Dagur - 06.05.1986, Side 9

Dagur - 06.05.1986, Side 9
-íþróttiL Umsjón: Kristján Kristjánsson 6. maí 1986 - DAGUR - 9 Afríkuhlaupið: Hlaupið í kapp við tímann Sunnudaginn 25. maí mun ein- hver mesti íþróttaviðburður sögunnar eiga sér staö þegar milljónir manna um allan heim munu hlaupa til styrktar bar- áttunni gegn hungurvofunni í Afríku. A íslandi verður hlaupið kallað Afríkuhlaupið, en á ensku er þessi viðburður kallaður Sport Aid og er eins og nafnið bendir til tengdur uppákomum þeim sem tónlist- armaðurinn Bob Geldoff hefur staðið fyrir síðastliðið eitt og hálft ár. Hlaupið verður á sama tíma uin heim allan, og má til dæmis geta þess að um leið og íslending- ar hefja hlaupið klukkan þrjú síðdegis leggja Ástralir af stað um hánótt. Þegar hafa íþrótta- menn í um 60 stórborgum út um allan heim tilkynnt þátttöku, og er reiknað með að þátttakendur í þessu hlaupi verði fleiri en í nokkrum einstökum íþróttavið- burði fyrr eða síðar. Þar í hópi verður fjöldi stórstjarna á ýmsum sviðum, bæði heimsfrægt íþróttafólk, Knattspyrna: Tvo top Tindastóls Knattspyrnulið Tindastóls frá Sauðárkróki keppti tvo æfingaleiki fyrir sunnan um mánaðamótin. Leikið var gegn Fylki og Ungmennafé- lagi Hveragerðis og töpuð- ust báðir leikirnir. Leikurinn gegn Fylki tapað- ist 3:0 en 3:1 gegn liði Hver- gerðinga. Það sem helst var að hjá leikmönnum Tindastóls í þessari ferð var almennt áhugaleysi leikmanna. Liðið á fyrir höndum langa og harða baráttu í 3. deildinni sem hefst seinni partinn í maí en í fyrra var Tindastóll aðeins hársbreidd frá því að vinna sér sæti í 2. deild. leikarar og tónlistarfólk. Nægir þar að nefna menn eins og Geld- off sjálfan, Bryan Robson og Maradonna. Erlendis er einna helst stílað á reynda skokkara sem þátttakend- ur í hlaupinu, en hér á landi verð- ur frekar reynt að höfða til almennings, bæði með lægra þátttökugjaldi en erlendis og svo með því að bjóða upp á mismun- andi vegalengdir. Óhætt er að hvetja alla til að leggja hönd á plóginn og gera sjálfum sér greiða með því að skokka nokkra kílómetra um leið og þeir leggja sitt af mörkum í baráttunni við hungurvofuna í Afríku. Búið er að ákveða að ágóðinn af hlaupinu hér á landi renni óskiptur til rekstrar heimil- is fyrir munaðarlaus börn í Eþí- ópíu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem verið er að reisa fyrir ágóðann af sölu hljómplöt- unnar „Hjálpum þeim“, sem ís- lenskir popparar gáfu út fyrir síð- ustu jól. Segja má því að almenn- ingi gefist nú kostur á því að reka heimilið sem poppararnir byggðu. Til þess að öðlast þátttökurétt þarf aðeins að kaupa barmmerki á 100 kr. Á mönnum liggur að sjálfsögðu engin kvöð um að skokka þótt þeir kaupi merki, en stefnan er að selja nógu mörg merki til þess að hægt sé að reka heimilið í að minnsta kost 3 ár. Auk merkjasölunnar verður reynt að afla fjár með auglýsing- um, svo og með því að safna áheitum hjá einstaklinguin og fyrirtækjum. Þeir sem áhuga hafa á því að styrkja hlaupið eða taka þátt í undirbúningi þess í sínu héraði ættu að hafa samband við Framkvæmdanefnd Afríkuhlaups- ins, en hún hefur aðsetur að Suðurgötu 22, 101 Reykjavík, s: 91-25290 - 91-26440. A.E./Reykjavík. Þessir herrainenn ætla að taka þátt í Sport-Aid hlaupinu. Frá vinstri: Bryan Robson fyrirliði Man. United og enska landsliðsins, Bob Geldof forsprakki Sport-Aid hlaupsins og Sebastian Coe hinn heimsfrægi hiaupari frá Englandi. Knattspyrna: Völsungur sigraði Einherja - í tveimur leikjum Yölsungar fengu Einherja frá Vopnafirði í heimsókn á föstu- dag og léku liðin tvo æfinga- leiki í knattspyrnu um helgina. Völsungar sigruðu í þeim báð- um með tveimur mörkum gegn engu. Leikirnir voru leiknir við erfið- ar aðstæður og var töluverð harka í leikmönnum beggja liða. í fyrri leiknum skoruðu þeir Jón- as Hallgrímsson og Svavar Geir- finnsson mörk Völsungs en þeir Jónas og Magnús Hreiðarsson í þeim síðari. Völsungar hafa átt í töluverð- um vandræðum með að æfa við sæmilegar aðstæður þar sem mal- arvöllurinn á Húsavík hefur verið í mjög slæmu standi. Hafa þeir þá gripið til þess ráðs að æfa á flugvellinum í Aðaldal. Þorleifur get- raunakóngur Ómar Rafnsson meiddist illa á æfingu fyrir skömmu og er óvíst hvort hann leikur með Völsungum í sumar. Ómar úr leik? Knattspyrnulið Völsungs varð fyrir miklu áfalli fyrir skömmu er hinn firnasterki varnarmað- ur þeirra Ómar Rafnsson meiddist alvarlega á æfingu. Ómar meiddist á hné og er jafnvel talið að krossband hafi slitnað. Ef svo er kenrur hann ekki til með að leika meira með Völsungum á þessu keppnistíma- bili. Það er þó ekki ljóst enn hversu alvarleg meiðsli hans eru en það kemur í Ijós á næstu dögurn. Ömar gekk til liðs við Völs- unga fyrir keppnistímabilið í fyrra og var einn albesti leikmað- ur liðsins í 2. deildinni á síðasta ári. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu rnikill missir það er fyrir Völsunga ef Ómar verður úr leik í sumar. Þá er getraunalcik Dags lokið að þessu sinni. Nú um helgina kepptu þeir Askell Þórisson starfsmannastjóri hjá KEA og Alfreð Almarsson og fóru leik- ar þannig að Alfreð sigraði af miklu öryggi. Hann hafði 8 leiki rétta en Áskell aðeins 3. Áskell hefur engu að síður staðið sig vel fram að þessu ef tekið er tillit til þess að hann hef- ur ekkert vit á fótbolta. Sigurvegari í getraunaleiknum varð Þorleifur Ananíasson hand- knattleikskappi úr KA en hann lagði 6 andstæðinga að velli í vet- ur og þar á meðal nokkra Þórs- ara. Þorleifur fær sín verðlaun afhent innan tfðar en á þessu stigi er ekki hægt að láta uppi hver þau eru. Þar sem Alfreð Almarsson sigraði nú um helgina hefur verið ákveðið í samráði við Þorleif sig- urvegara að þeir tveir hefji leik- inn á hausti komanda í getrauna- leík Dags, þegar enska deildar- keppnin fer af stað að nýju. Vonandi hafa keppendur svo og aðrir lesendur blaðsins haft gaman af keppninni. Þorleifur Ananíasson getrauna- kóngur Dags.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.