Dagur - 30.09.1986, Page 7

Dagur - 30.09.1986, Page 7
6 - DAGUR - 30. september 1986 Systurnar úr Hegranesinu sem voru að hirða fyrir sína sveitunga, Lilja og Sigrún Olafsdætur. Frá vinstri: Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki og Þingeyingarnir Gísli Haraldsson, Sigurður Hallmarsson og Stefán Haraldsson frá Húsavík og Guðmundur Skarphéðinsson úr Aðaldalnum. Á rölti mínu kringum réttina rakst ég á tvo kvenmenn sem sátu uppi á réttarveggnum og fylgdust með drættinum. Þetta voru syst- urnar frá Kárastöðum í Hegra- nesi þær Lilja og Sigrún Ólafs- dætur sem komnar voru til að hirða bæði fyrir sig og sveitunga sína. Þær sögðust eiga fá hross hérna, þau kæmu flest í Skarða- réttina og þar hefðu þær verið fyrr um daginn. Annars hefði hrossaeign í Nesinu minnkað geysilega mikið á síðustu árum. Þingeyingar á ferð Þegar hrossunum hafði fækkað verulega í almenningnum afréð undirritaður loksins að stíga þar inn. Menn höfðu komið víða að og á vegi mínum urðu fjórir Þing- eyingar í félagsskap Sveins Guðmundssonar þess mikla hestamanns. Ég spurði Stefán Réttarstjórinn Sveinn Steinsson. Haraldsson hvort hann hefði orð- ið var við falleg hross hérna. „Já óneitanlega erum við búnir að sjá mikið af fallegum hrossum." - Komið þið oft hingað í réttir? „Stundum,“ sagði Sigurður Hallmarsson skólastjóri og leik- ari með meiru. „Við höfum kom- ið hingað nokkrum sinnum áður, síðast í fyrra. Ég held að það sé orðið þannig að margir komi hingað í Skagafjörðinn í stóðrétt- ir ár eftir ár, jafnvel sunnan úr Reykjavík sérstaklega í Lauf- skálaréttirnar held ég,“ sagði Stefán. - Er þá eitthvað um að menn komi í réttirnar til að versla? Það var í nógu að snúast hjá hrossaeigendum og hesta- áhugafólki í ofanverðum Skagafirði sunnudaginn 21. sept. sl. Þennan dag var réttað stóði á tveim stöðum í ná- grenni Sauðárkróks, fyrri hluta dagsins í Skarðarétt í Göngu- skörðum og síðdegis í Staðar- rétt. Stóðið kom að í Skarða- réttina skömmu fyrir hádegið og þegar Dagur kom í réttina rétt upp úr hádeginu var drætti að mestu lokið. Réttarfólk hafði haft snör handtök við dráttinn og gekk hann mjög vel, en hrossin voru að sögn kunnugra færri en venjulega. Rétt fyrir klukkan þrjú um daginn fór svo stóðið að streyma ofan úr hlíðunum við Staðarréttina og ekki löngu síðar hafði því öllu verið smal- að inn í almenninginn. Drifið hafði að múg og margmenni til að fylgjast með réttunum og var auðséð að fólkið var fleira en hrossin sem þó voru ófá og eftir á að giska hefur mann- fjöldinn líklega verið um 500. Menn fóru strax að berjast við dráttinn og mörg hrossanna voru ekkert á því að láta neitt ráðskast Úr réttinni. er annað fulltamið sem ég á og brúnu merina á ég líka.“ Þess á milli sem hann geystist um almenninginn varð hann svo að koma við hjá Ómari Ragnarssyni sem mættur var til leiks og tala við hann. Sjónvarpið lét þennan viðburð ekki fram hjá sér fara. Sveinn Steinsson bóndi í Geitagerði sem var réttarstjóri hafði í mörg horn að líta, menn gera ekki annað á meðan stjórn- að er réttum. Sveinn sagði hross- in mun færri nú en í fyrra og heldur færri en í Skarðaréttinni um morguninn. Á sama máli var Úlfar Sveinsson bóndi á Ingveld- arstöðum á Reykjaströnd réttar- stjóri í