Dagur


Dagur - 13.01.1987, Qupperneq 7

Dagur - 13.01.1987, Qupperneq 7
6 - DAGUR - 13. janúar 1987 13. janúar 1987 - DAGUR - 7 Flóraásér merka st^u - rætt við Ferdinand Jónsson, verksmiðjustjóra Smjörlíkisgerðar KEA - Ert þú innfæddur Akureyring- ur, Ferdinand? „Nei, það er ég nú ekki. Ég er fæddur á Fornastöðum í Fnjóska- dal 10. apríl árið 1922. Ég fluttist þaðan tveggja ára að Skógum. Faðir minn, Jón Ferdinandsson, var bóndi og húsasmiður. Flann átti heima í Skógum en vann oft á Akureyri á vetrum við húsasmíð- ar. Árið 1932 keypti hann jörðina Birningsstaði í Ljósavatnsskarði og við fluttum þangað. Þar var ég, að einu ári undanskildu, til ársins 1958. Faðir minn, sem er Svarfdæl- ingur, giftist móður minni, Hólmfríði Jónsdóttur frá Forna- stöðum, á Hólum í Hjaltadal. Þar fæddist elsta systir mín, þeirra fyrsta barn. Þau fluttu svo frá Hólum að Smiðsgerði og þar fæddist önnur dama. Þaðan fluttu þau að Fornastöðum.“ - Hvað gerðist svo árið 1958, af hverju fluttir þú til Akureyrar? „Ég hætti búskap það ár. Þetta hafði ákveðinn aðdraganda því ég vann hjá Prentverki Odds Björnssonar veturinn 1949-50 sem pappírsskurðarmaður. Þetta var þannig að systir mín ætlaði að taka við búinu á Birningsstöðum, það var nú ekki pláss fyrir alla. Mér bauðst þessi vinna hjá POB og fór hingað inneftir en svo hætti hún við að búa á Birnings- stöðum og foreldrar mínir voru orðnir það gamlir að þeir voru hættir að búa líka svo mér bauðst jörðin, flutti aftur austur og tók við búinu. Ég bjó í átta ár á Birn- ingsstöðum." Búskapur - Hvernig líkaði þér að vera bóndi? „Vel. Ég var með blandað bú, þetta var nú ekkert stórbú, ég var með svona 150-60 fjár, átta kýr í fjósi og einhvern slatta af hrossum. Ég hef alltaf verið gef- inn fyrir hross og átt ýmsa góða reiðhesta. En ég hætti búskap m.a vegna heilsufarsástæðna. Það var vont að fara frá búskapn- um, maður var rétt búinn að raf- lýsa, við raflýstum saman á tveim bæjum, Kambsstöðum og Birn- ingsstöðum. Það var 35 kW raf- stöð mitt á milli bæjanna sem hefur malað gull síðan hún var sett upp.“ - Seldirðu búið þegar þú flutt- ir til Akureyrar? „Já, ég gerði það. Ég og kaup- andinn, Svavar Sigurðsson, erum, áystkinabörn, hann er frá Forna- stöðum eða réttara sagt frá Forn- hólum, sem er nýbýli frá Forna- stöðum.“ Bfllinn gekk fyrir viðarkolum - Þú lærðir að aka á dálítið sér- stæðan bíl? „Já, ég er annar tveggja íslend- inga sem hafa lært á bíl sem gekk fyrir viðarkolum. Ég var að vinna hjá skógræktinni á Vöglum 1945 og Einar Sæmundsson skógar- vörður var með sænskan bíl af gerðinni Diamond sem skógrækt- in átti. Hinn maðurinn, sem lærði á bílinn, var Ingi Þór, bóndi á Neðri-Dálksstöðum á Sval- barðsströnd. Við vorum með þennan bíl og það var farið á Ferdinand Jónsson, verksmiðju- stjóri Smjörlíkisgerðar KEA. honum til Akureyrar og fleiri staða. Þessi bíll var gangsettur á bensíni en fyrir aftan húsið á honum var stór tankur sem viðar- kolin voru geymd í. Byrjaði hjá KEA 1958 - Hvaða vinnu fékkst þú þegar til Akureyrar var komið? „Ég byrjaði á miðju sumri 1958 að vinna hérna í Smjörlíkisgerð KEA, en þá var Svavar Helgason verksmiðjustj óri smj örlíkisgerð- arinnar. Samt hefur mér í raun- inni aldrei fallið vel að vinna verksmiðjuvinnu og t.d. á sumrin þegar veðrið er gott þá fer ég út í sveit eftir vinnu.