Dagur - 30.09.1986, Síða 4
4 - DAGUR - 30. september 1986
A Ijósvakanum.
isionyarQí
ÞRIÐJUDAGUR
30. september.
Sjónvarpið 20 ára.
17.55 Fróttaágrip á tákn-
máli.
18.00 Afmælisbod.
Endursýning.
Barnaleikrit eftir Jón
Hjartarson með ævintýr-
um eftir H.C. Andersen.
Leikstjóri: Guðrún Ás-
mundsdóttir.
Leikendur auk leikstjóra
og höfundar: Kjartan
Ragnarsson, Soföa Jakobs-
dóttir, Þorsteinn Gunnars-
son og Þórunn Sigurðar-
dóttir.
Frumsýnt í Stundinni okk-
ar árið 1969.
18.25 Paddington á afmæli.
Bresk brúðumynd um vin-
sælan bangsa og vini
hans.
Þýðandi: Þrándur Thor-
oddsen.
Sögumaður: Margrét
Helga Jóhannsdóttir.
18.50 Auglýsingar og
dagskrá.
19.00 í fullu fjöri.
(Fresh Fields).
Breskur gamanmynda-
flokkur í sex þáttum um
nýjungagjarna konu og
eiginmann hennar.
Aðalhlutverk: Julia Mac-
kenzie og Anton Rodgers.
Þættir um þessi sömu
hjónakorn voru sýndir í
sjónvarpinu sumarið 1984.
Þýðandi: Jóhanna Þráins-
dóttir.
19.30 Fréttir og veður.
20.00 Auglýsingar.
20.10 Vitni deyr.
(Death of an Expert
Witness).
Annar þáttur.
Breskur framhaldsmynda-
flokkur í sex þáttum gerð-
ur eftir samnefndri saka-
málasögu eftir P.D. James.
Roy Marsden leikur Adam
Dalgliesh lögregluforingja
sem grefst fyrir um morð í
rannsóknarstofnun.
Þýðandi: Kristrún Þórðar-
dóttir.
21.05 Gegnum tíðina.
Dagskrá í tilefni þess að
liðin eru 20 ár síðan sjón-
varpið hóf útsendingar.
Brugðið er upp brotum úr
dagskrárefni, sem flutt
hefur verið á þessu tíma-
bili, og litast verður um
bak við tjöldin í sjónvarps-
húsinu að Laugavegi 176.
Umsjón: Andrés Indriða-
son.
Stjórn upptöku: Tage
Ammendrup.
23.25 Dagskrárlok.
Irás 1á
ÞRIÐJUDAGUR
30. september
7.00 Veðurfregnir • Fróttir •
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.30 Fréttir • Tilkynningar.
8.00 Fréttir • Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fróttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Rósalind dettur
ýmislegt í hug“ eftir
Christine Nöstlinger.
Guðrún Hrefna Guð-
mundsdóttir og Jóhanna
Einarsdóttir þýddu. Þór-
unn Hjartardóttir les (5).
9.20 Morguntrimm • Til-
. kynningar.
9.35 Lesið úr forystugrein-
um dagblaðanna ■ Tón-
leikar.
10.00 Fróttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Ég man þá tíð“.
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum
árum.
11.00 Fróttir.
11.03 Samhljómur.
Umsjón: Þórarinn Stefáns-
son.
12.00 Dagskrá • Tilkynning-
ar.
12.20 Fróttir.
12.45 Veðurfregnir • Til-
kynningar ■ Tónleikar.
13.30 í dagsins önn -
Heilsuvernd.
Umsjón: Jón Gunnar Grét-
arsson.
14.00 Miðdegissagan:
„Mahatma Gandhi og
lærisveinar hans" eftir
Ved Mehta.
Haukur Sigurðsson les
þýðingu sína (24).
14.30 Tónlistarmaður vik-
unnar.
Django Reinhardt.
15.00 Fréttir • Tilkynningar
• Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
Á Vestfjarðahringnum.
Umsjón: Finnbogi Her-
mannsson.
16.00 Fróttir • Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00 Fróttir.
17.03 Barnaútvarpið.
Stjómendur: Vemharður
Linnet og Sigurlaug M.
Jónasdóttir.