Skarðaréttinni sem mætt- ur var í Staðarréttina og sagði um 400 fullorðin hross hafa komið í réttina ytra, sem væri þó minna en venjulega. með sig. Margir lögðu hönd á plóginn við að draga en færðust mismikið í fang og mest áberandi voru nokkrir ungir og hraustir menn sem virtust óþreytandi að eltast og berjast við baldin tripp- in og ótemjurnar. Ekki var að sjá að neitt íhlaupaverk væri að fanga sum hrossin, almenningur- inn er breiður og í ofanálag var botninn blautur og háll og mun óhægara um vik að athafna sig í Staðarréttinni en í Skarðaréttinni að sögn réttarsérfræðinga. Það gustaði að Dúdda á Skörðugili sem gekk rösklega fram í drættinum þó á áttræðis- aldri sé, hann teygði sig eftir hrossunum sínum og sagði eitt sinn við piltana sem voru að aðstoða hann við dráttinn. „Ég á hálftamda trippið þarna og þarna Sumir notuðu tækifærið að skreppa á hestbak. Barist vi5 baldin frippi og ótemjur í Staðairett 30. september 1986 - DAGUR - 7 „Já margir eru sjálfsagt undir niðri að gæla við eitthvað svoleið- is. Já það er óneitanlega stemmn- ing kringum réttirnar," sagði Stefán að lokum. Sveinn hafði brugðið sér frá aðeins en var nú kominn aftur. „Þetta er í lagi strákar ef þið get- ið samið við hann. Þið bara farið ekkert fyrr en þið eruð búnir að semja við hann. Það er satt, þið bara setjist upp hjá honum og það er komið að haustdögum," sagði hann. „Já þá verður komið að haustdögum svo hann rétt ræður því,“ sagði Diddi Hall. Eitthvað voru þeir að bralla Þingeyingarnir. Skafti Steinbjörnsson bóndi á Hafsteinsstöðum og hans lið var langt komið með að draga í dilkinn. En þegar blaðamaður ætlaði að ræða við Skafta var hann á bak og burt en Kristján Gunnarsson úr Reykjavík var þess í stað tekinn tali. Kristján sagði þetta vera í fyrsta skiptið sem hann færi í stóðréttir. Hann væri búinn að vera á kafi í hesta- mennskunni í 20 ár fyrir sunnan og alltaf verið að hugsa um að fara í stóðréttir en ekki látið verða af því fyrr en núna. Hann sagðist vera í heimsókn hjá Skafta yfir helgina og kynnst honum í gegnum hestamennsk- una. „Það er búið að vera skemmtilegt að vera hérna í rétt- unum og mikið af fallegum hross- um t.d. hérna í dilknum hjá honum Skafta," sagði Kristján. Um það hvort hann ætlaði að versla eitthvað sagði hann að um það væri nú aldrei hægt að segja fyrr en upp væri staðið. búgrein. Því ræktun og tamning- ar á hrossum er orðin búgrein eða alla vega vísir að búgrein hjá mörgum bændum. Fyrir þessa bændur er höfuðatriði að þeir fái að reka sín hross í afrétt. Mér finnst það sama eigi að ganga yfir þá sem eru með sauðfé og hross. Ég sé ekkert réttlæti í að bóndi > sem er með svona 4-5 hundruð kindur megi reka upp en bónda á næsta bæ, sem er kannski ekki með neina kind, en þess í stað hross, sé bannað að reka upp. Það verður að fara sanngimisleið í þessu..“ - Stundar þú hrossarækt sem búgrein? „Já ég geri það og það er mjög gott að létta með því aðeins á lambakjötsmarkaðinum. Ef ég hefði ekki tekjur af hrossunum þyrfti ég að vera með sauðfé upp á tekjumöguleika." - Ér alltaf svona margt fólk hérna í réttunum? „Því hefur farið fjölgandi síð- ustu 3-4 árin. Stóðréttunum hef- ur fækkað og þess vegna líklega fjölmennir fólk í þessar fáu réttir sem eru eftir. Þetta hefur snúist algjörlega við hérna í Staðarrétt, áður voru það fjárréttirnar sem voru aðalréttir, en nú em stóð- réttirnar orðnar það.