Dagur - 30.09.1986, Side 8

Dagur - 30.09.1986, Side 8
8 - DAGUR - 30. september 1986 Akureyri - Mývatn - Akureyri Vetraráætlun gildir frá 3. okt.-23. des. Frá Reynihlíð Frá Akureyri föstudaga kl. 08.00 föstudaga kl. 16.30 sunnudaga kl. 17.00 Farpantanir i Hótel Reynihiíð sími 96-44170 og afgreiðslu Sérleyfis- bíla, Geislagötu 10, sími 24729. Sérleyfisbílar Akureyrar. Bamastúkan Sakleysið no. 3 Akureyri 100 ára Afmælisdagskrá laugardag 4. okt. kl. 14.00. Sýning í Borgarbíó, gamanmyndin Allt í hönk. Boðið er öllum barnastúkufélögum á Akureyri, Siglufirði, Dalvík, Hrísey, Hjalteyri og Svalbarðseyri. Kl. 20.00. Hátíðarfundur í félagsheimili templara - Varðborg. Kl. 21.00. Súkkulaðiveisla með tilheyrandi. Allir templarar velkomnir. Gæslumenn. Bifreiðaeigendur - Bifreiðastjórar Snjóhjólbaröamir eru komnír, nýir og sólaðir í miklu úrvali. Jafnvægisstillum öll dekk. Athugið okkar frábæru aðstöðu. Opið á laugardögum fyrir hádegi. hjólbarðaverkstæði Óseyri 2, sími 23084 og 21400. Dæmi: Flug og bíll og ein nótt á 1 manns herb. með morgunmat. kr. 5.940.- Flug og bíll í sólarhring +100 km. innif. kr. 4.664.- Pantið hjá okkur, það margborgar sig. Ferðaskrífstofa Akureyrar h/f RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000 Gæsaveiði í Eyjafirði: Veiðimenn fullbráðir - „Skjótið ekki eftir að rökkva tekur,“ segir Kári Agnarsson í Skotveiðifélaginu „Það hefur nokkuð borið á því að bændur hafi kvartað við okkur sem erum í skotveiðifé- laginu um ágang veiðmanna núna á gæsaveiðitímanum. Þetta hefur valdið því að nokkrir bændur eru mótfallnir Það er alkunna að í fjölmörg- um minni bæjarfélögum úti um land er ekki um neins konar möguleika til framhalds- menntunar að ræða fyrir þá sem lokið hafa grunnskóla. Eini möguleikinn er því að sækja til stærri staðanna þar sem slík menntun býðst. En hvað skyldi það geta kostað landsbyggðarfólk að senda börn sín til mennta? Oft hefur verið sagt að mennt- un verði seint eða ekki metin til fjár og má það vel vera rétt, en engu að síður er fróðlegt að kynna sér lítilsháttar eitthvað af þeim kostnaði sem er því fylgj- andi, fyrir nemendur utan af landi, að sækja framhaldsnám. Hér verður ekki reynt að gera neina tæmandi könnun á þessum kostnaði, enda þótt vissulega væri fróðlegt að sjá hvað út úr slíkri könnun kæmi. Það sem kannað var er einungis sá kostn- aður sem er því samfara að dvelj- ast á heimavist og matast í mötu- neyti skólanna. Skólarnir sem haft var sam- band við eru: Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki, Fjölbrautaskólinn á Akranesi, Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Egilsstöðum. í ljós kom að nokk- ur munur er á því sem greiða þarf fyrir heimavist og fæði í þessum skólum. Ódýrast virðist vera að sækja skólann á Sauðárkróki en dýrast á Akranesi. Á Sauðár- króki kostar fæðið um það bil 7.500 krónur á mánuði og dvöl á heimavist um 800 krónur. Sam- svarandi tölur í hinum skólunum eru: Akranes, heimavist kr. 1.285, fæði kr. 10.000. M.A. heimavist kr. 850 og fæði kr. 9.700. Egilsstaðir, heimavist kr. 800 og fæði kr. 10.000. Tekið skal fram að þessar tölur eru ekki nákvæmlega reiknaðar en eru þó mjög nærri lagi miðað við þær Gjafabréf Lárus Björnsson trésmiður á Akureyri, sem lést 30. sept- ember 1985 hefur artleitt Skógræktarféiag Eyfirðinga að 150 þúsund krónum. í gjafabréfi, sem Hólmsteinn Snædal afhenti Skógræktarfélag- inu nýlega er þess óskað að fjármununum verði varið til skógræktar í Naustaborgum og Hamraborgum. Eftirlifandi systur Lárusar, Margrét og Jóhanna Björnsdæt- ur, afsöluðu sér arfi eftir hann, og rann