Dagur - 26.11.1986, Side 12

Dagur - 26.11.1986, Side 12
RAFGEYMAR VIÐHALDSFRflR , . VELJIÐ RÉTT I BILINN, BATINN, VINNUVÉLINA MERXI CM C\l cö cn Hótel á Skagaströnd? Svo gæti farið að áður en langt um líður verði opnað hótel á Skagaströnd . Engin vafi er á að margir myndu fagna til- komu hótels á staðnum, ekki síst þeir sem standa í viðskipt- um ýmiss konar og þurfa því gjarnan að gista á ferðum sín- um um landið. Pær hugmyndir sem uppi eru um hótel á Skagaströnd eru þær að taka eina hæð í nýbyggingu Hólaness og Skagstrendings und- ir reksturinn, en í þeim tilllögum sem liggja fyrir er gert ráð fyrir að þar verði þrjú tveggja manna herbergi og fimm eins manns her- bergi auk matsalar og eldhúss. Af þeim upplýsingum sem fengust varðandi þetta má ljóst vera að vel er hugsanlegt að matsalur fyrirhugaðs hótels (ef af verður) verði það stór að þar yrði hægt að halda nokkuð stórar veislur eða skemmtanir af einhverju tagi. Til þessa hefur engin slík aðstaða verið fyrir hendi nema í félags- heimilinu Fellsborg. Önnur fyrirhuguð starfsemi í húsinu mun verða skrifstofur fyrirtækjanna tveggja sem að byggingunni standa auk þess sem skrifstofur hreppsins munu flytja þangað. Þá hefur heyrst að sýslu- mannsembættið muni jafnvel hafa þar aðstöðu en ekkert mun vera afráðið í því sambandi. G.Kr. Vinnumarkaðurinn: Þensla heldur áfram að aukast - er mest utan höfuðborgarsvæðisins ,Ég og vinur minn hundurinn erum að leika okkur í snjónum, Mývatnssveit: Flutninga- bíll fraus fastur á Söndunum Vöruflutningabílstjóri frá Húsavík sem lagöi af stað það- an klukkan 11.00 í fyrrakvöld, áleiðis til Mývatnssveitar var ekki kominn fram klukkan 8.00 í gærmorgun. Eftir klukkan 8.00 var farið að grennslast fyrir um manninn og fannst hann á Söndunum á leið- inni frá Húsavík til Mývatnssveit- ar. Bíllinn hafði bilað'og loftið frosið á loftkerfi bílsins. Vegna þess komst hann hvorki aftur á bak né áfram. Tók bílstjórinn þá ákvörðun að hafast við í bílnum, þar til hjálp bærist. Veður var frekar leiðinlegt á þessum slóðum, hvasst og skafrenningur. Árekstur varð í Reykjahlíðar- þorpi í fyrradag. Þar var lítill pallbíll á leið eftir Austurlands- vegi og skall á jeppa er stað- næmdist á gatnamótum Múlaveg- ar og Austurlandsvegar. Mun bíl- stjóri pallbílsins hafa misst stjórn á bílnum í snjó og hálku, en mjög hált hefur verið á vegum og götum í Mývatnssveit að undanförnu. gej- Norðurland eystra: Þingmenn vilja vara- flugvöll á Akureyri - „spurning hverju menn hafa efni á,“ segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Þjóðhagsstofnun hefur í sam- vinnu við Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins lokið könnun á atvinnuástandi nú í haust og horfum í vetur. Könnunin tekur til atvinnu- greina með um 70% allra ársverka og eru einungis land- búnaður, fiskveiðar, póstur og sími og opinber þjónusta önn- ur en sjúkrahús undanskilin. Helstu niðurstöður könnunar- innar eru þær að þensla á vinnu- markaðinum hefur haldið áfram að aukast frá því í fyrrahaust. Þenslumerkin, þ.e.a.s. fjöldi Iausra starfa eru fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins og lætur nærri að þrír fjórðu hlutar lausra starfa séu úti á landi. Eftir- spurn eftir fólki til starfa umfram framboð virðist því vera minni á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Ófylltar stöður á landinu öllu voru í byrjun október 2700 Heildaraflinn í október er víð- ast hvar mun minni en í sama mánuði í fyrra. Á Norðurlandi komu 54.043 tonn að landi nú, en 69.996 tonn í fyrra. Þetta gerir samdrátt upp á 22,8%. Hér er aðalorsökin mun minni loðna, eða 46.582 tonn í októ- ber nú á móti 60.663 tonnum í fyrra. Togararnir veiddu 5.519 tonn á móti 7.033 í október ’85. Bátarn- ir komu með 48.524 tonn nú en 62.963 í fyrra. Aðeins þorskafli togaranna hefur aukist lítillega en voru á sama tíma í fyrra um 1600. Önnur teikn um aukna þenslu