Dagur - 07.11.1986, Page 8

Dagur - 07.11.1986, Page 8
8 - DAGUR - 7. nóvember 1986 7. nóvember 1986 - DAGUR - 9 ■■■■■■■■■■■ „Ég er nú einu sinni svona gerður og verð að búa við þennan hrossahlátur" íþróttakennarinn, málarinn, jólasveinninn, markvörðurinn, þjálfarinn, skopteiknarinn, Ijós- myndarinn, húmoristinn, tónlistaraðdáandinn, gleðimaðurinn og fararstjórinn Einar Birgir Kristjánsson, er mættur í helgarviðtalið að þessu sinni og full ástæða til. Hann hefur frá mörgu að segja og hér kemur smá sýnishorn. Að skemmta íslendingum í Hollandi - Nú varst þú fararstjóri í Hollandi í sumar. Hvernig bar þetta til og hvernig gekk að ltafa ofan af fyrir íslendingum? „Það var hann Karl Fn'mannsson sem minntist á þetta við rnig. Mér leist vel á hugmyndina og sló endan- lega til þegar ég sleit liðböndin. Þá var úr sögunni að æfa. Ég fékk starf- ið og fór út daginn eftir að ég losnaði úr gifsinu, 13. maí. Kempervennen eru fyrst og fremst fjölskyldubúðir og dagskráin er þrælskipulögð. Ferðir hingað og þangað og ákveðnir staðir skoðaðir. Fyrsti hópurinn okkar var reyndar úr Verkmenntaskólanum á Akureyri og mér heyrðist það vera ákaflega vel heppnuð ferð. Það er mjög stutt til næsta bæjar, Valkens- ward, og þar er sannkölluð kráar- stemmning. Þar búa um 36.000 manns að úthverfum meðtöldum og þar eru hvorki fleiri né færri en 124 barir. Það er sennilega engin tilviljun að allir skuli vera á hjóli í Hollandi! Þar er mikið fjör, en þó sérstaklega um helgar því Hollendingar fara annars snemma að sofa. Þetta var mikil vinna. Við fengum fyrstu frídagana um mánaðamótin júlí-ágúst. Við vorum að undirbúa dagskrá, þýða matseðla og taka sam- an helstu upplýsingar. Þetta settum við svo saman í möppu sem var dreift í hvert hús. Öllum er frjálst að haga sér eins og þeir vilja en við buðum upp á skemmtilegar skoðunarferðir sem enginn vildi ntissa af. Flestir voru í hálfan mánuð og hefðu viljað vera lengur. Margir reyndu að fram- lengja dvölina eftir að þeir komu á staðinn, en það reyndist erfitt. Meðal ferða sem við buðum upp á voru Parísarferð, ferð um Rínar- og Mós- eldalinn og ekki síst var ferðin á leik Stuttgart og Bayern Uerdingen. Ég held að það sé nauðsynlegt að taka 3 vikur í þetta. Sumum vannst ekki tími til að slappa af því það þótti nauðsynlegt að sjá sem mest, helst allt sem í boði var. Þarna var ævintýragarður og tívolí, heilt þorp, og sérstaklega kjörin fjölskylduparadís. Maður gat farið niður fossa og flúðir í gúmmí- bát og á skilti við innganginn stóð: Get wet on your own risk. Enda kemst enginn þurr úr þessari ferð. Það kom ekki að sök því veðrið var sér- staklega gott. Þessi garður er í einka- eign eins og flest í Hollandi. Meira að segja Schiphol flugvöllur er í einka- eign, en þar fara 18 milljónir farþega um. Kempervennen er í einkaeign. Þar eru 611 hús plús veitingastaðir og slíkt og maðurinn sem á þessar búðir á átta slíkar.“ Bitinn af varðhundi - Bjórinn hefur bragðast sæmilega, er það ekki? „Jú, hann var góður. Enda kom ég heim með þessa ægilegu vömb. Hræðilegur ásýndum með öll auka- kílóin. Sem fararstjóri borðaði mað- ur og drakk með gestunum og allir vildu gera manni gott. Þetta var stanslaus veislumatur og stanslaus vinna engu að síður. Heyrðu, ein ferðin sem við buðum upp á var í Einar í fararstjórabulnum ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni. Leikur Stuttgart og Bayern Uerdingen var víst rosalegur. Hér er Einar með Atla Eðvaldssyni. gamalt þorp þar sem eitt