“ - Er verksmiðjan ekki talsvert breytt frá því sem var þegar þú byrjaðir? „Hún er í sama húsi og þegar ég kom hér, að vísu er búið að laga til fyrir manni og fá nýrri vélar, þannig að þær afkasta nú meiru en var áður. Það hefur margt verið endurnýjað og skipt um vélar í sambandi við þær sem voru fyrir, t.d. kælitromlu. Vegna þess að markaðurinn var að aukast þá vantaði okkur afkastameiri pökkunarvél. Við fengum nýja pökkunarvél og blöndunarkör. Þetta breytti miklu fyrir okkur því í nýrri vél- inni getum við afkastað tveimur tonnum á klukkustund þó hún sé kúpluð niður um helming en í eldri vélinni er ekki hægt að framleiða meira en 600 kg á klukkustund. Við erum með báðar vélarnar í gangi því umbúðir hafa ekki fengist til að pakka í, nema Flóru-umbúðirnar. Við pökkum Flórusmjörlíkinu í nýju vélinni en hinum tegundunum, Flóru bökunarsmjörlíki, Gula bandinu og kókossmjöri, pökkum við í gömlu vélinni." Verksmiðjustjóri - Þú hefur verið búinn að vinna hérna lengi sem almennur starfs- maður þegar þú tókst við af Svav- ari Helgasyni? „Já, ég var búinn að vinna hérna í tæp tuttugu ár þegar Svavar lést. Ég tók við verk- smiðjustjórninni 22. apríl 1978. Ég átti ekki íbúð svo mér var boðin þessi íbúð hérna í verk- smiðjunni sem Svavar hafði haft og ég þáði það með þökkum. Þetta hefur samt bæði kosti og galla í för með sér að búa svona á staðnum. Það er kostur að vera hérna á staðnum og geta fylgst með, það er nauðsynlegt. Hins vegar kostar þetta aukið ónæði.“ - Hver er þróunin í fram- leiðslu- og markaðsmálum með smjörlíki og aðra fasta matar- feiti? „Mér finnst markaðurinn vera að breytast því mataræði fólks er annað en það var. Það kemur annað inn í neysluna og þetta er ekki með sama móti og var hér áður fyrr. Þó er mesta furða hvað salan er mikil.“ - Hver var verksmiðjustjóri á undan Svavari? „Það var danskur maður, Niel- sen. Ég veit ekkert um hann nema að ég heyrði að hann hefði staðið utan við dyrnar á morgn- ana með klukkuna í hendinni og beðið eftir starfsmönnunum. Hann vildi að þeir kærnu á rétt- um tíma. Hann var örugglega fyrsti verksmiðjustjórinn í þessu fyrirtæki. En smjörlíkisgeröin hefur ekki alltaf verið í þessu húsi. Hún byrjaði í húsinu sem Flóra hefur núna en verksmiðjan var flutt í það húsnæði sem hún hefur í dag. Húsnæðið hefur ef- Rögnvaldur Bergsson: Ég er uppalmn í Glerárþorpi - Hvar ert þú fæddur, Rögn- valdur? „Ég fæddist þann 9. desember árið 1923 í Glerárhverfi. Faðir minn hét Bergur Björnsson og var Ólafsfirðingur. Móðir mín hét Guðrún Andrésdóttir og var ættuð framan úr Eyjafirði. Ég ólst upp í húsinu Sæborg í Gler- árhverfi, það er neðst í Bótinni. Þarna átti ég heima til 27 ára aldurs, þegar ég flutti að heiman og stofnaði mitt eigið heimili.“ Sjómennska - Hvað vannst þú við á þessum árum? „Ja, það var nú litla vinnu að fá nema að fara út á sjó. Það var ekki um annað að ræða. Pabbi var með bát þarna og við rérum á honum. Menn voru mikið með trillur á þessum tíma. Svo voru sumir sem réðu sig á stærri báta og fóru á síld eða réðu sig í vinnu í síldarverksmiðjunni í Krossa- nesi.“ - Hélstu áfram á sjónum eftir að þú stofnaðir heimili? „Já, ég hélt áfram á sjó. Ég var á ýmsum af þessum gömlu skipum, t.d. á Brísinni. Við lönduðum síldinni á Krossanesi, Dagverðareyri, Hjalteyri og Raufarhöfn. Mér er nú ekkert beinh'nis minnisstætt frá þessum árum nema þá helst síldarsumar- ið mikla, 1944. Það var óhemju mikil síld á þessum tíma og það kom oft fyrir að nótin rifnaði. Ég var líka í nótabrúki hjá Kristjáni Jónssyni í tíu eða ellefu ár. Þá veiddum við smásíldina fyrir niðursuðuverksmiðjuna. Ég hætti sjómennskunni árið 1964, í maímánuði, og fór að vinna hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur- eyri.