Dagur - 26.11.1986, Síða 2

Dagur - 26.11.1986, Síða 2
2 - DAGUR - 2e.'Hóvember1986 M0Dt ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari.__________________________________ Skerðing jöfnunarsjóðs tilfærsla skattheimtu? Mikið hefur verið um það rætt, bæði í ræðu og riti, að nauðsyn bæri til þess að auka sjálfstæði sveit- arfélaga - færa verkefni frá ríkinu til stjórnkerfis- ins sem stendur nær fólkinu út um landið. Til þess að svo megi verða þarf að auka tekjur sveit- arfélaganna og það verður vart gert nema með tvennum hætti. Annars vegar að láta þegnana greiða meira til sveitarfélaganna og auka þar með skattheimtuna, hins vegar með því að færa tekjur frá ríkinu til sveitarfélaganna. Sveitarstjórnarmenn hafa af því þungar áhyggjur þessa dagana, að stefna sú sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1987 sé þvert á þessar hugmyndir. Þessar áhyggjur eru vel skiljanlegar þegar þess er gætt að ætlun fjármálaráðherra er að skerða framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 300-400 milljónir króna. Reiknað hefur verið út að þessi skerðing nemi um 250 krónum á hvern íbúa að óbreyttu verðlagi. Sveitarstjórnarmenn kalla þetta enn eina atlöguna að jöfnunarsjóðnum og þótti þeim víst nóg komið fyrir. Sveitarfélögin hafa átt í miklum fjárhagserfið- leikum á undanförnum árum og það er ljóst að þessi skerðing á jöfnunarsjóði þeirra gerir þeim ekki auðveldar fyrir. Raunar bendir flest til þess að þeim verði nauðsynlegt að auka tekjur sínar til mótvægis við þessa skerðingu með hækkun útsvara. Fróðir menn telja að álagningarstig útsvara verði að hækka um 10% til að vega upp skerðinguna á fé til jöfnunarsjóðsins. Til viðbótar má svo geta þess, að hugmyndir menntamála- ráðherra um að færa hlut ríkisins í skólaakstri yfir á þennan síminnkandi jöfnunarsjóð gerir málið ennþá alvarlegra. Þar mun vera um að ræða 130 milljónir króna. Það er athyglisvert að skoða samhengið í þessu máli. Fjálglega er fjasað um aukið sjálf- stæði sveitarfélaga og tilfærslu fjármagns og verkefna frá ríki til þeirra. Á sama tíma eru tekjur sveitarfélaga skertar þannig að þau neyðast að líkindum til þess að auka skattheimtu heima í héraði. Þegar fjármálaráðherra talar um að lækka tekjuskattsinnheimtu um 300 milljónir króna á næsta ári er hann í rauninni aðeins að færa þessa skattheimtu frá ríkinu til sveitarfélaganna.Tekju- skattslækkuninni er með öðrum orðum velt yfir á sveitarfélögin og kemur þegnum þessa lands ekki að neinu gagni. Verst kemur þetta niður á íbúum smærri sveitarfélaganna út um landið. Ef þessi gagnrýni er á rökum reist er Ijóst að hér er um ákaflega alvarlega þróun að ræða, stór- pólitískt mál sem má ekki fara í gegn án þess að menn átti sig á samhenginu og því sem í raun er verið að gera með þessum breytingum. HS -viðtal dagsins. i j „Ég var með teiknistofu, skilta- og legsteinagerð hér í bænum fyrir 6 árum, en flutti þá til Reykjavíkur,“ sagði Friðgeir Axfjörð sem fluttur er til Akureyrar eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík. Friðgeir hefur fest kaup á húsi við Fjólugötu númer 9 og sett þar upp teiknistofu. Friðgeir sagðist hafa haft mikið að gera við að teikna í Reykja- vík. Hann teiknar allt, ef svo má að orði komast, en hefur mest gaman af að teikna andlitsmynd- ir. „Ég hef gert mikið af því að taka ljósmyndir