Dagur - 15.08.1986, Page 8

Dagur - 15.08.1986, Page 8
8 - DAGUR - 15. ágúst 1986 I Síðastliðin 23 ár hefursr. Björn H. Jónsson starfað sem sóknarprestur á Húsavík en mun láta afembætti íhaust. „Ég er íraun hœttur störfum, “sagði Björn. „Égsagði upp frá ogmeð fyrsta júní og mun láta afembætti 1. sept., en þann 25. júlífór ég í sumarleyfi. “ Þetta eru tímamót fyrir Húsvíkinga, margir þeirra munu sakna prestsins sem um svo langt skeið hefur tekið þátt í þeirra mestu gleði- eða sorgarstundum. Þetta eru ekki síður tímamót í lífi prestsins sem ákveðið hefur að láta af störfum fyrr en skyldan býður og enn á góðum aldri. Því hefur hann verið beðinn að mæta til helgarviðtals í dag, líta til baka til liðinna ára en einnigfram á veginn. „Ég er fæddur á Bakka, Viðvíkur- sveit í Skagafirði 31. október 1921, er sjöunda barn foreldra minna og langyngstur. Pað voru tuttugu og eitt ár milli elsta og yngsta barnsins svo ég er algjört örverpi. Ég ólst upp í foreldrahúsum og fór ekkert að heiman fyrr en ég tók inn- tökupróf í gagnfræðadeild Mennta- skólans á Akureyri 1944, þar settist ég í menntadeild 1945 og lauk stúd- entsprófi 1947, einn af sfðasta ár- gangnum sem Sigurður Guðmunds- son skólameistari útskrifaði en á sumrin var ég heima og heyjaði með foreldrunum." - Attirðu góða æsku? „Ég átti góða æsku, ákaflega frjálsa á margan hátt, auðvitað var ætlast til að maður ynni þegar þess var þörf og það gerði maður ósvikið en þess á milli átti maður ágæt frí. Það var svo margt hægt að gera sér til skemmtunar, túngirðingin lá á sjáv- arbakkanum og stutt var í fjöruna. Bakkarnir voru misbrattir og þar var hægt að klifra, æfa sig þar til hægt var að taka fyrir brattari bakka. Skammt frá var lækur, þar var silungur og ýmislegt hægt að gera, útbúa bæði hafnir og bryggjur. Æskan var afskaplega björt og ánægjuleg." Mátti heita trúlaus um tíma - Var stúdentinn strax ákveðinn að fara í guðfræðideild? „Alls ekki, undir niðri var ég ákveðinn í að verða bóndi og hugðist ekki fara til náms en tólf ára stúlku úr Reykjavík sem var í sveit hjá okk- ur yfir sumar fannst ég hafa svo mik- inn áhuga á bókum að hún sagði móður sinni frá því þegar hún kom heim um haustið og móðir hennar sendi mér síðan heilmikið af dönsk- um blöðum. Petta voru Familie Journal og Hjemmet árgangar 1939- 40, mér fannst blöðin skemmtileg og það var svo margt í þeim að sjá að ég fór að lesa og það varð eiginlega vísir að því að ég fór að hugsa meira um skólagöngu. Pað mátti heita að ég væri lesandi á dönsku og ensku þegar ég kom í skólann. Það vildi svo vel til fyrir mig að nýr prestur kom og settist að í Vatnsleysu klukkutíma gang frá heimili mínu og nítján ára tók ég þá ákvörðun að ganga til lians annan hvern virkan dag til að læra undir menntaskóla og þannig las ég undir gagnfræðaprófið. Samhliða þessu hirti ég fé á vet- urna. Pað var afskaplega ánægjulegt tímabil þegar ég kom í Menntaskól- ann á Akureyri. Ég þekkti að vísu ekki marga en bekkjarsystkini mín tóku mér afskaplega vel. Þó ég kæmi þarna mjög svo sveitamannslegur reyndust þau mér hinir ágætustu félagar, ég féll vel inn í bekkinn