“ Byrjaði hjá KEA 1964 - Hvaða starf inntir þú af hönd- um hjá KEA? „Á þessum tíma voru nú ekki eins margar verslanir á vegum KEA og núna. Mitt fyrsta starf hjá KEA var við kjörbúðina í Brekkugötu 1. Ég var þar stutt- an tíma en einmitt þá var verið að byggja verslun kaupfélagsins við Byggðaveg. Þegar sú verslun var opnuð fór ég að vinna þar. Starfið var fólgið í að sjá um kjöt og fisk, þá voru kjötborð í flest- um verslunum. Ég vann í versl- uninni í rúm tvö ár og það var ágætt, þetta var nýjasta verslun KEA á Akureyri í þá tíð.“ - Hvernig atvikaðist það að þú fórst að vinna hjá Flóru? „Það atvikaðist þannig að Val- ur Arnþórsson, sem þá var full- trúi hjá KEA, vildi endilega að ég tæki að mér verksmiðjustjórn- ina í Flóru. Ég var tregur til þess í fyrstunni því ég hafði aldrei séð svona verksmiðju áður og ekkert kynnt mér þetta, svo það hvarfl- Rögnvaldur Bergsson, verksmiðju- stjóri Flóru. aði eiginlega ekki að mér að gera þetta. Ég hafði litla menntun, hafði ekki verið nema þrjú ár í barnaskóla. En Valur stappaði í mig stálinu og ég gerði það svo fyrir rest að taka starfið að mér. Það var ómetanlegt hvað hann hjálpaði mér að komast yfir byrj- unarörðugleikana hérna.“ Flóra fyrr og nú - Þú byrjar sem sagt sem verk- smiðjustjóri? „Já, ég gerði það þann 14. mars 1967. Þetta var löngu orðið rótgróið fyrirtæki þegar ég kom hérna fyrst. Björgvin Júníusson hafði verið verksmiðjustjóri hér áður og Trausti Hallgrímsson var nýhættur störfum sem verk- smiðjustjóri Flóru af heilsufars- ástæðum. Þetta blessaðist allt saman þó maður þekkti ekki inn á það þegar maður byrjaði. Ég hafði að vísu verið kokkur til sjós en þetta er auðvitað allt annað. Maður kynntist þessu smám saman.“ - Hvaða vörur framleiddi Flóra þegar þú byrjaðir? „Það var ýmislegt sem löngu er hætt að framleiða, t.d. gosdrykk- ir eins og appelsín, Frískó og Jolly Cola. Við framleiddum líka brjóstsykur og karamellur. Auk þess var sumt framleitt þá sem við erum með ennþá, t.d. sultur og saftir. En sælgætis- og gos- drykkjaframleiðslunni var hætt tveimur til þremur árum eftir að ég byrjaði hérna. Þetta borgaði sig ekki, það er of lítið pláss til að hægt sé að framleiða hérna gos og sælgæti fyrir utan hinar vör- urnar.“ * Urvalsvörur um land allt - Hvernig finnst þér hafa tekist til, þegar þú horfir til baka? „Það má auðvitað deila um það en húsnæðið hérna leyfir bara ekki meira en það sem hér Mörg eru fyrirtækin sem Kaupfélag Eyfirðinga hefur komið á stofn í gegniim tíðina. Við skulum skyggnast lftillega í sögu eins slíks fyrirtækis, Flóru, sem skiptist reyndar í tvö sjálfstæð fyrirtæki síðar. 150 ára afmælis- riti KEÁ frá 1936 stendur eftirfarandi: „Sakir vaxandi neyslu smjöriíkis og vaxandi við- skipta KEA, óx sala félagsins á þessari vöru úr 9000 kg árið 1925 upp í 25000 kg árið 1929. Hin hraðvaxandi sala smjörlíkis leiddi til þess, að framkvæmdastjóri félagsins (Vilhjálmur Þór) og stjórn þess tóku að athuga um stofnun smjörlíkisverksmiðju. Var þetta mál fyrst til umræðu á fundi féiagsstjórnar 18. júní 1929, en bygging smjörlíkisverksmiðju samþykkt á aukafulltrúa- ráðsfundi félagsins, sem háður var á Akureyri 8. sept. sama ár. Verksmiðjan var síðan reist í Grófargili sunn- anverðu og tók til starfa 28. febrúar 1930. Otto E. Nielsen, danskur maður, sá um uppsetningu véla og hefur veitt verksmiðjunni forstöðu.