Dagur - 15.08.1986, Page 15
15. ágúst 1986 - DAGUR - 15
hvað er að gerastZ
Málverkasýning
í Dynheimum
Knattspyrna
helgarinnar
Nú eru línur farnar að skýrast
að nokkru leyti í deildunum á
Islandsmótinu í knattspyrnu.
Þær ættu þó að verða enn Ijós-
ari eftir leiki helgarinnar.
í kvöld verða þrír mikilvægir
leikir í 2. deildinni hér fyrir
norðan. Á Húsav/k leika Völs-
ungur og Þróttur, á Akureyrar-
velli leika KA og ÍBÍ og á Siglu-
firði leika KS og Sclfoss. Allir
leikirnir hefjast kl. 19.
Á morgun laugardag leika á
Akureyrarvcllinum Þór og ÍA í
I. deild. í 3. deild leika Magni og
Valur á Grenivík, l’indastóll og
Leiftur á Sauðárkrðki og Þróttur
og Reynir á Neskaupstað. I úr-
slitakeppni 4. deildar leika Hvöt
og Sindri á Blönduósi. Allir
lcikirnir hefjast kl. 14.
Þá má geta þess að úrslitakeppni
yngri flokka í knattspyrnu stend-
ur yfir í Reykjavík jDessa dagana
og lýkur á sunnudag.
Jaðarsmótið í golfí verður
haldið hjá Golfldúbbi Akur-
eyrar um helgina og er þetta í
17. skipti sem mótið fer fram.
Keppt verður í þremur
flokkum, karla-, kvenna- og ungl-<
Laugardaginn 16. ágúsl kl. 14
mun Aðalsteinn Svanur Sigfús-
son opna málverkasýningu í
Dynheimum. Þar verða til sýnis
og sölu um 30 myndir sem.málað-
ar eru á síðustu tveimur mánuð-
ingaflokki. læiknar verða 36
holur með og án forgjafar.
Keppnin hefst á laugardag kl. 8.
Skráningu lýkur kl. 20 í kvöld
og tekið við skráningum að Jaðri
í síma 22974.
um. Aöalsteinn hóf nám við
Myndlistaskólann á Akureyri
haustið 1982 og var þar í tvo
vetur. Síðan hélt hann suður um
heiðar og útskrifaðist í vor úr
málunardeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands. Hann er
því af yngstu kynslóö listamanna.
Fyrir rúmu ári hélt Aðalsteinn
einkasýningu í húsi tæknisviðs
VMA (Iðnskólanum) og hefur
tekið þátt f nokkrum samsýning-
um, nú síðast sýningu norrænna
listamanna á N'ART hátíðinni í
Reykjavík fyrir skemmstu.
Sýningin stendur til 24. ágúst
og verður opin kl. 14-20. Engin
boðskort verða send út.
Jaðarsmótið í golfi
Dúndur á Norðurlandi
Um helgina mun stórhljóm-
sveitin Dúndur úr Reykjavík
halda tvo dansleiki á
Norðurlandi. Þeir verða í
Freyvangi á föstudagskvöldið
og Hótel Höfn á Siglufírði
kvöldið eftir.
Hijómsveit þessi hefur aðeins
þrisvar komið fram opinberlega
en hefur samt sem áður vakið
mikla athygli, enda engir aukvis-
ar á ferð. í hljómsveitinni eru
þrír söngvarar, þeir Pétur Krist-
jánsson, Bjartmar Guðlaugsson
og Eiríkur Hauksson og er óhætt
að fullyrða að engan þeirra þarf
að kynna, allt eru þetta lands-
frægir og valinkunnir tónlistar-
menn. Hljóðfæraleikararnir eru
heldur ekki af verri endanum.
Par má fyrsta nefna þá Jóhann
Ásmundsson bassaleikara og
Gunnlaug Briem trommuleikara
sem gert hafa garðinn frægan
með Mezzoforte, jafnt innan-
lands sem utan. Á hljómborðinu
er Hjörtur Howser en hann hefur
starfað í fjölda hljómsveita auk
þess sem hann hefur leikið inn á
óteljandi hljómplötur, t.d. með
Bubba Morthens, Grafík, Bjarna
Tryggva, Fræbbblunum og mörg-
um fleiri. Gítarleikari hljóm-
sveitarinnar er Sigurgeir Sig-
mundsson sem m.a. er þekktur
fyrir leik sinn með Start og
Drýsli.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu er þarna valinn maður í
hverju rúmi. Að sögn kunnugra
er „prógrammið alveg skothelt"
og samanstendur það af vinsæl-
ustu lögum söngvaranna þriggja,
gömlum Startlögum auk nýjustu
rokklaganna.
Pað er full ástæða til að skella
sér í Freyvang eða Hótel Höfn
um helgina og hananú. JHB
Aöalstcinn Óskarsson Stapasíðu
15h vcrður sjotugur á morgun,
þann 16. ágúsl. Aöalstcinn fæddist
að Hvcrhóli í Skíöadal og óx þar
úr grasi. Aðalstcinn hcfur vcrið
starlsmaöur Dags um nokkurra
ára skciö. Samstarfsmcnn hans
llytja honum sínar bcstu ham-
ingjuóskir í tilefni dagsins.
Aðalsteinn tckur á móti gcstum
á hcimili dóttur sinnar, Snjólaug-
ar, að Þvcrholti 10 á Akurcyri cftir
klukkan 15.00,_______________
ARNAB HEILLA
Áttræð veröur þann 18. ágúst
Kristín Jónsdóttir lyrrvcrandi hót-
clstýra í Lindarbrckku, Kcldu-
hvcrii og á hótclinu Kópaskcri.
Núvcrandi hcimilislang Kristínar
cr að llvammi, dvalarhcimili
aldraðra á Húsavík. Kristín vcrður
að hciman á afmælisdaginn.
íþróttafélagið Þór
boðar tíl fundar
um handknattleíksmál
í fundaherbergi félagsins í íþróttahúsinu Glerár-
skóla, laugardaginn 16. ágúst nk. kl. 10.00.
Væritanlegir leikmenn og aðrir áhugamenn um
handknattleik fjölmennið. Stjórnin
Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og
tengdaföður,
KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR,
Hlíðargötu 11, Akureyri.
Dóróthea Kristinsdóttir,
Gunnlaug Kristjánsdóttir,
Kristinn Kristjánsson, Guðný Halldórsdóttir,
Elfa Kristjánsdóttir, Jóhann Þórðarson.
Framsóknarfélag Akureyrar
Bæjarmálafundur
verður haldinn sunnudaginn 17. ágúst kl. 5 e.h.
að Eiðsvallagötu 6.
ATHUGIÐ BREYTTAN FUNDARTÍMA.
Kristinn Hreinsson.
Akureyrarvöllur laugard. u. 14
Þór
ÍA
Komið og sjéið „atvinnumanninn ‘
Pétur Pétursson ieika!
Pétur Pétursson.
adidas -
VÖRí
BATASMIOJA