Dagur - 04.12.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 04.12.1986, Blaðsíða 16
SANS SOUCISsnyrtivörur SÍMI (96)21400 BADEN-BADEN • PARIS Snyrtivörudeild Kopasker: Fengur til áramóta Sæblik hf. á Kópaskeri hefur síðan í septemberbyrjun haft Feng, skip Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands á leigu til rækjuveiða. Nú hefur verið samið um það að Sæblik hafi skipið á leigu fram að áramót- um en þá fer skipið í slipp á Akureyri til viðhalds og endur- nýjunar. Eftir áramót fer Fengur að öllum líkindum til Grænhöfðaeyja þar sem hann hefur áður verið við þróunar- aðstoð. Sæblik hf. er búið að ganga frá kaupsamningi við Sjólastöð- ina hf. í Hafnarfirði um kaup á Dreka sem er 230 tonna skip en Fengur er 150 tonn. Kaupverðið er um 75 milljónir. Ekki er enn ljóst hvenær skipið verður afhent því fyrst verða gerðar einhverjar breytingar á því. Fengur sér nú um alla hráefnis- öflun fyrir rækjuvinnslu Sæbliks hf. og áður en skipið kom hafði verksmiðjan verið stopp í eitt ár vegna hráefnisskorts. Að sögn Kristjáns Ármannsonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins ganga veiðar ágætlega þegar veður leyf- ir en það hefur verið stopult nú um nokkurn tíma. Heildarafli skipsins er á árinu orðinn um 380 tonn af rækju og er verðmæti hennar um 35-40 milljónir þegar hún hefur verið unnin. ET Hótel Húsavík: Reksturínn geng- ur mjög vel Reksturinn á Hótel Húsavík hefur gengið mjög vel að undanförnu og fyrirhugað er að fitja upp á ýmsum nýjung- um nú í desember. Að sögn Péturs Snæbjörnsson- ar var nýting hótelsins góð í sum- ar og það sem af er vetri hefur nýtingin verið góð, miðað við árstíma. Sagði hann að orsakirn- ar væru margar, m.a. gott tíðar- far, margar árshátíðir hafa verið Akureyri: Margir árekstrar Það sem af er þessari viku hef- ur verið mikið um árekstra á Akureyri, enda fljúgandi hálka. í gær voru komnir sex árekstrar um kl. 17 og eigna- tjón nokkur, en ekki voru slys á fólki. Á þriðjudag voru 2 árekstrar skráðir hjá lögreglunni, en 6 á mánudaginn. Einnig er vitað um marga minniháttar pústra þar sem lögregla hefur ekki verið kvödd á staðinn. Brýnt skal fyrir mönnum að fara varlega þegar aðstæður eru eins slæmar og raun ber vitni. SS haldnar og hefur aðkomufólk sem þær hefur sótt keypt gistingu á hótelinu. Sýning Leikfélags Húsavíkur á Síldin kemur og síldin fer hefur verið mikil búbót fyrir hótelið, sem býður sérstaka leikhúspakka með afslætti á gistingu og leikhúsmiða. Á föstudagskvöld verður fund- ur Menor, Menningarsamtaka Norðlendinga á hótelinu og í tengslum við hann mun hótelið gangast fyrir bókmenntakynn- ingu. Ef þetta fær góðar undir- tektir verður reynt að hafa slíka kynningu, þar sem skáld munu lesa úr verkum sínum, einu sinni í viku fram að jólum. Pað er kominn jólasvipur á veitingasal hótelsins, þar er búið að setja upp aðventuljós, fjölda af jólastjörnum og gestum eru boðnar smákökur með. kaffinu. Jólasveinar hafa tilkynnt komu sína að kaffihlaðborðinu á sunnudögum seinna í desember. Nú þegar geta hópar pantað hlaðborð með ýmsum jólaréttum svo sem rjúpum og hangikjöti og 20. des. verður slíkt hlaðborð fyrir viðskiptavini og opið fram eftir kvöldi. Á nýársdagskvöld verður haldinn nýársfagnaður í Hlíð- skjálf þar sem boðið verður upp á það besta í mat og drykk, auk skemmtiatriða. IM Miklar ís- og snjóhengjur myndast gjarnan á þakskyggnum gamalla húsa en hér er verið að hreinsa af húsinu Aðal- Stræti 15. Mynd RPB Frystihúsin í Ólafsfirði: Kauptryggingu sagt upp - samningar um fastráðningu hafa gefist vel „Frystihúsin eru bæði búin að segja upp kauptryggingar- samningunum, annað frá 24. desember og hitt frá áramót- um. Búið er að senda starfs- fólkið heim á launum, en þetta er árstíðabundið ástand og ekki verra núna en áður,“ sagði Agúst Sigurlaugsson hjá Verkalýðsfélaginu Einingu á Ólafsfirði. Fastráðningarsamningarnir hafa haft mikið að segja og fisk- verkunarfólk hefur ekki sést