“ Þegar Otto E. Nielsen verksmiðjustjóri hætti störf- um árið 1949 flutti hann til Danmerkur. Þá hafði Flóru verið skipt í tvö fyrirtæki; efnagerð, sem starfaði áfram í upphaflega húsinu, og smjörlíkisgerð, sem hafði aðsetur I nýbyggðu húsi vestan við eldra verksmiðju- húsið. Svavar Helgason varð þá verksmiðjustjóri smjörlíkisgerðarinnar og var það þar til hann lést 1978. Þá tók Ferdinand Jónsson við. Björgvin Júníusson var verksmiðjustjóri Flóru frá 1950 til 1963. Þá tók Trausti G. Hallgrímsson við og starfaði til ársins 1967 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Sama ár tók Rögnvaldur Bergsson við starfinu. Árið 1962 var ákveðið á aðalfundi kaupfélagsins, að ágóði af rekstri Flóru skyldi renna óskiptur til Menn- ingarsjóðs KEA, og gildír sú regla síðan. EHB er gert. Þaö hefði verið hægt að gera meira með rýmra húsnæði. Vörurnar sem við framleiðum eru þekktar um allt land, allt viðurkenndar gæðavörur. Ég er ekki viss um að það borgi sig að stækka verksmiðjuna úr því sem komið er því mörg fyrirtæki hafa sprottið upp sem framleiða ávaxtasafa tilbúinn til neyslu. Aðalsalan hjá okkur var alltaf í ávaxtasafanum, við seldum óhemju mikið af honum. En nú vill fólk fá safann tilbúinn til neyslu, við framleiðum eingöngu þykkni sem þarf að blanda. Mað- ur verður var við að neysluvenjur eru að breytast, fólk borðar minna af sætindum en áður. Vegna þessa erum við farnir að pakka miidu meira og það gengur vel. Þá er ég að tala um vörur eins og kakó, poppmaís, kók- osmjöl og steiktan lauk. Það hef- ur ekki þurft að breyta húsnæð- inu en það er margt sem er erfitt eða tafsamt að gera hérna vegna þess að verksmiðjan er á þremur hæðum.“ Á trillu á sumrin - Hefur þú einhver sérstök áhugamál? „Jú, ég stunda sjóinn á sumrin á trillu sem ég er búinn að eiga í þrjátíu og fimm ár. Ég set hana fram á vorin og er að leika mér að þessu á sumrin. Það má segja að ég haldi alltaf vissri tryggð við sjómennskuna. Svo fer ég í sund- laugina á hverjum morgni. Ég er annars lítið fyrir félagslíf eða slíkt." laust þótt hentugt á sínum tíma en það er það varla lengur. Nú þyrfti allt að vera á einni hæð en við erum á fjórum hæðum. Fram- leiðslan er bara svo miklu meiri núna en menn hefur grunað að hún ætti eftir að verða á sínum tíma. Það er mesta furða hvað þetta húsnæði hefur reynst nota- drjúgt miðað við aðstæður. Það er samt ekki hægt að neita því að léttara væri að vinna við þetta ef allt væri á sömu hæð.“ - Þú ert búinn að vinna hérna býsna lengi. „Já, þetta eru orðin 27 ár. Þetta eru allt saman ágætir drengir sem ég hef unnið með. Það hafa allir sína galla og kosti og það er bara að taka því og haga seglum eftir aðstæðum.“ Hestamennska - Þú minntist á hestana áðan og að þú hefðir haft gaman af þeim? „Já, ég átti ágæta hesta. Minn besti reiðhestur var grá hryssa sem hét Hæra. Hún var ættuð vestan úr Kolbeinsdal, frá Skriðulandi. Sigurður, sonur bóndans á Skriðulandi, gaf mér hana sem folald þvf hún var und- an hryssu sem var í tamningu hjá föður mínum. Hæra hafði allan gang og mikið skeið en hún fór samt aldrei á skeiðvöll. Faðir minn var tamningamaður og var eiginlega alltaf með mörg hross í tamningu og það má segja að maður hafi fæðst á hestbaki. Ég fékkst svolítið við tamningar hér áður. Ég og frændi minn vorum með hesta í stýrishúsi af skipi sem Nói gamli bátasmiður átti. Svo sá ég að ég gat ekki stundað hestamennskuna lengur, það er dálítið annasamt í kringum hana. Ég hætti þessu fljótlega eftir að ég flutti til Akureyrar.