Dagur - 13.01.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 13. janúar 1987
j/iðtal dagsins.
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiöari._______________________________
Stefnubreyting hjá
Alþýðubandalaginu?
Alþýðubandalagið birti um helgina framboðslista
flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir
komandi alþingiskosningar. Það vekur athygli að
í öðru sæti listans er Svanfríður Jónasdóttir,
oddviti Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Dalvík-
ur. Svanfríður hefur, eins og kunnugt er, verið
meðmælt sölutillögum meirihluta bæjarstjórnar
Dalvíkur á hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Dalvík-
inga h.f. og Söltunarfélagi Dalvíkur. Margir hafa
furðað sig á þessari stefnu hennar, því hún geng-
ur þvert á yfirlýsta stefnu Alþýðubandalagsins.
Engu að síður náðist algjör samstaða um þetta
mál milli Alþýðubandalagsfulltrúanna og fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, en þessir flokkar skipa nú
meirihluta bæjarstjórnarinnar.
Það þarf engum að koma á óvart þótt sjálf-
stæðismenn vilji selja hlut bæjarins í arðbærum
fyrirtækjunum. Það er í samræmi við þeirra
stefnu. Hitt er vægast sagt mjög óvenjulegt og
nánast einsdæmi, að Alþýðubandalagið styðji þá
í slíkum málum. Þó er svo komið að menn sjá
nánast engan mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðubandalagsins á Dalvík.
Svanfríður Jónasdóttir hefur verið í broddi fylk-
ingar í sölumálinu og beint spjótum sínum sér-
staklega að Kaupfélagi Eyfirðinga. Hún hefur
sýnt það áður í ræðu og riti að henni er sérstak-
lega í nöp við KEA. Slík er þráhyggja hennar
gagnvart KEA að nánast er um ofstæki að ræða.
Framganga Svanfríðar Jónasdóttur í „Dalvíkur-
málinu" svokallaða, hefur vakið reiði margra
Alþýðubandalagsmanna og á kjördæmisþingi
þeirra sem haldið var á Akureyri um helgina, var
málið sérstaklega tekið til umræðu, með tilliti til
framgöngu Svanfríðar. Þeir sem lengst vildu
ganga, vildu að Svanfríður tæki alls ekki sæti á
listanum. Þau sjónarmið voru ofurliði borin.
Forsvarsmenn Alþýðubandalagsins hafa á
tyllidögum kennt sig við félagshyggju. Fulltrúar
Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Dalvíkur hafa
með framkomu sinni sýnt, að þeir hafa félags-
hyggju síst að leiðarljósi og standa mun nær
Sjálfstæðisflokknum í skoðunum. Með því að
setja oddvita sinn í bæjarstjórn Dalvíkur í annað
sæti framboðslista Alþýðubandalagsins í Norður-
landskjördæmi eystra, hefur flokkurinn þar með
opinberlega viðurkennt þessa skoðun sem sína
og ætlar að leggja af stað í kosningabaráttuna
með það veganesti.
Félagshyggjufólki ætti að verða þessi stað-
reynd víti til varnaðar. Kannski er þetta jafnvel
upphafið að allsherjar stefnubreytingu Alþýðu-
bandalagsins um land allt. Það væri skiljanlegt í
ljósi þess að Alþýðubandalagið hefur átt mjög
undir högg að sækja á undanförnum árum og
þarf nauðsynlega á andlitslyftingu að halda.
Hitt vita menn, að það er alltaf stutt öfganna á
milli. BB.
„Ég gekk með fyrsta verð-
launapeninginn minn
um hálsinn í mörg ár“
- Spjallað við Vöndu Sigurgeirsdóttur, landsliðskonu í knattspyrnu
Það eru ekki mörg ár síðan
skipulegar æfíngar og keppnir í
kvennaknattspyrnu voru tekn-
ar upp hér á landi og í langan
tíma var knattspyrnan hér álit-
in eingöngu karlaíþrótt. í
dag er kvennaknattspyrna við-
urkennd íþróttagrein í landinu
og nýtur mikilla og sívaxandi
vinsælda. Þær eru ekki margar
stelpurnar á landsbyggðinni
sem hafa haldið áfram fót-
boltaiðkun alveg til fullorðins-
ára. Vanda Sigurgeirsdóttir frá
Sauðárkróki sem í dag er 21
árs er ein af þeim örfáu sem
það hafa gert og hún og ein
stúlka vestan af fjörðum eru
þær einu frá stöðum utan
Faxaflóasvæðisins sem leikið
hafa með landsliði. Vanda
byrjaði snemma að keppa með
strákunum í Tindastóli og
gerði það allt til unglingsár-
anna, að hún byrjaði að leika
með kvennaliðum.
