Dagur - 06.05.1986, Page 2

Dagur - 06.05.1986, Page 2
2-DAGUR-6. maí 1986 viðtal dagsins. DAÖUI ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.________________________ Styrk staða Landsvirkjunar Rekstrarhagnaður Landsvirkjunar í fyrra nam rúmlega 253 milljónum króna og er þetta ann- að árið í röð sem hagnaður verður af rekstri fyrirtækisins. í tuttugu ára sögu fyrirtækisins hafa skipst á skin og skúrir. Fyrirtækið hefur ráðist í gífurlegar orkuframkvæmdir á síðustu árum og þannig skapað óteljandi atvinnu- tækifæri og gert það að verkum að íslending- ar geta að verulegu leyti treyst á innlenda orkuframleiðslu. En til að standa undir þess- um miklu framkvæmdum hefur þurft að taka mörg erlend lán og sum þeirra hafa reynst dýr vegna óhagstæðrar gengisþróunar og fleiri þátta. Landsvirkjun hefur gengið í gegn um mörg erfiðleikatímabil og hámarkinu var vonandi náð árið 1982 en þá nam rekstrar- hallinn 28% af rekstrartekjum. Fyrirtækinu hefur tekist að vinna sig fram úr erfiðleikun- um og eins og málum er komið er ljóst að staðan er mjög styrk. Skuldir fyrirtækisins fara minnkandi og ef ekki verður lagt í nýjar fjárfestingar er útlit fyrir að Landsvirkjun geti greitt skuldir sínar fyrir aldamót, jafnframt því sem haldið verður áfram að lækka raf- magnstaxtana. Rekstrarafkoma síðustu ára sýnir að hér er um mjög traust fyrirtæki að ræða. Landsvirkj- un er í eigu þriggja aðila, ríkisins, Reykjavík- urborgar og Akureyrar. Eignariðild þessara aðila felur í sér viðurkenningu á forystuhlut- verki þeirra í rafmagnsmálum landsmanna. Með þátttöku sinni hefur Akureyri tryggt að Landsvirkjun standi undir nafni sem raun- verulegt landsfyrirtæki en sé ekki einungis í eigu ríkisins og aðila á suðvesturhorninu. Um leið hefur það verið tryggt að heildsöluverð raforku frá Landsvirkjun verði það sama á öll- um afhendingarstöðum hringinn í kring um landið. Með hliðsjón af þessari hagstæðu aflíomu var ákveðið að greiða eigendum Lands- virkjunar arð sem nemur um 6% af framreikn- uðum eignarfjárframlögum þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem afkoma Landsvirkjunar er það góð að mögulegt hefur reynst að greiða hluthöfum arð. Arðgreiðslur til Akureyrarbæj- ar námu 2,5 milljónum króna á þessu ári. En jafnhliða þessari góðu afkomu hefur Lands- virkjun lækkað rafmagnstaxtana verulega frá því þegar þeir voru hæstir í ágúst 1983. Þessi lækkun nemur 20-30% á föstu verðlagi og útlit er fyrir að hægt verði að lækka gjald- skrána enn frekar, öllum landsmönnum til hagsbóta. BB. „Eg hef alltaf haft áhuga á flölmiölum" - segir Þórhallur Ásmundsson blaðamaður Dags á Sauðárkróki Dagur færir stöðugt út kvíarn- ar. Nú hefur verið gengið frá ráðningu blaðamanna Dags á Blönduósi og á Sauðárkróki og blaðamaður hefur verið starf- andi á Húsavík í vetur. Við höfum þegar kynnt blaðamenn Dags á Húsavík og á Blöndu- ósi og þá er komið að Þórhalli Ásmundssyni blaðamanni á Sauðárkróki. Þórhallur mun byrja í fullu starfi í næsta mán- uði. Þórhallur er úr Fljótunum, „fæddur og uppalinn á Austara- ■hóli í Flókadal, einn af átta' systkinum. ,.Það fór snemma að bera á fjölmiðlaáhuganum hjá mér og fjölmiðlar urðu snemma virkur þáttur í lífi mínu. Ég var bara smápolli þegar ég hóf að skrifa blað heima í sveitinni. Tíminn var auðvitað keyptur víða og ég hafði heyrt getið um stórblaðið New York Times, þannig að ég kallaði blaðið mitt Nútímann. Ég fór heldur leynt með Nútímann minn. Systkinum mínum fannst þetta ósköp hallærislegt og létu mig óspart heyra það, þannig að ég brenndi blaðið mitt jafnóðum og það var tilbúið.