Dagur - 26.11.1986, Side 8

Dagur - 26.11.1986, Side 8
8 - DAGUR - 26. nóvember 1986 „Eg fór hinaleiðina, einn af fáurn franisóknarmönnumu - Spjallað við Hilmi Jóhannesson forstöðumann Sjúkrasamlags Skagfirðinga Hilmir Jóhannesson. „Ég tilheyri reyndar ekki bæjarapparatinu nema að litlu leyti, þar sem hlutur bæjarins í sjúkrsamlaginu er 15% á móti 85% ríkisins,“ sagði Hilmir Jóhannesson forstöðumaður Sjúkrasamlags Skagfírðinga sem er til húsa í bæjarskrifstof- unum. Hilmir, sem reyndar er óþarft að kynna, er þekktur sem grínari og gamanleikja- höfundur. Samdi m.a. leikritið Sláturhúsið hraðar hendur, á þeim tíma sem sauðfé þjóðar- innar var mun fleira en það er í dag og fljótvirkt sláturfólk, sérstaklega góðir fláningsmenn þóttu hinir mestu kostagripir. Hilmir er mjólkurfræðingur að mennt og hefur lengstan hluta ævi sinnar unnið í mjólkursam- lögum. Því var ekki fjarri lagi að spyrja hann hvernig honum líkar að vinna í þessu samlagi. „Bara vel og mér finnst alveg sérstaklega skemmtilegt að vinna innan um og njóta félagsskapar þess fólks sem vinnur hérna á hæðinni. Fólksins á bæjarskrif- stofunum, þeirra hjá rafveitunni og búnaðarsambandinu sem einnig eru hér. En um tildrög þess að ég fór að vinna hérna í sjúkrasamlaginu hef ég oft sagt, að mig hafi alltaf dreymt um að verða mjólkursamlagsstjóri, en ég hafi ekki verið nógu mikill framsóknarmaður til þess. Þess vegna hafi ég, einn af fáum framsóknarmönnum, farið „hina leiðina" og orðið (sjúkra)-sam- lagsstjóri. Maður verður að hafa einhverja hugsjón til að berjast fyrir, það þýðir ekkert annað.“ Hilmir fræðir blaðamann á því að upprunalega hafi sjúkrasam- lögin verið stofnuð af einstakling- um sem hafi sameinast um að standa straum af sjúkra- og hjúkrunarkostnaði hver ann- ars. Síðan hafi þessi rekstur einstaklinganna verið yfirtekinn af ríkinu og sveitarfélögunum. Sjúkrasamlögunum er markaður tekjustofn með svokölluðu sjúkratryggingagjaldi sem er 2% af skattskyldum tekjum. Reynd- ar greiða sveitarfélögin meira en 15% þar sem þau greiða helming- inn af tannlækningum skóla- barna. Vandinn í dag er sá að enginn samningur er í gildi milli tannlækna og Tryggingastofnun- ar ríkisins og tannlæknamálin af þeim sökum í miklum hnút. - Nú kemur stundum fyrir að engir peningar eru til, hvernig tekur fólk því? „Fólk tekur því ævinlega vel þó að ég geti ekki greitt reikninga eins og mér ber, þegar það kem- ur með þá. Ég get ekki hugsað mér að til séu meinlausari rukk- arar hér á Sauðárkróki.“ Aðspurður sagði Hilmir endur- greiðslum sjúkrakostnaðar hafa verið breytt þannig, að fólk þurfi nú ekki að koma til hans og fá endurgreitt og að því leyti hafi afgreiðslan hjá honum minnkað. Um tölvuvæðinguna hafði hann þetta að segja. „Og svo er komin tölvuvæðing í kerfið meira og minna. „Aðalblessunin" við hana fyrir hinn vinnandi lýð er að hún skapar ennþá meiri skriffinnsku. Og þar sem allir stjórnmálamenn eru með munninn fullan af tali um að allir þurfi að hafa fulla, atvinnu, hlýtur það að koma sér mjög vel. Tölvuvæðingin er því líklega mikið framfaraskref fyrir þjóðina. Augljós kostur við tölv- una er hversu auðvelt er að kom- ast í gögn og heimildir og ekki vafi á að þær verða mikið notaðar í framtíðinni til að geyma alls konar heimildir. T.d. veit ég til þess að í einu fyrirtækinu hérna í bænum er geymt mikið safn af klámvísum. Klámvísur eru nátt- úrlega mjög miklar og merkar heimildir og hlýt ég þar að vitna í hið fornkveðna „það sem hjart- anu er kærast er tungunni tamast“. Ég hef verið að velta fyrir mér hversu mikið umfang þessa heimildasafns verður að 50 árum liðnum með tilliti til þessar- ar augljósu skráningarþarfar þjóðarinnar. Hér áður fyrr gat enginn hreppur talist almennileg- ur, nema eiga að minnsta kosti 4 dagbókarritara, sem fjármögn- uðu sína skráningarþörf með því að leggja til hliðar verð nokkurra haustlamba á hverju ári til að hafa fyrir pappír og ritföngum.