Dagur - 30.09.1986, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 30. september 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT P. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiðari.__________________________________
Heldur bókin velli?
Á Bókaþingi 1986 sem nú er nýlokið varð mönn-
um tíðrætt um stöðu bókarinnar í því fjölmiðlafári
sem nú er allsráðandi. Á þinginu komu saman
fulltrúar frá öllum þeim aðilum sem nálægt bóka-
útgáfu koma og því eðlilegt að þetta atriði yrði
miðpunktur umræðunnar.
Öllum ætti að vera ljóst að bókin skipar nokkra
sérstöðu í heimi fjölmiðla. Málið þarfnast ræktun-
ar, umhyggju og verndunar og enginn miðill
gegnir eins veigamiklu hlutverki varðandi við-
gang og viðhald tungumálsins og bókin. Þar get-
ur ekkert komið í staðinn. Um stöðu bókarinnar á
þeim tímamótum sem óneitanlega eru í íslensku
samfélagi eru menn ekki á eitt sáttir. Heldur bók-
in velli ellegar lýtur hún í lægra haldi fyrir þeim
fjölmiðlum sem senda út á öldum ljósvakans?
í erindi sínu á Bókaþingi fjallaði Pétur Gunn-
arsson rithöfundur um þetta mál og sagði m.a.:
„Sem stendur erum við stödd á tímabili sem er
heldur óhallkvæmt lestri. Yfirburðir sjónmiðla eru
ærnir sem stendur. Sjónvarp spyr ekki hvort við-
komandi ætli að horfa — það kippir mönnum til
sín, leggur undir sig híbýlin, breytir lýsingu og
varpar út hljóðum. Flaumurinn hrifsar viðstadda
með sér, þá sem ekki tekst að bjarga sér inn í
önnur herbergi.
Bókin aftur á móti er hógvær og hljóðlátur mið-
ill þar sem lesandinn verður jafnan að eiga frum-
kvæðið. Bókin nær ekki í neinn, hún er sótt. Og
mestur vandinn hefst kannski einmitt þá: Inni-
hald bókar hellist ekki fyrirhafnarlaust yfir les-
andann í einni heildarskynjun, heldur verður
hann að sækja það sjálfur, þýða orðin yfir í merk-
ingu og hrif."
Síðar í erindi sínu segir Pétur:
„Að horfa á mynd er sambærilegt við að ferð-
ast í bíl eða flugvél, farartækið getur flutt mann
ólíkt lengra en fæturnir en líkamanum hættir til
að koðna niður. Sambandið við umhverfið er allt
annars eðlis en á göngu. Gönguferðin er full við-
burða sem við leggjum til sjálf úr okkar eigin
hugskoti og eflumst þar með andlega og endur-
nærumst."
Með öðrum orðum má segja að meginmunur á
bókalestri og sjónvarpsglápi felist í mismunandi
mikilli tilreiðslu. Lesandinn er ólíkt virkari þátt-
takandi en áhorfandinn. Vonandi uppgötva sem
flestir þessa sérstöðu bókarinnar og gera sér
ljóst að útvarp, sjónvarp og myndbönd geta
aldrei komið í hennar stað. Framtíð bókarinnar er
að verulegu leyti háð því hvaða áhrif það hefur til
lengdar á þá kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi,
svo og komandi kynslóðir, að alast upp við 3-7
stunda sjónvarps- og myndbandanotkun á dag. í
þeim efnum skipta gæði myndefnisins ekki
höfuðmáli. Slík ofnotkun þessara miðla rænir
flestum frístundunum notendanna og nær ef til
vill með tíð og tíma að eyðileggja þau móttöku-
skilyrði bókarinnar sem fyrir hendi eru í persónu-
leika hvers og eins. BB.
j/iðtal dagsins.
Mynd: HJS
„Erfitt í byrjun“
segir Inga Huld Pálsdóttir, sem dvaldi síðastliðið ár
í Houston, Texas á vegum AFS
„Mig hafði lengi langað til að
fara eitthvað út og frétti
af AFS í gegnum frænku mína
sem dvaldi í Bandaríkjunum á
þeirra vegum árið áður en ég
fór. Nú, ég sótti um og komst
að,“ sagði Inga Huld Pálsdótt-
ir, 18 ára Akureyrarmær sem
gerðist skiptinemi síðastliðið
ár og dvaldi í Houston í Texas.
Þar sem allt er svo stórt. Það
er einhver ævintýraþrá eða
löngun til að kynnast einhverju
nýju sem fær ungmenni til að
setjast að í öðru landi í 1 ár eða
sumarlangt, eignast nýja fjöl-
skyldu og fullt af nýjum vinum
og kunningjum. Inga var spurð
hvers vegna hún hefði sótt um
Bandaríkin, hvort ekki væri
meira spennandi að kynnast
t.d. Kína eða Suður-Ameríku?
„Ég sótti um Bandaríkin,
Ástralíu eða eitthvert land í
Evrópu. Ég var mjög ánægð með
að fá Bandaríkin því mig langaði
til að læra ensku. Þó var ég mikið
að hugsa um að sækja um lönd
sem eru ólíkari íslandi, en ég
býst ekki við að ég gæti mikið
notað kínversku ef ég hefði farið
til Kína. Það er hins vegar ákaf-
lega gott að kunna ensku."
