Dagur - 30.09.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 30.09.1986, Blaðsíða 9
30. september 1986 - DAGUR - 9 m/fté —íþróttic_____________ Sund: ÍBVog HSÞí 2. deild Keppni í 3. deildinni í sundi, fór fram í sundlaug Hvamms- tanga um helgina. Alls mættu liö frá 5 félögum og unnu tvö efstu liðin sér sæti í 2. deild að ári. Keppnin var mjög jöfn og skemmtileg en þegar upp var staðið voru það lið ÍBV og HSÞ sem stóðu best að vígi og þau keppa því í 2. deild að ári. Úrslit- in urðu þessi: 1. ÍBV 223 stig 2. HSÞ 94 stig 3. Vestri b 92 stig 4. USVH 49,5 stig 5. Þróttur N 42,5 stig Þetta var í fyrsta skipti sem keppni í 3. deild fer fram. Keppnin þótti takast vel en móts- stjóri var Flemming Jensen. Júdó- æfingar Þá fara júdóæfingar á vegum Júdódeildar KA að hefjast. Æfingar fara fram í sal þeim er félagið hefur til afnota í Höll- inni. í vetur verða þrír aldursflokk- ar í gangi og einnig er reiknað með kvennatímum til viðbótar en þeir tímar verða auglýstir síðar. Hjá flokki 5-9 ára verða æfing- ar á miðvikudögum kl. 18 og sunnudögum kl. 13. Hjá flokki 10-14 ára verða æfingar á þriðjudögum, fimmtu- dögum og föstudögum kl. 17.30 og á sunnudögum kl. 11.30. Hjá 15 ára og eldri verða æfingar á mánudögum, þriðju- dögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 19. Þjálfari allra flokka er Jón Óðinn Óðins- son. Bestu leikmenn Þórs í hverjum flokki, ásamt þeim Árna Gunnarssyni formanni knattspyrnudeildar og Jónasi Hallgrímssyni. Efri röð f.v.: Guðmundur Benediktsson, Aðalsteinn Pálsson, Harpa Örvarsdóttir, Ármann Héðinsson, Kristján Örnólfsson og Árni Gunnarsson. Fremri röð f.v.: Jónas Hallgríms- son, Jónas Róbertsson, Ingigerður Júlíusdóttir, Jórunn Jóhanncsdóttir og Kristinn Hreinsson. Uppskeruhátíð Þórs Uppskeruhátið knattspyrnu- deildar Þórs, var haldin í Fé-i dagsborg á sunnudag. Þar voru mættir allir þeir flokkar sem æfðu og kepptu undir merki félagsins í sumar. Arni Gunn- arsson stjórnaði samkomunni og hann rakti árangur ein- stakra flokka í sumar í þeim mótum sem hver og einn tók þátt í. Sumum flokkum gekk vel og má þar nefna árangur 5. flokks, undir stjórn Árna Stefánssonar sem varð í öðru sæti á íslands- mótinu og árangur 3. flokks í sama móti en sá flokkur komst einnig í úrslitakeppnina og hafn- aði þar í 4. sæti. 3. flokkur tók einnig þátt í Valsmótinu svokall- aða og komst þar í undanúrslit en tapaði í þeim fyrir frönsku liði. Þjálfarar 3. flokks, voru þeir Aðalsteinn Sigurgeirsson og Guðmundur Svansson. Það kom fram í máli Árna, að hann eins og svo margir aðrir var mjög óánægður með árangur meistaraflokks. Þá voru útnefndir bestu leik- menn hvers flokks og fengu þeir viðurkenningar að launum. Eftir- taldir voru valdir leikmenn hvers flokks að þessu sinni: 6. flokkur: Kristján Örnólfsson. 5. flokkur: Guðmundur Benediktsson. 4. flokkur: Aðalsteinn Pálsson. 3. flokkur: Ármann Héðinsson. 