“ - Ert þú ekki einn þeirra manna sem hefur verið haldinn þessari áráttu, hefurðu ekki skrif- að niður vísurnar sem þú hefur gert? „Nei aldeilis ekki, ég hef alveg verið laus við hana. Ég hef bara litið á þetta sem stundargaman en ekki neitt geymslufé. En ég á konu sem hefur verið dugleg að halda þessu saman og það eru til margar möppur með þessu dóti heima.“ En þrátt fyrir að Hilmir sé ekki duglegur að skrá vísurnar er hann með nokkrar í dagbókinni sinni sem bæjarsjóður gaf honum. Fremst í bókinni stendur: Sjáiði þessa blessaða bók, sem bæjarsjóður gaf mér, þó er ég raunar bölvuð blók og ber það ekki afmér. Bæjarfulltrúarnir hafa einstaka sinnum fengið kveðjur frá Hilmi. Fólkið mundi fagna því -þó flest komist í vana - efeinhver bætti blöðum í bæjarfulltrúana. Það liggur auðvitað í hlutarins eðli, þegar að kosningum er komið, að gera smá úttekt á síð- ustu bæjarstjórn. Þannig leit upp- gjörið út hjá Hilmi fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar sl. vor. Bráðum hættir bæjarstjórnin sem var, með bestu kveðjum fylgjum við henni úr hlaði. Þar hálsbrotnaði enginn, hengdi sig eða skar, sem hefði orðið mannslát, fremur en skaði. Og þar með kvaddi ég Hilmi Jóhannesson sem fetaði „hina leiðina" af mikilli ratvísi, nokkuð sem fáum hefur tekist. -þá Gott fólk og hlýtt Margt hefur verið skrifað undan- farna daga um framboðsmál okk- ar framsóknarmanna á Norður- landi eystra. Greinar, opin bréf og svör við þeim. Vegna ummæla Guðmundar Bjarnasonar alþing- ismanns kemst ég ekki hjá því að setja nokkrar línur á blað, en nota samt tækifærið til þess að koma víðar við. Eitt vil ég ítreka strax í upphafi og það er að í mínum huga, og ég veit í margra annarra, er hér ekki deilt um menn heldur miklu frek- ar hvað þeir standa fyrir. Hvert flokkur okkar stefnir og þá fyrst og fremst hér í Norðurlandi eystra. Ég tel að flokksstjórnin hafi villst nokkuð af vegi, eins og ég raunar kom inn á í fyrri grein minni og því miður er sá listi sem meirihlutinn valdi á nýliðnu kjör- dæmisþingi ekki líklegur til þess að leiðrétta þá kompásskekkju. Allir stuðningsmenn fram- boðslistans hafa tekið fram, og ítrekað að lýðræðislega hafi verið unnið. Farið hafi verið eftir sett- um leikreglum og lýðræðislegur meirihluti ráðið. Um þetta er ekki deilt. Margir þessara sömu manna láta hins vegar í ljós efa um að leikreglurnar séu nógu góðar, og þar liggur kannski hundurinn grafinn. í Norðurlandi vestra sam- þykktu framsóknarmenn próf- kjörsreglur. Án þess að fara náið út í þær þá er yfirlýstur tilgangur þeirra reglna m.a. sá að koma í veg fyrir að lítill meirihluti geti ráðið öllum efstu sætunum. Þeir vilja ekki falla í þá gryfju sem við höfum fallið í. Jóhannes Sigurgeirsson ritar grein í Dag 14. nóvember, þar sem hann hvetur okkur til þess að styðja lista meirihlutans. Hann segist hafa verið tvístígandi allan tímann um hvort hann ætti að taka sæti á honum. Það hafi ekki verið fyrr en eftir að búið var að þríkjósa í þriðja sætið að hann hafi tekið ákvörðun. En það voru ekki þessar fróð- legu upplýsingar sem ég vildi nefna heldur það sem Jóhannes segir „Augljóst er að þeir 260 fulltrúar á aukakjördæmisþing- inu sem tóku þátt í kosningunni til enda o.s. frv.