Dagur


Dagur - 10.10.1986, Qupperneq 3

Dagur - 10.10.1986, Qupperneq 3
Fræðimannsíbúð í Davíðshúsi Kirkjan á Hólum. Fyrsta prests- vígsla séra Sigurðar Á sunnudaginn fór fram á Hól- um í Hjaltadal prestsvígsla er séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup á Hólum vígði Svavar Alfreð Jónsson til prests, en Svavar Alfreð hefur verið skipaður prestur í Olafs- fjarðarprestakalli þar sem hann hlaut lögmæta kosningu. Var þessi vígsla fyrsta emb- ættisverk Sigurðar Guðmunds- sonar sem vígslubiskups, en hann var vígður til þess emb- ættis árið 1982. Auk séra Sigurðar þjónaði séra Vigfús Þór Árnason á Siglufirði fyrir altari. Vígsluvottar voru prófastarnir Birgir Snæbjörnsson á Akureyri og Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki og prestarnir Þór- hallur Höskuldsson á Akureyri og Hannes Örn Blandon á Laugalandi í Eyjafirði, sem áður var prestur í Olafsfirði. Kirkju- kór Hóla- og Viðvíkursóknar og Kirkjukór Ólafsfjarðar sungu við athöfnina sem var hin hátíðleg- asta og fjölsótt, m.a. af væntan- legum sóknarbörnum séra Svavars, Ólafsfirðingum. Eins og sagt hefur verið frá í blaðinu hefur Bílaleiga Akur- eyrar og lögreglan nokkurn viðbúnað vegna leiðtogafund- arins í Reykjavík um helgina. Sagt var frá því að Bílaleiga Leiðrétting í blaðinu í gær birtist frétt þess efnis að ófaglært starfsfólk fari fram á 30% launahækkun. í frétt- inni er talað við Sævar Frímanns- son, formann verkalýðsfélagsins Einingar, en vegna mistaka er þess hvergi getið. „Við fréttum að þetta bréf hefði verið sent. . og afgangurinn af fréttinni eru orð Sævars. Er beð- ist velvirðingar á þessum mistök- um. -HJS „Það er geysilegur áhugi hjá nefndarmönnum að geta boðið fræðimönnum til Akureyrar til lengri eða skemmri dvalar og hafa þá aðsetur í kjallaranum á Davíðshúsi,“ sagði Þórey Eyþórsdóttir, varaformaður Menningarmálanefndar Akur- eyrar í samtali við Dag. Nefnd- in hefur skoðað Davíðshús og rætt um viðhald hússins og fræðimannsíbúð í kjallara. Segir í bókun nefndarinnar að ljóst sé að viðgerð á kjallara- íbúð sé kostnaðarsöm og eðlilegt að skoða þetta mál í samhengi við aðra útgjaldaliði á næstu vikum. „Þetta er allt á umræðu- stigi en það er a.m.k. mikill áhugi fyrir þessu. Mér finnst þetta geysilega spennandi viðfangsefni og ég tel að dvöl fræðimanna hér gæti verið lyftistöng fyrir menn- ingarlíf bæjarins. í tengslum við þetta mætti halda fyrirlestra sem gætu orðið hvati að umræðum sem myndu víkka sjóndeildar- hringinn og gert okkur að betra fólki,“ sagði Þórey. Blaðið bar þetta mál upp við Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðing og sagði hann að málið væri í höndum menningarmála- nefndar og alfarið hennar að ákveða um framhaldið. „Á sín- um tíma var kosin nefnd sem átti að fylgjast með rekstri hússins og hún hefur skilað af sér. Lagði hún tillögu fyrir síðustu bæjar- stjórn og var sú tillaga samþykkt. í dag er verið að vitna í þessa til- Staða bæjarsjóðs Sauðárkróks er nijög slæm um þessar mund- ir og að sögn Þorbjörns Árna- sonar forseta bæjarstjórnar Sauðárkróks hefur hún sjálf- sagt aldrei verið jafn slæm. Fyrir utan þessa slæmu stöðu sjóðsins bætist svo við hluta- Akureyrar sendi tugi bíla suð- ur en nú hefur frést að Bíla- leigan Örninn mun einnig senda aila tiltæka bfla frá sér. „Jú það er rétt. Við sendum alla bíla sem við mögulega getum og erum búnir að senda tólf bíla,“ sagði Páll Valdimarsson hjá Erninum. Örninn er með 25 bíla og sagði Páll að ekki væri ólíklegt að óskað yrði eftir fleiri bílum. Páll sagði að það væru aðallega aðilar sem hefðu aðsetur á Selfossi sem hefðu leigt af þeim og hefðu þeir leigt bílana allan tímann sem fundurinn og undir- búningur hans stendur. Bílarnir eru leigðir út á taxta frá því í sumar en hann er hærri en taxt- inn sem nú gildir. Páll sagðist telja að allar bílaleigur leigðu bíla til þessa verkefnis á þessum kjörum. ET lögu og þ.