17.45 Torgið.
- Bjarni Sigtryggsson og
Adolf H.E. Petersen.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir • Dag-
skrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál.
Guðmundur Sæmundsson
flytur þáttinn.
19.50 Fjölmiðlarabb.
Ólafur Þ. Harðarson talar.
20.00 Ekkert mál.
Ása Helga Ragnarsdóttir,
Bryndís Jónsdóttir, Hall-
dór N. Lámsson og Sigurð-
ur Blöndal sjá um þátt fyrir
ungt fólk.
20.40 Nornin í ljósi sögunn-
ar.
Annað erindi af þremur
eftir Lisu Schmalensee.
Þýðandi og lesari: Auður
Leifsdóttir.
21.05 Perlur.
Ellý Vilhjálms og Lill
Lindfors.
21.30 Útvarpssagan:
„Tvenns konar andlát
Kimma vatnsfælna“ eftir
Jorge Amados.
Sigurður Hjartarson les
þýðingu sína (2).
22.00 Fréttir Dagskrá
morgundagsins • Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Leikrit: „Kappinn að
vestan" eftir John M.
Synge.
Þýðandi: Böðvar Guð-
mundsson.
Leikstjóri: Stefán Baldurs-
son.
Leikendur: Edda Heiðrún
Backman, Kristján Frank-
h'n Magnús, Erlingur
Gíslason, Karl Ágúst
Úlfsson, Kristbjörg Kjeld,
Jón Sigurbjörnsson, Kjart-
an Bjargmundsson, Flosi
Ólafsson, María Sigurðar-
dóttir, Rósa Þórsdóttir,
Lilja Þórisdóttir, Helga Þ.
Stephensen og Grétar
Skúlason. Jón Viðar Jóns-
son leiklistarstjóri flytur
formálsorð.
(Endurtekið frá fimmtu-
dagskvöldi).
24.10 Fróttir • Dagskrárlok.
fras 2i
ÞRIÐJUDAGUR
30. september
9.00 Morgunþáttur
í umsjá Gunnlaugs Helga-
sonar, Kristjáns Sigurjóns-
sonar og Sigurðar Þórs
Salvarssonar, Guðriður
Haraldsdóttir sér um
barnaefni kl. 10.03,
12.00 Létt tónlist.
13.00 Skammtað úr hnefa.
Stjómandi: Jónatan Garð-
arsson.
16.00 Hringiðan.
Þáttur í umsjá Ólafs Más
Björnssonar.
17.00 í gegnum tíðina.
Ragnheiður Davíðsdóttir
stjórnar þætti um íslenska
dægurtónlist.
18.00 Dagskrárlok.
3ja mín. fréttir kl. 9, 10, 11,
15, 16, og 17.
RIKJSÚTVARPID
AAKUREYRI
18.00-19.00 Ríkisútvarpið á
Akureyri - Svæðisútvarp.
Jhér og þac-.
Berstfyrír
einhveríum
synismum
Sasha Stallone er ljóshærð, fín-
gerð kona. En þrátt fyrir það er
þessi fyrrverandi eiginkona
Sylvester Stallone jafn hörð og
Rocky eða Rambo. Sonur henn-
ar er einhverfur, það er sjúk-
dómur sem hrjáir 15 af hverjum
10.000 börnum. Lýsir það sér
þannig að þau þroskast ekki and-
lega eða félagslega. Sum eru
haldin þráhyggju og geta verið
sér og umhverfi sínu hættuleg og
sum geta ekki tjáð sig.
„Þetta er eins og að vera alltaf
með ungbarn,“ segir Sasha.
Seargeoh er einn af 350.000 ein-
hverfum börnum í Bandaríkjun-
um. Það var fyrir þremur árum
sem hún og Sylvester fengu
endanlega sjúkdómsgreiningu á
Seargeoh. „Við hrópuðum
spurningar að lækninum. Hvað
verður um einhverf börn þegar
þau eldast? Er til einhver
lækning? Getur hann lært á bíl?