Vanda varð orðlaus í fyrstu
þegar hún var spurð hvort hún
hefði aldrei fundið fyrir því að
vera álitin skrýtin vegna áhuga
síns á fótbotanum.
„Nei, ég var svo ung þegar ég
byrjaði í þessu. Fólk hefur vanist
því að ég væri alltaf í fótbolta og
kannski margir haldið að ég væri
strákur. Það var líka engu líkara
en strákarnir litu á mig sem kyn-
bróður sinn, þeir voru orðnir því
svo vanir að ég væri með þeim í
fótbolta, að ef stelpur komu og
báðu um að fá að vera með,
sögðu þeir að engar stelpur
fengju að vera með. Þeir
gleymdu því alveg að ég var
stelpa.“
- Hvenær byrjaði íþróttaferill-
inn?
„Ég byrjaði í íþróttum þegar
ég var sex ára. Þá var Ingimund-
ur Ingimundarson íþróttakenn-
ari hér og það voru haldin 4 víða-
vangshlaup yfir veturinn. Þeir
sem stóðu sig best í hlaupunum í
hverjum aldursflokki fengu við-
urkenningarspjöld og þeir sem
bestum árangri náðu að jafnaði í
öllum hlaupunum fengu verð-
launapening. Ég var fyrst í öllum
hlaupunum í mínum flokki og
fékk að launum gullpening. Þess-
um peningi var ég svo montin af,
að ég gekk með hann um hálsinn
í mörg ár og borðinn í fánalitun-
um var orðinn svo snjáður að
hann var alveg litlaus. “
- Hvenær byrjaðir þú svo í
fótboltanum?
„Við fluttum til Danmerkur,
þar sem mamma stundaði nám. í
frímínútunum í skólanum voru
stelpurnar í mömmuleik, en af
því að ég var ekkert fyrir
mömmuleikinn, fór ég út og þá
var ekkert annað að gera en fara
í fótbolta með strákunum og
þannig komst ég í kynni við fót-
boltann. Við fluttum heim aftur
til íslands þegar ég var 10 ára, til
Dalvíkur. Þaðan voru þá engir
yngri flokkar í keppni á íslands-
móti, en í staðinn var komið á
keppni milli hverfisfélaga í
bænum. Ég man eftir að ég og
Arnljótur Davíðsson unglinga-
Vanda Sigurgeirsdóttir.
landsliðsmaður í Fram, sem síð-
asta sumar lék í meistaraflokki í
fyrsta skipti, stofnuðum knatt-
spyrnufélagið Chaplín. Við vor-
um stutt á Dalvík og fluttum aft-
ur á Krókinn. Þegar ég var að
fara á fyrstu æfinguna hjá Tinda-
stóli mætti ég tveim stelpum sem
sögðu að það þýddi ekkert fyrir
mig að fara lengra, þær hefðu
ekki fengið að vera með. En ég
fékk að vera með. Á miðri æfing-
unni spurði þjálfarinn mig hvað
ég héti. „Vanda,“ sagði ég.
„Vanda!“ sagði hann. Þá hélt
hann að ég væri strákur. Strák-
arnir sögðu þá að ég væri í fót-
bolta með þeim, en.ég hugsa að
Danni þjálfari hefði ekki lofað
mér að vera með hefði hann vitað
fyrir æfinguna að ég var stelpa.
Síðan lék ég með strákunum í
íslandsmótinu alveg upp í fyrra
árið í þriðja flokki. Ég man eftir
að karlarnir á Siglufirði hlógu í
hálftíma eftir að stelpan á kantin-
um hafði platað bakkarann og
gerðu óspart grín að honum.