á m. ^ar lagt til að endurnýja íbúðina í kjallaranum sem nota mætti sem aðsetur fyrir gest bæjarins eða fræðimann. Það var gert ráð fyrir því að það yrði byrjað á þessu ári og lagt fé í það. Á fjárhagsáætlun núna er veitt fé í viðhald og fræði- mannsíbúð í húsinu en það er aðeins til byrjunarframkvæmda og þetta mál er nú algjörlega í höndum menningarmálanefnd- ar,“ sagði Stefán. -HJS Prestslaust á Skagaströnd - Eini umsækjandinn hætti við Aðeins einn umsækjandi var um Höfðaprestakall þegar það var auglýst fyrir nokkru, en sá hefur nú dregið umsókn sína til baka. Það er því allt útlit fyrir að prestslaust verði á Skagaströnd enn um sinn, en séra Oddur Ein- arsson sem þar gegndi er fluttur til Njarðvíkur þar sem hann tók við embætti bæjarstjóra. Að sögn sóknarnefndarmanns á Skaga- strönd er búist við að séra Árni Sigurðsson sóknarprestur á Blönduósi gegni í Höfðapresta- kalli til vors, en þá verði auglýst aftur. G.Kr. fjáraukning bæði t útgerðarfé- laginu og í SteinuIIarverk- smiðjunni sem hann kemur til með að þurfa að útvega að miklu leyti. Segir Þorbjörn þetta dæmi sem á undan er lýst líta þannig út að bæjarsjóð muni vanta um 60 milljónir um næstu áramót. Ástæðuna fyrir þessari slæmu stöðu bæjarsjóðs nú telur Þor- björn kannski fyrst og fremst vera hvernig peningamál hafi almennt þróast í landinu á síðari árum og ekki hafi verið völ á neinu lánsfé fyrir sveitarfélögin. Miklar framkvæmdir hafi átt sér stað á Sauðárkróki undanfarin ár og bæjarsjóður lagt í þær mun meira fjármagn en framlög ríkis- ins á móti geri ráð fyrir. Fram- kvæmdir sem allir eru sammála um að hafi verið þarfar eins og t.d. bygging íþróttahúss og skóla- mannvirkja. Samt sem áður sé staðreyndin sú að framkvæmt hafi verið um efni fram. Skuldir bæjarsjóðs um síðustu áramót kvað Þorbjörn hafa numið ríflega 150 milljónum sem í sjálfu sér sé ekkert rosalegt, en af þeim séu skammtímalán 90 milljónir og þar af 30-40 milljónir í vanskil- um. Bæjarsjóður Sauðárkróks hafi á dögunum lagt inn beiðni um erlenda lántöku að upphæð 40 milljónir króna sem enn hefði ekki fengist leyfi fyrir og í dag sé engan pening að fá. „En menn eru sammála um að vinna sig út úr þessum vanda og við höfum séð það svart áður, en það er alveg ljóst að framkvæmdageta bæjarsjóðs á næstu árum verður ekki mikil,“ sagði Þorbjörn að lokum. -þá Leiðtogafundurinn í Reykjavík: Örninn sendir 12 bíla - ieigðir út á sumartaxta Sauðárkrókur: Gífurlegir erfið- leikar bæiarsjóðs 10. október 1986' - DAGUR - 3 ★ Norsk blöð. ★ Sænsk blöð. ★ Dönsk blöð. ★ Ensk blöð. ★ Amerísk blöð. ★ Tölvublöð. ★ Frönsk blöð. ★ ítölsk blöð. ★ Þýsk blöð. ★ Askriftarþjónusta Bókabúðin Hafnarstræti 100 - Pósthólf 633 - Akureyri - Sími 24334. Þróunarfélag íslands hf. auglýsir viðfalstíma á Húsavík 13. október og Akureyri 14. október nk. Nánari upplýsingar og móttaka viðtalsbeiðna eru á bæjarskrifstofunum sími 21000 og hjá Tækniþjón- ustunni Húsavík, sími 41877. Styrktarfélag vangefinna Norðurlandi heldur almennan félagsfund í iðjulundi, mánudaginn 13. október kl. 20.30. Stjórnin. Dansleikur Gömlu dansarnir verða dansaðir á Þinghús- inu Grund laugardaginn 11. október frá kl. 22-02. Alli ísfjörð og félagi leika fyrir dansi. Nýir félagar velkomnir. EÍdridansaklúbbur Dalvíkinga og Svarfdælinga. ^orni iStoraBenciingUifra iflanelsKnxÍMMSv. 1 blussuSiitMouxur ogj voru m . OlllD 'V ■; / vuRunui > s ■/ ■7 ÖLl f (GlJÉiCOt

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.