ljótasta fólk í veröldinni býr. Frumbyggjarnir hafa ekki verið mjög gæfulegir og fólk mátti ekki giftast út fyrir eyna, en þetta var upphaflega eyja, og þannig hefur kjarninn haldist og allt er byggt á eldgamalli hefð. Fólk kemur langar leiðir að til að skoða þessi ósköp. Svo var aftur á móti í sjávarþorpi einu alveg einstaklega fallegt kvenfólk.11 - Mér skilst að þú hafir ekki verið jafn vinsæll af öllum, var ekki ráðist á þig? „Jú, eins og sjá má hérna á upp- handleggnum og lærinu. Það var hundur einn þarna sem ég hafði reyndar oft umgengist. Einn daginn var mikið að gerast, krökkt af fólki á hjólum og hávaðinn eftir því. Ég sá hundinn þar sem hann sat rólegur hjá öryggisverði sem var með hann í bandi og ég gekk að hjólinu mínu og fór að eiga við lásinn. Lásinn opnað- ist með smelli og ég vissi ekki fyrr en hundurinn var búinn að læsa skoltin- um utan um handlegginn á mér. Hann náði líka að bíta mig í lærið áður en húsbóndinn kallaði á hann. Þá lagðist hann niður og leit í kring- um sig eins og ekkert hefði í skorist. Enginn kunni skýringu á þessu athæfi, þetta eru þrautþjálfaðir hundar, en ein skýringin er sú að smellurinn í lásnum hafi hljómað eins og þegar hníf er skotið út. Þessi hundur hafði aldrei sýnt mér nokkur merki um óvild. En það þurfti að klemma sárið á handleggnum saman og lærið er ekki orðið gott enn.“ - Ertu hræddur við hunda eftir þetta atvik? „Ég hef aldrei verið hræddur við þá og það hefur ekkert breyst. Mér er hins vegar meinilla við Poodle hunda, enda teljast þeir vart til hunda, kunna ekki einu sinni að gelta. Afskaplega ógeðsleg kvik- indi.“ - Hefurðu hug á því að fara aftur til Kempervennen? „Það er búið að leita til mín og það væri gaman að fara aftur. En það er í bígerð að kaupa sér húsnæði og þar sem engin veruleg uppgrip eru í svona starfi þá verð ég sennilega heima og reyni að hafa eitthvað upp.“ Stúdent, málari, íþróttamaður - Ef við horfum um öxl og stöldrum við Menntaskólann, er það rétt að þú hafir verið í einum skrautlegasta bekk sem sögur fara af? „Þetta var vissulega merkilegur bekkur og það er handhægast að vísa til þess sem Böðvar Guðmundsson skrifaði um hann í Carmínu 1979. Það er góð lesning um þetta lær- dómsfúsa fólk sem lét það ekki uppi. Þessi ár voru náttúrlega blómatími, en þrátt fyrir allt eru flestir úr bekkn- um orðnir læknar, lögfræðingar eða annað álíka virðulegt. Þarna voru söngkonurnar Erna, Eva og Erna og fréttamaðurinn nýi, Arnar Björns- son og fleira afburðafólk.“ - Varstu ekki farinn að mála á þessum árum? „Jú, samhliða náminu fór ég á samning hjá pabba (Kristjáni Bene- diktssyni, málara og hagyrðingi) og meiningin er að taka sveinsprófið í „Það láðist alveg að gefa mér þessa skáldagáfu.“ vetur. Eftir stúdentsprófið vann ég við málninguna í eitt ár en hóf síðan enskunám í Háskólanum. Ég hætti eftir fyrstu önnina, orðinn skítblank- ur, og fór heim ásamt Árna vini mín- um Stefánssyni og beint í málning- una. Haustið ’82 fór ég í íþrótta- kennaraskólann, ásamt unnustu minni, Ásdísi Sigurvinsdóttur, og þaðan útskrifuðumst við vorið ’84. Það var líka margt og merkilegt fólk í íþróttakennaraskólanum og við höfum reynt að halda hópinn hérna norðan heiða. Við stofnuðum Lunda-J vinafélagið héma í Lundahverfinu og höfum haldið árshátíðir og gener- alprufur. Undir nafni félagsins höf- um við haldið saman, þetta 10-15 manns úr skólanum, en stofnendur voru við Ása, Kalli Frímanns og Auðunn Eiríksson.