Dagur


Dagur - 11.02.1987, Qupperneq 1

Dagur - 11.02.1987, Qupperneq 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 11. febrúar 1987 28. tölublað NotarþúCHO? Þjónusta í miðbænum KARL GLERAUGNAÞJONUSTAN DAVÍÐSSON SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI - SÍMI24646 Næg atvinna á Þórshöfn Næg atvinna er á Þórshöfn, þokkalegur afli hefur verið síð- an verkfalli sjómanna lauk og stöðug vinna við loönubræðsl- una, allt gengið vel varðandi sjávarútveginn. Ibúar Þórshafnar eru 422 og stendur íbúatala í stað að sögn Daníels Árnasonar sveitarstjóra. íbúum Þórshafnar hefur því ekki fækkað eins og gerst hefur svo víða á Norðurlandi eystra. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur mikið verið rætt um að breyta Stakfelli í frysti- togara og verður ákvörðun tekin í málinu um næstu mánaðamót. Verið er að byggja heilsu- gæslustöð sem mjög brýnt er að komist í gagnið en áætlað er að hún verði tilbúin 1988. Læknir er stárfandi á staðnum en þangað vantar hjúkrunarfæðing. IM Kolbeinsey: Veiddi fýrir 83 millj. Júlíus Havsteen landaði 60 tonnum af rækju sl. miðviku- dag, þar af fara 24 tonn beint á Japansmarkað. Skipið er nú á Akureyri þar sem verið er að setja á það veltikili og þyngja kjölin, mun skipið verða tíu daga frá veiðum vegna þessara framkvæmda. I fyrrasumar voru frystivélar settar í skipið og síðan hefur allur afli þess verið frystur um borð. Þetta veldur því að skipið er mun léttara þegar það heldur til veiða því áður en frystivélarnar komú til voru sett 50 tonn af ís í skipið fyrir hverja veiðiferð. Fyrir ára- mót voru settir veltikilir á Kol- beinsey og láta áhafnarmeðlimir vel af þeirri framkvæmd. Kolbeinsey er nú í sinni þriðju veiðiferð á þessu ári og hefur landað 225 tonnum af fiski eftir Síðasti skiladagur á skattframtölum var í gær. Margir lögðu þá leið sína í húsakynni Skattstofunnar á Akureyri og margir komu þangað til þess að fá frest til mánaðamóta til þess að skila framtölum sínum. Mynd: rþb sjómannaverkfallið. Kristján Asgeirsson framkvæmdastjóri íshafs sagði að rekstur skipsins gengi vel, það hefði veitt 3450 tonn í fyrra og aflaverðmætið verið 83 milljónir króna. Við breytingarnar á Júlíusi óx aflaverðmætið um 100% milli ára, í fyrra var aflaverðmætið 74 milljónir, þar af rúmlega 60 millj- ónir eftir breytingarnar en skipið var frá veiðum vegna þeirra frá miðjum apríl þar til seinni hluta júní. Kristján sagði að allur bún- aður hefði reynst vel og afla- brögð verið góð. Akureyri: Harður árekstur Um fimmleytið í gær varð mjög harður árekstur tveggja bfla á gatnamótum Þingvalla- strætis og Mýrarvegar og var ökumaður annars bflsins flutt- ur á slysadeild. ' Ekki tókst að afla uþplýsinga um tildrög siyssins en eins og kunnugt er, eru umferðarljós á þessum gatnamótum. Bílarnir, sem báðir eru nýlegir, eru mikið skemmdir. BB. Staðgreiðslukerfi skatta: AlagningarhlutfaM tekju- skatts og utsvars verður 35% - Tekjur þessa árs verða „skattlausar“ Frumvarp um staðgreiðslu- kerfi skatta var kynnt leiðtog- um stjórnarandstöðunnar á Alþingi í gær en áður hafði það verið samþykkt í báðum stjórnarflokkunum, með ákveðnum fyrirvara um ein- staka atriði frumvarpsins. All- ar líkur benda þvi til þess að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi og staðgreiðslu- kerfi skatta verði tekið upp um næstu áramót. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts og útsvars verði um 35% - sama hlutfall á allar tekjur - og pers- ónuafsláttur einstaklings verði 11.500 krónur á mánuði miðað við verðlag í febrúar. Persónuaf- slátturinn mun síðan hækka tvisvar á ári samkvæmt lánskjara- vísitölu. Skattleysismörk eru miðuð við 33 þúsund króna mán- aðartekjur. