Dagur - 15.08.1986, Síða 13

Dagur - 15.08.1986, Síða 13
-vísindL 15. ágúst 1986 - DAGUR - 13 Innan nokkurra ára mun vinnsla með hefðbundnum tölvum sem þessari breytast töluvert, a.m.k. á sumum sviðum. Nýjar hugmyndir við uppbyggingu tölva Frá árinu 1947 þegar fyrsta forritanlega tölvan leit dagsins Ijós, hefur grundvallar upp- bygging tölva verið sú sama, þó að tækniþróunin hafi gert það að verkum að t.d. hraði og minnisrýmd tölvanna hafi auk- ist margfalt. Það er fyrst nú sem að einhverju marki er far- ið að huga að verulegum breyt- ingum á grundvallar uppbygg- ingu tölvanna. I eftirfarandi grein mun reynt lítillega að skýra frá nýrri gerð tölva sem eru í hönnun. Þessar nýju framtíðartölvur hef ég kosið að kalla „fjöltölvur“ en á enskri tungu nefnast þær „paralell computers“. David Kuck og starfslið hans í Illinois háskólanum er um þessar mundir að vinna að smíði einnar fyrstu raunverulegu fjöltölvunn- ar. Þessi nýja gerð tölva er talin koma til með að breyta allri tölvuvinnslu og forritunargerð á nokkuð skömmum tíma þegar hún fer á almennan markað. Pað verður í fyrsta lagi í kringum 1992. í sem allra skemmstu máli nær heitið „fjöltölva" (heitinu verða gerð betri skil síðar) yfir tölvur sem ekki er aðeins stjórn- að af einni örtölvu heldur fjölda örtölva sem tengdar hafa verið saman. Við gerð hvers forrits er hverju verkefni skipt niður á hverja örtölvu í forritinu sjálfu og geta örtölvurnar skilað hverri niðurstöðu samtímis ef þörf krefur, allt eftir hentugleika hverrar. Hugmyndin að þessum fjöl- tölvum er alls ekki ný. Sam- kvæmt riti frá miðri 19. öld, sagði Charles Babbage, sem kallaður hefur verið „langafi tölvutækn- innar“, að fljótvirkara væri ef nokkrar af hans upphugsuðu reiknivélum væru tengdar saman til að gefa fleiri niðurstöður á sama tíma, í stað þess að ein vél ynni að heilu verkefni. John von Neuman sem bjó til fyrstu forrit- anlegu tölvuna árið 1947 sá einn- ig að hagnýtara væri að tengja tölvur saman og láta þær skipta einu verkefni á milli sín. Kostn- aðurinn vegna allra rafleiðslna,. tenginga og lampa varð honum þó um megn svo að hann lagði hugmyndina á hilluna. í stað þess hannaði hann tölvu sem skipta má í þrjá aðalþætti. Minni sem geymir upplýsingar og skipanir, reikniverk (örtölvu) sem notar skipanirnar til að vinna úr upp- lýsingunum, inntak og úttak. Hugmynd þessi er ágæt og enn í notkun en hefur þó einn megin galla. Aðeins eina aðgerð er hægt að framkvæma í einu. Þessi staðreynd gerir það að verkum að hraði tölva í dag er í raun mjög takmarkaður. Hraði tölva er mældur á marg- an máta. Ein algengasta aðferðin er að nota eininguna „flop“ en hún segir til um hversu margar reikn- isaðgerðir einhver ákveðin tölva framkvæmir á einni sekúndu. Þannig er t.d. IMB PC tölvan 0.1 megaflop (getur framkvæmt 100.000 reiknisaðgerðir á hverri sekúndu). Cray Research Inc. er fyrirtæki í Minneapolis í Banda- ríkjunum sem framleiðir t.d. Cray-2 tölvuna, þá hina sömu og talin er sú hraðvirkasta í heimin- um í dag. Hraðinn er 1200 mega- flop. ETA Systems (bandarískt fyrirtæki) er að vinna að tölvu sem á að vera 10.000 megaflop. Mun þar ærlega þurfa að grípa til buddunnar góðu. Hvorug þess- ara tölva er þó fjöltölva þó að Cray-2 hafi fjórar örtölvur og ETA-tölvan átta, örtölvurnar eru ekki tengdar innbyrðis eins og í fjöltölvum. En stöldrum nú aðeins við. Hvers vegna þurfum við í raun svo hraðvirkar tölvur? Er ekki meira en nóg að geta framkvæmt 0.1-100 megaflop á einni sek- úndu? Jú, í mörgum tilfellum. T.d. á sviði viðskipta þar sem 0.1 megaflop (IBM PC) er oft nægj- anlegt. Sóknin í hraðvirkari tölv- ur er einkum frá verkfræðingum, vísindamönnum, hönnuðum og fleirum. í langflestum vísinda- greinum eru ýmsar athuganir í gangi, hvernig líkan hegðar sér við mismunandi aðstæður, hvern- ig vegir og göng eigi að líta út sem verið er að hanna, hegðun hafstrauma, rannsóknir slysa, o.fl. o.fl. Með núverandi tölvubúnaði mundi t.d. taka marga klukku- tíma að líkja í þrívíðu formi eftir hafstraumum á ákveðnu haf- svæði. Góð eftirlíking er til af kjarnorkuslysinu á Three Mile Island á tölvu en það tekur 10 klst. að keyra forritið sem sýnir slysið. Fyrir Cray-2, hraðvirkustu tölvu í heimi, tekur það 3 klst. að spá fyrir um veðrið í heiminum, sem gert er á hverjum degi. Peir sem um það sjá, á alþjóða veður- fræðistofunni, segja að spáin sé byggð á lágmarksupplýsingum sem gera spána mun ónákvæmari