á vinnumarkaðinum eru þau að í október voru að jafnaði um 360 manns á atvinnuleysisskrá og er það um helmingi minna en á sama tíma í fyrra. Mestur er skorturinn á verka- fólki og iðnaðarmönnum og er það aðallega í málm- og skipa- smíðum, fiskvinnslu og vefjar- og ’ fataiðnaði. Nú sem fyrr er skort- ur á fiskvinnslufólki nær ein- göngu utan höfuðborgarsvæðis- ins. Hvað starfsmannahald í vetur varðar þá er ekki að sjá að umtalsverðar breytingar séu í vændum. Samkvæmt vísbending- um frá fyrirtækjum, virðist eftir- spurn eftir starfsfólki úti á landi aukast eftir áramótin en á höfuð- borgarsvæðinu er búist við að störfum fækki um 1200 fram í apríl á næsta ári. ET Norðurland: miðað við október í fyrra svo og rækjuveiðin sem er mun meiri nú. Ef við berum saman októ- berafla á nokkrum stöðum á Norðurlandi nú og í fyrra má greina samdrátt nærri alls staðar. Tölurnar frá ’85 eru í sviga: Skagaströnd 742 (869), Sauðár- krókur 699 (1.188), Siglufjörður 26.135 (34.768), Ólafsfjörður 2.310 (3.268), Dalvík 1.033 (561), Akureyri 9.582 (11.194), Húsavík 436 (561), Raufarhöfn 8.476 (16.362) og Þórshöfn 3.760 (227). „Menn eru sammála um að Sauðárkrókur sé besti staður- inn. En spurningin er, á hverju höfum við efni varðandi vara- flugvöll fyrir millilandaflug,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon Þarna skera Dalvík og Þórs- höfn sig úr með mun meiri afla í október á þessu ári en í fyrra. En ef miðað er við fyrstu tíu mánuði ársins þá má greina verulega aukningu á öllum þessum stöðum, nema á Sauðárkróki og Raufarhöfn: Skagaströnd 9.272 (9.026), Sauðárkrókur 8.035 (10.661), Siglufjörður 100.787 (88.127), Ólafsfjörður 16.289 (13.132), Dalvík 13.174 (11.312), Akureyri 57.537 (55.633), Húsa- vík 8.731 (8.514), Raufarhöfn 49.799 (66.909) og Þórshöfn 9.588 (4.304). SS alþingismaður. Hann ásamt öllum öðrum alþingismönnum Norðurlands eystra hafa lagt fram tillögu á Alþingi þess efn- is að skorað verði á ríkisstjórn- ina að láta kanna svo fljótt sem unnt er hvort gera ætti Akur- eyrarflugvöll að varavelli fyrir millilandaflug hér á landi. Undanfarnar vikur og mánuði hafa farið fram nokkuð miklar umræður um varaflugvöll fyrir millilandaflug og hvar slíkur völl- ur skuli staðsettur. Tillaga þingmanna Norður- lands eystra kemur í kjölfar til- lagna um að varavöll skuli gera á Sauðárkróki. Samkvæmt skýrslu nefndar sem skipuð var af samgönguráð- herra segir að veður og aðflugs- skilyrði séu betri á Sauðárkróki. í greinagerð sem fylgir tillögu þingmanna Norðurlands eystra eru raktir kostir þess að hafa varavöll á Akureyri. Þar er m.a. talað um vel búið sjúkrahús, staðsetningu miðað við vinsæl- ustu ferðamannastaði landsins, ágæti flugvallarins og flugaf- greiðslunnar, tiltölulega góð tæki miðað við íslenskar aðstæður og að ódýrt sé að lengja flugbraut- ina. „Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir þeim rekstrarkostnaði sem er samfara því að reka svona flugvöll. Að öllum líkindum þarf að bæta einhverju við tækjabún- að á Akureyri, en allt sem fyrir er nýtist til fulls, auk þess sem þessi völlur er í notkun frá morgni til kvölds. Á öðrum stöðum er kannski um eina ferð að ræða á degi hverjum og þarf fullt starfs- lið á slíkan völl. Einnig er það að þróun er mjög ör í flugleiðsögu- tækjum og gerir það aðflug við þrengri aðstæður öruggt og gerir landfræðilega erfiðleika nánast að engu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. í kjölfar þessarar tillögu alþingismannanna hefur bæjar- stjórn Sauðárkróks samþykkt að ganga til samninga við landeig- endur þess lands sem hugsanlega kemur til greina fyrir lenginu flugbrautarinnar á Sauðárkróki. Aðrir flugvellir sem til greina koma sem varaflugvöllur eru Egilsstaðaflugvöllur og Aðaldals- flugvöllur við Húsavík. gej- Lakari afli í október - miðað við sama mánuð í fyrra

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.