Dagur - 14.11.1986, Side 10

Dagur - 14.11.1986, Side 10
t r10R;J^Rááíf l?86 _ibækuc____________ Arnl Bjðriisson Þormblót áklandi Þorrablót á íslandi eftir Árna Björnsson þjóö- háttafræðing Ævisögur orða - Ný bók eftir Halldór Halldórsson prófessor Ævisögur orða heitir ný bók eftir Halldór Halldórsson fyrrv. próf- essor. Útgefandi er Almenna bókafélagiö, og tilheyrir bókin þeim bókaflokki forlagsins sem það nefnir íslensk þjóðfræði, en í þeim flokki eru bækur eins og íslenskir málshættir, Þjóðsagna- bók AB, Kvæði og dansleikir og íslenskt orðtakasafn. Nafnið Ævisögur orða gefur til kynna efni bókarinnar. Tekin eru fyrir einstök orð og orðasambönd og saga þeirra rakin og skýrð svo langt sem heimildir ná til. Af því sem tekið er fyrir má t.d. nefna í herrans nafni og fjörtíu, í guð- anna bænum, Að taka einhvern til bæna, Almannagjá, Sultar- tangi, Ranseyði o.s.frv. Ámi Björnsson þjóðhátta- fræðingur er löngu þjóðkunnur sem fræðimaður, rithöfundur og útvarpsmaður. Margir þekkja bækur hans: Jól á íslandi, Saga daganna, Merkisdagar á mannsævinni og í jólaskapi. Nú er á ferðinni ný bók eftir Árna sem hann nefnir Þorrablót á ís- landi. Bókin fjallar eins og nafnið bendir til um þorrann og þorra- blót á íslandi fyrr og nú. Þessi bók er fjölbreytt að gerð. í hana sækja menn bæði fróðleik og skemmtun. Ýmislegt bendir til að þorradýrkun hafi verið við lýði á íslandi alla tíð sem eins konar launblót þar sem kristni og heiðni runnu smám saman í eitt. Á þessari öld taka þorrablót að breiðast út og fá á sig þá mynd sem við þekkjum nú. Þetta er sannkölluð veislu- og skemmtanabók. Þangað má sækja söngtexta og veislugaman til að nota á góðri stund. Hér eru þjóðleg fræði að fornu og nýju. í bókinni, sem gefin er út af Erni og Örlygi, eru á þriðja tug söngtexta með lögum. Þar eru á 8. tug ljósmynda auk teikninga eftir Sigurð Val Sigurðsson þar sem hann dregur fram hugmyndir fræðimanna um forna siði og þjóðhætti. Þá er og langur kafli um slang- ur merking orðsins og skoðanir fræðimanna um það, saga þess í íslensku og síðan er kafli um gamalt reykvískt slangur. Síðasti þáttur bókarinnar fjallar um íslenskar málstefnur, einkum eins og þær koma fram hjá stjórnmálaflokkum og stjórn- völdum. í bókarlok er orðaskrá, 6 bls., yfir öll þau orð sem rætt er um í bókinni. Ævisögur orða er 253 bls. að stærð og prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. ISI.I NZK ÞjODI-RÆDi ! iALÍJ>OR HAI.I .DO.RSSv>N Alíslensk fyndni Hollur hlátur lengir lífið Magnús Óskarsson borgarlögmaður safnaði og setti saman Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hefur gefið út bókina Alíslensk fyndni - hollur hlátur lengir lífið - sem Magnús Óskarsson borgar- lögmaður hefur safnað efni í og sett saman. Á bókarkápu segir m.a.: „Það gerist ekki á hverjum degi, að háttsettur embættismað- ur varpar af sér alvöruskikkjunni og dregur fram sannar og ótrú- lega skemmtilegar myndir úr hversdagslífinu í kringum okkur, í þeim tilgangi einum að skemmta fólki. Magnús Óskars- son, borgarlögmaður, hefui árum saman safnað drepfyndnum setningum, fyrirsögnum og greinabrotum úr íslenskum dag- blöðum. Yfirleitt er þessi fyndni óviljaverk, sem fáir veita athygli, allra síst höfundarnir sjálfir, en verður alveg óborganleg, þegai hún er dregin fram í dagsljósið. Úr þessu safni Magnúsar hefur hann valið hátt á annað hundrað úrklippur, sem hér birtast í upp- runalegri mynd. Þá segir Magnús sannar, íslenskar gamansögur, sem flestar hafa hvorki birst né heyrst áður og inn á milli