Dagur - 04.12.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 04.12.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 4. desember 1986 —bækuc Þrjár bækur frá Bóka- forlagi Odds Bjömssonar Þórarinn Elís Jónsson: Minningar frá Leirhöfn Þetta er merkt heimildarrit um stórbýlið Leirhöfn á Melrakka- sléttu; og einkar geðþekk lesning. Bókin er tileinkuð Helgu Sæmundsdóttur, móður hinna þekktu Leirhafnabræðra, en hún var hin mesta kjarnakona og góð- viljuð svo að af bar. Höfundur réðist sem smali að Leirhöfn sextán ára gamall og var strax tekið þar sem syni. Hann vill nú sem gamall maður endur- gjalda þessu góða fólki viðkynn- inguna og gerir það af látlausri hlýju. Hann sýnir lesendum Leir- hafnarland með lýsingum sínum, myndum og korti þar sem örnefnum er vel til skila haldið. Og hann reisir heimilisfólki fagr- an minnisvarða með því einu að segja sanna sögu þess. Minning- arnar streyma að: Atburðir í blíðu og stríðu. Helga Sæmundsdóttir varð ung ekkja með sex syni, þann elsta tólf ára. En hún lét ekki bugast og lifði það að sjá Leirhöfn verða stórbýli í fremstu röð. Saga henn- ar er heilsteypt og síðan sona hennar í máli og myndum. Þetta er með betri minninga- bókum í öllu sínu hlýja, allt að því klökka látleysi. Mikilleiki persónanna kemur oft best í ljós, sé hjartað látið um að mynda tón frásagnarinnar. Ingibjörg Sigurðardóttir: Beggja skauta byr Ætli þetta sé ekki 25. bók Ingi- bjargar? Það sannar að hún á Stuart Woods: Hyldýpi Þetta er spennusaga um átök milli CIA og KGB. Öllu sem nú þykir nauðsyn að krydda með spennumixtúruna er til skila haldið: Njósnum, vífi, víni og tölvusérfræði. Sögusviðið er Sovét, Bandaríkin og hin kalda Svíþjóð. Þeir sem mest sækja myndbandaleigur fá hér ósvikinn skammt þó að nokkuð muni þeim þykja lesningin langdregin miðað við myndræna framsetningu hlið- stæðs efnis. Þýðandinn, Her- steinn Pálsson, kann orðið „við- eigandi“ mál og stíl að magna hið magnaða. Allar þessar þrjár bækur eru vel gerðar hið ytra eins og fyrr hjá B.O.B. tryggan lesendahóp. Að rita sér- staka umsögn um þessa sögu er óþarft, svo mjög fellur hún í fyrri farvegi. Ingibjörg kann vel að segja frá því sem henni er hug- leiknast og æfingin skapar meist- arann. Kristján frá Djúpalæk skrifar: Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands Umsóknir um lán á árinu 1987 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1987 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði. Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæður að mati sjóðsstjórnar. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa I för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 2. Vegna endurbóta á fiskisklpum. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum. Hugsanlega verða einhver lán veitt til nýsmlð[og innflutnings á fiskiskipum, þó eingöngu ef skip með sambærilega aflamöguleika er úrelt, selt úr landi eða strikað út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Hámarkslán er 65% vegna nýsmíði innanlands, en 60% vegna nýsmíði erlendis eða innflutnings. Engin lán verða veitt vegna nýsmíði eða innflutnings báta undir 10 rúmlestum. 4. Endurnýjun umsókna. Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 5. Hækkun lánsloforða. Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á þvf að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna viðbótarframkvæmda, nema Ijóst sé að umsækj- andi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið samþykkt af sjóðnum áður en viðbótarframkvæmdir hófust. 6. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1987. 7. Almennt. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs Islands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og I ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1987 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 28. nóvember 1987. Fiskveiðasjóður íslands Jólabasar Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi, verður í Húsi aldraðra laugard. 6. des. kl. 14.00. Móttaka á kökum og munum eftir kl. 10 sama dag. Nefndin. 0g svo kom sólin upp Jónas Jónasson: Og svo kom sólin upp. Forlagið 1986. Þetta er átakanleg bók. Hún seg- ir frá dapurri dvöl sextán manna, karla og kvenna, við hirð Bakk- usar konungs, svartnætti fullu af ærslum, ógn og skelfingu. En svo rann sólin upp: Þeir komust undan. Þetta fólk er af öllum stéttum þjóðfélags, menn afreka, mennta og lista. Meistari samtalsins, Jónas Jón- asson, útvarpsstjórinn okkar fyrrverandi, leiðir þessar játning- ar. Hann spyr einskis í bókinni en laðar fram sögu hvers um sig með þeim dulda hæfileika sem hann býr yfir að fá viðmælanda til að tjá hug sinn og hjarta. Mér sýnist hver þáttur ágætlega ritað- ur, sumir afburða vel. Stundum hefur mér virst að þeir er sigrast hafa á drykkjusýki sinni segi frá af dálítilli kok- hreysti: Blæ af hreykni. Það er trúlega sú brynja sem þeim er nauðsyn að klæðast er þeir ganga til baka í eldhríð baráttunnar. Þessu bregður aðeins fyrir hér. En langflestir eru hógværir, ein- lægir, opinskáir. Þeir hafa öðlast visku í smiðju reynslunnar. Höfundur segir frá lausn sinni í stuttu og skáldlegu máli í upphafi bókar. Annar sögumaður greinir okkur frá því hvað erfiðast sé: Það að taka sjálfa ákvörðunina eftir að hafa svo lengi verið með flakandi sár á sálinni. Og dapur- leg er frásögn mannsins er eitt sinn stóð efst á verðlaunapalli: Evrópumeistari í kúluvarpi, fyrstur í heimsfréttunum; á sömu stund stiginn niður á neðsta þrep ölknæpu meðal róna. Þáttur Jóhannesar Bergsveins- sonar læknis, er sér á sviði. Hann hefur margar þrautir leyst, marg- an fallinn reist. Hann fjallar um þennan „sjúkdóm“ og þá er hon- um eru haldnir af þekkingu og ríkum skilningi. Ég held að þessi bók sé í heild jákvætt innlegg gegn ofríki vín- guðsins. Þeir sem gerast þegnar hans komast margir fljótt að því að hann er harðstjóri, einræðis- herra sem enga miskunn sýnir. Hann er mannvandur, sækist mjög eftir greindum þegnum, helst listrænum. Hann kjassar þá fyrst með blíðmælum og fögrum fyrirheitum. Þegar hann hefur unnið hug þeirra herðir hann tökin. Hann rænir þá ekki aðeins fé, fjölskyldu, vinum, líkamlegri og andlegri heilsu heldur vekur hann upp í þeim það versta sem í þeim býr. Lygin, blekkingin, hrokinn; það eru hans eftirlætis- dyggðir. Og Bakkus er eins og Bokassa, étur þegna sína.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.