Mun hann giftast? Svörin voru
öll neitandi.“
Stofnaður var rannsóknarsjóð-
ur í nafni Stallone og verður pen-
ingunum varið til rannsókna á
einhverfu. Sasha berst nú fyrir
að sonur þeirra geti náð ein-
hverjum bata. Hún hefur mikinn
baráttuvilja. Hjónaband hennar
og Sylvester Stallone var aldrei
fullkomið, þau fluttu á sitt hvorn
staðinn hvað eftir annað, en tóku
alltaf saman aftur þar til Sylvest-
er kynntist Birgitte Nielsen,
fyrirsætunni dönsku, sem hann
síðar giftist.
Auk Seargeoh eiga þau saman
soninn Sage, sem er 9 ára gamall
og alveg heilbrigður. Sasha segir
að tímabilið eftir að ljóst var um
sjúkdóm Seargeoh, hafi verið
ákaflega erfitt. „Ég spurði mig
hvers vegna ég þyrfti að lenda í
þessu. Mér fannst lífið dásam-
legt, hafði allt sem ég þarfnaðist.
En þá kom þetta áfall, ég öskr-
aði, grét og féll saman, en það er
bara eðlilegt. Maður verður að
gera sér grein fyrir því að það er
alltaf hægt að velja. Þú getur velt
þér upp úr eymdinni, eða staðið
teinrétt og gert eitthvað í málun-
um.“
Sasha útbjó æfingaprógramm
fyrir Seargeoh sem hún og þrjár
aðrar manneskjur vinna eftir.
Hún hafði samband við ótal
lækna og vísindamenn og í sam-
einingu ráðstöfuðu þau fénu úr
sjóðnum. Á þessum þremur
árum hefur Sasha smám saman
öðlast trú á því að einn góðan
veðurdag verði fundin lækning
við einhverfu.
Hún neitar að ræða skilnaðinn
við Sylvester, en segir að álagið
sem sjúkdómur Seargeoh hafi
valdið hafi ekki verið orsök
skilnaðarins. Einnig að ef hún
giftist aftur þá verði það maður
sem er ekki upptekinn af eigin
frama. „Ég hef ekki áhuga á að
vera gift manni sem ég sé aðeins
um helgar.“
• Tákn
mótsins
Á borgarafundi til kynn-
ingar landsmóts UMFÍ á
Húsavík komu fram marg-
ar hugmyndir um það
hvernig standa skyldi að
kynningu mótsins. Eina
þessara hugmynda skrif-
aði undirbúningsnefndin
þó ekki hjá sér (nema ef til
vill á mflli sviga). En hug-
myndin var sú að gefa öll-
um afgrefðslumönnum í
útsölum ÁTVR peysur
með mynd af víkingnum
tákni mótsins. Fjöldi
T
JuL
r x j
landsmanna myndi koma
í þessar verslanir í vetur
og vera minntir á lands-
mótið um leið og þeir
fengju afgreiðslu.
# Kröflueldar
Á fyrrnefndum fundi
kynnti Gfsli Blöndal vík-
inginn og var Gísli hress
að vanda. Hann álítur að
gestir mótsins verði alls
30.002. Sagðist Gísli ekki
kunna betra ráð til að
koma Kröflueldum af stað
aftur en að allur hópurinn
færi f morgunleikfimi á
fþróttavellinum undir
stjórn Jónínu Benedikts-
dóttur og með þátttöku
Hólmfrfðar Karlsdóttur.
• Einföld
lausn
Þessa dagana er í fjöl-
miðlum mikið talað um
næstu alþfngiskosningar.
Verða þær í aprfl eða
maí? Ýmsar yfirlýsfngar
hafa heyrst og sést um
þessi mál og virðist tölu-
vert f það að samkomulag
náist. Nú er DV hins vegar
komið með einfalda lausn
á málinu. í miðviku-
dagsblaði DV er úttekt á
framboðsmálum Fram-
sóknarflokksins sem er
svo sem gott og blessað. í
greininni er á nokkrum
stöðum orðalag eitthvað á
þessa leið: „Samkvæmt
nýjum kosningalögum
fær flokkurinn 2 þing-
menn í þessu kjördæmi.“
Þeir á DV eru sem sagt
búnir að finna lög sem
ákveða skiptingu þíng-
manna milli flokka f hin-
um ýmsu kjördæmum.
Það þarf engar kosningar!