“ - Þú varst alltaf í fótboltanum samhliða námi. Hvar hófst ferill þinn? „Ferillinn já. Ég byrjaði hjá Magna, sennilega 78, en þá var ég að vinna mikið úti á Grenivík. Ég spilaði þá, eins og ég hafði gert í gegnum yngri flokkana, ýmist sem tengiliður eða framlínumaður. Magni vann sæti í 2. deild en þá kom sú staða upp að okkur vantaði markmann og einhvem veginn fengu þeir spurnir af því að ég hefði stund- um hlaupið í skarðið fyrir markmenn í yngri flokkunum og það varð úr að ég var settur í markið. Það skipti engum togum að við féllum rakleiðis niður í 3. deild. Samt hef ég ílenst í markinu síðan. Ég gekk aftur til liðs við Þór, en tvö undanfarin ár hef ég þjálfað og spilað með Æskunni á Svalbarðsströnd í 4. deildinni. Það „Fólk vissi ekki hverslags jólasveinar þetta voru eiginlega.“ gekk svona upp og niður og maður vissi stundum ekki fyrr en á síðustu stundu hvort við hefðum nóg í lið. En þetta voru ágætis strákar." - Ætlarðu að halda sparkinu áfram? „Já, ég æfi með Þór núna og ef ég verð heima næsta sumar þá held ég áfram, svo framarlega sem ég verð heill. Það er eitthvað að mér í löpp- inni eftir hundsbitið. Ég missteig mig svo hrikalega í látunum og auðvitað var þetta sama löppin og skorin var upp vegna liðbandanna. En ég er að fara í rannsókn og þá kemur í ljós hvað verður gert.“ Hrossahlátur í bíó Einar hefur orð á sér sem húmoristi og glaðlyndur dellukarl. Hann er einnig listfengur og hefur teiknað ógrynni skopmynda í Carmínu. Hann vill ekki gera mikið úr þessum hæfileikum sínum en hefur dundað svolítið við málverk og teikningar. Hann hefur einnig búið til listaverk með myndavélinni en ljósmyndun er líka eitt af áhugamálum hans. Einar bætti kaffi í bollana og ég rétt gat kæft niður Liverpool tal með því að spyrja hvernig í ósköpunum hann hafi orðið jólasveinn: „Það hófst með því að einn vinnu- félagi minn var í vanda staddur. Hann hafði fengið lánaðan búning um hver jól og verið jólasveinn á sínu heimili. Eldri bömin tvö voru hætt að trúa á jólasveininn en það yngsta var blendið í trúnni og hafði heyrt það að hér væri pabbi hans að verki. Enda var það dularfullt að pabbinn gufaði alltaf upp rétt áður en jólasveinninn birtist. Nú, þessi maður, sem er söngvari hljómsveit- arinnar Drykkir innbyrðis, fékk mig til að leika jólasveininn og var sjálfur viðstaddur. Stráksi öðlaðist endur- nýjaða og enn meiri trú á jólasvein- inn eftir þetta. Ætli þetta hafi ekki verið 75 og ég hef verið árlegur jóla- sveinn síðan. Við Sigurður Hróars- son, sem nú er að verða sjónvarps- stjarna, létum útbúa fyrir okkur bún- inga, sennilega jólin eftir, og fórum að sprella um bæinn. Fórum með kort til bekkjarsystkina, án þess að segja deili á okkur og viðbrögð þeirra voru æði misjöfn. Við heim- sóttum Arnar Björnsson man ég og söngkonurnar þrjár. Fólk vissi ekki hvers lags jólasveinar þetta voru eig- inlega og einn bættist í hópinn, Ásgeir Sverrisson. Þetta endaði með því að við fórum niður í Miðbæ og lentum í því að syngja jólalag með Jóa heitnum Konn á svölum kaup- félagsins. Síðan hef ég stundað þetta og gjarnan verið ráðinn á jólaböll, þannig að þetta hefur orðið meira en til stóð í upphafi." - Þú ert að minnsta kosti nógu merkur. Ekki nóg með það, heldur var ég með þetta svakalega nef og gat ómögulega talist smáfríður. Heldur hefur nú ræst úr manni verð ég að segja. En ég var ekki bara Ijótur heldur ódæll líka. Ég byrjaði jnemma að ganga, byrjaði reyndar að hlaupa, gekk ekki fyrr en seinna og ég hljóp út um allt og enginn vissi hvar ég var þessa stundina. Afi minn sagði víst einu sinni um mig að ég yrði einhvern tímann spælinn. Hann hélt að það yrði eitthvað úr mér fyrst ég gat hlaupið svona rosalega á þess- um aldri.