Dagur - 10.10.1986, Síða 4

Dagur - 10.10.1986, Síða 4
4 - DAGUR - 10. október 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Dagur á hvert heimili á Norðurlandi leiðarí__________________ Nú er rösklega eitt ár síðan fyrsta dagblaðið á lands- byggðinni hóf göngu sína, en það var 26. september á síðasta ári sem Degi var breytt í dagblað. Þrátt fyrir nokkra vantrú ýmissa aðila í upphafi hefur það sýnt sig á þessu rúmlega eina ári að Dagur sem dagblað hefur góðan hljómgrunn, bæði meðal lesenda og auglýs- enda. Dagleg útgáfa blaðs á Norðurlandi fyllti upp í ákveðið tómarúm, þar sem sunnanblöðin höfðu lítið sinnt fréttaflutningi og efn- isöflun á svæðinu, nema hvað DV hafði komið sér upp fastráðnum frétta- manni á Akureyri. Nú hefur Morgunblaðið einnig farið í kjölfarið og er ekki vafamál að uppgangur Dags hefur valdið miklu um aukinn áhuga þessara blaða á höfuðstað Norðurlands. Þá hefur mjög öflug starfsemi Ríkisútvarpsins á Akureyri gjörbreytt viðhorfum til fjölmiðlunar og yfirleitt alls þess sem er að gerast á Norðurlandi. Segja má að Norðurland, og þá einkum Akureyri, sé komið inn á fjölmiðlakortið en það náði til skamms tíma ekki nema upp að Ártúnshöfðanum í Reykjavík. En Dagur lét ekki staðar numið, heldur hefur á þessu ári sem liðið er verið komið upp ritstjórnarskrif- stofum með fastráðnu fólki á þremur þéttbýlisstöðum á Norðurlandi utan Akur- eyrar, þ.e. á Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík. Með þessum hætti er blað- ið í stakk búið til að sinna fólki í öllum sýslum Norður- lands betur en nokkur ann- ar fjölmiðill. Það hefur líka sýnt sig á undanförnum vikum að Norðlendingar kunna vel að meta það að þeim er sinnt og áhugi sýndur á því sem þeir eru að aðhafast í sem flestum málum. Dagur hefur að undanförnu staðið fyrir viðamikilli áskrifenda- herferð norðanlands og hafa viðbrögð fólks verið með ólíkindum góð. Hátt í þrjú þúsund nýir lesendur eru nú komnir að blaðinu, til viðbótar við þá u.þ.b. fimm þúsund áskrifendur sem fyrir voru. Blaðið er nú prentað í um 9 þúsund ein- tökum og það fer ekki á milli mála að það er lang útbreiddasta blað á Norðurlandi, fer inn á nán- ast hvert einasta heimiJi í fjórðungnum. Það á eftir að koma í ljós hversu margir þessara nýju lesenda blaðsins vilja ger- ast fastir áskrifendur að því, en samkvæmt fyrri reynslu af svipuðum áksrift- arkynningum má reikna með að meira en helmingur haldi áfram að kaupa blaðið. Norðlendingar skynja það að því fleiri sem kaupendur blaðsins eru, því betra getur það orðið þegar tímar líða fram. HS líf & heilsa______________ Er ekki tími til kominn að teygja? Hér birtast loks nokkrar teygjuæfingar sem á var minnst í fyrri pistlum um baráttuna við það sem ég hef kallað hóg- lífisdrauginn. Hvers vegna teygju- æfingar? Þolæfingarnar, einkum hlaup, hjólreiðar, boltaíþróttir o.fl., þar sent mikið er streðað, liðka ekki líkamann. Þvert á móti verður maður til að byrja með jafnvel stirðari og fær strengi. Teygjuæfingarnar eru því notaðar til þess að - liðka og búa líkamann undir erfiði, - koma í veg fyrir, að maður verði aumur eða meiðist, t.d. togni, - auka samræmi og jafnvægi í hreyfingum, - búa mann andlega undir að líkaminn taki á svo því fylgi síður streita, þ.e. maður beinir athyglinni að eigin lík- ama og „kynnist" honum. Teygjuæfingarnar, rétt gerðar, eru notaleg