Dagur


Dagur - 10.10.1986, Qupperneq 16

Dagur - 10.10.1986, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 10. október 1986 Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Tap á rekstri - í fyrsta sinn í mörg ár Töluvert tap varð á rekstri Fiskiðjusamlags Húsavíkur í fyrra en mun betur lítur út með reksturinn á þessu ári. Aðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur var haldinn nýlega. Að sögn Tryggva Finnssonar framkvæmdastjóra gekk rekstur- inn erfiðlega í fyrra og töluvert tap varð á rekstrinum en slíkt hefur ekki gerst hjá fyrirtækinu í mörg ár. Margar orsakir eru fyrir þessu m.a. gengisþróunin og hráefnisskortur eftir uppboðið á Kolbeinsey. Pað sem af er þessu ári hefur rekstur fyrirtækisins gengið mun betur en í fyrra. Þó sagði Tryggvi að það þyrfti ekki að þýða að rekstrarniðurstaða yrði mjög góð því erfiðasti tím- inn væri eftir. Kolbeinsey verður í fullum rekstri út árið, hún er langt komin með að veiða upp í kvóta og spurning er hvernig tekst að raða saman þeim teg- undum sem eftir er að veiða af kvótanum. Reynt verður að tryggja samfelldan rekstur hjá rækjuvinnslunni en þar eru nán- ast engar birgðir til af frystri, óunninni rækju. IM Útvarpsréttarnefnd: Málefni veitustofnana voru mikið rædd á fundi bæjar- stjórnar síðastliðinn þriðjudag. Hækkun gjaldskráa bæði hita- veitu og rafveitu var þar efst á baugi en á fundi stjórnar veitustofnana var samþykkt að hækka gjaldskrá Rafveitu Akureyrar tii jafns við gjaldskrá HA. Vegna fyrirhugaðrar hækkun- ar á gjaldskrá Rafveitu Akureyr- ar bar Sigurður Jóhannesson fram tillögu um það að sá tekju- auki sem þannig skapaðist yrði nýttur til lækkunar á almennum töxtum og afltöxtum veitunnar, t.d. A2 og Bl. Tillagan var sam- þykkt með níu samhljóða atkvæðum en fulltrúar Alþýðu- bandalags sátu hjá. Sigríður Stef- ánsdóttir gerði grein fyrir þessari afstöðu á þann veg að þar sem til- lagan byggði á hækkun sem þau Heimir væru á móti gætu þau ekki samþykkt hana. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bar fram tillögu þess efnis að vegna fyrirhugaðrar breytingar á gjaldskrá veitustofnana verði kannað með hvaða hætti hægt væri að sameina innheimtustörf veitustofnana bæjarins og rekstur tæknideilda þeirra. Einnig kveð- ur tillagan á um að rekstur bif- reiða og tækja veitnanna svo og húsnæðisaðstaða þeirra verði tekin til endurskoðunar þannig að gætt sé ýtrustu hagræðingar í þeim efnum. Þessi tillaga var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum en fulltrúar Alþýðu- flokks sátu hjá. ET Harður árekstur varð milli tveggja bíla á Hvammstanga í fyrradag. Ekki urðu nein slys á fólki. Óhapp þetta varð um hádegi á miðvikudag. Land Rover jeppi og Datsun fólksbíll lentu saman. Skemmdist fólksbíllinn mikið og er það mikið happ að ekki skuli hafa orðið alvarlegt slys. EHB Veitti leyfi til sjón- varps á Akureyri Útvarpsréttarnefnd hefur nú I afgreitt umsóknina frá | Éimskip: Vikuleg við- koma á Dalvík Eimskipafélagiö hefur nú ákveðið að hafa vikulega við- komu á Dalvík í tilrauna- skyni, einkum til að taka þar ferskan fisk í gámum og auð- velda mönnum útflutning á honuni. Skip félagsins munu koma til Dalvíkur og lesta þar seinni hluta sunnudags og kemur fyrsta skipið, Espana, þangað um helgina. Að sögn Guðmundar Hall- dórssonar hjá Eimskip, scnt hefur m.a. umsjón mcð strand- siglingum félagsins, hefur orðið vart töluverðs áhuga meðal aðila á Dalvík að selja ferskan fisk á Englandsntarkaö. Frá Dalvík munu skipin fara til ísafjarðar og taka þar gámafisk, sem verður síðan umskipað í Reykjavík í skip sem fer til Englands á miðvikudegi. Valdi- mar Snorrason á Dalvík er full- trúi Eimskips á staðnum vegna þessara siglinga. HS Eyfirska sjónvarpsfélaginu hf. og hefur félaginu verið veitt heimild til sjónvarpssendinga á Akureyri og á Eyjafjarðar- svæðinu. Eins og áður hefur komið fram er nú verið að smíða sendibúnað fyrir félagið í Frakklandi og er gert ráð fyrir að hann ætti að geta verið kominn til Akureyrar um mánaðamótin. Þá verður strax hafist handa við uppsetningu, en sendinum verður valinn staður í Vaðlaheiðinni. Reiknað er með að þessi aðalsendir nái út að Hjalteyri og fram undir Grund, en svæðið verði síðan útvíkkað með litlum endurvarpssendum. Þá verður hægt að ná sendingum stöðvarinnar á Dálvík og ná- grenni og einnig austan fjarðar- ins. Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins og starfar nú af fullum krafti við undirbúning. Fyrst í stað verður efni Sjónvarps Akureyrar, sem er undirtitill stöðvarinnar, nær ein- göngu frá íslenska sjónvarps- félaginu, Stöð 2, sem hóf útsend- ingar í gærkvöld. HS Fyrirhuguð hækkun á húshitunartaxta Rafveitu Akureyrar: Tekjuaukinn nýttur til lækkunar á almennum töxtum og afltöxtum - innheimtustörf veitustofnana bæjarins sameinuð VMA manna í fyrstu að við það hefði skolplögn getað skaddast. Heil- brigðisfulltrúi fór fram á að graf- ið yrði niður að lögninni en hún reyndist heil. Hins vegar kom í ljós að drenlögnin var það neðar- lega að þegar rann í brunninn var hætta á að skólp færi inn í dren- lögnina sem þá var í raun orðin opin skólplögn. Eftir að glugginn hafði verið límdur aftur létu maurarnir ekki sjá sig innan dyra en að sögn Valdimars hefði þetta getað orð- ið talsvert vandamál ef skólplögn inni í húsinu hefði bilað. Húsa- meistari bæjarins vinnur nú að frágangi á drenlögninni svo von- andi er þetta mál úr sögunni. ET Hvammstangi: Harður árekst- ur í fyrradag í morgun voru sendar til Reykjavíkur mokkakápur sem saumaðar voru á saumastofu Sambandsins á Akureyri. Ekki er það í frásögur færandi að kápur séu sendar þangað. En í þessu tilfelli bjó annað undir. Kápurnar eru ætiaðar leiðtogum stórveidanna, þeim Reagan og Gorbachév ásamt eiginkonum þeirra. Starfsfólk á saumastofunni fékk málin send af Reagan og frú Nancy, en meira þurfti að treysta á myndir varðandi stærðir á sovéska leiðtogann og frú hans. Það tók ekki nema einn dag að sauma og ganga frá þessum glæsilegu loðkápum sem vonandi eiga eftir að veita leiðtogum risaveldanna og frúm þeirra góðan yl á köldum dögum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra mun afhenda kápurnar. A myndinni eru Hanna Guðmundsdóttir, Erla Traustadóttir og Ingólfur Ólafsson, en þau ásamt öðrum starfs- mönnum saumadeildar framleiddu kápurnar. Kápa Reagans er lengst til vinstri, þar næst er kápa Nancyar konu hans, því næst kápa frú Gorbachév og síðan kápa Gorbachéfs sjálfs. Mynd: gej-. Hoppmaur í - drenlögn lá of djúpt í hlýindakafla fyrir skömmu varð vart við maura í húsi Tæknisviðs Verkmenntaskól- ans. Að sögn Valdimars Brynj- ólfssonar heilbrigðisfulltrúa reyndist þetta vera svokallaður. poneramaur eða hoppmaur. Nafnið kemur til af því að maurarnir hafa litla vængi sem þeir geta svifið á. Maurar þessir eru á stærð við mýflugur og við fyrstu sýn ekki ósvipaðir í útliti. Þeir komu til landsins fyrir um það bil tíu árum og verður þeirra vart annað slag- ið og þá yfirleitt vegna bilunar í skolpleiðslum en þar virðist drottningin halda sig. Fyrir nokkr- um árum ollu maurar þessarar tegundar því að fólk á Dalvík þurfti að flýja hús sitt sem síðan var rifið og nýtt byggt. Valdimar sagði að maurarnir hefðu greinilega komið upp með vegg og hefðu þeir komist í eina stofu í kjallara hússins inn um glugga. í fyrra var skipt um dren- lögn við skólann og var það hald Fjölskyldutilboð á Bauta og í Smiðju sunnudagiiui 12. okt. Matseðill Prinsessusúpa, brauð og salatbar með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli og ribsberjahlaupi Kr. 450-540. Bautaborgari Kr. 100. Hálft verð fyrir böm yngri en 12 ára

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.