“ Langur vinnutími - Hvernig er vinnutíminn hérna í verksmiðjunni? „Ég byrjaði alltaf fyrstur á morgnana, ég þurfti stundum að byrja mjög snemma, jafnvel klukkan fjögur á nóttinni, því að vélarnar afköstuðu ekki miklu. Það þurfti að byrja þetta snemma til að fá visst magn yfir daginn. Þetta var á árunum upp úr 1960 og maður var oft syfjaður á kvöldin. Konan mín vann úti við að sauma mokkaskinnskápur á Heklu og ég sótti hana í vinnuna. Vinnudagurinn var stundum frá kl. 4 að nóttu til kl. 10 að kvöldi. Þetta fór ekki að lagast fyrr en við fengum nýju vélarnar og gát- um afkastað meiru.“ Fhmií25 ár - rætt við Níels Halldórsson um gömlu Flóru og fyrsta verksmiðj ustj órann, Otto E. Nielsen Níels Halldórsson starfaði hjá Fióru á Akureyri frá 1942 til 1967. Hann kynntist því Otto E. Nielsen, fyrsta verksmiðju- stjóra Flóru, og féllst á að svara nokkrum spurningum um þann mæta mann. Níels hefur starfað undanfarna tvo áratugi hjá Verðlagseftirlitinu á Akureyri. Kynni mín af Otto E. Nielsen - Þekktir þú Otto Nielsen? „Já, ég þekkti hann vel, ég hef aldrei haft betri verkstjóra. Hann hafði einstakt lag á að kalla fram afköst hjá starfsmönnum. Einar Otto Nielsen, eins og hann hét fullu nafni, vann merkilegt starf hérna í bænum. Hann var kvænt- ur í Danmörku en konan hans kom aldrei hingað upp en dóttir hans, Betty Nielsen, kom hingað og hún var nú ekki ófnerkari en það að hún var ballerína í Tívolí og Konunglega leikhúsinu danska. Hún var gift frægum dönskum leikara, Knud Rex, og hann státaði af því að geta skrif- að K. Rex undir skeytin sín, líkt og Kristján 10. Danakonungur, en konungurinn bað hann að hætta þessu. Nielsen átti líka son sem heitir Einar eins og gamli maðurinn, ég veit ekki betur en hann sé á lífi enn og sé grósseri í Kaupmannahöfn.“ - Manstu hvaða ár þú fórst að vinna hjá Nielsen í Flóru? „Já, ég man það eins og það hefði gerst í gær. Það var árið 1942 en þá var Nielsen búinn að vera þarna lengi því hann byrjaði árið 1930. Nielsen fór einu sinni á ári út að heimsækja konuna og fjölskylduna en svo kom blessað stríðið, eins og við segjum, og þá komst hann ekkert en hann fór út strax að stríðinu loknu. Ég man það að þegar hann fór fyrst út eftir stríðið fór hann með fjóra hjólbarða með sér til Dan- merkur, því við lifðum í góssen- landi, íslendingar. Hann lét okk- ur setja dekkin undir bílinn hans Jónasar Kristjánssonar samlags- stjóra og þar voru þau í hálfan mánuð því það mátti ekki flytja ný dekk til Danmerkur, þau urðu að vera notuð. Dekkin voru handa Knud Rex. Jónas átti Chevrolet bifreið, líklega árgerð ’45.