Dagur - 15.08.1986, Side 3
15. ágúst 1986 - DAGUR - 3
Vallhólmur:
Engar birgðir að ári?
„Þetta verða líklega 11-1200
tonn sem við framleiðum í
sumar. Óseldar birgðir eru
800-900 tonn. Við höfum því
2000 tonn til ráðstöfunar fram
að næsta hausti og mér sýnist
það borðliggjandi að það magn
seljist upp,“ sagði Sigtryggur
Björnsson, deildarstjóri fóður-
vörudeildar KS, þegar blaðið
hafði samband við hann og
innti hann eftir gangi mála hjá
graskögglaverksmiðjunni í
VaUhólma.
Hann sagði framleiðsluna í
sumar ekki vera nema helming á
við framleiðslu síðasta árs, þar
sem aðeins túnin hefðu verið
slegin, en ekki grænfóðurfram-
leiðsla eins og síðastliðin ár. Sig-
tryggur sagði að vegna óvissu um'
rekstur verksmiðjunnar í vor,
hefðu vorverk tafist, þannig að
áburður var borinn á 10.-25.
júní. Sláttur hófst síðan um 10.
júlí. Ekki fæst eins mikið af tún-
unum og reiknað var með, vegna
þess hve snemma var slegið mið-
að við sprettu.
í sumar hafa unnið í verk-
smiðjunni 5-8 manns. Sigtryggur
kvað mjög vaxandi notkun gras-
köggla í fóðurblöndur og bara
hjá KS færu 150-160 tonn í fóð-
urblöndur á þessu ári. Verk-
Afmælisgjöf Reykjavíkurborgar:
1200 plöntur gróður-
settar í júní sl.
„Já, Akureyrarbær lagði drög
að því á sínum tíma og það má
eiginlega segja að það sé búið
að afhenda gjöfina,“ sagði
Gunnar Ragnars þegar hann
var spurður hvort Akureyrar-
bær myndi gefa Reykjavíkur-
borg eitthvað í tilefni 200 ára
afmælis borgarinnar.
Gunnar mun fara til Reykja-
víkur og verða þar viðstaddur
hátíðahöld nk. sunnudag sem
fulltrúi Akureyrar.
„í júnímánuði í vor fór héðan
flokkur ungmenna til Reykjavík-
ur og plantaði þar einum 1200
plöntum, að ég held, undir stjórn
garðyrkjustjóra. Þessu var plant-
að í reit inn við Suðurlandsbraut.
Nú er búið að útbúa skjöld og á
honum stendur hver hafi gert
þetta og í hvaða tilefni og þessi
skjöldur verður síðan settur á
stein sem verður í þessu lundi.
Ég held að þetta sé vel til fallið
hjá Akureyrarbæ því hann er ein-
mitt þekktur fyrir mikla garð-
Tölvusýning
í Gamla Lundi
1 gær og í dag, föstudag, verð-
ur haldin kynningarsýning á
Apple Macintosh.
Sýningin verður í Gamla Lundi
við Eiðsvöll milli kl. 13 og 18.
Stjórnendur fyrirtækja, félaga og
stofnana eru hvattir til að koma á
sýninguna því auk tölvubúnaðar-
ins verða kynnt sérhönnuð forrit
fyrir lækna, lögfræðinga, tækni-
teiknara, verkfræðinga, fataút-
flytjendur og fleiri. Auk þess
verða kynnt hefðbundin forrit.
Aréttun
prýði og fallegan gróður,“ sagði
Gunnar Ragnars. JHB
smiðjan hefur selt köggla um allt
Norðurland, en Sigtryggur kvað
erfitt að reikna með hve mikil
eftirspurn yrði eftir graskögglum
í vetur eftir gott heyskaparsumar
og skerðingu á fullvirðisrétti, sem
hefði greinileg áhrif á fóðurnotk-
un. Sér sýndist þó að engar birgð-
ir yrðu til hjá þeim næsta haust.
Nokkur óvissa ríkti um áfram-
haldandi rekstur verksmiðjunnar
í vor og er reyndar enn. Sýnt
þætti að verksmiðjan yrði ekki
rekin af Vallhólma hf., sem fékk
greiðslustöðvun í vor, en það
fyrirtæki var að meirihluta í eigu
ríkisins. Á aðalfundi KS í vor
kom fram vilji um að kaupfélagið
beitti sér fyrir áframhaldandi
rekstri verksmiðjunnar. Kaupfé-
lagið sendi síðan inn leigutilboð,
sem ekki var sinnt því þá var
verksmiðjan auglýst til sölu.
Félagið sendi þá inn kauptilboð,
sem tekið var af stjórn verk-
smiðjunnar og samið um að KS
tæki við rekstri verksmiðjunnar
frá 1. júní. Sá samningur gildir til
15. september og er óvíst ineð
framhaldið. -þá
STOPPið og lesið
Nemendur VMA og velunnarar
skólans takið eftir!
Peysur og bækur skólans bjóöast ykkur nú tíl kaups
á hreint frábæru veröi.
Peysa........... 1.100.-
Minerva ’84-’85 .. 100.-
Minerva ’85-’86....300.-
Hringið í síma 22585 (Sigfús) eftir kl. 19.00 og varan
veröur keyrð heim til ykkar.
ATH: Takmarkaðar birgðir
Skólafélag VMA.
Ekki sambærilegt verð
Félag málmiðnaðar-
manna á Akureyri
Félag málmiðnaðarmanna Akureyri mynnir félags-
menn sína á að nú eru síðustu forvöð að láta skrá
sig í Vestmannaeyjarferðina 21. ágúst n.k.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 9 og
12 í síma 26800.
Vilhelm Ágústsson hafði
sambandi við blaðið vegna
fréttar um verð á hamborgur-
um sem birtist í blaðinu í gær.