2. flokkur: Kristinn Hreinsson. Meistaraflokkur: Jónas Róbertsson. 3. flokkur kvenna: Harpa Örvarsdóttir. 2. flokkur: Jórunn Jóhannesdóttir. Meistarafl. kvenna: Ingigerður Júlíusdóttir. Páll Magnússon knattspyrnu- dómari talaði um dómaramál og taldi m.a. mikilvægt að leikmenn kunni knattspyrnureglurnar til hlítar og að það gæti auðveldað starf dómarans í sjálfum leiknum ef svo væri. Að lokum var gestum boðið upp á pylsur og gos. Öruggt hjá KA í 4 flokki - í Akureyrar KA haföi nokkra yfirburði gagnvart Þór í 4. flokki í Akur- eyrar- og Haustmóti KRA. A- lið KA vann alla leikina við Þór en B-liðið vann báða leik- ina í Akureyrarmótinu og liðin gerðu jafntefli í haustmótinu. Fyrri leikur liðanna í Akureyr- armótinu fór þannig að KA sigr- aði örugglega 5:0. Leik B-liðanna lauk einnig með góðum sigri KA og haustmóti 4:1. f seinni leik liðanna unnu KA-menn báða leikina örugg- lega, A-liðið 5:1 og B-liðið með sömu markatölu. í haustmótinu sigraði A-lið KA Þór 3:0 en í leik B-liðanna tókst Þórsurum aðeins að klóra í bakkann og lauk þeim leik með jafntefli 3:3. Þessi flokkur hjá KA komst í úrslit á íslandsmótinu og hafnaði þar í 5. sæti. Eyjólfur Sverrisson var valinn mað ur mótsins á Akranesi. Tindastóll í 2. sæti Fyrstu deildar lið Tindastóls í körfuknattleik tók þátt í æf- ingamóti suður á Akranesi um helgina ásamt fjórum öðrum liðum. Liðið varð í öðru sæti tapaði fyrir Breiðabliki sem sigraði á mótinu, með fjögurra stiga mun en sigraði hin liðin með yfirburðum. Auk fyrstu deildar liðanna tveggja tóku þátt þriðju deildar lið IÁ, USAH og Léttis Reykja- vík. Við mótslok var Eyjólfur Sverrisson Tindastóli valinn mað- ur mótsins. Að sögn eins leik- manns Tindastólsliðsins náði lið- ið sér ekki á strik á Akranesi, eins og hauströkkrið hefði grúft yfir leik liðsins. -þá A-lið 4. flokks KA, ásamt þjálfara sínum Guunari Gunnarssyni. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Þórarinn og Eyjólfur jafnir Þeir Þórarinn B. Jónsson og Eyjólfur Ágústsson voru jafnir í getraunaleiknum um helgina, báðir með 4 leiki rétta. Þeir fá því að reyna með sér aftur og bjóst Eyfi ekki við öðru en að Doddi dytti út um næstu helgi. „Ég trúi ekki öðru en að það dugi fyrir mig að nota vinstri hendina á hann,“ sagði Eyfi. En hvort þessi spá hans dugir gegn Dodda, kemur í ljós á laugar- dag en hér er spá þeirra: Þórarinn: Cheisea-Charlton 1 Everton-Arsenal 1 Man.City-Leicester 1 Norwich-Q.P.R. 1 Nottm.F.-Man.United 1 Sheff.Wed.-Oxford 1 Southampt.-Newcastle 1 Tottenham-Luton 1 Watford-West Ham 1 Wimbiedon-Liverpooi 2 Sunderland-Portsmouth 1 W.B.A.-Oldham 1 Eyjólfur: Chelsea-Charlton 1 Everton-Arsenal 1 Man.City-Leicester x Norwich-Q.P.R. 1 Nottm.F-Man.United 1 Sheff.Wed.-Oxford 1 Southampt.Newcastle 1 Tottenham-Luton 1 Watford-West Ham x Wimbledon-Liverpool 2 Sunderland-Portsmouth 2 W.B.A.-OIdham 2 Tipparar munið að skila seðiunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.