og varð á engan hátt útundan, vinátta við skólafélagana hefur haldist fram til þessa dags. Það var svolítið sérstakt með þennan bekk. Þegar búið var að taka miðsvetrarpróf í fjórða bekk og bekkjarskráin var lesin yfir kom í ljós að engan mann hafði vantað frá því að skólinn byrjaði um haustið og þar til prófin hófust. Enginn maður hafði fengið leyfi eða komið of seint þannig að engin athugasemd var til í bókinni. Fyrir þetta voru okkur veitt eins konar verðlaun, þriggja daga orlof í skíðaskálanum við skíðanám og skemmtilega leiki. Þetta voru indælir en erfiðir dagar. Pegar ég hélt til náms hafði ég guð- fræðina í huga en í Menntaskólanum lærði ég útdrátt úr þróunarkenningu Darwins. Ég man að Steindór Stein- dórsson sagði við mig að aðeins vant- aði einn hlekk til að sanna að maður- inn væri kominn af öpum. Móðir mín hafði trúað sköpunarsögunni í Biblí- unni og ég hafði tekið hana sem sjálf- sagðan hlut. Þegar ég rakst þarna á það sem mér virtust vera tvær and- stæður og vildi hvorugan aðilann rengja varpaði ég frá mér öllum hug- myndum um guðfræðinám og einnig trú þannig að ég mátti heita trúlaus „í Menntaskólanum lærði ég úrdrátt ú um tíma, ákvað að fara í viðskipta- fræði og sendi umsókn.“ - Hugmyndina um að gerast prestur hefur þú fengið snemma? „Já, ég var unglingur þegar það hvarflaði að mér að fara í prest, reyndar hafði mér dottið í hug að gerast læknir, eftir að ég hvarf frá því að fara í guðfræðideild en fannst ég vera of veikgeðja og viðkvæmur, finna of mikið til með þeim sem meiddu sig eða áttu bágt að ég hefði ekki þrek til læknisstarfa. Það kom annað í ljós seinna en þá var það orð- ið of seint og ég sé ekki eftir því vali sem endanlega varð. Það sem breytti því að ég fór ekki í viðskiptafræði eins og ég hafði sent umsókn um var að daginn sem staðfesta átti umsókn- ir mætti ég rétt fyrir kl. 12 til að spyrja svona í öryggisskyni hvort ég væri ekki skráður í viðskiptadeild, en þá kom í ljós að ég var alls ekki inn- ritaður í Háskólann. Rétt áður hafði ég mætt prestinum sem fermdi mig og hann mælti eindregið með að ég þróunarkenningu Darwins.“ færi í guðfræðideild svo ég hugsaði mér að best væri að innrita sig í guð- fræðideildina. Þegar ég var að fara út mætti ég einmitt póstinum með um- sóknina í viðskiptadeildina, en þá kom hún of seint. Segja má að líf mitt hafi heilmikið breyst þegar ég kom í Háskólann. Á Akureyri hafði ég haldið til hjá syst- ur minni, bróður og mági, en í Reykjavík hélt ég til á stúdentagarði. Ég vann eitt og annað með náminu, t.d. á Háskólabókasafninu hjá Birni Sigfússyni, það var mjög skemmti- legt og lærdómsríkt. Ég tók þátt í félagslífi, þó ég hefði ekkert ætlað að blanda mér í slíkt sogaðist ég ósjálf- rátt inn í alls konar félagsstörf. Á Ströndum gerðu menn það besta úr hlutunum. Ég lauk guðfræðináminu 1951 og fór þá beint í prestsstarf á Árnesi á Ströndum. Þangað var mjög svo athyglisvert að koma, í raun er þetta mjög afskekktur staður og ég átti von á heldur hjárænulegu fólki og ef til vill sérvitru en það fór allt á annan veg. Þegar ég kynntist fólkinu þá var það kjarnafólk og