Dagur - 26.11.1986, Blaðsíða 9
26. nóvember 1986 - DAGUR - 9
—íþróttÍL
Umsjón: Kristján Kristjánsson
íslandsmótið í handknattleik:
Heil umferð í 1.
deildinni f kvöld
KA mætir efsta liöinu UBK í Kópavogi
í kvöld fer fram heil umferð í
1. deild íslandsmótsins í hand-
knattleik. KA leikur gegn
UBK í Digranesi í Kópavogi
kl. 20 og strax á eftir leika
Stjaman og Fram á sama stað.
í Hafnarfirði leika FH og Val-
ur kl. 20.15 og strax á eftir
leika Haukar og Víkingur á
sama stað. í Laugardalshöll
leika Armann og KR kl. 20.15.
Breiðablik er eina taplausa lið-
ið í deildinni og hefur komið á
óvart með góðri frammistöðu.
Liðið er með 8 stig eftir fjóra
leiki og er í efsta sæti deildarinn-
ar. KA-liðið hefur einnig staðið
sig nokkuð vel það sem af er móti
og m.a. unnið tvo síðustu leiki
sína í deildinni. KA er með 6 stig
Lyftur opnaðar
I
- um helgina. Möguleiki á því að önnur
lyftan á Dalvík verði opnuð á sunnudag
„Við ætlum að opna hér skíða-
íyftur um næstu helgi,“ sagði
Ivar Sigmundsson forstöðu-
maður Skíðastaða í Hlíðarfjalli
er hann var inntur eftir því
máli. „Þegar er okkar álit að
það sé kominn snjór til þess að
opna eitthvað af lyftum en í
dag er ekki Ijóst hversu margar
þær verða,“ sagði ívar.
„Það hefur verið ófært hingað
upp eftir í tvo daga fyrir bíla,
þannig að það hlýtur að vera orð-
ið skíðafæri og við munum því
hafa opið yfir miðjan daginn um
helgina. Þá er nánast búið að
ákveða það, ef ekki verður allur
snjór farinn að vígja nýju lyftuna
annan laugardag en það skýrist
betur í næstu viku,“ sagði ívar
Sigmundsson.
Samkvæmt þessu geta Akur-
eyringar farið að draga fram
skíðagræjurnar og gera sig klára í
Fjallið um helgina.
Dagur kannaði einnig hvernig
ástandið væri annars staðar á
Norðurlandi. Á Siglufirði er enn
langt í land að lyftur verði opnað-
ar og varla viðbúið að það verði
gert fyrr en eftir áramót.
Á Dalvík er ástandið mun
skárra og er jafnvel möguleiki á
því að önnur lyftan í Böggvis-
staðafjalli verði gangsett á
sunnudag. í gærkvöld var fundur
hjá Skíðaráði Dalvíkur þar sem
það mál var rætt en blaðinu er
ekki kunnugt um það hver niður-
staðan varð.
í Ólafsfirði vantar enn tölu-
vert mikinn snjó til þess að lyftur
í fjallinu verði opnaðar. Einnig
vantar snjá til þess að gera
göngubrautir og hafa menn
aðeins sést á gönguskíðum á göt-
um bæjarins.
Á Húsavík er kominn tölu-
verður snjór og er verið að skoða
það um þessar mundir hvort hægt
verður að opna lyftur á næstu
dögum eða vikum.
ásamt Fram, Val og FH. Liðið á
fyrir höndum erfiðan leik í kvöld
gegn UBK en með góðum leik
getur KA stöðvað sigurgöngu
Kópavogsbúana. Einn ónefndur
liðsstjóri KA-liðsins sagðist ekki
vera hræddur við leikinn og var
sannfærður um næsta auðveldan
sigur sinna manna.
Á eftir leik KA og UBK leika
Stjarnan og Fram og má búast
við hörku viðureign. í Hafnar-
firði leika FH og Valur og má
einnig búast við jafnri viðureign
þar. Á eftir leika Haukar og Vík-
ingur og verða Víkingar að telj-
ast mun sigurstanglegri. í
Reykjavík leika Ármann og KR
og má búast við jafnri viðureign
þó KR-ingar verði að teljast ívið
sigurstranglegri.
Það mun mæða mikið á Hafþóri Heimissyni, lcikmanni KA ■ kvöld er liðið
mætir UBK í Kópavogi.
Haustmót HKRA:
Fyrstu leikir á sunnudag
- en þá leika 6., 5. og 4. flokkur
Haustmót yngri flokka í hand-
knattleik á vegum HKRA
hefst á sunnudaginn kemur en
þá leika KA og Þór í 6., 5. og
4. flokki í íþróttahúsi Glerár-
skóla. Hvort liö sendir þrjú lið
í 6. og 5 flokki og tvö lið í 4.
flokki.