“ Ég veit að Jóhannes, hefi það raunar eftir starfsbræðrum og sveitungum, hallar aldrei réttu máli, vill hafa það sem rétt er. Því bið ég hann að skoða það hvort hans upplýsingar séu réttar, hvort 260 atkvæði hafi verið greidd um síðustu sætin. Það er aldeilis eðlilegt að eftir þrefalda kosningu um þriðja sæt- ið hafi Jóhannes ekki fylgst náið með eftir það. En eins og ég gat um í upphafi þá var aðalástæðan til þess að ég sting niður penna aftur sú að Guðmundur Bjarnason lýsir mig ósannindamann í Degi 20. nóvember s.l. Hann segir svo: „í grein Gunnars er óskiljanleg og ósönn staðhæfing sem hljóðar svo: „Þegar Guðmundur Bjarna- son ritari flokksins, hótaði ann- arri forystu að segja sig úr þing- flokknum ef Kolbeinsey færi frá Húsavík." Mér er að öllu óskiljanlegt hvernig Gunnari Hilmarssyni getur dottið í hug að setja svona staðhæfulausa full- yrðingu á blað. Þetta er alrangt og ég get ekki með nokkru móti ímyndað mér hvernig honum hefur dottið þetta í hug.“ Guðmundur segir áfram að of langt mál yrði að rekja í stuttu máli, gang Kolbeinseyjarmálsins. það er rétt en hins vegar er það mál ekki gleymt. Auðvelt er að rekja þátt manna þar, hvernig ráðuneyti, bankar o.fl. voru notuð. Guðmundur reyndist þar virkur þingmaður Húsvíkinga. Hins ve_gar var það mál allt einn skrípaleikur sem endað hefði í harmleik hefðu aðrir ekki gripið inn í það mál. Það var Guðmundur Bjama- son sjálfur sem upplýsti mig um það að hann hefði gert ráðherr- um grein fyrir því að hann myndi ekki geta verið í þingflokknum áfram færi Kolbeinsey frá Húsa- vík. Ekki bað Guðmundur mig fyrir þetta og ræddi égþetta m.a. við nokkra menn hér á Raufar- höfn. Nú má vera að Guðmundur hafi aldrei gert þetta heldur bara skrökvað þessu að mér, það rétt- lætir hins vegar ekki það að hann geti ekki með nokkru móti ímyndað sér hvernig mér hafi dottið þetta í hug. Ég tók þetta hins vegar alvarlega og kannski var það tilgangurinn. Við Guð- mundur getum stælt um þetta endalaust, ef þetta rifjast ekkert frekar upp en frá minni hálfu er þetta mál útrætt nema tilefni gef- ist til annars. Einn ágætur Norður-Þingey- ingur Aðalbjörn í Lundi, hvetur okkur til að styðja meirihlutalist- ann í Degi 19. nóvember. Þetta sé gott fólk og hlýtt. Ég er honum sérstaklega sammála. Þetta er ágætis fólk og á vonandi eftir að eignast sitt fylgi eins og Aðal- björn segir. En það er nú svo skrítið með mig að þegar ég er að reyna að velja menn til þess að vera full- trúar okka á Alþingi, þá er það ekki útlit viðkomandi, kynferði, eða aldur sem skipta máli heldur skoðanir viðkomandi, dugnaður og kjarkur. Gott hjartalag er vissulega kostur en það var eng- um stjakað til hliðar vegna skorts á góðu hjartalagi. Það sem verður, í okkar mál- um hér kemur til með að hljóta dóm sögunnar. Haft verður eftir formanni okkar að jafnvel flokknum væri fórnandi fyrir góðan árangur í efnahagsmálum. Ingvar Gíslason taldi æskilegt að flokkurinn, og þá eðlilega fyrst og fremst forystan, færi í endur- hæfingu. Ég hallast frekar að þeirri leið og það er verkefni okkar, þessara óbreyttu í flokks- liðinu að stuðla að þeirri endur- hæfingu. Gunnar Hilmarsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.