eru limrur, smáskrítlur og „spak- mæli“, allt saman dýrlegur, alís- lenskur húmor. Leikfélag Akureyrar: Fimm sýningar um helgina Mikil gróska er hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir og viðtökur áhorfenda hafa verið mjög góðar. Nú um helg- ina verða alls fímm sýningar á vegum leikfélagsins. Á föstudags- og laugardags- kvöld kl. 20:30 verða sýningar á Marblettum, revíukabarettinum skemmtilega. Það er sýning sem sviptir burt öllu volæði og styttir manni stundir í skammdeginu. Á laugardag og sunnudag kl. 15 verður flutt dagskráin Dreifar af dagsláttu, til heiðurs Kristjáni frá Djúpalæk, og er hún flutt í Alþýðuhúsinu. Þar er um afskap- lega notalega dagskrá að ræða. Á sunnudag kl. 15 verður svo hinn geysivinsæli Herra Hú sýndur, en hann hefur sannarlega slegið í gegn hjá yngstu kynslóðinni. Börnin tala vart um annað nú á dögum. Óhætt er að segja að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Leikfélagi Akureyrar þessa helgi. SS Nytjalist: Sölusýning í Gamla Lundi Aðalfundur félagsins Nytjalistar var haldinn 15. okt. s.l. Stjóm félagsins var þannig skipuð: Formaður Þórey Eyþórsdóttir Akureyri, ritari Ragnhildur Thoroddsen Akureyri, gjald- keri Unnur Ólafsdóttir Akur- eyri, meðstjórnandi Guð- mundur Ármann Sigurjónsson Akureyri, meðstjórnandi Oddný Magnúsdóttir Húsavík, varamenn Árni Árnason Akureyri og Kolbrún Ólafs- dóttir Hauganesi. Félagið hefur staðið fyrir nám- skeiðum í almennum vefnaði og tuskubrúðugerð. Fyrirhuguð eru fleiri námskeið meðal annars í tóvinnu og myndvefnaði. Félagið er til húsa í gamla útvarpshúsinu við Norðurgötu á Akureyri. Fræðslufundir verða haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og opið hús verður á hverju fimmtudagskvöldi. Sölusýning verður í Gamla Lundi um helgina, á föstudag 14. nóv. frá kl. 17.00-21.00 og sunnu- dag frá kl. 14.00-21.00. Húsavíkurkirkja: Sr. Sighvatur settur í embætti Sr. Sighvatur Karlsson verður settur í embætti sóknarprests við messu í Húsavíkurkirkju kl. 14.00 á sunnudag. Sr. Örn Friðriksson prófastur flytur ávarp og les vígslubréf en sr. Sighvatur predikar. Við messuna verður altaris- ganga og kór Barnaskóla Húsa- víkur syngur. Aðalsafnaðarfund- ur verður haldinn rkirkjunni að guðsþjónustu lokinni. í samtali við blaðamann Dags sagðist sr. Sighvatur vera mjög þakklátur sóknarbörnunum fyrir hinn mikla stuðning sem hann hefði fengið í prestskosningunum og að sér þætti mjög vænt um að hafa náð lögmætri kosningu. Sr. Sighvatur er kominn til Húsavíkur og tekinn til starfa en fjölskylda hans mun koma í næsta mánuði er unnt verður að flytja í hið nýja prestssetur að Baldursbrekku 11. IM Tónleikar á laugardag Hólmfríður Benediktsdóttir sópran og Juliet Faulkner píanóleikari halda tónleika í Húsavíkurkirkju laugardaginn 15. nóv. kl. 16.00. Á efnis- skránni eru þýsk, frönsk og ítölsk Ijóð ásamt lögum úr amerískum söngleikjum. Hólmfríður stundaði söngnám hjá Elísabetu Erlingsdóttur og lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skóla Kópavogs 1980. Tvö sumur hefur hún stundað nám við tón- listarháskólann í Bloomington í Indiana og mun halda þangað á næstunni til að taka próf, mast- ersgráðu í söng. Hólmfríður er tónlistarkennari við tónlistarskól- ann og barnaskólann á Húsavík. Juliet Faulkner er ensk og nam píanóleik við Royal Academy of Music í London, einnig vann hún við skólann að Ioknu námi. Hún starfar nú sem tónlistarkennari við Hafralækjarskóla og Tónlist- arskóla Húsavíkur. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.