“ - Jú, eitthvað hefur orðið úr þér, en aftur til nútíðar. Tónlistin hefur skipað veglegan sess í áhugamála- kistu þinni og ekki síst Bruce Spring- steen. Hvernig kynntistu tónlist hans? „Það var alger tilviljun. Hann hafði aldrei heyrst hér á öldum Ijós- vakans. Ég fór sem fararstjóri ásamt Þresti Guðjónssyni til Skotlands 77, með tveimur af yngri flokkunum hjá Þór. Þar gekk ég inn í búllu sem hét Bruce’s record shop og tók tvær fyrstu plötur hans úr rekka og fékk að hlusta. Það var ást við fyrstu heyrn. Þegar félagar mínir heima heyrðu í Springsteen urðu þeir einnig sjúkir og ég sá ekki plöturnar mínar í „Heldur hefur nú ræst úr manni verð ég að segja.“ hávær til að vera jólasveinn. Ég býst við að Akureyringar hafi fyrst kynnst þér vegna gífurlegs tröllahláturs í bíó. Hvernig bregstu við svona athygli? „Jú, þetta er sjálfsagt rétt hjá þér. Ég er nú einu sinni svona gerður og verð að búa við þennan hrossahlátur. En ég hef vanist þessari athygli og læt augngotur ekkert angra mig. Ég hlæ auðvitað þegar mér þykir eitthvað fyndið. Einu sinni var ég í bíó í Reykjavík, sat framarlega og tók eina roku aðgefnu tilefni. Þá gall við einhvers staðar aftan úr sal: „Bless- aður Einar. Ert þú hérna?“ Ég held að þetta sé í ættinni. Afi minn var líka þessum ósköpum gæddur, ekki með lágværari mönnum.“ Ferlegt ungbarn með stórt nef Einar, sem verður að teljast saman- rekinn, var eftir áreiðanlegum heimildum langur og mjór sem ungbarn. Ég bar þetta undir hann: - Já, ég var víst Ijótasta barn sem gist hefur fæðingardeildina. Langur og horaður, um 59 cm en aðeins 13 2 ár. En ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu fyrstu plöturnar með Springsteen á Akureyri, ef ekki á íslandi. Þetta sást ekki í plötubúð- um hér.“ - Hefurðu erft eitthvað af skálda- gáfu föður þíns? „Ég get varla sagt það þó ég geti bögglað einhverju saman. Það láðist alveg að gefa mér þessa skáldagáfu. Ég samdi einu sinni vísnagátu í sund- lauginni en ég er búinn að stein-i gleyma henni.“ - í sundlauginni? „Já, það er fastur liður um hver áramót að við málum í sundlauginni. Það er vísnagátutímabilið. Sveinn Víkingur gaf fyrst út vísnagátubók og við fórum að ráða í þær þarna í sundlauginni. Þá fóru ýmsir, Gísli Bjarnason, Kári Árna og fleiri áð skora á pabba að prófa að gera vísna- gátur af því hann gat gert vísur. Það varð úr að hann prófaði og þeir heimtuðu alltaf fleiri og fleiri og að endingu urðu þær einhver hundruð. Þetta fréttist og hann var hvattur til að gefa þetta út. Það hafa komið ein- ar fjórar eða fimm bækur eftir hann og það var meðal annars fyrir tilstilli Arnars Björnssonar sem þá var rit- stjóri Víkurblaðsins. Blaðið sá um útgáfuna.“ Flughræðsla ■ Vindum okkur í aðra sálma. Nú eruð þið bæði íþróttakennarar, hafið þið þurft að taka almenna kennslu með? „Já. Þetta er þriðja árið sem Ása kennir í Oddeyrarskólanum og hún hefur öll árin verið með almenna kennslu samhliða. Það kom flatt upp á mig þegar ég var íþróttakennari í Gagnfræðaskólanum í fyrra að það voru settir á mig tímar í landafræði. Ég frétti ekki af því fyrr en á fyrsta kennarafundi. Það má alltaf búast við þessu þegar hörgull er á kennur- um út af þessum lágu launum.