Fram kom í fréttinni að ham-
borgari með sósu, lauk, osti og
ananas kostaði 105 krónur í Gler-
árstöðinni, en 205 krónur í Esso-
nestunum. Vilhelm sagði að verðið
á þeim væri ekki sambærilegt
vegna þess að þeir hamborgarar
sem keyptir eru í Glerárstöðinni
eru tilbúnir fyrirfram og þeim
stungið í örbylgjuofn. Hins vegar
eru þeir hamborgarar sem keypt-
ir eru í Esso-nestunum steiktir
fyrir viðskiptavininn samkvæmt
hans óskum og vali, auk þess
sem þeir eru stærri. .
Þá sagði Vilhelm ennfremur að
hægt væri að kaupa svokallaða
tilboðshamborgara og væru þeir
á 130 krónur, nýsteiktir. Taldi
hann því að verð á hamborgurum
þeim sem bornir voru saman í
könnun Neytendafélagsins væri
ekki sambærilegt.
Útimarkaður
í Reistarárrétt
laugardaginn 23. ágúst.
Þeir sem viija selja varning þar eru beönir að panta
réttardilk hjá Árna Arnsteinssyni (sími 26783) eöa
Bjarna Guðleifssyni (vinnusími 24733, heimasími 26824).
Dilkurinn kostar kr. 350.-
UMF Skr. UMFM.
Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis
í þætti í blaðinu 14. ágúst „Allt
spyr“ er rabbað við þær Berghildi
Þóroddsdóttur og Jóhönnu Krist-
jánsdóttur um dvöl þeirra í skóla
í Suður-Englandi. Svar Jóhönnu
við spurningunni: Hafið þið farið
áður í svona málaskóla? er rétt
svona: „Þetta er í þriðja skiptið
sem ég fer. Fór fyrst 16 ára, svo
átján og síðan núna tvítug. Það
er alltaf gagn af því að fara og
læra málið hvort sem um er að
ræða 16 ára ungling eða fólk á
hvaða aldri sem er.“
Þá slæddist reikningsvilla inn í
frétt blaðsins af nýjum miðlun-
argeymi vatns á Blönduósi.
Geymirinn tekur 970 rúmmetra
vatns sem jafngildir 970 þúsund
lítrum en ekki 97 þúsund lítrum
eins og sagt var.
Vörutegundir Nœtursalan Strandgötu 5 Gleráratöðin Tryggvabraut UKE Vaglaekógi Ferðanesti v/EyJaf braut Essonesti Krókeyri Essonesti //Hörgérbraut Essonesti v/Tryggvab. Versl. Dröfn Dalvik Borgarsalan 1 láöhústorgi 1 ^ íæsta /erð lægsta veró mism. %
Hamborgari m/sósu,lauk, osti og ananas 130,- 105,- 190,- 165,- 195,- 205,- 160,- 205,- 105,- S >5,24
Pylsa m/öllu 60,- 60,- 60,- 60,- 60,- 60,- 60,- 60,- 60,- 0
Heit samloka m/osti, skinku og ananas 95,- 85,- 100,- 105,- 120,- 120,- 120,- 95,- 120,- 85,- 11,18
Köld samloka 65,- 70,- 70,- 70,- 80,- 80,- 80,- 74,- 75,- 80,- 65,- 23,08
Sanitas lageröl (innihald) 35,- 35,- 35,- 35,- 35,- 35,- 35,- 36,- 35,- 36,- 35,- 2,85
Sanitas pilsner (innihald) 30,- 29,- 31,- 29,- 29,- 29,- 33,- 29,- 33,- 29,- L7,24
R$de orm (stór) 45,- 45,- 46,- 59,- 56,- 50,- 50,- 45,- 45,- 59,- 45,- 35,11
Carlsberg (stór) 55,- 54,- 56,- 59,- 65,- 65,- 65,- 55,- 56,- 65,- 54,- 20.37
Pripps (stór) 45,- 45,- 45,- 45,- 45.- 0
Pripps (lítll) 37,- 40,- 32,- 32,- 41,- 38,- 41,- 32,- >8,13
Mix 15,- 15,- 15,- 15,- 15,- 15,- 15,- 15,- 15,- 0
Coke cola 1 1/2 1. 90,- 85,- 85,- 85,- 85,- 85,- 85,- 85,- 90,- 85,- 5,88
Kúlur (litlar) 0,50 0,50 1,- 0,50 1,- 0,50 0,50 1,- 0,50 100,-
Kúlur (stórar) 1,50 1,50 1,- D - *- r 1,50 2,- 1,50 1,5C 2,- 1,- 100,-
Töggur 1,- 1,- 1,- 1,- i,- 1,- 1,- 1,- 0
Kit kat (litið) 11,- 12,- 13,- H,- n,- 12,- H,- 15,- 13,- 15,- 11,- 36,36
Kit kat (stórt) 22,- 23,- DD _ 1 22,- 23,- 22,- 30,- 24,- 30,- 22,- j 36,36
Blandaður appollo 40,- 40,- 50,- 45,- 41,- 40,- 43,- 41,- 41," 50,- 40,- 25,-
Snickers 25,- 24,- 25,- 25,- 24,- 25,- 24,- 24,- 25,- 25,- 24,- 4,17
Freyjuris (stærri gerð) 40,- 40 40,- 41,- 40,- 46,- 40,- 41,- 46,- 40,- 15,-
Wrigleys 1 pk. 18,- 17,- 17,- 20,- 17,- 17,- 17,- 18,- 17,- 20,- 17,- 17,65
Sl. viku gerði Neytendafélag Akureyrar og nágrennis verðkönnun á ýmsum vórutegundum í 9 sjoppum á Akureyri, Dalvík og í Vaglaskógi