Dagur - 15.08.1986, Síða 4

Dagur - 15.08.1986, Síða 4
4 - DAGUR - 15. ágúst 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavikvs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bágborið ástand í mcdefnwn aldraðra UeiðarL Ástandið í málefnum aldr- aðra á Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðinu er ákaflega bágborið. Jafnvel er það talið svo slæmt að það hafi sjaldan verið verra. í skýrsl- um sem fjalla um þetta mál hefur verið talað um æpandi þörf á flestum svið- um þjónustu við aldraða. Skortur á hjúkrunarrým- um fyrir langlegusjúklinga er mjög mikill. Talið er að nú þegar vanti um 40 legu- rými fyrir langlegusjúklinga til viðbótar því sem fyrir er, en hjúkrunarrúm fyrir lang- legu sjúklinga eru á Dvalar- heimilinu Hlíð, á Systraseli, á B-deild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og á Kristnesspítala. Fjölmargir aldraðir Akureyringar þurfa á því að halda að komast inn á hjúkrunardeild, en öll sund virðast lokuð. Margir verða að dveljast í heima- húsum þó aðstæður þeirra og heilsufar bjóði ekki upp á slíkt. Samkvæmt sænskum staðli sem sannreyndur hefur verið hér á landi hefur komið í ljós að þörf á hjúkr- unarrými sé 70 rúm fyrir hverja 1000 íbúa 70 ára og eldri. Við okkur blasir þá sú staðreynd að um næstu aldamót, eða eftir 14 ár, vantar 127 pláss fyrir hjúkr- unarsjúklinga á þjónustu- svæði FSA. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, 14 ár eru ekki langur tími. Ráða- menn verða að fara að huga að þessum málum. Að öðr- um kosti mun ástandið verða enn verra en það nú er. Að málefnum aldraðra verður að vinna markvisst og skipulega og móta þarf heildarstefnu. Það er eng- um vafa undirorpið að þeir sem ungir eru í dag gera mun meiri kröfur um aðbúnað en sú kynslóð sem nú dvelur á dvalar- og hj úkrunarheimilum. Spá um mannfjölda og aldursskiptingu leiðir í ljós að fjöldi 65 ára og eldri mun tvöfaldast á árunum 1981- 2001 og fjöldi þeirra sem ná 85 ára aldri mun rúmlega fimmfaldast á þessum sama tíma. En það er ein- mitt sá hópur sem mest þarf á þjónustu stofnana að halda. Meðalaldurinn hækkar sífellt, hópur aldr- aðra verður stærri og stærri. Við þessari þróun hefur ekki verið brugðist sem skyldi. Enda er ástand- ið eins og fyrr segir afar bágborið. Fjöldinn allur af eldri Akureyringum dvelst í heimahúsum þó vitað sé að þeir þurfi nauðsynlega á þjónustu stofnana að halda. Við þessum vanda verður að bregðast á réttan hátt. Það er kominn tími til að menn átti sig á hvernig ástandið er og hvert stefnir. En umfram allt þarf að gera eitthvað í málinu. -mþþ Hjálpræðisherinn: Popp-hljómsveit til Akureyrar - heldur hljómleika í göngugötunni í dag Föstudaginn 15. og laugardaginn 16. ágúst kemur norsk popp- hljómsveit til Akureyrar. Nafn hennar er „NSB-Norske salva- sjonisters band“ eða á íslensku „Hljómsveit norskra hermanna" og er hún frá Hjálpræðishernum. Hljómsveitin er mjög vinsæl, bæði innan Hjálpræðishersins og hvar sem hún hefur komið fram. Má geta þess að hún kom fram í einum vinsælasta þætti norska sjónvarpsins og fékk góða dóma meðal fólks. NSB lék og söng Iíka við mikl- ar vinsældir í Evrópuferð sinni fyrir stuttu. Seinna á þessu ári munu þau fara alla leið til Ástralíu og Nýja Sjálands. Hér á Akureyri verða útihljómleikar í göngugötunni föstudaginn 15/8 kl. 14.00. Síðan verða aðalhljómleikar í Dyn- heimum kl. 20.30. Á laugardag- inn verður söng- og hljómleika- samkoma á sama stað kl. 17.30. Með tæknimönnum telur hópur- inn 13 manns. Fararstjóri verður íslendingurinn, kapteinn Daniel Óskarsson. Hjálpræðisherinn. Akureyri: Fjördagar skáta - Heilmikil hátíð um helgina ókeypis. Reist verða veitinga- tjöld og verður þar selt t.d. kaffi, gos og ýmislegt meðlæti. Um klukkan 20.30 á laugardags- kvöldið verður svo haldin hljóm- sveitakeppni, en á miðvikudag höfðu einar 3 eða 4 sveitir skráð sig til keppni. Þá verður kveikt í stórum varðeldi og komið upp grillveislu. Verður grillaður stór kjötskrokkur og öllum gefið meðan birgðir endast. Seldar verða síðan pylsur og annað kjöt og fólki gefinn kostur á að grilla sér sjálft. Hátíðinni lýkur svo um klukkan 11 á útihátíðarsvæðinu með flugeldasýningu, sem Hjálp- arsveit skáta sér um og eftir það verður haldið ball í Dynheimum. Hátíðin hefst síðan aftur á sunnudaginn með tívolíinu og verður þá eitthvað óvænt líka. Dagskránni lýkur svo um klukk- an 5 á sunnudaginn. Skátabanda- lag Akureyrar er sameining á Skátafélagi Akureyrar og Kven- skátafélaginu Valkyrjan. Það eru félagsforingjarnir Tryggvi Mar- inósson og Ragnhildur Jónsdóttir sem hafa séð að mestu um undir- búning hátíðarinnar. Ragnhildur var einnig ráðin framkvæmda- stjóri. Fjördagar skáta eru í senn hátíð og fjáröflun. Það er því mikil ástæða til að hvetja fólk til þátttöku í hátíðinni og styrkja um leið þessu mikilhæfu æsku- lýðshreyfingu sem skátarnir vissulega eru. „Og þá er ekkert eftir nema að setja upp sparibros- ið og drífa sig af stað - og ekki orð um það meir!“ -SÓL Dagana 16.-17. ágúst verða Fjördagar skáta haldnir á úti- vistarsvæðinu fyrir neðan Sam- komuhúsið. Það er Skáta- bandalag Akureyrar sem stendur fyrir dögunum og verður boðið upp á fjölmargt til skemmtunar. Tívolí þeirra skáta verður í gangi í tvo daga, og þrátt fyrir dálítið leiðinlega spá, eru mögu- leikar á skemmtilegu veðri annan hvorn daginn. Þeir taka því þarna ákveðna áhættu, en víst er að fólk lætur ekki smá norðan- vind koma í veg fyrir góða hátíð, sem þessi hátíð vissulega er. Fjördagarnir byggja mikið á krökkum. Þeir stjórna tívolíinu og gera allt sjálfir. Þar er stílað á félagskraftinn. Skátarnir byrjuðu að reisa tjöldin strax á miðviku- dagskvöld og haldið verður áfram þar til allt er tilbúið á laug- ardaginn. Hátíðin hefst klukkan 14 á laugardaginn með karamellu- regni úr flugvél. Því næst hefst tívolíið og stendur það til klukk- an 18. Krakkarnir selja inn, og er af því tilefni gefinn út sérstakur gjaldmiðill: Tívolímörk. Gestir kaupa síðan þar til gerðar blokkir og mun kosta frá 1 miða upp í 3 í tækin. í sum tækin verður jafnvel Skátar standa fyrír heilmiklu fjöri um helgina.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.