athyglisvert að margt af unga fólkinu virtist hafa far- ið að heiman einhvern tíma, kynnst mörgu annars staðar og virtist hafa flutt með sér það besta úr menning- unni sem það kynntist og nýtt sér heima fyrir. Þannig að þarna hitti ég fyrir frjálslynt og víðsýnt fólk, glað- lynt fólk sem kom fram mjög svo eðlilega. Þarna var ósköp indælt að vera. Ég stundaði búskap, var með þrjátíu kindur þegar ég var fjársterkastur bóndi, einn hest og eina kú, en kött eða hund eignaðist ég aldrei. Trillu átti ég og réri til fiskjar. Það gat verið dálítið erfitt yfirferð- ar þarna á Ströndunum, miklar vega- lengdir og bílum var ekki komið við nema í örstuttan tíma úr árinu. Þá varð annað hvort að fara á hesti, gangandi, á skíðum eða á sjó og allt þetta reyndi ég. Það þýddi ekkert að víla fyrir sér til hvers var gripið held- ur varð að laga sig eftir aðstæðum hverju sinni.“ - Lentirðu í ævintýralegum ferða- lögum? „Varla get ég nú sagt það. Kannski minnist ég einnar ferðar, þá var ég að fara norður í Ófeigsfjörð til að gifta, fór með bíl norður á Eyri, steig þar á skipsfjöl í fimm tonna trillu sem var með stýrishúsi fyrir stjórnandann en ég og veislugestirnir sem einnig voru með sátum í opnum bátnum. Þetta var allt í lagi út Ingólfsfjörðinn en þegar komið var fyrir Seljanes þá var mikill gjálfrandi á hliðina svo mastrið var lagt meðfram kulborðshliðinni og seglinu síðan slegið yfir og síðan var haldið uppi baðstofuhjali í myrkrinu undir seglinu. Þetta var mjög svo skemmtileg ferð og þannig var oft þarna á Ströndum menn gerðu það besta úr hverri ferð. Ég fór frá Árnesi 1955 og fór að vinna á fasteignasölu hjá Einari Sig- urðssyni Ingólfsstræti 4 og vann þar uns ég hóf kennslustörf við Austur- bæjarskóla þetta sama haust. Við Gagnfræðaskóla Austurbæjar kenndi ég í níu ár. Þetta var fjölmennur skóli, upp undir þrjátíu kennarar margir hinir mætustu menn og nem- endur voru um sex hundruð. Ég kynntist þarna mörgu fólki og nem- endurnir voru mér afskaplega góðir og elskulegir, stundum þurfti aðhald en vinátta sem þau samskipti skilja eftir var miklu meira virði. Síðustu árin sem ég kenndi þarna var ég í lögreglunni á sumrin, fór þangað upphaflega til að kynnast utangarðs- fólki sem sálfræðingur og ætlaði ekki að vera nema mánuð en svo fór að ég var fjögur sumur og fjögur jólaleyfi. Þetta var bæði skemmtilegur, alvar- legur og fræðandi tími. Stundum sá maður mannlífið í dökkum myndum en einnig sá maður björtu hliðarnar. Sá hversu nauðsynlegt var í raun að umgangast þetta fólk með réttu hugarfari, ekki sem dómari heldur sem mannbætari." Veit að ég hneykslaði suma - Þú komst til Húsavíkur sumarið 1963, maður á besta aldri en svolítið öðruvísi prestur en fólk var vant og þú fórst að stunda ýmis störf. Hvern- ig var þér tekið? „Af mörgum var mér vel tekið og ekki illa af neinum en ég held að sumum hafi ef til vill fundist nóg um hversu frjálsmannlega ég hagaði mér og að ég skyldi ganga að hinum ýmsu störfum eins og mér þótti henta. Prestsstarfið eitt út af fyrir sig fannst mér allt of lítið, ég þurfti að hafa

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.