en hún gæti verið. Enn ein þörfin fyrir hraðvirkari tölvur er að eiga möguleika að vinna eitthvert verkefni með fleiri gögnum (upp- lýsingum), án þess að hraðinn fari undir ákveðið lágmark hverju sinni. Það gefur þá nákvæmari niðurstöðu en ella og kemur það sér vel á öllum sviðum. Sú fjöltölva sem David Kuck og starfslið hans í Illinois háskólanum hefur undanfarin misseri verið að vinna að mun verða samansett úr nokkrum þús- undum örtölva. ímyndið ykkur hraðann! Ef nokkrar Cray-2 tölv- ur væru tengdar saman væri það ekki aðeins margmilljóna dollara verk heldur einnig takmarkað því að hverju verkefni væri aðeins hægt að skipta í nokkra hluta. Betra væri auðvitað að gera eins og David Kuck og starfslið hans í Illinois háskólanum gerir, smíðar fjöltölvur með nokkur þúsund örtölvum. Hraða þeirrar tölvu áætla þeir milljón megaflop og ætla þeir hana til notkunar á sviði flestra vísindagreina. í eftirfar- andi töflu er hægt að sjá hraða- mismun nokkurra tölva sem ein- hverjir lesendur ættu að þekkja: IBM PC .............0.1 megaflop VAX-11/780 ......... 1 megaflop CRAY-1 ........... 160 megaflop CRAY XPM-4 .... 1000 megaflop CRAY-2 .......... 1200 megaflop 16 örtölva fjöltölva (sem smíðuð hefur verið í Columbia Universiti í Banda- ríkjunum) ........ 256 megaflop En hver er í raun og veru mun- urinn á venjulegum tölvum, og þessum svokölluðu fjöltölvum? Örlítið var sagt frá því fyrst í grein þessari en nú skal þeirri spurningu vera svarað betur. Á einfaldri mynd lítur aðalupp- bygging venjulegrar tölvu út þannig: (Sjá töflu). Þetta er algengasta uppbygg- ingin þó svo að vissulega hafi lengi verið til tölvur sem hvika frá þessari hugmynd sem er frá 1947. í raun er byggingin líka margfalt margþættari. Bygging fjöltölvanna er flóknari og er erf- itt að sýna hana í svart/hvítri mynd. Skal því reynt að segja frá henni í orðum. Fjöltölva ein sem verið er að gera í Illinois háskólanum (ekki þó áðurnefnd tölva David Kucks) á að vera gerð úr 128 örtölvum og hefur hlotið nafnið Cedar. Þar mun hver af 128 örtölvunum vera tengd með sérstökum rofum, og hafa aðgang að litlu minni. Átta örtölvum mun verða pakkað saman í hóp (167 hópar alls) og mun hver hópur hafa sameigin- legt minni. Hóparnir verða tengdir við risaminni með rofum, svipað og er í símstöðvar- kerfum, þetta tryggir að hver örtölva getur út af fyrir sig haft samskipti við hvaða hluta risa- minnisins sem er. í Cedar tölv- unni eru því þrjár tegundir minnis: risaminni (1), hópminni (16) og örtölvuminni (128, eitt fyrir hverja örtölvu). Skipunum er svo deilt niður á þessar þrjár gerðir, þannig að sem minnstur tími fari í vinnslu gagna og keyrslu forrita. Tegundir fjöltölvanna eru margar og er grunnuppbygging- Fjöltölva sú er Columbia háskóli í Bandaríkjum hefur nýlokið smíði á. unni ekki sett nein glögg takmörk. Þó koma allar fjöltölv- ur til með að eiga eitt sameigin- legt og það er samtenging ein- hvers fjölda örtölva. Eðlilegt er að margar spurningar vakni hjá lesandanum, t.d. hvort ekki sé erfitt að hafa nokkur þúsund örtölvur án þess að kerfið eyði allt of miklum tíma í að senda upplýsingar og taka á móti upp- lýsingum, eiga allar örtölvurnar að hafa aðgang að einu risaminni eða á hver og ein að hafa lítið minni fyrir sig, hvernig eiga skip- anirnar að fara sína leið sem ligg- ur í gegnum margar örtölvur, og þannig mætti lengi telja. Margar fjöltölvur eru nú í smíðum og hefur þegar verið lok- ið við smíði á nokkrum. Þær eru þó ekki mjög stórar, „aðeins“ samansettar úr 4-64 örtölvum. Ultracomputer Project í New York hefur hafið smíði á fjöl- tölvu sem byggð verður úr 4096 örtölvum, mörg japönsk fyrirtæki hafa þegar hafist handa ásamt fleiri þjóðum. Stærðirnar eru misjafnar ein sú stærsta hefur hingað til verið talin sú tölva sem David Kuck og starfslið hans í Illinois háskólanum er að smíða (allt að 10.000 örtölvur). Hver verður fyrstur með fjöltölvu sem verður hægt að nota til allra verk- efna veit enginn. Mun það þó brátt fara að gerast því álitið er að nokkrar af þeim risa fjöltölv- um sem verið er að smíða munu verða komnar í gagnið 1988. Gaman verður að fylgjast með þessum nýju vinnuhestum þegar þeir fara að verða almennir í okkar daglega lífi. Fjöltölvurnar munu auka til mikilla muna öryggi í tölvuvinnslu, nákvæmni og fljótvirkni, jafnframt því sem kostnaður við tölvukaup og vinnslu mun lækka.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.