“ „Fór tvisvar alfarinn“ - Hvað varð svo um Otto Niel- sen? „Nielsen fór svo út, tvisvar sinnum alfarinn, eins og við sögðum. Það var dálítið spaugi- legt hvernig það atvikaðist. Hann fór „alfarinn" til Danmerkur í fyrra skiptið 1947 og kvaddi hér kóng og prest. Hann ætlaði að setjast að með sinni konu og fjöl- skyldu í Danmörku, en hann kom aftur því hann gat ekki búið svona langan tíma með konunni! Hann gat aldrei búið með henni til lengdar því hann sagði mér , það einu sinni þegar hann fór út að það væri ágætt að vera viku, sæmilegt í tíu daga en ómögulegt eftir hálfan mánuð því þá væri sambúðin orðin svo örðug. Ég kann ýmsar sögur um Otto Nielsen. Einu sinni, þegar hann var í Danmörku eftir stríðið var þar mikil matarskömmtun. Fólk fékk vikulegan skammt af kjöti en Nielsen var mikill matmaður og hann safnaði saman öllum skómmtunarseðlum, sínum eig- in, konunnar og dótturinnar. Hann fór svo í lok vikunnar til „slagtermesteren“, eins og hann sagði, og ætlaði að fá kjöt en þá var það allt búið. En miðarnir urðu ógildir næstu viku á eftir því þeir giltu bara í eina viku. Þá sauð upp úr á heimilinu og konan rak hann af höndum sér. Þá fór Níels Halldórsson. Nielsen aftur til íslands en þegar hann kom var búið að ráða menn í stöðurnar hans og skipta þessu í tvö fyrirtæki. Þetta hét áður Smjörlíkisgerðin Flóra en hún var jafnframt efnagerð. Baddi heitinn Júníusson tók við Flóru og Svavar Helgason tók við smjörlíkisgerðinni.“ Rjúpur og Qallgöngur - Var Nielsen þá atvinnulaus? „Nei, hann var það ekki. Hann var ráðinn þarna sem „tilsyner“, eða eftirlitsmaður með báðum þessum fyrirtækjum. En þetta var í skamman tíma, hann var ekki nema tæpt ár í þessu eftir- litsstarfi, þá fór hann aftur út og dó Drottni sínum í Danmörku skömmu síðar. Hann var þá örugglega orðinn sjötugur. Þetta var ákaflega merkilegur karakt- er. Hann stundaði fjallgöngur þó hann væri alveg eins og kartafla í laginu og hafði líka gaman af að fara til rjúpna. Ég man að Niel- sen fór stundum til rjúpna með Þorláki Jónssyni sem var sýslu- skrifari hérna, en Þorlákur var Mývetningur að ætt og frægur maður. Nielsen skaut ekki mikið en hann hafði gaman af því að reyna og ég man eftir því að einu sinni kom hann í Fálkafell þegar ég var staddur þar með eina drif- hvíta og fallega rjúpu. Hann hélt henni í báðum höndum og lét blóðið leka í slóðina. Fyrst hann fékk bara eina þá ætlaði hann að láta stoppa hana upp og vildi ekki blóðga fiðrið. Kristján Geir- mundsson stoppaði rjúpuna og hún prýddi síðan herbergið hans en Nielsen bjó alla tíð í verk- smiðjunni, í eystri turninum á húsinu.“ „Er de i Samband?“ - Gerði Nielsen eitthvað fleira en að vera í Flóru? „Já, ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að hann var rekstrarstjóri Gildaskála KEA, sem síðar varð Hótel KEA. Gildaskálinn var þar sem stóri salurinn í Hótel KEA er núna. Nielsen var orðlagður fyrir skemmtilegheit þarna eins og þegar hann spurði Jón Eyþórsson frægrar spurningar á aðalfundi KEA. í hádeginu var gert hlé á fundinum og allir fundarmenn fóru í mat í Gildaskálann. Það var mikið annríki þarna af þess- um sökum. Þá kemur maður þarna inn, klæddur peysu, og sest við borð og vill fara að borða. Þegar Nielsen sá manninn spurði hann „Er du i Samband? Hvis du ikke er í Samband faar du ingen gröd!“ en maðurinn var Jón Eyþórsson veðurfræðingur. Þessi saga varð fræg um allt land.“ Vinnan í gömlu Flóru - Hvernig voru vinnubrögðin í gömlu smjörlíkisgerðinni? „Mér er minnisstætt þegar við fengum fyrstu pökkunarvélina þarna inn. Það hafa orðið óskap- legar breytingar frá því í gamla Smjörlíkisgerðin árið 1936 - á 50 ára afmæli KEA. Húsið var tekið í notkun árið 1930 og þarna er Flóra nú til húsa en Smjörlíkisgerðin flutti í annað húsnæði 1948. Sjá næstu síðu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.