“ - Hvað finnst þér um réttar- menninguna? „Ég held að réttarmenningin sé bara góð, allt í lagi með hana og ekki nema gott um það að segja að fólk komi í réttir og skemmti sér. En auðvitað er allt- af einn og einn af svona miklum fjölda sem fer yfir strikið, það er alls staðar þar sem margt fólk Hildur Classen og Skafti Steinbjörnsson hjónin á Hafsteinsstöðum og Krist- ján Gunnarsson. Réttarmenningin í góðu lagi En skömmu síðar tókst samt að ná tali af Skafta. Hann kvað mikla þoku á fjöllunum um morguninn hafa orðið þess vald- andi að hrossin í réttinni voru með færra móti í dag. Þá rækju nokkrir bæir ekki á fjöllin, hefðu sín hross heima. Svo væru komn- ar svolitlar takmarkanir á upp- rekstrinum, ekki miklar samt. - Hvað finnst þér um ítöluna Skafti? „Ég held að þetta sé í jafnvægi eins og það er núna. Ég er hlynnt- ur landvemd og skil að það þurfi að takmarka hrossafjöldann á afréttinni. En hins vegar finnst mér að ekki megi skerða ítöluna enn frekar og held að ef það yrði gert mundi það kippa algjörlega fótunum undan þeim sem hafa stundað ræktun á hrossum sem kemur saman. Það hefur nú oft verið sungið meira héma en í dag, en undir lokin safnast menn venjulega saman inn í skúrana hérna og taka lagið. Ég sé að það er kominn nýr og góður skúr hingað og mér þykir ckki ótrúlegt að safnast verði inn í hann á eftir og tekið lagið. Já, það hefur gengið seint að draga í dag, það er svo skrýtið að það er yfirleitt lengur verið að draga þegar hrossin em með færra móti,“ sagði Skafti og var þar með þotinn. Réttarstörf við Staðarrétt voru langt á veg komin og bændur og búalið farið að safnast saman við skúra sunnan við réttina. Brátt mundi söngurinn örugglega óma í skúrunum og berast upp í hlíðar fjallanna fyrir ofan sem þegar höfðu skartað sínum sígildu haustlitum. þá erlendur vettvanguc Kitl í eyru Breskur læknir beitir sársaukalausri aðferð til að lækna fíkniefnasjúkl- inga - þar á meðal heimsfrægar poppstjörnur Stjarna hans reis hratt, en hún hrapaði aftur, snögglega og harkalega. Á sömu stundu og breska þingið hóf aðra umræðu um varnaraðgerðir gegn fíkni- efnaneyslu handtók Lundúna- lögreglan poppsöngvarann Boy George („Culture Club“). Við 8 stunda yfirheyrslurnar sem fylgdu stóð hið 25 ára gamla átrúnaðargoð, þó ekki alveg án hjálpar. Við hlið hans sat lítil, grönn, fullorðin kona, sem orð- in var vön að umgangast fallnar rokk- og poppstjörnur. Dr. Margaret „Meg“ Patter- son er skoskur skurðlæknir. Áður en Boy George var tekinn: hafði hún ekki aðeins læknað Pete Townsend („The Who“) af drykkjusýki sinni, heldur einnig Keith Richard og Eric Clapton af eiturlyfjafíkn. Er hún þá enn einn krafta- verkalæknirinn? Sjálf kallar hún aðferð sína „snögga afvötn- un“. Með litlu tæki, sem kallað er „svarti kassinn“, er beitt Patterson tauga-rafmeðferð (skst. NET=Neuro Electric Therapy). í gegnum tvö rafskaut sem fest eru bak við eyru sjúklings- ins, sendir tækið með reglulegu millibili örveik rafboð til heil- ans. Þessi rafboð hafa mismun- andi tíðni eftir því hver til- gangurinn er. Þau hafa örvandi áhrif á framleiðslu