri til þess að kynn-
ast markaðsmálum innan frá á
þeim mörkuðum, sem þeir koma
til með að starfa á. Á næstu árum
þarf að koma fjölda íslendinga til
námsdvala erlendis. Á næstu
árum þarf að koma fjölda íslend-
inga til námsdvala erlendis. Á
þann hátt verða fleiri íslendingar
færir um að hugsa utan frá og
heim, en ekki öfugt en það er eitt
af þýðingarmestu atriðunum til
þess að ná árangri í markaðs-
starfsemi erlendis. Á þann hátt
einan getum við aðlagað vörur
okkar að kröfum erlendra mark-
aða og náð árangri í útflutningi.
I.O.O.F. Rb. Nr. 2 = 13531281/2 =
III.
□RÚN 59863127 - 1 Atkv.
Leikféíog
Akureyrar
Bióðbræður
Frumsýning
22. mars kl. 20.30
Forsala aðgöngumiða hafin.
Sími 24073.
ðTuunm
Minningarkort Möðruvallakirkju í
Hörgárdal fást í Bókaverslun Jón-
asar og hjá sóknarprestinum
Möðruvöllum.
Minningarsjöður Rannveigar og
Jóns Sigurðssonar til styrktar
æskulýðsstarfi Hj álpræðishersins.
Minningarspjöldin fást hjá Her-
mínu Jónsdóttur, Strandgötu 25b
og Hjálpræðishernum, Hvanna-
völlum 10.
Munið minningarspjöld kvenfé-
lagsins „Framtíðin". Spjöldin fást
í Dvalarheimilunum Hlíð og
Skjaldarvík, hjá Margréti Kröyer
Helgamagrastræti 9, Bókabúð Jón-
asar, Versluninni Skemmunni og
Blómabúðinni Akri, Kaupangi.
Allur ágóði rennur í elliheimilis-
sjóð félagsins.
Minningarkort Rauða krossins
eru til sölu í Bókvali.