“ Einar segir farir sínar ekki sléttar varðandi kennsluna. Ýmsu ábóta- vant í sambandi við aðbúnað og laun. Kennsluaðferðir að fornu og nýju bar á góma, en því næst spurði ég hvort satt væri að hann væri með flughræddari mönnum: „Úff, já. Ég var ekkert hræddur við að fljúga, en að skröltast í litlu rellunum á leið í knattspyrnuleiki hefur gert mig að taugahrúgu. Magni fór eitt sinn suður að keppa og við lentum í slæmum hristingi yfir Hval- firði. Við sem sátum aftast vorum óspenntir og vorum að spila. Skyndi- lega flugum við allir upp í loft, síðan niður á gólf. Vélin skókst bæði til hliðar og upp og niður og mér datt í rauninni ekki annað í hug en að við hefðum keyrt á fjall, eða aðra flugvél, enda fylgdu þessu geigvæn- leg hljóð. Síðan hefur þessi hræðsla magnast ár frá ári. Mér finnst þetta verða æ tvísýnni leikur með hverri ferð sem líður og ég er alltaf jafn hissa þegar ég lendi heill á húfi.“ - Ég skil, en segðu mér Einar hvað er framundan hjá þér núna? „Ég er að fara að Grenjaðarstað þar sem verið er að vígja nýjan prest. Sá heitir Kristján Valur Ingólfsson, en faðir hans Ingólfur í Dal er föður- bróðir minn. Þarna verðum við að mála á næstunni. Síðan sjáum við fram á verkefni úti á Grenivík og hér í bænum, þannig að það virMst þokkalegt framundan.“ Rjúpnahylur Við bættum enn á okkur kaffi og vindlum. Ég bað Einar að klykkja út með einni sögu, en hann virðist alltaf lenda í einhverju sögulegu. Fyrir val- inu varð rjúpnasaga: „Okkur Kalla Frímanns datt einu sinni í hug að fara í rjúpur. Kalli hafði verið að þjálfa skíðafólk uppi í Fjalli og sagðist hafa komið auga á rjúpnahyl, eins og hann orðaði það. Við höfðum aldrei komið nálægt slíku athæfi fyrr, en mér tókst að fá lánaða byssu. Kalli hafði verið að skemmta sér kvöldið áður og var ekki upp á marga fiska. Við bröltum um fjallið og sáum helmingi fleiri rjúpnaskyttur heldur en rjúpur. Við skutum tvisvar út í bláinn en hittum hvorki rjúpur né menn. Allt í einu sáum við rjúpu á flugi, ég skaut og mér fannst jafnvel að ég hefði laskað hana eitthvað. Hún hvarf fyrir ás og við hlupum á eftir. Þegar við komum fyrir ásinn þá göngum við fram á dauða rjúpu. Við rákum upp gól og dönsuðum stríðsdans. En þegar við litum nánar á hana þá var hún gadd- freðin og hafði verið dauð í marga daga. Lyftuvírinn var beint fyrir ofan hana og hún hafði greinilega flogið á hann. Jæja, við vorunt þreyttir á þessu og að uppástungu Kalla þá tók- um við rjúpuna og héldunt með feng- inn til byggða. Við grobbuðum okk- ur af þessu í marga daga en það end- aði auðvitað með því að við töluðum af okkur. Síðar samdi ég kvæði um þennan atburð og Kalli gerði lag við það. Þetta er prentað í handbók Lundavinafélagsins." Einar hóf upp raust sína og söng kvæðið. Þegar síðustu tónarnir dóu út reis ég á fætur og þakkaði fyrir mig. Við hefðum sjálfsagt getað gert jólabókina í ár, en þetta verður látið nægja að sinni.“ SS ff Þar búa um 36.000 manns að úthverfum meðtöldum og þar eru hvorki fleiri né færri en 124 barir. Það er senni- lega engin tilviljun að allir skuli vera á hjóli í 66 ff Ein ferðin sem við buð- um upp á var í gamalt þorp þar sem eitt Ijót- asta fólk í veröldinni býr . . . Fólk kom lang- ar leiðir að til að skoða þessi ósköp. 66 Hann náði líka að bíta mig í lærið áður en hús- bóndinn kaliaði á hann. Þá lagðist hann niður og leit í kringum sig eins og ekkert hefði í skorist. Mér finnst þetta verða æ tvísýnni leikur með hverri ferð og ég er alltaf jafn hissa þegar ég lendi heill á húfi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.