- Hvernig borg er Houston,
mikið af kúrekum?
„Það eru ekki margir kúrekar í
sjálfri borginni, en ef maður fór
eitthvað út í sveitina var fullt af
kúrekum með ekta Texashreim.
Það búa 2 milljónir manna í
Houston og ég kunni ágætlega
við mig þar. Borgin er það sunn-
arlega að þar er enginn vetur, en
mér skilst að þetta ár sem ég var
þarna hafi verið óvenju gott. Það
var yfir 30 stiga hiti í janúar og
febrúar."
- Hvernig líkaði þér dvölin?
„í heildina var þetta mjög
skemmtilegt, en ákaflega erfitt í
byrjun. Ég var um 3 mánuði að
komast almennilega inn í málið,
þótt ég hafi auðvitað getað bjarg-
að mér fyrr. Þetta var alveg
ömurlegt fyrst, ég var alveg mál-
laus. Skólinn byrjaði þremur vik-
um eftir að ég kom út og ég
skildi ekki orð af því sem kenn-
ararnir sögðu. Ég glápti bara á
þá. Svo var fólk að tala við mig,
ég bara brosti og kinkaði kolli.
Skildi eitthvað takmarkað. En
þegar ég var komin inn í málið
varð tilveran allt önnur og ég fór
að kunna vel við mig.“
- Hvernig var fjölskyldan þín?
„Hún var ágæt, en mjög ólík
minni eigin. Konan er alveg frá-
bær og talaði mikið við mig.
Maðurinn er hins vegar frekar
skrýtinn. Hann er prófessor, tal-
aði mikið og hátt en var ekkert
að eyða of mörgum orðum á mig.
Það hefur kannski verið mér að
kenna líka, ég sóttist ekki bein-
línis eftir samræðum við hann.
Auk þeirra var strákur jafngam-
all mér. Hann var svo sem ágæt-
ur, en dálítið villtur fyrir minn
smekk. Hann var í eiturlyfjum
eins og flestallir unglingar þarna.
Það er ótrúlega mikið um alls
kyns eiturlyf þarna, mun meira
en ég bjóst við. Margir reykja
marijúana daglega og flestir
a.m.k. einu sinni í viku. Það virð-
ist ekki vera nokkur vandi fyrir
unglingana að útvega þessi efni.“
- Bandarískir unglingar?
„Mér fannst þeir krakkar sem
ég kynntistferlega bamalegir. Þeir
líta út fyrir að vera á svipuðum
aldri og íslenskir unglingar, en
eru miklu barnalegri í sér. Ég
held að það sé vegna þess að for-
eldrarnir treysta þeim ekki. Þau
fá allt upp í hendurnar og verða
þess vegna ferlega ósjálfstæð.
Stelpurnar mála sig á hverjum
degi og það ekkert lítið. Þær
hljóta að vakna kl. 5 á morgnana
til að taka sig til. Hárið er krullað
eða blásið og andlitið stífmálað.
Síðan eru þær alltaf að bæta á sig
málningu í skólanum, hlaupa inn
á klósett í frímínútunum og
hanga þar fyrir framan speglana.
Mér fannst þetta alveg ótrúlegt."
- Hallærislegt?
„Mér fannst það, já. Stelpurn-
ar gátu ekki komið í sömu fötun-
um 2 daga í röð. Þær voru oft í
stuttum pilsum og stutterma
bómullarbolum með myndum.
Ég vakti athygli vegna þess að ég
var allt öðruvísi, ég málaði mig
aldrei og þótti skrýtin af þeim
sökum."
- Hvernig var skólinn?
„Mér fannst hann lélegur, mun
lélegri en íslenskir skólar. Þetta
var almenningsskóli, „public",
síðan eru einkaskólar sem eru
mun betri. Það voru rúmlega
2000 nemendur í skólanum og
helmingurinn var svertingjar."
- Hvað finnst þér þú hafa lært
af þessari dvöl?
„Ég lærði fyrst og fremst að
standa á eigin fótum. Það er
ákaflega þroskandi að fara
svona. Mér finnst ég skilja fólk
betur. Þarna kynntist ég fullt af
fólki frá ólíkum löndum. í
Bandaríkjunum er fólk frá öllum
heimshornum, í Houston er mjög
mikið af ólöglegum innflytjend-
um frá Mexíkó og einnig mikið af
svertingjum. Ég mæli svo sannar-
lega með því að fara sem skipti-
nemi. Þetta er alveg rosaleg lífs-
reynsla."
- Ekkert sem þú saknar frá
Houston?
„Jú, auðvitað sakna ég krakk-
anna sem ég umgekkst mest og
líka sólarinnar og góða veðurs-
ins. Mig langar bara svona í lokin
að hvetja fjölskyldur á Akureyri
til að taka skiptinema, það er
ekki eins mikið mál og fólk
heldur. Það er bara gaman."
-HJS