Dagur - 04.12.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 04.12.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 4. desember 1986 Hinn föngulegi leiklistarhópur. Myndir og texti: Kjartan Þorbjörnsson aLIt En ef ég skrepp til Köben í 3 ár og þú færö að stjórna á meðan? Það var fullt út úr dyrum. Gegnum tíöina hefur árshátíð Menntaskólans á Akureyri verið haldin árlega þann 1. desember. Þetta ár varð engin undantekn- ing. Næstum allir nemendur Menntaskólans mættu á svæðið. Hátíðin byrjaði með borðhaldi í heimavist skólans en vegna þess hve fáir komust inn í matsal heimavistar var setustofan líka þétt setin, en þar var 1. og 2. bekk komið fyrir. Var ræðuhöld- um síðan sjónvarpað þangað beint. (Ekki í gegnum gervi- hnött). Ræðuhöldin byrjuðu á því að fulltrúi karla í 4. bekk steig í ræðustól og hélt ræðu um nyt- semi og galla kvenmanna. Síðan gekk fulltrúi kvenna í ræðustól og flutti líka ræðu en nú um kosti og galla sterkara kynsins. Mikið var borðað en meira var þó hlegið. Þá var komið að formanni skóla- félagsins Hugins sem steig í ræðustól en þá hættu allir að hlæja. Hún (vegna þess að formaðurinn er kvenkyns) hélt síðan langa ræðu um allt og ekk- ert við litlar undirtektir viðstaddra. Loks hætti hún að tala. Núna hafði skólafólkið og aðrir gestir nær klárað allar veitingar sem fram höfðu verið bornar. Þá gekk skólameistari Jóhann Sigurjóns- son í ræðustól, þakkaði fyrir veit- ingarnar og lét nokkra lauflétta fjúka um fyrrverandi nemendur skólans. Það var ekki þægilegt að hlæja svona rosalega með vömbina fulla af kökum. Síðan var sungið og sungið þangað til fólkið gat ekki sungið meira. Þá var fólkinu raðað upp í skrúð- göngu niður að Möðruvöllum en þar átti ballið að vera. En fyrst voru það skemmti- atriðin. Aldrei á ævinni hef ég séð jafn góð skemmtiatriði í Menntaskólanum á Akureyri (enda þau fyrstu sem ég sé). Fyrst kom nýendurstofnaður kór MA fram á á árshátíð MA Setið yfir kræsingum. Blautbolaslagur. svið og söng nokkur lög. Það var mjög gaman að hlusta á þau syngja. Þau voru klöppuð upp einu sinni en ekki aftur eftir það. Eftir að fólkið hafði jafnað sig eftir kórinn kom leiklistarfélag Menntaskólans með nokkur endurfrumsamin atriði þar á meðal var leikrit um Rauðhettu og köttinn hennar. En það sem var nýtt við þetta leikrit var að Rauðhetta litla var kínversk, úlf- urinn var orðinn að vampíru en veiðimaðurinn var kallaður Rambo. Síðan var leikritið „Gullna hliðið". Þetta leikrit var um Lykla-Örn og konu hans Sól- veigu sem stóðu við þetta heil- aga hlið og ákváðu hverjir kæm- ust inn og hverjir ekki. Núna voru það „kennarar" sem reyndu að komast inn í þessa paradís ekki á jörð. En öllu góðu fylgir eitthvað illt. Þarna var Djöfsi gamli mættur á sviðið og reyndi að lokka „kennara" til sín. Flestir notuðu heilbrigða skynsemi og fóru hinn Ijósa veg, en ekki allir, einn fékk alveg ómissandi boð og hugsaði: „Til hvers eru freistingar nema til að falla fyrir þeim.“ Djöfsi (sem var í gervi Jóhanns skólameist- ara) fór því ekki tómhentur í neðra. Oft þurftu leikarar að taka sér smá þásu vegna þess að ekkert heyrðist í þeim fyrir hlátri í áhorf- endum. Eftir þessi frábæru leikrit voru leikarar með alls konar skot og skæting, og ýmsa ádeilu á t.d. stjórn Hugins, starfslið í mötuneyti og marga aðra. Var eins og þakið og tvær efri hæðir ætluðu að fjúka af salnum þegar skemmtiatriðin voru búin, svo mikið var klappað. En þá byrjaði loksins ballið. Skólinn hafði leigt þrjár hljóm- sveitir. Tvær þeirra spiluðu í kjall- ara en ein spilaði uppi í skóla- stofu og var það gömlu dansa hljómsveitin. Var boðið upp á margt annað en hljómsveitir t.d. bar sem seldi óáfenga kokteila, Ijósmyndatöku og margt annað. Á öllum hæðum var hoppað og skoppað og alls staðar var svaka stuð. Vöktu hljómsveitirnar mikla lukku og þá einkum Stuðkomp- aníið. Spiluðu þeir fram á rauða nótt og var ekki sleppt af sviðinu fyrr en þeir höfðu spilað sex aukalög. Síðan fóru allir heim að sofa. Daginn eftir þegar fólkið sem á árshátíðina hafði komið var að vakna talaði ég örstutt við nokkra þeirra. Það voru nú ekki allir jafn hressir. Ásmundur - Nú varst þú í leiklistarfélaginu og lékst í nokkrum atriðum á árs- hátíðinni, var ekki mikil vinna í kringum þetta allt? „Júhúú, það var unnið dag og nótt núna vikuna fyrir skemmtun- ina en þetta gekk ágætlega, þetta var mikið strit en við nutum diggrar aðstoöar leiklistar- kennara og þannig gekk þetta allt upp.“ - Hvernig fannst þér sjálfum skemmtiatriðin heppnast? „Alveg æðislega vel, það var hlegið vonum framar." - Kom þessi vinna ekki niður Ra, á námsgreinunum?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.