líkamans sjálfs á ýmsum heilahvötum, svokölluðum endorphínum. Endorphínin gegna m.a. því hlutverki að vinna gegn ótta og sársauka, en þau draga einnig úr fíkn í áfengi og eiturlyf. Árið 1972 þegar Meg Patter- son var yfirmaður skurðstofu Tung-Wah sjúkrahússins í Hongkong, sótti einn starfsfé- lagi hennar námskeið í nútíma raf-nálastungu í Kína. Þegar hann kom aftur til Hongkong beitti hann aðferðinni við nokkra sjúklinga til að draga úr sársauka. Tveir sjúklinga hans voru eiturlyfjaneytendur, og mátti ekki á milli sjá hvort þeim eða læknunum kom meira á óvart þegar eiturfíknin hvarf án nokkurra fráhvarfseinkenna. Þeir vissu hins vegar ekki hvort árangurinn væri að þakka nálar- stungunni sjálfri eða áhrifum af rafhöggunum. Til þess að kom- ast að því ákvað Meg ári síðar að hætta störfum við skurðstof- una og fara heim til Lundúna til að gera frekari tilraunir. í upphafi var tækið hennar vægast sagt dálítið ómeðfæri- legt, en með hverri endursmíði hefur það minnkað og batnað. Hún notar ekki lengur nálar- odda, heldur örsmá og ólíkt þægilegri rafskaut. Þegar tæk- inu er beitt finnur sjúklingurinn ekki lengur neinn sársauka und- m.a. frá samtökum hljómlist- armanna. Ýmsir einstaklingar styrkja einnig þróun meðferðar- innar, t.d. Ýehudi Menuhin fiðluleikari. NET-meðferðin tekur aðeins 10-14 daga, en kostar reyndar enn um 200.000 krónur. Árang- urinn er ákaflega athyglisverð- ur. Samkvæmt könnun meðal allra sjúklinga sem hún með- höndlaði á árunum 1973-1980 náðu 80% þeirra sem svöruðu könnuninni fullum bata og höfðu ekki neytt fíkniefna síðan. Þó verður að geta þess, að aðeins um helmingur aðspurðra sendi svör. Þessir sjúklingar sluppu einn- ig við það sem varð til þess að franski rithcfundurinn Jean Cocteau greip aftur til ópíum- pípunnar: „Nú þegar búið er að lækna mig, finn ég ekkert nema tóm, vesöld, kvíða og brostið hjarta,“ sagði hann um reynslu sína. Því stærsta vandamál eit- urlyfjaneytenda eftir lækningu hefur hingað til verið að horfast aftur í augu við gömlu og oft erfiðu lífsaðstæðurnar. Þetta vandamál virðist nær óþekkt eftir NET-meðferð, því sjúkl- ingarnir finna sjálfir nægan kraft, lífsorku og bjartsýni til að mæta hugsanlegum vonbrigðum án þess að grípa til lyfjaneyslu. STERN nr. 32/1986, þýd. Magnús Kristinsson. an rafhöggum, heldur í mesta lagi örlítinn fiðring bak við eyr- un. Vissulega eru margir læknar enn vantrúaðir á að aðferð Meg Pattersons örvi framleiðslu lík- amans sjálfs á endorphínum. Og enn stendur yfir glíma þess- arar 63 ára gömlu konu við breska heilbrigðiskerfið og læknasamtökin um að fá viður- kenningu og þar með útbreiðslu á NET-aðferðinni. Þessi barátta er enn erfiðari fyrir þá sök, að samkvæmt breskum lögum mega aðeins sálfræðingar og geðlæknar meðhöndla fíkni- efnasjúklinga. Fjárhagslegur stuðningur við tilraunir dr. Patt- ersons kemur því úr annarri átt, Glansdrengurinn fyrrverandi, Boy George (til hægri á hápunkti ferils síns 1984, til vinstri í dag), er einn af þeim sem hefur fengið lækningu hjá dr. Patterson. „Hreinsimeðferð“ Meg Pattersons, sem sést ásamt einum sjúklinga sinna á neðstu myndinni, er reyndar ennþá umdcild meðal starfs- félaga hennar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.