á atvinnuleysisskrá síðan í apríl. Ágúst sagði að ekki hefði verið meiri afli í ár en venjulega og auk þess hafa tveir togarar verið í viðgerð, þannig að trygg atvinna í fiskvinnslu er samningunum að þakka. Ólafur bekkur hefur séð að mestu einn um veiðarnar síðan í september, en hann á að fara í klössun í febrúar. Sú aðgerð gæti útvegað 30-40 manns vinnu að sögn Ágústar. Síðan er Merkúr væntanlegur og framkvæmdir við Sæver fara að hefjast, í smáum stíl þó. „Við erum bara nokkuð bjartsýnir,“ sagði Ágúst. En staðan núna er þannig að Sólbergið er í siglingu og Ólaf- ur bekkur er einnig að veiða fyrir sölutúr. „Skipin hafa ekkert selt erlendis og það er nokkur þrýstingur frá sjómönnunum út af þessu háa verði. Enda skilst mér að í sjómannalögunum standi að skipstjóranum beri skylda til að reyna að fá hæsta verð fyrir aflann sem mögulegt er. Ég hef einnig heyrt að báta- sjómenn séu byrjaðir að þrýsta á það að fá að setja í gáma og selja út. Petta er skiljanlegt þegar verðmismunurinn er hafður í huga,“ sagði Ágúst. Hann bætti því við að það verði að taka tillit til þess í sam- bandi við hráefnisskortinn nú að það eru ekki sömu félögin sem eiga skipin og frystihúsin. Hrað- frystihús Ólafsfjarðar á ekki Ólaf bekk, heldur Útgerðarfélag Ólafsfjarðar, og Sæberg sem er með Sólbergið er ekki með fisk- verkun, en Sigvaldi Þorleifsson hefur verkað afla frá því og frystihúsin fengið þann afla. Það hefði verið umdeilanlegra ef Sig- urbjörgin hefði ætlað að sigla, áður en skipinu var breytt í frysti- togara, því þar er eigandinn einnig með frystihús; Magnús Gamalíelsson h.f. „Ég er hræddur um að það verði mjög lítill afli hérna núna, en hins vegar gæti Sólbergið kannski náð einum túr fyrir jól. Þá eru frystihúsin ekki búin að segja upp kauptryggingunni og þetta gæti bjargast. Smærri bát- arnir eru líka drjúgir,“ sagði Ágúst Sigurlaugsson að lokum. SS Siglufjörður: Tveir bílar fuku Akureyrartogarar: Harðbakur aflahæstur yfir landið en Akureyrin með mesta aflaverðmæti „Auðvitað fara saman afli og verðmæti þegar talað er um aflahá skip og kemur í Ijós að Harðbakur er aflahæstur togara yfir landið fyrstu 9 mán- uði ársins,“ sagði Vilhelm Þor- steinsson forstjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa um aflahæsta skip félagsins og reyndar afla- hæsta skip yfir landið. „Þegar litið er á brúttótölur yfir aflaverðmæti þá stöndum við ekki vel, því þcir sem eru með mest aflaverðmæti eru þeir sem flytja mest út í gámum, “ sagði Vilhelm. Samkvæmt aflatölum hefur Harðbakur EA aflað mest allra islenskra togara, eða 3926 tonna að verðmæti rúmar 69 milljónir. Aðrir togarar félagsins eru nokkru lægri. Kaldbakur er með 3224 tonn að verðmæti rúmar 59 milljónir, Sléttbakur með 2743 tonn að verðmæti rúmar 48 millj- ónir, Svalbakur með 2349 tonn að verðmæti rúmlega 51 milljón króna og Hrímbakur með 2503 tonn að verðmæti rúmlega 51 milljón króna. Öllum þessum afla hefur verið landað á Akureyri og hann unn- inn að mestu þar. Af frystitogurum er það að segja að Akureyrin EA er með mesta afla og mesta aflaverðmæti allra frystitogara á landinu. Akureyrin hefur borið á land 3633 tonn að verðmæti rúmlega 178 milljónir króna. Næstur kem- ur Örvar HU frá Skagaströnd með 3348 tonn að verðmæti rúm- lega 163 milljónir króna. gej- Á Siglufirði, eins og víðar á Norðurlandi, hefur verið mjög slæmt veður undan- farna tvo sólarhringa eða svo. Viðmælandi blaðsins sagðist ekki muna eftir öðru eins veðri og var þar á Sigluflrði í fyrrinótt. Síðdegis á þriðjudaginn fauk bíll út af veginum við Sauðanes. Bíllinn sem var mannlaus valt alla leið niður í fjöru og gjör- eyðilagðist. Hann náðist ekki upp og er nú að öllum líkindum horfinn í sjóinn. í gærmorgun fauk síðan ann- ar mannlaus bíll og lenti á hlið- inni. Hann skemmdist töluvert. Mikið fannfergi er nú á Siglu- firöi en síðdegis í gær var veður heldur tekið að lægja. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.