“ - Fæddur og uppalinn í sveit, þú hefur ekki stefnt að því að gerast bóndi? „Nei, ég hafði aldrei áhuga á að gerast bóndi. Flef alla tíð haft ákaflega lítinn áhuga fyrir búskap og það kom aldrei til greina að verða bóndi.“ - Skólaganga? „Ég fór í gegnum barna- og gagnfræðaskóla án þess að vera of mikið að stressa mig á að lesa heima. Nú, ég fór í landspróf og ætlaði að hafa sama háttinn á, en það gekk ekki upp. Þannig að ég fór í fjórða bekk og lauk gagn- fræðaprófi. Ætlaði í framhalds- deild, en það fórst einhvern veg- inn fyrir.“ Á árunum 1972-73 dvaldi Þór- hallur á Húsavík. „Ég vildi fara að setja mig niður einhvers staðar, en mér bara leiddist alltaf á Húsavík. Þannig að ég flutti til Sauðárkróks. Nær mínum heima- högum.“ Á Húsavík hóf Þórhallur að læra húsasmíði og hefur hann frá því námi lauk unnið við það. Þór- hallur er maður kvæntur og á hann tvö börn, tíu ára strák og sex ára stelpu. - Áhugamál? „Ég hef alltaf haft geysimikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega fótbolta. Fótboltinn var áhuga- mál númer eitt og um hann snér- ist allt líf manns á tímabili. Auð- vitað dreymdi mig um að verða snillingur, rétt eins og Þórólfur Beck og þessir kallar. Mér leidd- ust yfirleitt sveitaverk, en þau varð að vinna og ég reyndi að gera þau skemmtilegri með því Þórhallur Ásmundsson. að tengja þau fótboltanum. Eitt- hvert leiðinlegasta verk sem ég gat hugsað mér, var að bera vatn í kýrnar. Ég tók á það ráð, að skíra allar kýrnar eftir fótbolta- .liðum, hélt sjálfur með KR á þess- um tíma og sú kýrin sem dugleg- ust var að fá sér vatn hét auðvitað KR. Ég lét kýrnar berjast dálítið um vatnið, til að gera þetta meira spennandi." - Ertu ennþá að spila fót- bolta? „Já, maður er eitthvað að reyna að sparka ennþá. Ég spila með Tindastóli hér á Sauðár- króki, en liðið er í þriðju deild- inni.“ - Fer ekki mikill tími í fótbolt- ann? „Jú, mjög mikill. Og ég er allt- af að hugleiða að hætta. Ætlaði að hætta síðasta sumar, en það er eitthvað við þetta. Eftir því sem maður eldist dregur úr áhugan- um. Þetta er bara orðið tíma- spursmál.“ - Hvað kom til, Þórhallur, að þú ákvaðst að leggja hamar og nagla á hilluna og taka upp pennann? „Ætli það sé ekki ár síðan ég fór að hugsa um það alvarlega, að ég væri ekki nógu ánægður í mínu starfi. Nú, ég hef í rauninni alltaf haft áhuga á fjölmiðlum og langað til að starfa á því sviði. En datt varla í hug að ég ætti mögu- leika á'að komast að. Að minnsta kosti ekki á hinum harða mark- aði sem ríkir fyrir sunnan. En ég fór að skrifa um íþróttir í Feyki. Mest almenna pistla í léttum dúr. Og þeir fengu mjög góðar viðtökur, menn viku sér að mér á götu og sögðust hafa gam- an af. Þannig að þetta varð mér mikil hvatning. Nú, síðan gerist það að ég sæki um á Degi síðast- liðið haust og fór að skrifa dálítið í vetur.“ - Og hvernig finnst þér? »Ég er mjög hamingjusamur með þetta starf. Ég hef ekki orð- ið var við annað en jákvæð við- brögð hjá lesendum hér um slóðir. En við verðum að stefna að því að fjölga áskrifendum á svæðinu og þá skiptir miklu máli að flytja fréttir héðan. Það er bara um að gera að standa sig. Það er af nógu að taka, má segja að hér sé óplægður akur, þannig að ég kvíði ekki verkefna- leysinu." - Samkeppni við Feyki. . . „Ég reikna nú ekki með að verða í beinni samkeppni við Feyki. En það er hins vegar staðreynd með blaðamenn að þeir vilja alltaf vera fyrstir með fréttirnar. Og líka að koma með eitthvað nýtt. En eins og ég segi, um beina samkeppni verður lík- lega ekki að ræða. Ég vildi frekar kalla það aðhald. Hér er góður andi og ég hef ekki trú á öðru en að okkur semji vel,“ sagði Þór- hallur Ásmundsson blaðamaður Dags á Sauðárkróki.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.