„Léstu stelpuna leika á þig!“
kölluðu þeir. Það kom stundum
fyrir að strákarnir í hinum liðun-
um voru að stríða strákunum á
Króknum á að þeir væru meiri
aumingjarnir að vera með stelpu
í liðinu. Þeir svöruðu því þannig,
að hinir væru þá ennþá meiri
aumingjar að eiga ekki stelpu
sem væri nógu góð til að komast í
liðið hjá þeim. Sturtuvandamál
kom varla upp fyrr en ég var
komin upp í þriðja flokk. Þá fór
ég alltaf á undan strákunum í
sturtu og ég man eftir að þegar
við vorum að keppa á Húsavík,
að strákarnir á Húsavík þurftu að
ganga fram hjá dyrunum á bún-
ingsklefanum, en þeir þorðu það
ekki vegna þess að þær voru ein-
hverra hluta vegna opnar.“
- Hvenær byrjaðir þú svo í
kvennafótboltanum?
„Haustið ’81 settist ég á skóla-
bekk í MA og fór þá að æfa með
kvennaliði KA og æfði með þeim
um veturinn. Vorið eftir sendi
KA í fyrsta skipti kvennalið til
keppni, en ekki var þá langt síð-
an keppni í kvennaknattspyrnu
hófst hér á landi. Ég fór heim um
vorið, en þjálfari KA vildi endi-
lega fá mig í leikina. Ég spilaði
síðan með liðinu, sem lék í ann-
arri deildinni um sumarið, við
komumst í úrslit en töpuðum fyr-
ir Víði í Garði í úrslitakeppni.
Um sumarið var haldið svokallað
Bautamót á Akureyri þar sem
fyrstu deildar liðin komu til
keppni. Ég sá að stelpurnar í
þessum liðum voru ekkert betri
en ég og það varð til þess að það
varð enn áleitnara hjá mér að
reyna að komast í fyrstu deildar
lið. Mig hafði alltaf dreymt um
að komast í landslið og ef ég ætti
að eiga möguleika á því varð ég
að spila með fyrstu deildar liði.
Ég dreif mig því suður á Akranes
næsta vor. Ég þekkti engan í fót-
boltanum á Skaganum, en átti
systur þar sem lagði hart að mér
að koma. Þegar ég var stödd í
Munaðarnesi um vorið fékk ég
boð frá Steini Helgasyni þjálfara
ÍA að koma á Skagann á sunnu-
dag, en þá færi fram úrslita-
leikurinn í Litlu bikarkeppninni
gegn sjálfum íslandsmeisturun-
um Breiðabliki. Ég mætti síðan í
leikinn og var sett inn á í byrjun
seinni hálfleiks til prufu, í stöðu
bakvarðar og lenti á móti Ástu B.
Gunnlaugsdóttur. Ég hafði aldrei
spilað þessa stöðu áður en gekk
samt þokkalega. Það lá samt við
að ég fagnaði þegar ein Skaga-
stelpan meiddist og ég var færð í
tengiliðinn. Við unnum þennan
leik, sem var með fyrstu leikjun-
um sem Breiðablik tapaði. Ég
hef síðan leikið með ÍÁ síðustu
fjögur árin og átt fast sæti í lið-
inu. Fyrsta sumarið var liðið
ungt, en á uppleið og næsta sum-
ar ’84 urðum við íslandsmeistarar
og líka sumarið efftir. Síðasta vor
misstum við svo flugið eftir að 9
af 16 sem voru í liðinu árið áður
hættu. Landsliðsdraumurinn
rættist á árinu 1985 og lék ég
landsleikina það sumar og síðasta
sumar líka, alls 8 leiki.
Til að gera langa sögu stutta,
þá ætlar Vanda að leika með
Skaganum að sumri. Um síðustu
helgi fór hún ásamt Skagaliðinu á
innanhússmót í Köln, í boði liðs-
ins sem Laufey Sigurðardóttir
spilaði með í fyrra. Er þetta ann-
að skiptið sem Skagaliðið fer til
útlanda til keppni, á árinu 1985
tók það þátt í útimóti í Hollandi
svonefndu Harlem Cup, þar sem
liðið bar sigur úr býtum. í vetur
spilar Vanda með fyrstu deildar
liði ÍS í körfubolta, en hún er
einnig mjög góð í þeirri grein.
Aðrar íþróttagreinar sem hún
hefur stundað eru: Frjálsar,
sund, blak, skíði og skák. -þá