Þeir yngstu hefja leikinn strax
kl. 9 á sunnudagsmorgun en þá
leika KA og Þór í 6. flokki A. Kl.
9.35 leika B-lið sömu flokka og
þar á eftir kl. 10.10 leika C-liðin.
Leikir 5. flokks hefjast kl. 10.45
með viðureign A-liðanna og strax
á eftir eða kl. 11.30 mætast B-
liðin. Kl. 12.15 leika síðan C-lið-
in í 5. flokki. Loks mætast liðin í
4. flokki, A-liðin kl. 13.00 og B-
liðin kl. 13.45.
Þarna gefst fólki upplagt tæki-
færi á að sjá þá yngstu í fyrstu
alvöru leikjum vetrarins og verð-
ur örugglega hart barist í þeim
öllum.
Á fimmtudaginn í næstu viku
leika svo KA og Þór í 3. flokki í
sama móti og fer sá leikur fram í
Skemmunni og hefst kl. 17.30.
Ævar endur-
kjörinn formaður
- knattspyrnudeildar Völsungs
Lyfturnar í Hlíðarfjalli verða opnaðar um helgina. Það er því óhætt fyrir skíðafólk að draga fram græjurnar.
Kvennaknattspyrna:
Aðalfundur knattspyrnudeild-
ar Völsungs var haldinn fyrir
skömmu. A fundinum var m.a.
kosin ný stjórn fyrir næsta ár.
Fimm af þeim níu sem skipuðu
stjórnina í sumar verða áfram í
nýju stjórninni en það eru þeir
Ævar Akason formaður, Arni
Grétar Gunnarsson varafor-
maður, Þorgrímur Aðalgeirs-
son ritari og ineðstjórnendurn-
ir Sveinn Rúnar Arason og
Jósteinn Hreiðarsson. Nýir í
stjórnina komu þeir Ingólfur
Freysson sem verður gjaldkeri
og meðstjórnendurnir Arnar
Guðlaugsson, Sigmundur
Hreiðarsson og Sigurjón Sig-
urðsson.
Sigmundur Hreiðarsson er bet-
ur þekktur sem knattspyrnumað-
ur en knattspyrnuráðsmaður.
Hann hefur leikið með liði
Völsungs í fjölmörg ár og síðast í
fyrra er liðið vann sér sæti í 1.
deild. Sigmundur hefur ákveðið
að leggja skóna á hilluna og mun
þess í stað starfa í stjórn knatt-
spyrnudeildarinnar.
Ævar Ákason formaður sagð-
ist ekki reikna með að rekstur
deildarinnaar yrði neitt auðveld-
ari næsta ár þrátt fyrir að Völs-
ungur léki í 1. deild. „Innkoma af
leikjum hefur ekki verið stór
póstur í rekstrinum og ég á ekki
von á að það hlutfall breytist
mikið, nema þá að gengi liðsins
verði þeim mun betra,“ sagði
Ævar.
Laugamótið
Asgeir þjálfar Þór
- í innanhússknattspyrnu um aðra helgi
Ásgeir Pálsson hefur verið
ráðinn þjálfari kvennaliðs Þórs
í knattspyrnu næsta keppnis-
tímabil og tekur hann yið af
Gunnlaugi Björnssyni. Ásgeir
hefur undanfarin ár þjálfað
kvennalið Stjörnunnar með
góðum árangri.
í sumar sigraði lið Stjörnunnar
í 2. deild og vann sér sæti í 1.
deild ásamt KA.
Þórsliðið hefur leikið í 1. deild
undanfarin ár með misjöfnum
árangri. Liðið sýndi ágætar fram-
farir í sumar og með sama mann-
skap ætti liðið að geta gert góða
hluti næsta sumar undir stjórn
Ásgeirs.
Hið árlega Laugamót í innan-
hússknattspyrnu verður haldið
6. og 7. desember næstkom-
andi. Keppnin verður með
svipuðu sniði og áður þ.e. leik-
ið í 4-5 liða riðlum og tvö efstu
liðin úr hverjum riðli komast í
úrslitakeppni.
Öllum félögum er heimil þátt-
taka og er leyfilegt að senda fleiri
en eitt lið. Þátttökugjald er kr.
3000 fyrir eitt lið en kr. 5000 fyrir
tvö lið. Verðlaun verða veitt fyrir
þrjú efstu sætin og sigurvegararn-
ir hljóta Laugabikarinn til varð-
veislu fram að næsta móti.
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borist fyrir 1. desember til
Kristjáns Sigurðssonar í síma
43116 eða 43112 og gefur hann
einnig allar nánari upplýsingar.