því arfurinn óskiptur til skógræktarstarfsins. í samráði við ættingja Lárusar hefur verið valinn gróðursetningarstaður og eru framkvæmdir þegar hafnar. því að leyfa veiðar á löndum sínum,“ sagði Kári Agnarsson einn stjórnarmanna Skotveiði- félags Eyjafjarðar. Nú þegar gæsaveiðitíminn stendur sem hæst eru veiðimenn upplýsingar sem fengust hjá skólunum. Mesti munur á milli skóla er nálægt 12.000 krónur yfir veturinn eða heldur hærri en sem svarar fæðiskostnaði fyrir einn mánuð þar sem hann er hæstur. Enda þótt hér hafi aðeins verið bent á tvennt af því sem fólk utan af landsbyggðinni þarf að borga til að geta stundað framhaldsnám er ljóst af því sem fram kemur að kostnaðurinn er verulegur. Það er því kannski ekki svo óeðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig sé með þetta jafnrétti til náms sem svo oft heyrist talað um. G.Kr. Næstkomandi miðvikudags- kvöld verður Flugbjörgunar- sveitin á Akureyri með kynn- ingu á starfsemi sinni í húsnæði sveitarinnar að Gaitalæk. Kynningin hefst klukkan átta, verður þar sýndur búnaður sveitarinnar, myndir frá starf- seminni og annað sem henni viðkemur. Friðrik Sigurðsson og Leónard Birgisson sögðu í samtali við blaðið að nú væri vetrarstarfið að fara í gang en starfsemi sveitar- innar er fyrst og fremst bundin við veturinn. Þeir vildu meina að svona starf væri mjög góður val- kostur fyrir þá sem áhuga hafa á útilífi. Þetta væri skemmtilegur félagsskapur þar sem menn gætu sinnt áhugamáli sínu en um leið orðið öðrum til hjálpar. Félagar í Flugbjörgunarsveitinnii eru um nokkuð bráðir við veiðar sínar og hafa farið óvarlega að mati sumra bænda við veiðarnar. Þetta á sér- staklega við um veiðar manna í Eyjafirði þar sem gæsin heldur sig við Eyjafjarðará þegar fer að rökkva. Vilja menn því skjóta á fuglinn í myrkri og hefur farið svo að særðir fuglar hafa sloppið frá veiðimönnum og hafa bændur fundið særða fugla. Er bænd- um því sérstaklega illa við skotveiðar að kvöldi til og í myrkri þegar gæsin heldur sig á næturstað við ána. „Við viljum hafa gott samstarf við bændur, eins og það hefur verið í langflestum tilfellum,“ sagði Kári og bað um að eftirfar- andi reglur yrðu birtar til glöggv- unar fyrir veiðimenn. 1. Áð stunda ekki veiðar eftir að rökkva tekur, því líkur á að særa bráð, eða týna henni auk- ast stórlega. 2. Að skjóta ekki gæsir á nátt- stöðum, því veiðar þar geta leitt til þess að gæsir hrekjast burt af viðkomandi svæði í lengri eða skemmri tíma. 3. Að biðja landeigendur ávallt leyfis er haldið er til veiða. Kári sagði að veiðitími gæsar- innar væri fram eftir vetri, en búast mætti við því að fuglinn færi að hugsa sér til hreyfings við fyrstu snjóa. gej- 100 talsins en milli 30 og 40 manns taka virkan þátt í starfi sveitarinnar. Flugbjörgunarsveit- in heldur æfingar að meðaltali einu sinni í mánuði og sögðu þeir félagar að gott samstarf væri með sveitinni og Hjálparsveit skáta. Kynningin á miðvikudags- kvöldið er upphafið að þjálfun nýliða í sveitina og munu nám- skeið síðan verða á hverjum mið- vikudegi a.m.k fram að áramót- um. Auk þess verða verklegar æfingar haldnar og farið í ferðir. Kennd verður skyndihjálp, með- ferð áttavita, leitartækni og ann- að það sem leitarmenn þurfa að kunna. Friðrik hefur umsjón með þjálfun nýliða sveitarinnar og sagði hann að lágmarksaldur væri 17 ár en vildi þó hvetja alla sem áhuga hafa á starfinu að mæta á miðvikudagskvöldið. ET Framhaldsnám er æði dýrt fyrir landsbyggðarfólk Flugbjörgunarsveitin með kynningu: Þjálfun nýliða að hefjast

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.