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sjómannaafsláttur verði 150 krónur fyrir hvern lögskráningar- dag, en þeir eru að meðaltali um 300 á ári. Þá er gert ráð fyrir sér- stökum húsnæðisafslætti til þeirra sem eru að byggja eða kaupa í fýrsta sinn og nemur sá afsláttur 55 þúsund krónum á ári í sex ár. Þessaf reglur munu einnig gilda um þá sem nú njóta vaxta- frádráttar vegna þessa. Ef aðeins annað hjóna vinnur utan heimilisins, þá nýtist skatta- frádrátturinn samt að 75% hinu til handa. Í.slíkum tilfellum getur fastafrádráttur því orðið allt að 20 þúsund krónur. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur árið sem er að líða skattlaust ár, þ.e. engin álagning verður á íslensk fiskiskip: Meðalaldurinn 19,5 ár Meðalaldur íslenskra fiski- skipa 1. janúar 1987 var 19,5 ár og hefur hann ekki verið hærri frá því farið var að reikna hann. AIls voru fiskiskipin 822 þar af 818 þilfarsskip. Þilfars- fiskiskip hafa ekki verið færri frá árinu 1972 en flest urðu þau árið 1975, 904 talsins. Þetta kemur fram í skrá yfir íslensk skip 1987 sem gefin er út af Siglingamálastofnun ríkisins. Þegar skoðaður er meðalaldur fiskiskipa er nauðsynlegt til að fá rétta mynd af stöðunni að skipta skipastólnum í nokkra flokka eft- ir stærð. Fiskiskip undir 100 brl. að stærð eru 491, alls 12.180 rúm- lestir. Meðalaldur í þessum flokki er 21,1 ár og þarna er að finna elsta fiskiskip landsins smíðað árið 1912. Sé farið út í nánari skiptingu kemur í ljós að elsti flokkurinn er skip á bilinu 50-99 brl. en meðalaldur þeirra er 28,5 ár. Af 100 skipum í þess- um stærðarflokki er 71 tréskip. Skip 100-499 brl. eru 301, alls 76.800 brl. Meðalaldur þessara skipa er 17,5 ár og þarna er að- eins að finna 11 tréskip og 1 ann- að úr öðru efni en stáli. í fiskiskipaflotanum eru 30 skip stærri en 500 brl., alls 23.501 brl. Meðalaldur þessara skipa er 16,8 ár. Aðeins eitt íslensk fiskiskip er stærra en 1000 brl. Það er skuttogarinn Venus HF 519 en hann er 1002 brl. Flest íslensku fiskiskipanna voru smíðuð árið 1972 eða 61 talsins, samtals 8855 rúmlestir. Árið 1974 bættist hins vegar mest við stærð flotans mælda í rúm- lestum eða 12.154 í 42 skipum. Á síðasta ári bættust 10 ný skip í flotann. ET launatekjur þessa árs nema óeðli- leg sveifla verði í launum á milli ára. Aðrir skattar en tekjuskattur og útsvar yrðu hins vegar inn- heimtir eftir á. Hvað bílastyrki og önnur hlunnindi varðar, verða þau talin til tekna, nema menn geti sýnt fram á að þeir beri sannanlegan kostnað á móti. „Þetta frumvarþ er að mínu viti nokkuð gott. Það snýst auð- vitað fyrst og fremst um stað- greiðslukerfið, en ýmsa aðra þætti skattamálanna þarf auðvit- að að taka til endurskoðunar í samhengi við þetta frumvarp," sagði Guðmundur Bjarnason alþingismaður í samtali við Dag. Hann sagðist ekki eiga von á að tími ynnist til að gera þá endur- skoðun nú fyrir vorið en hún væri engu að síður mjög aðkallandi. „Það er nauðsynlegt að aðrir þættir skattamálanna verði skoðaðir í sumar og niðurstöður liggi fyrir er þing' kemur saman í haust. Það verður verkefni þeirra stjórnvalda sem taka við eftir kosningar,“ sagði Guðmundur Bjarnason. BB. Þannig voru umferðarskiltin útlits eftir að hafa oröiö fyrir barðinu á skemmdarverkamönnunum. Mynd: RÞB Húsavík: Skemmdir á umferðar- merkjum Um síóustu helgi voru skemmd tvö gangbrautarmerki á Húsa- vík, var annað þeirra framan við kirkjuna en hitt við Garð- arsbrautina á móts við barna- skólann. Guðmundur Þorgrímsson bæjarverkstjóri hafði samband við Dag vegna þessa máls. Sagði hann að sér fyndist þeir sem þarna voru að verki halda upp á 50 ára afmæli Slysavarnadeildar- innar á Húsavík með undarlegum hætti. Svona skemmdarverk væru ekki aðeins hvimleið og kostnað- arsamt að setja upp ný merki heldur væri hér hreinlega um slysavarnamál að ræða þar sem merkin væru sett upp til að auka öryggi gangandi vegfarenda. IM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.