sjálfur, þá get ég ráðið skuggum og ljósi og teikna svo eftir því. Ég hef líka gert mikið af því að teikna í lit eftir gömlum svart-hvítum myndum. Friðgeir Axfjörð. „Hef mest gaman af að teikna andlitsmyndir" Það hefur verið mjög vinsælt. Ég er t.d. nýbúinn að teikna tvo gamla bændahöfðingja fyrir fé- lagsheimili á Suðurlandi. Þær þóttu mjög vel heppnaðar. Það var ekki fyrr en um 1950 sem far- ið var að taka litmyndir.11 - Þú lætur fólk þá ekki sitja fyrir? „Jú, jú, ef fólk vill það frekar. En það er mikið seinlegri aðferð þegar maður hefur svona góðar litmyndir. Það nota flestir orðið þá aðferð að taka ljósmynd og teikna eftir henni. Mér finnst ég geta unnið myndina miklu betur ef ég vinn eftir Ijósmynd." - Ertu þá með góða aðstöðu til að ljósmynda? „Ég er ekki búinn að koma mér upp aðstöðu ennþá, en ég hef gott pláss og það kemur með tímanum. Ég er líka að hugsa um að koma mér upp aðstöðu til að steypa legsteina og garðskraut." Friðgeir er Akureyringur, en segist hafa flækst víða. Hefur m.a. búið á Húsavík og Reykja- vík, auk Akureyrar. Hann hefur líka tekið sér ýmislegt fyrir hendur. Er lærður teiknikennari og kenndi teikningu bæði á Akureyri og Húsavík í 8 ár. Hann var einn af fyrstu nemend- um Myndlista- og handíðaskól- ans, segir námið þar á þeim tíma sem hann var í skólanum hafa verið stefnulaust og próflaust, nemendur hafi bara teiknað og málað allan daginn. Friðgeir lærði einnig múrverk og varð byggingameistari. Hann hefur komið nálægt fjölmiðlun, tók myndir og skrifaði fyrir DV í fjöldamörg ár meðan hann bjó á Akureyri. Friðgeir segir það hafa verið ákaflega erilsamt starf og hafi endað með því að hann var sífellt á þönum og því gefist upp. Friðgeir hefur verið svolítið í „vídeóbransanum," eins og hann kallar það sjálfur. „Ég er búinn að vera með ljósmyndadellu síð- an ég man eftir mér. Ég fór einu sinni á námskeið í kvikmynda- töku, það var fréttakvikmynda- taka. Námskeiðið var haldið á vegum Kodak og maður sendi bara inn fullunnin verkefni. Þetta var í fornöld, 1947 líklega. En það var gaman að þessu og þetta fór vel með teikningunum. Ég á merkilegar kvikmyndafilmur sem ég tók á þessum tíma, þær tækju líklega 12-15 klukkutíma í sýn- ingu. Ég þarf endilega að bjarga þeim, koma þeim yfir á myndbönd. Ég á m.a. heilsteypta mynd af byggingu vinnuhælisins í Kristnesi, Heklugos og Mynd- lista- og handíðaskólann.“ - Hvernig vinnurðu myndirn- ar sem þú teiknar? „Kaninn kallar það bastarð. Þetta er sambland af sprautu- tækni og krít, ætli það sé ekki kallað blönduð tækni hérna. Jón- as Guðmundsson málaði mikið með þessari tækni. En þetta er mest krít, bara eins og krakkarn- ir eru með í skólanum.“ - Hvað kostar mynd hjá þér? „Það er voðalega misjafnt, fer eftir því hvað ég er lengi með þær. Þær dýrustu eru á 4-5000 kr. Stundum er ég ekki nema augna- blik að teikna mynd, sérstaklega ef ég þekki manneskjuna og þá eru myndirnar ódýrari, en stund- um tekur þetta óhemju tíma og þá verð ég að taka meira fyrir. Ég hef líka teiknað stórar myndir og þá er verðið bara eftir samkomu- lagi.“ - Svona að lokum, hvernig finnst þér að vera kominn heim? „Mér finnst það ákaflega gott. Maður festir hvergi rætur annars staðar.“ -HJS Mynd eftir Friðgeir.tSegist hafa mest gaman af að teikna andlitsmyndir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.