athöfn laus við strit. Minnumst þess, hvern- ig dýrin teygja sig. Við engan er að keppa, iðkandinn fer aðeins eftir sinni eigin getu og fer smám saman að finna þá vellíð- an sem fylgir því að bæta lík- ama sinn líka á þessu sviði. Allir, á öllum aldri við þokkalega heilsu geta teygt sig, mjög varlega til að byrja með, en umfram allt reglulega. Ef einhver vafi er um heilsuna, ber að ráðfæra sig við lækni. Hvenær á að teygja? íþróttafólk teygir fyrir átök og æfingar og líka á eftir, ef tóm er til. Það sama gildir í stórum dráttum fyrir heilsuiðkendur. í rauninni geta allir teygt sig hvenær sem er, t.d. þegar skipt er um verk eða viðkomandi orðinn þreyttur í ákveðinni stellingu. Það er líka slakandi að teygja þegar streita hefur náð tökum á huganum. Aðal- atriðið er að læra fáar en mark- vissar æfingar og gera þær reglulega. Sjálfri hefur mér þótt best að teygja eftir skokk eða aðra upphitun. Ef ekki er hitað upp og teygt fyrir þolæfingu, verður bara að gæta þess að fara hægt af stað, þar sem mörgum mun þykja of tímafrekt að teygja bæði fyrir og eftir æfingu. Hvernig á að teygja? Eitt er víst, að það er auðvelt að læra, en það er hægt að teygja á rangan hátt, t.d. með rykkjum og rækilegum hnykk eins og manni var tamt að gera áður en gagnsleysi þess var sannað og jafnvel hætta, ef fólk var orðið stirt. Hin rétta aðferð er að ein- beita huganum að viðkomandi vöðva eða líkamshluta og teygja hægt og sígandi, þar til ekki verður lengra komist með góðu móti - dvelja þar, eins slakur og unnt er að öðru leyti, í 10-30 sekúndur (gott að telja í huganum). Þá eins og slaknar á mestu þenslunni af sjálfu sér. Síðan, eftir þennan tíma í þan- inni, tiltölulega þægiiegri teygju, er best að teygja hægt meira á, eins og maður þolir vel og halda þar í aðrar 10-30 sek. Það er það, sem sérstaklega liðkar, en það tekur sinn tíma rétt eins og það hefur tekið sinn tíma að stirðna. Best er að anda hægt og vilj- andi. Um leið og maður beygir sig saman skal anda út, en anda svo „venjulega“ meðan á teygj- unni stendur - alls ekki halda niðri í sér andanum - ef manni finnst þörf á því, vantar slökun. E.t.v. þarf þá að lina pínulítið teygjuna. Munið, að það á ekki að vera sárt. Gott er líka að hafa hugfast, að hver og einn er mis- liðugur, og það er ekki verið að keppa um hver er liðugastur. Að teygja reglulega og venja sig á að slaka um leið er það mikilvægasta. Markmiðið er að líða smám saman betur og hafa betra vald á líkama og sál. 1. Ath.: Hællinn á golfi og tærnar beint fram. Skiptið um fót til að teygja bæði hægri og vinstri. 2. Ath.: Að halla fram um mjaðmir og líta fram. Hægt að auka teygjuna með því að ýta varlega með olnbogum niður á hnén. Léttara er að sitja með bakið upp við vegg. 3. Ath.: Reynið að vera slök í stellingunni. Tær beint upp eða heldur inn á við (mega ekki vísa út). Takmarkið er ekki að koma enni niður á hné, heldur horfa fram á við og halla fram um mjaðmir, eins langt og hægt er - beygja hnéð ef þarf, ekki pína hnésbótina um of. Gott er að nota handklæði til að halda undir ilina og toga hæfilega. Slaka á, einkum í herðum. 4. Ath. að hællinn verður að vera sem næst lærinu til þess að snúa ekki upp á hnéð. Skiptið um fót. 5. Hvíldarstelling, sem teygir innri lærvöðva - einbeitið huganum að máttleysinu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.